Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993 s Sólheimar í Grímsnesi Hugmyndir framkvæmda- stjómar og starfsfólks stangast & SVEINN Kjartansson, fyrrum forstöðumaður Sólheima í Grímsnesi, segir að sér hafi verið sagt upp störfum vegna stöðugs ágreinings við framkvæmdastjórn um uppbyggingu og starfsemi heimilisins. Hann segir að framkvæmdastjórnin leggi áherslu á allt aðra þætti varðandi rekstur heimilisins en starfsfólk á vettvangi. Honum finnist starfsfólkið standa heilshugar á bak við sig og margt af því sé ósátt við boðaðar breytingar á heimilinu. Halldór Júlíusson, sem ráðinn hefur verið í starf framkvæmdastjóra á Sólheimum, vildi ekki tjá sig um hræringarnar á visthéimilinu þegar rætt var við hann. er ráðning Halldórs Júlíussonar, fyrrum forstöðumanns og nýráð- ins framkvæmdastjóra, átalin og sagt að ekki hafi ríkt starfsfriður á heimilinu í sjö ára tíð hans sem forstöðumanns. Halldór sagðist ekki vilja tjá sig um þetta í sam- tali við Morgunblaðið enda væri ekki æskilegt að fjalla um innri mál heimilisins á opinberum vett- vangi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Með nýja búnaðinn Sveinn sagði að uppsögnin hefði í sjálfu sér ekki komið á óvart því stöðugur ágreiningur hefði ríkt milli sín og stjórnarinnar um mál- efni heimilisins frá því hann hefði hafið störf fyrir tveimur árum. Umbeðinn nefndi hann sem dæmi að upp hefði komið ágreiningur um uppbyggingu heilsuheimilis á staðnum en starfsemi þess þrengdi að heimilisfólkinu. „Stjórnin ætlar sér að leysa þann vanda með bygg- ingu smáíbúða sem verið er að teikna. Mér finnst hins vegar of hratt farið í þessa hluti. Við tókum sjö nýjar íbúðir í notkun í fyrra og það er alveg nægilegur biti í einu til þess að venja fólkið við að búa í einbýli eða sambúð. Flest- ir þeirra sem fluttir eru inn eru reyndar í sambúð en nú er verið að koma upp íbúðum fyrir ein- staklinga - að mínu mati áður en þeir eru tilbúnir til að fara í einbýl- isbúskap nema með enn meiri stuðningi,“ sagði Sveinn. Skert þjónusta Hann sagði að í beinu fram- haldi af þessu mætti síðan nefna að hann væri afar ósáttur við þá stefnu stjórnarinnar að skerða mjög þjónustu við fólk í leiguíbúð- um á staðnum. „Þetta þýðir auð- vitað það sem hefur oftar en einu sinni komið fram, að hugmyndir stjórnarinnar felast í því að héðan fari lakar standandi einstaklingar og í staðinn komi betur stæðir. Slíkt er alls ekki í anda stofnanda heimilisins. Það er reist fyrir þá sem minnst mega sín,“ sagði Sveinn. Sveinn, sem þegar hefur látið af störfum, sagði að sér þætti afar sorglegt hvernig farið hefði enda hefði honum líkað afar vel í starfi. Aftur á móti hefðu manna- skipti hlotið að verða miðað við óbreytta stefnu stjórnar. Innri mál í ályktun starfsmannafundar Sólheima í Grímsnesi frá 30. maí V estmannaeyjar SIGMUND Jóhannsson með nýja búnaðinn sem hann hefur hannað. Nýtt bj örgimartæki Sigmunds Vestmannaeyjum. SIGMUND Jóhannsson, uppfinningamaður og teiknari, hefur undanfarið unnið að hönnun á nýju björgunartæki. Um er að ræða tæki sem notað er til björgunar úr skipum með línu og kemur í stað gamla björgunarstólsins. Hönnun Sigmunds er mjög ein- föld og tækið fyrirferðarlítið. Lok- anlegri blökk er smellt uppá björg- unarlínuna og festingum sem koma neðan úr henni er krækt í sylgjur á flotgöllum eða í björg- vinsbelti. Tækið hefur þá kosti umfram björgunarstólinn að það er hægt að draga marga menn eftir línunni í einu og taka þannig heila áhöfn í einni bunu í stað þess að taka einn og einn og þurfa alltaf að draga stólinn út til baka eins og gert hefur verið. Gæti valdið byltingu Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja prófuðu tækið fyr- ir skömmu í Vestmannaeyjahöfn. Gekk prófunin vel og voru allir sammála um að þarna væri á ferð- inni tæki sem gæti valdið byltingu í björgun . með fluglínutækjum. Björgun tæki mun styttri tíma og gengi betur fyrir sig. Við prófun- ina voru fimm menn dregnir í röð eftir björgunarlínunni og gekk það vel og snurðulaust fyrir sig og tók það ekki miklu lengri tíma en það hefði tekið að ná einum manni með björgunarstól. , Hæstiréttur dæmir um afturköllun atvinnuleyfis aldraðra leigubílstjóra Svipting atvinnuleyfis Betri árangur nýnema í lagadeild Háskólans ÁRANGUR nýnema í lagadeild Háskóla íslands og árangur nýnema í viðskiptaskor viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla íulands virðist sambærilegur eða jafnvel ívíð betri í ár miðað við fyrri ár. Af 197 skráðum nýnemum sem skráðir voru í lagadeild í haust munu a.m.k. 53 nemendur af fyrsta ári halda áfram á námi á öðru ári. Almenn lögfræði Lagadeild Háskóla íslands áskilur að til að halda áfram námi á öðru ári verði nýnemar að ná ákveðnum stigafjölda sem er met- inn eftir einkunum í almennri lög- fræði og heimspekilegum for- spjallsvísindum. Er almenna lög- fræðin þungvægari í þeim útreikn- ingi. Almenn lögfræði er kennd á haustmisseri en próf eru haldin bæði í janúar, í maí og mánaðar- mótin ágúst/september. Nemend- ur geta valið um hvenær þeir fara í próf, ef árangur reynist ekki fullnægjandi er nemendum heimilt að ganga öðru sinni að prófborði. Síðasta haust voru 197 nýnem- ar skráðir í lögfræði. í janúar þreyttu 116 nemendur prófið og náðu 14 tilskyldri lágmarksein- kunn 7 af 10 mögulegum. Einn nemandi til viðbótar náði það góð- um árangri í heimspekilegum for- spjallsvísindum að nægði til að halda áfram námi á öðru ári. I maí gengu 123 nemendur að próf- borði, 30 nemendur reyndust vera með tilskylda lágmarkseinkunn, þeim til viðbótar gátu 8 nemendur 'O' bætt það sem á vantaði með góð- um árangri í heimspekilegum for- spjallsvísindum. Nú hafa því sam- tals 53 nemendur rétt til að halda áfram námi á öðru ári. En benda verður á að að sjúkra- og upptöku- próf verða í ágústlok. I fyrra þreyttu 17 það próf og náðu 4. Þessar tölur eru hlutfallslega nokkuð hærri heldur en í fyrra en þá fóru t.d. 98 nemendur í próf í maí en 20 náðu. Að jafnaði hafa árlega útskrifast milli 40-50 laga- nemar. Rekstr arhagf ræði I nóvember í fyrra voru skrá- settir 164 nýnemar í viðskiptaskor viðskipta- og hagfræðideildar. Af þessum fjölda var í vor 153 skráð- ir í próf í rekstrarhagfræði I. í prófið mættu 125 nemendur. Þess- ir 28 nemendur sem mættu ekki munu hafa hætt námi en vanrækt að tilkynna það nemendaskrá Há- skólans. Af þeim 125 sem þreyttu prófið náðu 69 lágmarkseinkunn, 6,5 af tíu mögulegum, en 56 nem- endur féllu. 45,1% þeirra nemenda sem upphaflega voru skráðir í prófið náðu því áfanganum en þess verður einnig að geta að upp- tökupróf verður haldið um mánað- armótin ágúst/september. Fyrrgreindar tölur eru sam- bærilegar við fyrra ár. Þá voru 201 nemandi skráður í prófið en það þreyttu 165 nemendur, 75 náðu tilskyldum árangri. 44,8% þeirra sem upphaflega voru skráð- ir náðu þessum áfanga. Fyrsta þjóðminja- kortið komið út ÞJÓÐMINJASAFN íslands hefur gefið út þjóðminjakort, leiðar- vísi um íslensk minjasöfn og nokkra áhugaverða minja- og sögu- staði víðs vegar um landið, þar sem eru friðlýstar fornleifar, hús, kirkjur og önnur mannvirki í umsjá safnsins. Kortið sem er hið fyrsta sinnar tegundar er gert í íslenskri og enskri útgáfu. Markmiðið með útgáfunni er að bygginga víðs vegar um landið í INNLENT vekja athygli og áhuga almenn- ings og ferðafólks á söfnum og menningarminjum hér á landi. Þjóðminjakort er einfaldað skýr- ingarkort og er mælt með því að það sé notað með ferðakortum Landmælinga íslands. Auk minjasafna sem Þjóðminja- safn Islands rekur eða hefur eftir- lit með eru á fjóra tug friðaðra eigu eða umsjá safnsins. Friðlýstar fornleifar sem safnið hefur eftirlit með eru rúmlega 800 að tölu um Iand allt. Þjóðminjakort verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins, á byggðasöfnum, afgreiðslustövum olíufélaga og víðar og kostar 300 krónur. (FrétUitilkynning) ekki stjórnarskrárbrot HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað samgönguráðherra, umsjónar- nefnd fólksbifreiða og Bifreiðastjórafélagið Frama af kröfum leigubílstjóra sem taldi að með því að svipta hann atvinnu- leyfi við 75 ára aldur væri gengið á stjórnarskrárvernduð eignarréttindi hans, auk þess sem hann nyti ekki jafnræðis við ýmsa hópa atvinnubílstjóra sem ekki sættu sömu takmörk- un á atvinnuréttindum sínum. Leigubílstjórinn, sem varð 75 ára síðastliðið haust, hóf leigubíla- akstur 1944 og fékk atvinnuleyfi sem leigubílstjóri þegar fjöldi þeirra í Reykjavík var takmarkað- ur árið 1956. Árið 1989 var leitt í lög að atvinnuleyfi leigubílstjóra féllu úr gildi við 70 ára aldur en þeim sem þá voru 66 ára eða eldri var veittur umþóttunartími til allt að 75 ára aldurs. Bílstjórinn taldi að lögin frá 1989 mættu ekki taka til eldri leyfa sem ekki hafi í upphafí ver- ið bundin þessum skilyrðum. Hann taldi atvinnuleyfi sitt til eigna í skilningi 67. greinar stjórnarskrár en sú vernd sem það veiti eigi m.a. að tryggja jafnræði borgara. Einungis þeir atvinnubílstjórar sem aki bílum fyrir 8 farþega eða færri þurfi hins vegar að sæta atvinnumissi við tiltekinn aldur, auk þess sem takmörkunin nái aðeins til bílstjóra sem starfa á svæðum þar sem lagaheimild til að takmarka fjölda Ieigubílstjóra er nýtt. Öryggis- og þj ónustusj ónarmið Hæstiréttur staðfesti dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur. í dómi Hæstaréttar er fallist á það mat héraðsdómara að önnur sjónarmið gildi um skipulag aksturs leigubfla en annarra bifreiða í atvinnuskyni og að þeir sem hljóti leyfi til að aka á svæðum sem sem fjöldi leigubíla er takmarkaður hljóti sérréttindi sem menn utan þeirra svæða njóti ekki og því sé ekki unnt að jafna saman atvinnurétt- indum aðila utan og innan svæð- anna. Þá segir að öryggis- og þjónustusjónarmið liggi að baki því að binda réttindin aldursskil- yrðum og séu.það almenn og hlut- læg sjónarmið sem byggist á jafn- ræði þar sem þau nái til allra sem eins séu settir en ákvæðið um niðurfellingu réttinda við 70 ára aldur taki jafnt til allra leyfishafa á því svæði þar sem leyfi til akst- urs sé takmörkunum háð og fram- kvæmd þess sé ekki háð mati. Pétur Kr. Hafstein hæstarétt- ardómari skilaði sératkvæði og taldi m.a að brotin hefðu verið stjórnarskrárvarin réttindi leigu- bílstjórans og komst því að gagn- stæðri niðurstöðu við meirihluta réttarins sem skipaður var hæsta- réttardómurunum Þór Vilhjálms- syni, Gunnari M. Guðmundssyni, Haraldi Henryssyni og Hrafni Bragasyni. ----» ♦ ♦-- Biskup auglýsir embætti BISKUP íslands hefur auglýst Norðijarðarprestakall í Aust- fjarðaprófastsdæmi laust til um- sóknar. Ennfremur stöðu aðstoð- arprests í Keflavíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Þá er staða rektors Skálholts- skóla auglýst laus til umsóknar þar sem ný lög um skólann hafa tekið - gildi. Auglýst er staða fræðslufulltrúa kirkjunnar á Aust- urlandi. Umsóknarfrestur er til 4. júlí nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.