Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAI 1993 -f- Afkoma Verkalýðsfélagsins Einingar Halli á rekstrinum vegna samdráttar FJÁRHAGSAFKOMA Verkalýðsfélagsins Einingar var lakari á liðnu ári en verið hefur hokkur undanfarin ár. Þar segir til sín sá samdrátt- ur sem orðið hefur í atvinnulífinu, en þegar vinnutekjur dragast sam- an minnkar það sem til félagsins reiínur í félagsgjöldum og gjöldum atvinnurekenda til sjúkrasjóðs, orlofssjóðs og fræðslusjóðs. Halli á . rekstri sjúkrasjóðs varð á þriðju milljón króna á siðasta ári, en á rekstri félagsins í heild 600 þúsund krónur. Vegna lélegrar afkomu sjúkrasjóðs- ins samþykkti aðalfundur Einingar, sem haldinn var í fyrrakvöld, breyt- ingar sem fela í sér lækkun á bótagreiðslum, en bótagreiðslur sjóðsins námu á síðasta ári alls 23,2 miUjónum króna. Félagsmenn í Einingu eru nú 4.685 talsins, þar af eru aðalfélagar 3.789, en aukafélagar 896. Flestir eru í Akureyrardeild, 2.846, í Dalvík- urdeild er 401 félagsmaður, 255 eru í Ólafsfjarðardeild, 121 í Grenivíkur- deild, 105 í Hríseyjardeild og í bíl- stjóradeild er 61. Konur eru í meiri- Markaðsráðgjafi HALLDOR Þ.W. Kristinsson hefur þýtt og gefið út Mark- aðshandbókina. Bókum ~ markaðs- áætlanir MARKVÍS markaðsþjónusta hefur nýlega gefið út bók sem heitir Markaðshandbókin, en þar er um að ræða vinnubók um markaðsáætlanir. Halldór Þ.W. Kristinsson, iðn- rekstrarfræðingur og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins þýddi bókina, en hún er eftir Adrienne Zoble sem unnið hefur við að aðstoða smærri fyrirtæki í markaðsmálum. „Bókin gagnast ágætlega þeim sem hug hafa á að stofna fyrirtæki, en höfundnrinn ein- beitir sér að litlum og meðalstór- um fyrirtækjum," sagði Halldór. hluta, 2.427, og karlar eru 1.362. 30ára Verkalýðsfélagið Eining varð 30 ára í febrúar og í tilefni þess var ákveðið að láta rita sögu félagsins og þeirra félaga sem voru fyrirrenn- arar þess eða hafa sameinast því í tímans rás. Þorsteinn Jónatansson hefur verið ráðinn til að annast sögu- ritunina. Til aðalfundarins var boðið þeim tveimur sem eru á lífi af þeim sem sæti áttu í fyrstu stjórn félagsins, en það voru Vilbórg Guðjónsdóttir og Þórir Daníelsson. Fyrsta lendingin Morgunblaðið/Rúnar Þór KARL Magnússon, Boeing 737-þota flugfélagsins Atl- anta, lenti á Akureyrarflugvelli í gærmorgun. Henni var flogið beint frá Hamborg í Þýskalandi og voru 75 farþegar, ferðamenn, um borð. Þetta er í fyrsta sinn sem þotan lendir á flugvellinum á Akureyri, en hún heitir eftir Karli Magnússyni fyrrverandi formanni Svifflugfélags Akureyrar. Hann var einn af frumkvöðl- um flugsins á Akureyri. Útvegsmannafélag Norðurlands um tillögur Hafrannsóknastofnunar Grípa verðnr til aðgerða annars blasir hrun við STJÓRN Útvegsmannafélags Norðurlands kom saman til fundar á Akureyri í gær þar sem rætt var um tillögur Hafrannsóknastofnun- ar um afla á næsta ári og lýsti stjórnin yfir þungum áhyggjum yfir fyrirliggjandi tillögum stofnunarinnar. „Það þarf ekki mörg orð um þetta, það eru mjög alvarieg tíðindi sem birtast okkur í tillögunum, vissulega áttu menn von á skerðingu, en þetta er meiri niðursveifla en við áttuin von á," sagði Sverrir Leósson formaður stjórnar Útvegs- mannafélags Norðurlands eftir fundinn í gær, en eins og frarh hef- ur komið legguT Hafrannsóknastofnun til að þorskafli á næsta ári verði ekki meiri en 150 þúsund tonn. Benti stjórnin á, að ef til þess innan sjávarútvegsins. Það hefur kemur að enn verði dregið úr veiðum er nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðgerða ef ekki eigi að koma til hruns í atvinnugreininni. „Það er alveg ljóst að ef farið verður eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar blasir ekkert annað við en hrun í þessari atvinnugrein, grein sem þjóðin lifir á, við lifum á því sem úr sjónum kemur," sagði Sverrir. „Það er ískaldur veruleiki sem við okkur blasir og við sjáum ekki hvernig útgerðirnar geta staðist þetta." Áfallið „Ég held að sé alveg ljóst að greinin þolir ekki þetta áfall til við- bótar við þann vanda sem fyrir er Foreldrar! Foreldrar! Laus pláss í eftirtalda flokka fyrir 8 ára og eldrh Drengir: 1. fl. 8. júní-15. júní 7 dagar, verð kr. 13.200. 2. fl. 18. júní-25. júní 7 dagar, verð kr. 13.200. Drengir og stúlkur: 6. fl. 29. júlí-5. ágúst 7 dagar, verð kr. 13.200. Rútugjald er innifalið í dvalargjaldinu. Innritun og upplýsingar í síma 96-23929 hjá Önnu og 96-23939 hjá Hönnu. Sumarbúðirnar Hólavatni lítið verið gert til að laga stöðuna á síðustu misserum, en síðan fáum við þennan skell og það er auðvitað afar slæmt. Þannig að það er vægt til orða tekið að segja að við séum áhyggjufullir," sagði Valdimar Kjartansson útgerðarmaður ': á Hauganesi og stjórnarmaður í Út- vegsmannafélagi Norðurlands. A fundinum í gær var rætt um að efla beri hafrannsóknir, einkum á sviði vistfræði, þannig að leitað verði skýringa á minnkandi stofn- stærðum og lélegri nýliðun þrátt fyrir minnkandi afla. Norðlenskir útgerðarmenn vilja að sérstök áhersla verði lögð á að skoða hvaða áhrif stækkandi hvala- sela- og sjó- fuglastofnar hafa á vöxt og viðgang nytjastofna samanborið við veiðar. Þröng staða „Við vitum að ýmsar hvalateg- undir rífa í sig milljónir tonna af fiski úr vistkerfinu og þess vegna þykir okkur ástæða til að skoða nánar hvað áhrif það hefur og leggj- um til að rannsóknir verði efldar," sagði Sverrir. Valdimar Kjartansson sagði að þjóð sem ætti allt sitt undir því sem úr sjónum kæmir yrði að hafa efni á því að stunda rannsóknir. Þá benti stjórnin einnig á nauðsyn þess að loka með öllu frjálsum að- gangi að veiðum svo sem með krókaleyfi og tvöföldun línuafla á ákveðnum tíma, „Þegar við erum komin í þetta þrönga stöðu verðum við að loka svona götum, það er ekki um annað að ræða en setja á aflamark þarna eins og annars stað- ar," sagði Sverrir. A Morgunblaðið/Rúnar Þór Áhyggjufullir STJÓRN Útvegsmannafélags Norðurlands kom saman til að ræða tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla á næsta fiskveiði- ári. Sverrir Leósson formaður félagsins, Valdimar Kjartansson á Hauganesi og Svavar Magnússon í Olafsfirði spjalla um tillögurnar. Smíðuðu sér bryggju Skagastrðnd. MIKIL fjölgun hefur orðið á smábátum i eign Skagstrendinga undan- farin ár. Aðstaða fyrir þessa báta í höfninni hefur verið heldur bágborin fram að þessu en nú eru væntanlegar úrbætur á því. Eigendurnir minnstu bátanna tóku sig saman og smíðuðu þrjá fimm metra langa og tveggja metra breiða flotpramma sem þeir ætla síðan að fá að koma fyrir á góðum stað í höfninni þar sem þeir eru ekki fyrir öðrum bátum. Ætlun smábátaeig- endanna er að taka síðan prammana á land í haust því minnstu bátarnir eru bara á floti frá vori fram á haust. Ekki hefur enn gefist tækifæri til að koma flotprómmunum fyrir á sín- um stað vegna þrálátra sunnan- og vestanátta í vor en til að hægt sé að koma prömmunum fyrir þarf að vera stillt og gott veður. Hafnarsjóður Skagastrandarhafn- ar ætlar að styðja þetta framtak smábátaeigendanna með því að borga efnið í flotbryggjuna en smíð- in og vinnan við að koma prömmun- um fyrir er sjálfboðavinna karlanna. - Ó.B. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guðsþjónusta verður á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri kl. 10. Hátíðarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 11. Þau sem fermdust fyrir 10 árum (fædd 1969), 20 árum (fædd 1959), 30 árum (fædd 1949), 40 árum (fædd 1939) og 50 árum (fædd 1929) eru sérstaklega vel- komin. Hátíðarguðsþjónusta verður að Seli kl. 14 á hvíta- sunnudag og kl. 16 á Dvalar- heimilinu Hlíö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.