Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 30 Minning Brynjólfur Bjarkan Fæddur 12. mars 1944 Dáinn 17. maí 1993 „Deyr fé, deyja frændur.“ Enginn má sköpum renna og er það mál að sönnu, því að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þegar maður á besta aldri er kallaður úr önn dagsins til hinna óþekktu starfa, þá má ætla að eitthvað búi að baki sem við skynj- um ekki. Enginn skilur lífsins leiðir lögmál tímans hulið er. Vonin ein, hún birtu breiðir birtu lífs á móti þér. O.E. Að kvöldi hins 17. maí sl. rann á enda æviskeið Brynjólfs Bjarkan með sviplegum hætti og öllum að óvörum, er hann lenti í umferðarslysi. Hér verður ekki farið út í ætt og uppruna Binna eða æviskeið hans, heldur verða þetta örfáar línur sem þakkar- og kveðjuorð fyrir góð kynni og þjón- ustu sem hann lét okkur í té. Fyrstu kynni okkar voru fyrir u.þ.b. 15 árum, en það atvikaðist með þeim hætti að Binni tengdist fjölskyldunni er hann hóf sambúð með Halldóru Gunnarsdóttur frænku. Sambúð þeirra bar góðan ávöxt því að þeim varð þriggja bama auð- ið, sem sakna nú sárt föður síns. Auk þess gekk hann tveimur börnum Halldóru frá fyrra hjónabandi í föður stað. Binni var viðskiptafræðingur að mennt og starfaði á því sviði sem bókhaldari og endurskoðandi. I all- mörg ár annaðist hann og sá um reikningshald og uppgjör fyrir fyrir- tæki okkar. Þetta leiddi til mikils samgangs milli heimilanna sem var öllum til mikillar ánægju. Þar sem Binni fór var eftir honum tekið vegna virðuleika á velli og í fasi, því hann var ei hálfur í neinu, sama hvort um gleði, sorg eða hin daglegu störf var að ræða. Maður vissi ávallt hvar maður hafði hann. Binni var góður ferðafélagi og okkur eru í fersku minni útilegur sem fjöl- .skyldumar fóm í saman. Hann var mikill veiðimaður og alltaf tilbúinn til að hjálpa þeim sem ekki kunnu að bera sig rétt að við veiðamar. í þessu sem öðm hafði hann sérlega gott lag á að leiðbeina. Þá var Binni víðlesinn og sögufróður enda með afburða minni. Til þess að gera langa sögu stutta þá em hér bomar fram þakkir fyrir góð kynni og allt sem okkur fór á milli. Við emm forsjóninni þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman. Við söknum hans sárt og munum geyma í hugskoti okkar ljúfar minningar um góðan dreng. Dóra frænku, börnum og öðmm aðstandendum fæmm við samúð- arkvejður og biðjum hinn hæsta höf- uðsmið að varðveita ykkur og blessa í framtíðinni. í hljóðri þökk fylgir hugur okkar kærum vini til nýrra heimkynna. Ásdís og Jónas, Blómsturvöllum. Það er erfitt fyrir mig að skilja og sætta mig við tilgang æðri mátt- ar þegar hann á sekúndubroti tekur í burtu góðan vin sem verið hefur mér samferða í lífi og starfi undan- farin þrjátíu ár. í dagsins önn, þegar sólin er sem hæst á lofti, þrek og þróttur í hámarki, og svo mörgum verkum ólokið er sú staðreynd í óra- fjarlægð að dauðinn geti kvatt á dyr fyrirvaralaust. Við sem eftir lifum getum aðeins beðið um styrk og þrótt til þess að skilja gjörðir hans sem öllu ræður. Með þessum hugleiðing- um sest ég niður og rita minningar- grein um vin minn og samstarfsfé- laga, Brynjólf Bjarkan, sem lést af slysförum 17. maí sl. Brynjólfur Bjarkan, eða Binni eins og hann jafnan var nefndur dagsdag- lega, fæddist á Akureyri 12. mars 1944. Foreldrar hans vom María Brynjólfsdóttir sem lifir son sinn og Skúli Bjarkan skjalaþýðandi sem er látinn. María og Skúli eignuðust tvö börn, Binna og Böðvar. Þau slitu samvistir og er seinni maður Maríu, Jón Ólafs- son, fyrrverandi deildarstjóri hjá Rík- isendurskoðun, og ólst Binni upp hjá þeim. Hálfbróðir Binna er Guðmund- ur arkitekt, búsettur í Noregi. Auk þess eignaðist Binni annan hálfbróð- ur, Hrólf, sem faðir hans átti með seinni konu sinni. Binni ólst upp á Akureyri til fimmtán ára aldurs og fluttist þá til Reykjavíkur með móður sinni og stjúpföður, tók landspróf og settist í Menntaskólann í Reykjavík. Kynni okkar Binna og vinskapur hófst er við urðum sessunautar í §órða bekk í MR haustið 1961, og allt frá þeim tíma hefur aldrei bmgð- ið skugga á vinskap okkar. Þegar hugurinn reikar til baka er ótal margs að minnast frá hinum áhyggjulausu menntaskólaámm okkar sem ekki verður tíundað í þess- ari stuttu minningargrein. Á þessum ámm komu strax í ljós yfirburða námshæfileikar Binna sem nýttust honum til dauðadags og var hann aldrei spar á að miðla mér af sínum þekkingarbmnni. Stúdentsprófi lukum við saman vorið 1964, og Binni að sjálfsögðu með ágætiseinkunn. Eftir stúdentspróf lá leið okkar saman í viðskiptadeild Háskóla ís- lands þar sem við iukum báðir emb- ættisprófi í viðskiptafræði vorið 1970. Að loknu prófi hóf Binni störf sem forstöðumaður upplýsingadeild- ar Verslunarráðs íslands og starfaði þar frá árinu 1970-72. Aðstoðarmað- ur rafmagnsveitustjóra ríkisins var hann frá því í október 1972 til júní 1973. Frá þeim tíma starfaði Binni hjá fyrirtækjum mínum til dauða- dags. Með ámnum styrktist vinátta okk- ar stöðugt, það var sem einhver ósýnileg taug væri á milli okkar, mér fannst stundum sem nóg væri að við litum hvor á annan, þá skildum við hugsanir hvor annars. Orð vora óþörf. Yfirburða hæfileikar Binna við úrlausnir á hinum margvíslegustu verkefnum komu vel í Ijós við flest þau verk er vanda þurfti sérstaklega til, og var það á þeim stundum sem við í starfí náðum sem nánustu sam- bandi einkum og sér í lagi þegar við vomm tveir einir saman í Bröttugöt- unni á kvöldin og um helgar. Þessar stundir líða mér aldrei úr minni. Trygglyndi og heiðarleiki Binna í minn garð og umhyggja hans fyrir velferð fyrirtækja minna verður aldr- ei fullþakkað. Binni mat góðar bókmenntir og var nánast alæta á allan fróðleik. Seinni árin vora tónverk gömlu meistaranna honum einnig hugstæð. Öll sú mikla þekking á hinum marg- víslegustu málefnum sem Binni hafði aflað sér var með ólíkindum. Það virtist vera sama um hvað var spurt, svörin átti Binni. Þekking hans var aldrei yfirborðskennd heldur virtist sem hann hefði kafað til botns í sér- hveijum hlut, brotið hann til mergjar og með þá þekkingu til hliðsjónar myndaði hann sér skoðanir á yfírveg- aðan hátt. Sú tilhugsun að öll sú mikla þekking sem Binni bjó yfír skuli ekki lengur nýtast okkur er þungbær. Binni var að eðlisfari hlédrægur maður, orðvar með afbrigðum, um- talsgóður og algerlega laus við öfund í annarra garð. Öll sýndarmennska var honum mjög á móti skapi. Sá sérstæði eiginleiki Binna að láta aldr- ei bera á yfírburða hæfíleikum sínum gerði það að verkum að hann gat auðveldlega umgengist alla sem jafn- ingja sína. Binni var öllum þeim sem kynntust honum eftirminnilegur per- sónuleiki. Sambýliskona Binna var Halldóra Gunnarsdóttir og eignuðust þau sam- an þijú böm, Brynjar 14 ára, Jón 13 ára og Maríu 10 ára. Binni bar mikla umhyggju fyrir ijölskyldu sinni sem lýsir sér best í því nána sam- bandi sem hann átti við börnin sín þijú og er missir þeirra mikill. Binni minn, nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og vináttu þína sem ég gat ætíð reitt mig á. Það verður aldrei fyllt það skarð sem nú hefur verið höggvið í Bröttugötunni, en minning- in um góðan dreng mun ávallt lifa með mér og samstarfsfélögum þínum sem eftir lifa. María og Jón, Dóra, Brynjar, Nonni og María Iitla. Megi hönd Guðs styðja ykkur nú þegar sorgin er sem mest. Hvíl þú í friði kæri vinur. Herluf Clausen. í dag munum við fylgja til hinstu hvílu ástkæmm vini og félaga, Brynj- ólfí Bjarkan. Ég kynntist Binna, eins og hann var alltaf kallaður, árið 1973 og vomm við alltaf góðir vinir. Það var honum og konu hans, Dóm, að þakka að ég kynntist eiginkonu minni, henni Ebbu. Það er svo margt sem er minnis- stætt, en upp úr stendur hversu traustur vinur Binni var. Binni var einstaklega vel gefínn. Hann las mjög mikið sér til fróðleiks og gamans. Og ef Binni gerði eitt- hvað var það af lífí og sál, hvort sem það var brids, laxveiði, skák eða júdó. Hann lifði lífínu til hins ýtrasta. Það er mikil sorg að kveðja svona vin, en þó enn meiri fyrir börnin Brynjar, Jón, Maríu og konu hans Dóru og dóttur hennar Guðrúnu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með þakklæti í huga fyrir góðar stundir sem við áttum saman kveðj- um við Brynjólf Bjarkan. Eiginkonu hans og börnum sendum við samúð- arkveðjur. Sigurður Sigurbjarnason, Ebba Kristinsdóttir. Nú er hann farinn frá okkur hann Brynjólfur Bjarkan stjúpfaðir minn. Hann var ávallt boðinn og búinn til að hjálpa og aðstoða vini og ætt- injga. Ég mun minnast hans með söknuði og trega. Við áttum margar góðar stundir saman eins og veiði- ferðirnar og ferðalögin sem vom mjög skemmtileg. En svona er það. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér og hann fór frá okkur í blóma lífsins yfír móðuna miklu. Ég samhryggist móður minni og systkinum, svo og öllum hans ættingjum. Þetta er mikill harmur þegar Binni er skyndilega numinn á brott langt fyrir aldur fram. Blessuð sé minning hans og Guð blessi þig, elsku Binni minn. Lífíð verður tóm- legt þegar þú ert ekki lengur á meðal okkar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég ekki fæ breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þinn stjúpsonur Þorsteinn Matthíasson. Kveðja frá bekkjarbræðrum í MR I endurminningunni fínnst mér ekki langt síðan við kvöddum Menntaskólann í Reykjavík vorið 1964 með hvítar húfur á kolli. Meðal okkar var Brynjólfur Bjarkan sem lést í umferðarslysi 17. maí sl. Við D-bekkingar hörmum nú fráfall Binna, eins og hann var venjulega kallaður í okkar hópi. Hann var skarpgreindur, afbragðs námsmað- ur, jafnvígur á allar greinar, þótt einkum væri hann þekktur fyrir góða tungumálakunnáttu. Stúdentsprófíð bar þessu glöggt vitni. Dugnaðarinn var mikill, jafnvel tekinn karfatúr á togara í jólafríi í vályndum vetrarveð- rum. Binni lét ekki fara mikið fýrir sér enda enginn hávaðamaður og lét fremur verkin tala. Hann tók með jafnaðargeði því sem að höndum bar, „allt í lagi“ sagði hann gjarnan, og ætíð var prúðmennska og dreng- lyndi í fyrirrúmi. Það er gott að eiga slíkar minningar um horfínn félaga. Aðstandendum vottum við innileg- ustu samúð. Ólafur R. Dýrmundsson. Minning Guðrún Jónsdóttir Hún elsku amma mín lést að morgni 24. maí síðastliðins á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi eftir langvarandi veikindi, áttatíu og níu ára að aldri. En hún hafði dvalist á dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi frá árinu 1978 ásamt afa mínum Þorsteini Sigurðssyni fyrr- um bónda á Vörðufelli, sem lést árið 1981. Guðrún var fædd 23. apríl 1904 á Hólalandi í Borgarfirði eystra. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Guðný Jónsdóttir og var hún tíunda barn þeirra. Þau áttu þrettán böm saman, en Guðný átti eina dóttur fyrir. Jón lést er amma var aðeins fjögurra ára, og var henni komið í fóstur að Snotmnesi í Borgarfirði eystra. Móðir hennar giftist síðar aftur og eignaðist tvö böm, en af systkinum ömmu minnar er í dag Guðni Jónsson einn á lífi. Hún ólst upp á Snotrunesi þang- að til hún nálgaðist tvítugsaldurinn, en þá fór hún í vist til Seyðisfjarð- ar. Vann hún síðan mörg störf meðal annars sem vinnukona og í físki víðs vegar um land meðal ann- ars í Mýrdal, Dvergasteini og á Brekku í Mjóafirði. Var hún síðast starfandi á Vífilsstöðum um nokk- urra ára skeið áður en hún flyst að Vörðufelli árið 1942. Þar kynn- ist hún afa mínum og giftu þau sig í júní 1943. Eignuðust þau þijú böm: Jóhann sem giftur er Eddu Gísladóttur og búa þau á Reyðar- firði, Eddu sem gift er Árna J. Árnasyni og búa þau í Reykjavík og Elínu sem gift er Hjalta Odds- syni og búa þau á Vörðufelli. Á Vörðufelli bjuggu þau farsæl- lega allt fram til ársins 1978 er þau fluttust út í Stykkishólm eins og fyrr var sagt. Fyrstu bernskuminningar mínar tengjast ömmu minni og afa á Vörðufelli. Famar vom ferðir á hveiju vori til að heimsækja þau og ég var ekki hár í loftinu er ég dvaldist fyrst hjá þeim um sumar án þess að foreldra minna nyti við. Ég á einungis góðar minningar frá þeim sumardvölum mínum, en sér- staklega eftirminnilegar eru ótelj- andi gönguferðir okkar ömmu sem ætlaðar hafa verið mér til skemmt- unar í sveitinni. Sama var hvort gengið var upp á Vörðufell, niður í íjöru eða eitthvað þangað sem hugurinn leitaði í það skiptið alltaf var amma sá félagi sem hægt var að leita til. Komin á sjötugsaldur en hvikaði hvergi hvort sem vaðið var yfir mýrar eða gengin grýtt holt, alltaf jafn óþreytandi og dug- mikil. Þrátt fyrir að hún hafi misst heyrnina að mestu leyti eftir veik- indi er hún var nálægt sextugu gat hún alltaf gefíð sér tíma til að skilja allt það sem ég spurði hana um og leysa skilmerkilega úr spurningum mínum. Dugnaðurinn var slíkur að hún var fyrst á fótum á morgnana og búin að kveikja upp í gömlu oliu- vélinni og farin að taka til morgun- verð, baka brauð eða gera hvað það sem gert er á góðum sveitaheimil- um. Ekki þekkti hún þægindi raf- magnsins fyrr en fáum árum áður en þau hjónin fluttust út í Stykkis- hólm. En það kom ekki að sök, allt- af var til nóg af öllu. Ekki man ég til þess að komið hafi verið að tóm- um kofanum ef gesti bar að garði og ekki var verið að telja hversu margir væm á ferðinni, hvort sem var í mat eða kaffi. Sjaldan lá bet- ur á henni en þegar fiölskylda henn- ar var í heimsókn, hvort sem um var að ræða börn og barnabörn eða systkini hennar sem hún kynntist ekki fyrr en á fullorðinsárum sínum, en þótti þeim mun vænna um. Vom þau systkini mjög ættrækin og mik- ið samband þeirra á milli kannski vegna áðskilnaðarins á æskuámm sínum. Mikill náttúruunnandi var hún amma og þótti vænt um plöntur og dýr. Sérstakt dálæti hafði hún á blómum sem hún ræktaði mikið af. Fannst mér oft skrítið af hveiju ekki var vel séð að ég léki mér að þeim þegar mér sýndist svo. Hann- yrðir áttu einnig sinn fasta stað í tilvemnni og heklaði hún og pijón- aði allan ársins hring. Ekki var laust við að söknuður ríkti þegar að hald- ið var á haustin aftur til Reykjavík- ur en þá gafst ömmu kostur á að safna kröftum fyrir næsta sumar. En ég beið þess að geta farið aftur vestur í sveitina til afa og ömmu. Skömmu eftir að þau fluttust til Stykkishólms dó afi, en ekki var viðlit að fá ömmu til að hv.erfa frá Stykkishólmi. Var hún viss um það að hún myndi vera börnum sínum byrði ef hún flyttist á brott, en það átti ekki við hana jafn sjálfstæð og hún hafði alltaf verið. Á dvalar- heimilinu eignaðist hún góða vini og vann mikið að sínum áhugamál- um. Einnig lífgaði það upp á tilver- una að gamlir vinir hennar af Skóg- arströndinni, Svava og Jakob, er bjuggu á Bílduhóli fluttust til Stykkishólms. Reyndust þau henni mjög vel sem og starfsfólk og vist- menn á dvalarheimilinu. En sérstök umhyggja og alúð starfsfólks og systranna á Sjúkrahúsi Stykkis- hólms siðustu mánuðina verður seint fullþökkuð. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ bliknandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. í æsku fram á lífsins leið vér lítum, en ei annað neitt, vonandi að breiða gatan greið grænum sé blómum skreytt; en - aftur horfir ellin grá. Sólarlag liðinn dag laugar í gulli þá. (Grímur Thomsen) Vertu sæl amma mín og guð geymi þig. Árni Jón Árnason. í dag, laugardaginn 29. maí, verður Guðrún Jónsdóttir frá Vörðufelli á Skógarströnd jarð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.