Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993 19 urnýjaðist eftirminnilega þegar við Magnús gáfum sameiginlega ein- kunn fyrir kandídatsritgerð á heim- ili þeirra á liðnu ári. Honum var svolítið brugðið þá. Samt töluðum við helst um skíðaferðir og golf, fjallaferðir og annað útilíf — og Halldórsstaði. Magnús var Þingeyingur fram í fingurgóma og mat æskuslóðir sínar mikils. Það getur hver skilið sem gist hefur Laxárdal. Þar kemur Þór- unn kona mín til sögu. Hvar sem við hittumst þreyttust þau aldrei að ræða ættfræði og átthagabönd. Þeg- ar við sögðum honum að við hefðum eitt sumarið gist Halldórsstaði, spurði hann strax hvort við heðfum komið í „gamla bæinn“. Þegar við svöruðum játandi ljómaði hann eins og barn í vorbyijun. Magnús var glæsimenni að vall- arsýn og vel búinn íþróttum til sálar og líkama. Ég veit að hann var kall- aður til þegar umdeildum þjóðmálum þurfti að ráða viturlega til lykta. Hpnum var treyst til að láta hvorki fe né frama hafa áhrif á sig. Hann var ráðhollur án undanbragða. Þess- ir eiginleikar sameinuðust í þeim Sigríði svo sem börn þeirra bera fagurt vitni um. Sannast hið forn- kveðna að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Hjá þeirri þingeysku eik stöndum við Þómnn nú hnípin og drúpum höfði í þakkarskuld. Við biðjum um huggun harmi gegn öllum til handa. Magnús Þ. Torfason var og verður um aldur eftirsóknarverð fyrirmynd þeirra sem vilja veg lögvísinda mik- inn. Fáir hafa tærnar þar sem hann hafði hælana á því sviði. Hitt er þó mest um vert að enginn verðskuldar fremur þau eftirmæli að hafa kvatt þennan heim integer vitae. Björn Þ. Guðmundsson. Magnús Þ. Torfason var skipaður prófessor við lagadeild Háskóla ís- lands á árinu 1955. Þá var ég við laganám og varð þannig meðal fyrstu nemenda hans. Síðar urðum við samstarfsmenn í lagadeild og einnig í Hæstarétti, er ég gegndi þar starfi varadómara í einstökum málum og sem settur dómari um skeið. Það var mér mikil gæfa að njóta vináttu hans og leiðsagnar um langt árabil. í raun var ég nemandi hans alla tíð, fyrst sem laganemi og síðan og ekki síst í samstarfi okkar. Magnús var skipaður dómari við Hæstarétt íslands 1970. Síðustu árin, er hann gegndi prófessorsemb- ætti við lagadeild, var skipan laga- náms endurskoðuð og síðan breytt. Við það starf skipti reynsla og yfir- sýn Magnúsar miklu máli. Hann gekk að því starfi með opnum huga og hleypidómalaust. Jafnan lagði hann gott til mála. Enginn vissi heldur betur en hann, að skipan laganáms, þótt engan veginn þýð- ingarlaus sé, ræður ekki úrslitum um það, hvort menn verði góðir lög- fræðingar. Það eiga þeir fyrst og fremst við sig sjálfa. Eins og áður segir, lét Magnús af prófessorsembætti við lagadeild, þegar hann var skipaður hæstarétt- ardómari 1970. Okkur samkennur- um hans þótti sárt að missa hann, en þar bætti úr skák að hann var jafnan reiðubúinn að iiðsinna okkur áfram. Var mikið til hans leitað og hann gegndi ýmsum veigamiklum trúnaðarstörfum fyrir lagadeild. Voru tengsl hans við deildina alltaf náin. Eftir á að hyggja, tel ég að ekki eigi að harma þá ákvörðun Magnús- ar á sínum tíma að gegna kalli Hæstaréttar, þótt lagadeild hafi það vissulega verið áfall að missa hann úr röð kennara. I starfi hæstaréttar- dómara nýttust þekking og fjöl- breyttir hæfileikar hans til fullnustu, Hæstarétti og íslenskri lögfræði til ómetanlegs ávinnings. Magnús var mikilhæfur dómari, svo að af bar. Bar þar margt til. Hann var listrænn og ótrúlega vel heima í mörgum sviðum mannlegs lífs. Hann hafði íhugað og lesið sér til um ótrúlega mörg mál mannlegr- ar samskipta. Hann var mennta- og menningarmaður í þeim rétta skiln- ingi þess orðs. Skilningur hans var skarpur og eljan einstök. Magnus var ekki ókunnugur dómarastarfi, þegar hann var skip- aður hæstaréttardómari 1970. Hann hafði verið við dómstörf hjá borgar- dómaraembættinu í Reykjavík, áður en hann varð prófessor, og síðan sem varadómari um langa hríð í Hæsta- rétti eftir það. Hann hafði því reynsl- una og ekki skorti þekkinguna. Hann hafði verið afburða námsmaður og þekking hans á sviði kennslugreina sinna var djúpstæð. Hann lét heldur ekki þar við sitja. Hann gekk að hveiju verki af mikilli einbeitni og atorku, þar á meðal hveiju máli, sem kom í hlut hans að fást við í Hæsta- rétti. Öðlaðist hann yfirburðaþekk- ingu og færni á flestum sviðum lög- fræðinnar. Það var lærdómsríkt að fylgjast með því, hveijum tökum Magnús tók lögfræðileg viðfangsefni. Hann greindi kjarna hvers máls á grund- velli rækilegrar könnunar og íhug- unar málavaxta. Ályktanir hans byggðust á einstakri lögfræðiþekk- ingu og skarpskyggni og rök sín flutti hann af mikilli hófsemd. Ég tel að hann hefði oft átt að fylgja skoðunum sínum fram afdráttar- lausar og af meiri afli, en þar strand- aði þá á hógværð hans og virðingu fyrir skoðunum annarra. Hann var ritsnjall og ritaði fagra hönd. Var unun að lesa þann texta, sem hann hafði skrifað. Hann á mörg listaverk geymd í dómasafni Hæstaréttar, sum undir eigin nafni einu, en örmur af skiljanlegum ástæðum ekki. í síð- ara tilvikinu er ekki erfitt að ráða í, hver sé höfundurinn. Sem dómari komst Magnús ekki hjá því að taka erfiðar ákvarðanir og skera úr flóknum og viðkvæmum málum. Undan því vékst hann ekki, en það hlaut að taka á hann. Þrátt fyrir hæfni sína og þekkingu voru dómstörf honum ekki létt verk. Hann fann sig stundum knúinn til að taka hart á misfellum í flutningi og með- ferð mála, en ávallt fór því víðs fjarri, að hann gerði strangari kröfur til annarra en sín sjálfs. Honum féll þungt, þegar hann þurfti að fjalla um mál, þar sem greina mátti óvönd- uð vinnubrögð og hirðuleysi. Það var honum mikil raun, þegar hann varð lágkúru var, enda þótt hann léti sjaldnast á því bera. Magnús var á 72. aldúrsári, þegar hann lést. Andlegu atgervi sínu hélt hann til hinsta dags. Það eru að sjálf- sögðu óvægin örlög, að nú skuli fall- inn frá þessi snillingur og öðlingur, sem hefði að öðrum kosti miðlað samferðamönnum sínum svo miklu um mörg ókomin ár. Það er því miður ekki alltaf svo, að maður komi í manns stað. Eftir stendur hins vegar, að hann verður okkur, sem þekktum hann og fáumst við úrlausn vandamála í samskiptum manna, jafnan fyrirmynd um viðhorf og vinnubrögð. Magnús Þ. Torfason var kvæntur Sigríði Þórðardóttur og naut um- hyggju hennar og stoðar, sem hann mat að verðleikum. Ég flyt henni og fjölskyldu þeirra allri samúðar- kveðjur. Gaukur Jörundsson. Magnús Þórarinn Torfason var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 5. maí 1922 og var því rúmlega 71 árs gamall er hann lést 1. júní. Foreldrar Magn- úsar voru Torfi Hjálmarsson bóndi á Halldórsstöðum og Kolfinna Magnúsdóttir kona hans. Torfi var sonur Hjálmars Jónssonar bónda og organista á Ljótsstöðum í Laxárdal bróðir Ragnars H. Ragnar tónlistar- frömuðar á ísafirði. Hjálmar var af mývetnsku bergi brotinn, af Skútu- staðaætt, bróðir séra Árna er lengi var prestur á Skútustöðum en Árni var faðir sr. Gunnars Ámasonar og þeirra systkina. Móðir Torfa var Áslaug Torfadóttir Bjarnasonar skólastjóra og búnaðarfrömuðar í Ólafsdal. Áslaug var móðursystir SJÁ SÍÐU 40 HÚSGÖGN FYRIR HAGSÝNA — l«áiBÉÉ& Mmy- < ■hm' [ 1 ■ I-''.. & Hillusamstæður, 5 litir. Kr. 29.900. Bóka- hillur, 3 litir. Verð frá kr. 3.900. Fataskápar, ýmsar gerðir. Hvítt/svart. Verð frá kr. 15.900. Sendum í kröfu. Lyngási 10, sími 654535. Opið virka daga kl. 12-17. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fHnirpimMaMfo 784.000 Pony er sparneytinn, framhjóladrifinn og öflugur fjölskyldubíll á lægra verði en smábíll. Innifalið í verði er ryðvörn, útvarp/segulband með fjórum hátölurum. Leitið nánari upplýsinga og reynsluakið þessum skemmtilega bíl. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10:00 TIL 16:00 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ármúla 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 VERÐ RÐEINS FRÁ KR. ÖRKW 2114-79-25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.