Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Samkomulag Hagvirkis-Kletts og skiptastjóra Fórnarlambsins Þrotabúið fær hluta krafna og skiptastjórí fellur frá mótmælum NÁÐST hefur samkomulag milli stjórnenda Hagvirkis-Kletts hf. og skiptastjóra þrotabús Fórnarlambsins hf. í deilu þeirra um viðurkenn- ingu krafna Fórnarlambsins á Hagvirki-KIett hf. og framgang nauða- samninga síðarnefnda fyrirtækisins. Með samkomulaginu viðurkenn- ir Hagvirki-Klettur hluta af kröfunum og falla þær undir nauðasamn- ingana og skiptastjóri Fórnarlambsins fellur frá mótmælum við stað- festingu nauðasamninganna og kyrrsetningu eigna Hagvirkis-KIetts hf. Tilskilinn meirihluti kröfuhafa Hagvirkis-Kletts hf. hefur fyrir nokkru samþykkt frumvarp að nauðasamningum fyrir fyrirtækið þar sem fallist er á niðurfellingu á 60% skulda þess. Við atkvæða- greiðslu um nauðasamninginn fékk skiptastjóri þrotabús Fórnarlambs- ins viðurkenndar kröfur að fjárhæð um 3,5 milljónir af 570 milljónum sem hann krafðist og lýsti hann því yfir að hann myndi mótmæla við Héraðsdóm Reykjaness beiðni Hag- virkis-Kletts um staðfestingu frum- varpsins sem bindandi nauðasamn- ings. Þrotabúið hafði áður fengið kyrrsettar allar óveðsettar eignir Hagvirkis-Kletts hf. til tryggingar riftunarkröfum sínum á hendur fyr- irtækinu. Fjárhæð ekki gefin upp Ragnar H. Hall, skiptastjóri þrotabús Fórnarlambsins hf., sagði í gær að með samkomulagi hefðu deilur fyrirtækjanna verið settar niður. Hann sagði að samkvæmt ósk Hagvirkis-Kletts hf. hefðu aðil- ar ákveðið að upplýsa ekki um fjár- hæð kröfunnar sem Fórnarlambið fengi viðurkennda. Jóhann G. Bergþórsson, aðaleig- andi Hagvirkis-Kletts hf., vildi í gær ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Loftsteinn hrapar hér við land Sprakk og féll í sjóinn úti fyrir Mýrdalssandi LOFTSTEINN féll hér við land á laugardagskvöldið. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur í Háskóla íslands, segir að til Komust á tind Mount McKinley FJÓRIR félagar úr hjálparsveit skáta í Kópavogi, þeir Valdimar Harðarson, Jón Haukur Stein- grímsson, Kristján Birgisson og Guðni G. Bridde, komust á hæsta tind Mt. McKinley í Alaska síðast- liðinn föstudag, en tindurinn er hæsti fjallstindur N-Ameríku. Áð- ur hafa fjórir íslenskir fjallgöngu- menn komist á tindinn á þessu 6.197 m háa fjalli sem kallað hefur verið kaldasta fjall heims. Félagamir fjórir flugu 23. maí með skíðaflugvél frá Talkeetna í Alaska sem lenti með þá í tvö þús- und metra hæð á fjallinu. Þaðan voru þeir þrettán daga að komast á fjallstindinn, en þeir komu niður af flallinu í gær. Gott veður var allan tímann, en á tindinum var 30 stiga frost og sex vindstig. hans hafi sést allt frá Skafta- fellssýslu, um Suðurland og upp í Borgarfjörð. Hann segir að loftsteinninn hafi farið hratt yfir, sprungið í 30-40 km hæð og fallið í sjóinn u.þ.b. 50 km úti fyrir Mýrdalssandi. Til að afla frekari upplýsinga um ferð- ir loftsteinsins óskar Þorsteinn eftir að sjónarvottar hafi sam- band við sig. Þorsteinn sagði að hrap loft- steins væri eins og stækkuð mynd af stömuhrapi. „Venjulegt stjörnu- hrap er aðeins kom eða smásteinn en hér er um að ræða stærri stein, á stærð við fótbolta eða enn stærri, upp í hálfan metra í þvermál. Þeg- ar hann kemur inn í gufuhvolfið leysist úr læðingi gífurleg orka vegna hraðans og núningsmótstað- an veldur því að yfirborðið verður glóandi meðan steinninn hægir á sér. Ýmist splundrast loftsteinarnir svo í lokin, stöðvast eða brenna algjörlega upp. Ef eitthvað verður svo eftir_ fellur það niður á land eða sjó. í þessu tilfelli sjó en það hafa væntanlega ekki orðið stór brot eftir,“ sagði hann. Þess má geta að loftsteinar sjást yfirleitt ekki nema á eins til tveggja ára fresti en síðast sást þó loftsteinn hér við land í febrúar. Reykvíkingar héldu upp á sjó- mannadaginn í hlýju og mildu veðri á sunnudag 20 Lettland í dag Sjómannadagurinn adidas JB«r0tttu>lA9to Kommúnistar og landflótta Lettar unnu kosningasigur í fyrstu fijálsu kosningunum í Lettlandi 26 Varmárskóli w Eriendir ieikmerm í herbóðir Þórs og ÍBV mm Sjötti bekkur Varmárskóla heim- sótti vinabekk sinn í Noregi nýver- ið 47 Leiðari________________________ Mótun nýrrar Ítalíu 28 Iþróttir ► Þorbjöm Sveinsson Fram- ari yngsti leikmaður 1. deildar karla í knattspymu frá upp- hafi. ÍBK og IA með fullt hús stiga í 1. deildinni. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Risalúða Stórlúðan sem dregin var á handfæri í gær mældist 2,35 m á lengd, 191 kg lúðaá hand- færi Sex menn þurfti til að innbyrða lúðuna Þorlákshöfn. BALDUR Birgisson á Ing- unni ÁR 27, sem er á hand- færaveiðum, veiddi þá stærstu lúðu sem fengist hefur á DNG-handfæra- rúllu á Selvogsbanka í gær. Lúðan vóg 191 kg og var 2,35 m löng. Eftir að hafa reynt langa stund að innbyrða lúðuna kallaði Baldur eftir aðstoð frá Hauki Benediktssyni sem var á handfæraveiðum skammt frá en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst tvímenningun- um ekki að draga lúðuna um borð. Löt af elli Brugðu þeir því á það ráð að kalla eftir aðstoð fjögurra skipveija á Kristjáni S. og með fulltingi þeirra reyndist unnt að koma lúðunni um borð í Ingunni. Baldur sagði að hún hefði ekki tekið mikið í og væri ástæðan sennilega sú að hún væri orðin löt af elli. J.H.S. Fundur utanríkisviðskiptaráðherra EFTA í Genf Kjartan líklega val- inn framkvæmdastíóri KJARTAN Jóhannsson, fastafulltrúi íslands hjá Fríverzlunar- samtökum Evrópu (EFTA) í Genf, verður líklega valinn næsti framkvæmdastjóri samtakanna á fundi utanríkisviðskiptaráð- herra EFTA-ríkjanna sjö í Genf í næstu viku. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins áttu Svisslendingar meðal annars frum- kvæði að því að stinga upp á Kjartani í starfið. Forsætisráðherr- ar Norðurlandanna fjögurra, sem aðild eiga að EFTA, hafa einn- ig lýst yfir stuðningi við Kjartan. Kjartan Jóhannsson, sem verið hefur fastafulltrúi hjá EFTA frá 1989, hefur á undanfömum mán- uðum starfað í nefnd, sem skipuð var til að fjalla um rekstur EFTA eftir að Svisslendingar féllu frá þátttöku í Evrópska efnahags- svæðinu. Störf hans á þeim vett- vangi munu meðal annars hafa orðið til þess að stungið var upp á honum sem framkvæmdastjóra. Heppilegt að hafa íslenzkan framkvæmdasljóra Önnur ástæða þess að sótzt er eftir Kjartani í starf framkvæmda- stjóra er samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sú, að önnur að- ildarríki EFTA hafa sótt um aðild að Evrópubandalaginu eða hyggj- ast gera það, og óvíst er hversu lengi þau verða í samtökunum. Norðurlöndin, önnur en ísland, og Austurríki stefna að EB-aðild á árinu 1995. Hins vegar hafa ís- lendingar ekki áhuga á að yfirgefa fríverzlunarsamtökin og þykja því að ýmsu leyti heppilegri til að hafa stjóm á rekstri þeirra. Fram- kvæmdastjóri EFTA er ráðinn til þriggja ára í senn. Núverandi framvæmdastjóri EFTA, Georg Kjartan Jóhannsson. Reisch frá Austurríki, hefur gegnt starfínu í sex ár og ekki er hefð fyrir því að framkvæmdastjóri starfí lengur. Aðrir hafa ekki ver- ið orðaðir við starfíð og viðmæl- endur Morgunblaðsins telja því allar líkur á að Kjartan Jóhanns- son verði valinn til að gegna starfi framkvæmdastjóra EFTA frá miðju næsta ári til ársins 1997. Þjóðleikhúsið 5 leikar- ar ráðnir 70 sóttuum ÞJÓÐLEIKHÚSRÁÐ ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að ráða tvo leikstjóra og fimm leikara fyrir næsta leikár að tillögu Þjóðleikhús- stjóra. Leikstjórar þeir sem fá árs- samning eru Andrés Sigurvins- son og Hávar Siguijónsson. Af leikurum voru ráðnir Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Gísla- dóttir, Hilmar Jónsson, Hjalti Rögnvaldsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Sjötti leikarinn verður ráðinn, en ekki er búið að ganga endanlega frá hver það verður. 18 leikstjórar og 70 leikarar sóttu um stöð- urnar. Flestir leikaranna hafa verið lausráðnir hjá atvinnuleik- húsunum eða starfandi með fijálsum leikhópum. Guðrún Gísladóttir hættir nú hjá LR, þar sem hún hefur verið fastr- áðin síðan 1985. Hjalti Rögn- valdsson hefur starfað hin sein- ustu ár í Noregi, að undanskild- um síðasta vetri en þá lék hann hér heima. > l l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.