Morgunblaðið - 29.05.1993, Side 14

Morgunblaðið - 29.05.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 * Qlafur Ragnar Grímsson átti viðræður við Indveija um aukið samstarf Gífurlegir möguleikar fyr- ir sjávarútveg Islendinga ÓLAFUR RagTiar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, er ný- kominn úr þriggja vikna ferð til Indlands, sem hann notaði annars vegar til ráðstefnuhalds með síjórnmálaleiðtogum frá ýmsum lðnd- um og hins vegar til viðræðna við þarlenda stjórnmálamenn og athafnamenn um möguleika á samstarfi á vettvangi sjávarútvegs. Ólafur Ragnar segist að Ioknum þeim viðræðum vera sannfærður um að það væru mikil mistök af hálfu íslendinga að reyna ekki að nýta þá gífurlegu möguleika, sem liggi í sjávarútvegi í Indlandi og öðrum Suðaustur-Asíuríkjum, þar sem hagvöxtur og uppgangur í athafnalífi er nú sá mesti í heiminum. „Sú mynd, sem við fáum af Suð- austur-Asíu í fjölmiðlakerfmu hér á Vesturlöndum, er svo hróplega röng að það er mjög óvarlegt að draga af henni ályktun," segir Ólafur Ragnar. „Menn horfa framhjá því að þótt í Indlandi séu rúmlega 100 milljónir manna, sem búa við mikla fátækt, þá eru 800 milljónir eftir. Af þeim búa 300-400 milljónir nú þegar í hagkerfi, sem er jafnþróað, jafntæknivætt og með sams konar tekjuskiptingu og hagkerfið í sunn- anverðri Evrópu. Þessi fjöldi er meiri en mannfjöldinn á samanlögðu svæði Evrópubandalagsins og EFTA, en hefur sér til styrktar heimamarkað upp á 900 milljónir manna. Út úr þessum heimamark- aði er hægt að ná hagkvæmni stærðarinnar til þess að þróa vörur, sem síðan eru settar inn i hið alþjóð- lega hagkerfi. Annað atriði, sem ekki hefur ver- ið ríkur skilningur á hér á íslandi, er að í mörgum löndum Suðaustur- Asíu er mjög sterk stétt athafna- manna, sem reka sín eigin fyrir- tæki, mörg hver af risavaxinni stærðargráðu. Indverska Tata-fyrir- tækið er til dæmis í hópi 100 stærstu fyrirtækja í heimi. Einkageirinn í indverska hagkerfinu er stærri en í Bandaríkjunum. Þarna hefur byggzt úpp sterk viðskiptahefð og markaðsreynsla, sem leitt hefur ind- verska athafnamenn til að líta á veröldina alla sem sitt markaðs- svæði. Líta á Evrópu sem hnignandi svæði Það er athyglisvert fyrir íslenzk- an stjómmálamann, sem hefur eins og aðrir í stjómmála- og atvinnulífi hér á íslandi tekið þátt í þessari blessaðri Evrópuumræðu í tvö ár, að komast að því að hin kraftmikla sveit athafna- og forystumanna í þessum heimshluta lítur á Evrópu sem hnignandi svæði. í Evrópu dregst markaðurinn saman, kreppa ríkir og svigrúmið til að nýta risa- vaxinn heimamarkað til að skapa sterka samkeppnisstöðu á heims- markaði er mun þrengra en hjá þeim.“ Ólafur Ragnar segir að þegar hann hafi velt fyrir sér þeim mögu- leikum, sem íslendingar eigi í Suð- austur-Asíu, hafi komið i hugann fmmkvöðlastarf Jóns Gunnarssonar og annarra við að koma upp sölu- kerfi á Ameríkumarkaði upp úr seinna stríði. „Kannski var það enn fjarlægara íslenzkum veruleika upp úr seinni heimsstyijöldinni að byggja upp sölukerfi í Bandaríkjun- um heldur en það væri íslenzkum athafnamönnum nú, á fjarskipta- og þotuöld, að vinna lönd á þessum austrænu markaðssvæðum. Hvað Indland varðar, , hafa fjölmörg bandarísk og evrópsk stórfyrirtæki sótt það fast á undanfömum tveim- ur til þremur árum að komast þar inn. Þau reyna að koma á samvinnu við indverska aðila, og setja upp sínar eigin verksmiðjur. Eigum við íslendingar að láta þetta allt afskiptalaust? Eigum við að horfa upp á að svæði, sem nú þegar er orðið drifkrafturinn í hag- vaxtarþróun í heiminum, verði aukageta í efnahagsþróun okkar og tilviljunum háð hvað við seljum þangað? Eða eigum við með mark- vissum hætti að reyna að koma okkur upp viðskiptasamböndum og samvinnuaðilum í þessum löndum?" Ný skref í þróun sölusamtakanna Ólafur Ragnar hefur á síðastliðn- um tveimur árum átt nokkrar við- ræður við stjórnmála- og athafna- menn í Indlandi um möguleika á samstarfi við íslendinga. „Þegar forystumenn í þessum ríkjum fara að skoða okkur íslendinga, stað- næmast þeir við að þessari ótrúlega fámennu þjóð, 260.000 manns, hef- ur á þessari öld tekizt að byggja sig upp úr fátæku bænda- og veiði- mannasamfélagi og verða mjög öflugt velferðarsamfélag. Þeir sjá að grundvöllurinn er sá að íslenzk- um sjávarútvegi hefur tekizt að byggja upp fjölþætt markaðskerfí fyrir sjávarafurðir í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Suður-Ameríku og Afríku. Þetta er sjávarútvegur, sem nýtur ekki ríkisstyrkja, gagnstætt því sem sjávarútvegur í öðrum Evr- ópuríkjum gerir, og hefur sýnt mikla markaðsaðlögun og sölumennsku- hæfíleika með því að koma upp svona fjölþættu söluneti fyrir jafn- litla framleiðslueiningu og ísland. Indveijar hafa því komizt að þeirri niðurstöðu að það sé margt hægt að sækja til Islendinga varðandi samvinnu um sölu á sjávarafurðum. Þá vaknar sú skemmtilega spuming hvort það kann ekki að verða næsta skref í þróun íslenzkra sölusamtaka í sjávarútvegi að selja ekki bara fisk, sem veiddur er á okkar miðum, heldur taka að sér sölu á sjávaraf- urðum um allan heim frá öðrum hafsvæðum, til dæmis Indlandshaf- inu. Taka þá inn tekjur í formi umboðs- og sölulauna, manna þetta sölukerfi og skapa þannig atvinnu fyrir íslenzka athafnamenn og Ólafur Ragnar Grímsson starfsfólk, sem rekur söluskrifstofur víða um heim.“ Möguleikar á sviði tæknivæðingar Ólafur Ragnar segir að indversk- ir forystumenn viðurkenni að þeir hafí ekki þá reynslu og þekkingu, sem til þurfí að byggja upp alþjóð- legt sölukerfí á sjávarafurðum. Þeir treysti heldur ekki öðram fískveiði- þjóðum í Evrópu til samvinnu, vegna þess að þar sé sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur. Auk þess séu íslendingar lausir við þann heimsyfirráðastimpil, sem sum önn- ur Evrópuríki, jafnvel hin Norður- löndin, hafi á sér í þriðja heiminum. íslenzka markaðsfyrirtækið Icecon, í samstarfi við nokkur sjáv- arútvegsfyrirtæki, til dæmis Þor- móð ramma á Siglufirði, hefur að undanfömu kannað möguleika á samstarfí við Indveija á sviði sjávar- útvegs. Sendinefnd þessara aðila ræddi við indverska aðila ásamt Ólafí Ragnari á seinni hluta dvalar hans í Indlandi. „í gegnum þær upplýsingar, sem Indveijar hafa fengið frá okkur á síðastliðnum tveimur áram hafa þeir séð að ís- lendingum hefur tekizt að tvinna nútímahugvit og tæknikunnáttu í tölvuþekkingu og vélaverkfræði saman við verkreynslu í sjávarút- vegi. Þannig hafa verið þróaðar alls konar vélar og tæki, sem til samans gera vinnsluna að þróuðum há- tækniiðnaði. Þess vegna segja bæði indverska sjávarútvegsráðuneytið og athafnamenn: Það er skynsam- legt fyrir okkur að reyna að fara beint inn í háþróaðan tæknivæddan sjávarútveg og hafa samvinnu um það við íslenzka framleiðendur. Þama eru gífurlegir möguleikar á að taka þátt í tæknivæðingu þessar- ar atvinnugreinar.“ íslenzk skip til Indlandshafs Auk tækifæra í sölu og markaðs- setningu sjávarafurða og í fram- leiðslu tækja fyrir Indlandsmarkað segir Ólafur að möguleikar séu á að senda íslenzk fiskiskip á djúpslóð í Indlandshafí. í indverska stjórn- kerfinu hafi verið opnað fyrir mögu- leika á stofnun samvinnufélaga Ind- veija og erlendra aðila, sem haft gætu slíkan rekstur á hendi. „Miðin era að mörgu leyti ókönnuð, en þar era greinilega möguleikar á að veiða margar verðmætar tegundir. Með því að tvinna saman veiðireynslu okkar og tæknivædd fískiskip og svo reynslu í að vinna aflann og koma honum á markað, geta opnazt mörg tækifæri. Vandinn, sem komið hefur upp í viðræðum mínum við indverska aðila, er kannski sá að væntanlegir samvinnuaðilar okkar í þessum efnum hugsa á annarri stærðargráðu en við. Þegar minnzt er á að koma með eitt eða tvö skip frá íslandi, fínnst þeim það áhuga- vert en það sé hins vegar svo lítil rekstrareining að það taki því varla að veija dýrmætum tíma í að þróa slíkt fyrirtæki. Sé hins vegar hægt að byggja upp rekstur með 30-40 skipum, vinna aflann og setja afurð- irnar inn í sölukerfi, sem byggt væri upp í samvinnu við íslendinga, finnst þeim hins vegar komin stærðargráða, sem lítandi sé á.“ Væru alvarleg mistök að huga • ekki að samskiptum Ólafur Ragnar segist í ferð sinni hafa gefíð sér góðan tíma til að velta fyrir sér kostum og göllum samstarfs við Suðaustur-Asíuþjóðir í sjávarútvegsmálum. „Ég er sann- færður um að það væra alvarleg mistök af hálfu okkar íslendinga, bæði stjómvalda og atvinnulífs, að huga ekki gaumgæfilega að því hvernig hægt er að tengjast þessum öflugu markaðssvæðum og við- skiptaaðilum á þeim svæðum. Við höfum ekki mikið fjármagn í ís- lenzku atvinnulffí um þessar mund- ir, en við höfum markaðskerfí, tæknikunnáttu og mannafla. Það kann vel að vera, og ég byggi það á viðræðum sem ég átti í þessari ferð, að hægt verði að loknum eins til tveggja ára reynslutíma, að sækja töluvert fjármagn til samvinnuaðila í þessum löndum til að byggja upp mjög öflug alþjóðleg fyrirtæki í þessum greinum, þar sem íslending- ar leggja til markaðskunnáttu, tækniþekkingu, vélar, tæki og jafn- vel skip, en heimamenn leggja til fjármagn, aðstöðu og sambönd í viðkomandi löndum. Við sjáum að vestræn fyrirtæki hafa verið að „heimsvæða sig“, byggja upp sam- vinnunet við samstarfs- og við- skiptaaðila í öðram heimsálfum. Er það ekki bæði raunhæft og nauðsyn- legt fyrir okkur hér á Islandi að hætta að hugsa um sjávarútveginn sem atvinnugrein sem byggist á að við veiðum þorsk og loðnu innan landhelginnar og reynum að selja til útlanda, heldur notum þá óvenju- legu reynslu sem við höfum til að leita samvinnu við aðila um að byggja upp öflug, alþjóðleg sjávar- útvegsfyrirtæki? Það þarf að al- þjóðavæða íslenzkan sjávarútveg.“ Þarf markvisst upp- byggíngarstarf - Er þetta ekki hugarfarslega of stór biti fyrir hagsmunaaðila í íslenzkum sjávarútvegi? „Kannski er hann of stór, en þó finnst mér vera að verða breyting á síðustu mánuðum. Einstakir for- ystumenn, bæði í sölusamtökunum og meðal útgerðaraðila, hafa áttað sig á að eini raunverulegi vaxtar- möguleikinn liggur á þessari braut. Við sjáum hvað Grandi hefur verið að gera í Chile og Útgerðarfélag Akureyringa í Þýzkalandi. Vandinn er að til þess að gera þetta þurfa menn að Ieggja sig fram. Það kost- ar tíma og fyrirhöfn og forystumenn í íslenzkum sjávarútvegi verða að gefa sér tíma til að fara til þessara landa, hitta hugsanlega samstarfs- aðila og byggja upp trúnað og sam- bönd. Þetta verður ekki gert á einni viku, heldur þarf markvisst upp- byggingarstarf. “ Ölafur Ragnar segir að þrennt •þurfi að koma til hér heima til þess að hægt sé að ráðast í uppbygging- arstarf af þessu tagi. „í fyrsta lagi þurfa bankamir að breyta starfsað- ferðum sínum. Mörg skip, sem hægt er að leggja inn í ný alþjóðleg físk- veiðifyrirtæki, eru svo veðsett, að bankastjóram finnst slíkt ákaflega annarlegt. í öðra lagi þarf að breyta lögum og reglum varðandi skrán- ingu íslenzkra fiskiskipa til þess að þau geti verið skráð hér á landi þótt þau fari út úr kvótakerfinu og séu langtímurn saman á veiðum annars staðar. í þriðja lagi þarf að finna fjármagn, með aðstoð sjóða- eða bankakerfisins, til þess að stuðla að samvinnu á frumstigi. Bankar og sjóðir hafa fjármagnað skipa- kaup og fjárfestingar í fiskvinnslu- húsum og tækjum og tapað á því jafnvel hundruðum milijóna, en á sama tíma er ekki hægt að finna nokkra tugi milljóna til að markaðs- setja sölukunnáttu og tæknihæfi- leika og færa íslenzk skip til veiða annars staðar.“ Fyrirtæki sera rúmar ís- lenzkan sjávarútveg? Ólafur segir að verði þessar breytingár að veruleika, ætti að vera hægt að fara með nokkur skip strax á þessu ári til veiða í Indlánds- hafí. Skipin gætu stundað þar veið- ar í eitt' til tvö ár og afurðir þeirra yrðu settar inn í sölukerfí íslend- inga. „I ljósi þeirrar reynslu væri hægt að dæma hvað þetta er arð- bært, hvaða erfíðleikar og hvaða hagnaður era því samfara. Mjög fjársterkir menn í indversku at- vinnulífi hafa sagt í viðræðum við mig að ef svona tilraun gangi vel, séu þeir tilbúnir að stuðla að því að byggja upp á fimm áram, í sam- vinnu við Islendinga, stærsta út- gerðar- og fískvinnslufyrirtæki Ind- lands. Það er stærðargráða, sem rúmar allan sjávarútveg og fískiðn- að íslendinga. Þegar við heyram slíkar tölur fínnst okkur það nánast furðutal, en af þeirra hálfu er það fullkomin alvara, vegna þess að í þeirra eigin landi er fjöldi fyrir- tækja af slíkri stærðargráðu. Þeir sjá jafnframt að mörg fyrirtæki, til dæmis í Japan, græða mikla peninga á að veiða og vinna fisk.“ Stjórnmálamenn sem aðstoð- armenn atvinnulífsins Tilgangur þriggja vikna dvalar Ólafs Ragnars í Indlandi var tví- þættur; annars vegar ræddi hann um sjávarútvegsmál og hins vegar sat hann ráðstefnu, sem haldin var í minningu Rajivs Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, sem ráðinn var af dögum. Tuttugu og fimm forystu- mönnum úr stjómmálum víðs vegar úr heiminum var boðið til ráðstefn- unnar og varð niðurstaða hennar meðal annars að stofna til sam- starfsvettvangs, sem ber heitið The Rajiv Gandhi Initiative, og verður vettvangur umræðu og stefnumót- unar á sviði alþjóðamála, til dæmis í afvopnunarmálum og til eflingar Sameinuðu þjóðanna. Olafur Ragn- ar var kjörinn í stjómarnefnd sam- takanna. „Ég ákvað að verða við ósk um setu i stjómarnefndinni, þótt það sé viðbót við miklar annir. Ég tel mikilvægt að eiga aðgang að þeirri umræðu, sem verður í sam- bandi við þetta verk og hafa þannig aðstöðu til að koma Islandi og ís- lenzkum hagsmunum á framfæri. Ég hef sannfærzt um það af störfum mínum á alþjóðavettvangi að það er orðinn ríkari þáttur í starfi nú- tímastjórnmálamanns en áður að vera sölumaður, í góðum skilningi þess orðs, fyrir land sitt og þjóð, athafnalíf og atvinnulíf. Kannski hafa íslenzkir stjómmálamenn ekki sinnt þessu hlutverki sem skyldi; að líta á sig sem aðstoðarmenn at- vinnulífsins en ekki eins konar yfir- forstjóra. Við getum hjálpað til við að vinna nýja markaði, opna dyr og greiða þannig fyrir samskiptum og viðskiptum." Viðtal: Ólafur Þ. Stephensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.