Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. MARZ 1993 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Izudin Daði Dervic fyrsti útlendingurinn til að klæðast landsliðspeysunni Hélt að þetta væri grín BOSNÍUMAÐURINN Izudin Dervic, sem fékk íslenskan ríkis- borgararétt fyrir þremur vikum, var í gær valinn í fslenska landsliðið sem mætir Rússum í undankeppni HM næstu viku. Hann er fyrsti „útlendingurinn" sem leikur með landsliði ís- lands í knattspyrnu. „Ég bjóst ekki við að vera valinn. Þegar Salih Porca færði mér fréttirnar um miðjan dag f gær, hélt ég að hann væri að grínast. En sfðan komu fleiri og fóru að óska mér til hamingju," sagði Izudin Dervic, sem hefurtekið sér íslenska nafnið Daði sem millinafn. Morgunblaðið/RAX Izudln Daði Dervic mátar hér íslenska landsliðsbúninginn og fær aðstoð frá unnustu sinni, Iðu Brá Gísladóttur. 21 árs landsliðið ervic er fæddur í Bosníu og er frá bænum Bmjavor sem 20 þúsund manna bær við landa- mæri Króatíu. Hann lék fyrst knattspyrnu í heimabæ sínum en fór síðan til Slóveníu 1988 og lék með Slóvan Ljubljana og síðan Oiimpja Ljubljana sem var eitt besta lið Júgóslavíu. Hann kom fyrst tii íslands 1990 og lék með Selfyssingum í 2. deild það ár. 1991 lék hann með FH og með Val í fyrra og nú leik- ur hann með KR. „Eg er í sjöunda himni með að vera kominn í íslenska landsliðshópinn. Ég trúi' þessu varla enn. Það er ótrú- legt að vera kominn í lands- liðið svo stuttu eftir að hafa fengið ríkisborgararétt. En ég er íslendingur og mun gera mitt besta fyrir nýja landið mitt, ef ég fæ að spila. Þetta er mikill heiður fyrir mig,“ sagði Dervic, sem er á þrítugasta aldursári. - Hver var ástæðan fyrir að þú komst til íslands? „Það var nú aðallega ævintýra- þrá á sínum tíma. Ég ætlaði mér aldrei að setjast hér að, en ég hef kunnað mjög vel við mig og hér er gott að búa.“ - Nú hefur þú tekið þér íslenskt nafn, hvers vegna valdir þú nafnið Daði? „Ég held að nafnið sé fallegt. Ég fann það í íslensku nafnabók- inni og var strax hrifinn af því. En ég ætla að nota það sem milli- nafn og mun því skrifa mig Izudin Daði Dervic.“ Izudin Daði hefur verið í sam- búð með Iðu Brá Gísladóttur í tvö ár og búa þau í Hafnarfirði. Landsliðið Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, tilkynnti í gær hvaða leik- menn skipa 16 manna landsl- iðshóp Islands sem mætir Rússum á Laugardalsvelli næsta miðvikudag. Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram Ólafur Gottskálksson, KR Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Tottenham Hlynur Birgisson, Þór Kristján Jónsson, Fram Haraldur Ingólfsson, ÍA Ólafur Þórðarson, ÍA Baldur Bragason, Val Rúnar Kristinsson, KR Andri Marteinsson, FH Arnar Grétarsson, UBK Hlynur Stefánsson, Örebro Arnór Guðjohnsen, Háckne Arnar Gunnlaugsson, Feyenoord Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart Izudin Daði Dervic, KR ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik tryggði sér guil- ið á Smáþjóðaleikunum og ver þvítitilinn frá Andorra eins og að var stefnt. Strákarnir unnu Möltu 91:721 baráttuleik í gær- kvöldi og skipta úrslitin gegn San Marínó því engu um efsta sætið. Kvennalandsliðið tapaði 52:67 fyrir Luxemborg og fékk silfur. Strákamir þurftu mikið að hafa fyrir sigrinum gegn Möltu- mönnum sem voru ákaft studdir af fullu húsi áhorfenda Steinþór eða um 3.000 manns. Guöbjartsson Baráttan var mikil og skrifar heimamenn gáfu Irá Möltu ekkert eftir. Reyndar leiddu þeir fram eftir fyrri hálfleik, en munurinn var 10 stig í hléi, 49:39 íslandi í hag. Malta náði að saxa á forskotið en herslumuninn vantaði og íslensku strákamir tóku öll völd undir lokin. Þetta var erfiðasti leikur íslands, en kerfíð gekk upp. Ray Muscat, fyr- irliði Möltu og sennilega minnsti maður keppninnar, er allt í öllu o g stjórnar spilinu, en strákunum tókst að hafa ágætar gætur á honum og eftirleikurinn var auðveldari fyrir vik- ið. „Þetta var erfitt," sagði Torfi Magnússon þjálfari við Morgunblað- ið. „Möltumenn spila skynsamlega og koma boltanum inn á stóm menn- ina, en Muscat er sniðugur og gerði þetta erfiðara fyrir okkur. Planið var að þreyta hann og það tókst.“ Svolítið uppistand varð í byrjun seinni hálfleiks. Brotið var á Teiti í Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfan, valdi U- 2Is árs liðið sem leikur í Evrópukeppninni gegn Rússum í Kaplakrika kl. 20 á þriðju- dagskvöld. Markverðir: Ólafur Pétursson, ÍBK Friðrik Þorsteinsson, Fylki Aðrir leikmenn: Óskar Þorvaldsson, KR Lárus Orri Sigurðsson, Þór Sturlaugur Haraldsson, ÍA skoti, sem hann skoraði úr, en hann hljóp síðan meðfram varamannabekk mótheijanna og fagnaði ógurlega með handarsveiflu. Þetta hleypti illu blóði í mennina á bekknum, sem þustu út á völlinn og áhorfendur hentu plastmálum inná. Smá tími fór í að róa menn, en málið var úr sög- unni að leik loknum. Þá var íslenska liðinu ákaft fagnað, kvennaliðið gaf tóninn á bekkjunum og aðrir fylgdu með. Silfur í körfu kvenna íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik stóð sig mun betur hér á Smáþjóðaleikunum á Möltu en gert hafði verið ráð fyrir. Þær spiluðu um gullið í gær, en mættu þá ofjörlum sínum frá Lúxemborg og töpuðu 67:52. Malta vann Kýpur 39:36 í keppni um bronsið. Stelpurnar ætluðu sér gullið, en þegar á reyndi var það borin von. Bæði var það að mótherjarnir voru sterkari og ekki bætti úr skák að íslensku stelpurnar voru taugaóstyrk- ar. Lúxemborg náði fljótlega góðri forystu og var 15 stigum yfir í hálf- leik, en jafnræði var með liðunum eftir hlé. „Við lögðum upp með þá von í bijósti að sigra og ég er mjög ánægð- ur með frammistöðuna," sagði Torfi Magnússon, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið. „Við ætluðum að sigra Lúxemborg, en spennan var of mikil og sóknarleikurinn slakur í fyrri hálf- leik. Eftir hlé var spennan horfin og þá gekk betur. Þetta hefur verið ka- flaskipt, við höfum átt góðan hálfleik í hverjum leik, sem nægði gegn hinum en ekki Lúxemborg." Pétur Marteinsson, Leiftri Steinar Guðgeirsson, Fram Finnur Kolbeinsson, Fylki Ágúst Gylfason, Val Ásgeir Ásgeirsson, Fylki Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki Ásmundur Amarsson, Þór Þórður Guðjónsson, ÍA Kristinn Lárusson, Val Ómar Bendtsen, KR Helgi Sigurðsson, Fram ÚRSLIT Sund 50 m skriðsund kvenna Bryndís Ólafsdóttir...............27,43 Helga Sigurðardóttir..............27,93 50 m skriðsund karla 5. Michaelides, Kýpur.............23,65 Y. Clausse, Lúx...................23,91 Magnús MárÓlafsson................24,19 200 m bringusund kvenna P. Ioannou, Kýpur...............2.46,66 Birna Bjömsdóttir...............2.49,80 R. Roca, Andorra................2.55,32 6. Eydís Konráðsdóttir..........2.59,63 200 m bringusund karla M. Amoux, Mónakó................2.21,29 4. Magnús Konráðsson............2.28,66 5. Óskar Guðbrandsson...........2.31,24 400 m skriðsund kvenna M. Zarma, Kýpur.................4.39,24 2. AmaÞórey Sveinbjömsdóttir.....4.42,01 Sara Björg Guðbrandsdóttir......4.51,30 400 m skriðsund karla Amar Freyr Ólafsson.............4.14,45 T. Stoltz, Lúx.,.................4.16,99 Hörður Guðmundsson...............4.18,30 4x200 m skriðsund kvenna ísland..........................8.55,37 Bryndís Ólafsdóttir, Ama Þórey Svein- björnsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Helga Sig- urðardóttir. Mótsmet og íslandsmet. 4x200 m skriððsund karla ísland..........................7.56,41 Arnar Freyr Ólafsson, Richard Kristinsson, Hörður Guðmundsson, Magnús Már Ólafs- son. Mótsmet og íslandsmet. Körfuknattleikur ísland - Lúxemborg...............52:67 Hanna Kjartansdóttir 18, Björg Hafsteins- dóttir 17, Olga Færseth 5, Guðrún Norð- fjörð 4, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 3, Helga Þorvaldsdóttir 2, Elfnborg Herbertsdóttir 2. Island-Malta......................91:72 Stig Islands: Guðmundur Bragason 17, Teitur Örlygsson 13, Valur Ingimundarson 13, Guðjón Skúlason 11, Albert Óskarsson 8, Nökkvi Már Jónsson 6, Herbert Arnars- son 6, Jón Arnar Ingvarsson 6, Magnús Matthfasson 4, Jón Kr. Gfslason 3, Brynjar Harðarson 2, Henning Henningsson 2. Blak Karlar Island - San Marínó..................1-3 15-10, 14-16, 16-17, 9-15 Konur ísland - San Marínó..................1-3 Arnar í Reykjavík, ef félagar hans fagna Arnar Gunnlaugsson, leikmaður með Feyenoord, verður í Reykjavík, ef félagar hans fagna hollenskum meistaratitli á mánudaginn. Fey- enoord óskaði eftir að Amar væri í leikmannahópi Feyenoord, sem leikur gegn Groningan á útivelli, en Knattspymusamband íslands stóð fast á sínu - í samningum segir að Feyenoord verði að hafa Arnar lausan í landsleiki. Feyenoord þarf sigur til að tryggja sér fyrsta meistaratitilinn frá 1984. Félagið má þó tapa, ef Eindhoven tapar einnig. Opna DllettO kvennamótib verbur haldib ó Grafarholtsvelli ' M m Jt Jk • Vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin meb forgjöf og ún. • Aukaverðlaun fyrir næst holu d 2. braut og 11. braut. • Þdtttöku skal tilkynna í síma 682215 fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 30. maí. • Byrjað verður að ræsa út kl. 9:00 mdnudag 31. maí. SMAÞJOÐALEIKARNIR Gull og siHur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.