Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Hestamót Harðar Hart barist í A-flokki Hestar Valdimar Kristinsson Þátttaka á mótum hjá Herði hefur verið afar góð á undan- förnum árum en var nú heldur minni nú eins og virðist vera hjá flestum ef ekki öllum félög- um. Mótið hófst síðdegis á föstu- dag og var forkeppni gæðinga, unglinga og barna lokið fyrir miðnættið. Hestakosturinn hj? Harðarmönnum virðist heldur lakari undanfarið ef marka má einkunnir. Sérstaklega voru hestar í A-flokki slakir í for- keppninni. Aðeins einn hestur Dagur frá Mosfellsbæ náði veru- lega góðri einkunn 8,35 og var langefstur en eitthvert óstuð var á honum í úrslitunum og missti hann efsta sætið til Spáar frá Varmadal. B-flokks hestarnir voru snöggtum betri en í úrslit- um hélst röðin lítið breytt og Bráinn frá Kílhrauni sigraði örugglega auk þess sem hann var valinn fegursti gæðingur mótsins. í bamaflokki breyttist röðin all nokkuð þótt Magnea Rós sem er í sérflokki héldi efsta sætinu ör- ugglega. Sömuleiðis sigraði Guðm- ar Þór Pétursson af miklu öryggi í unglingaflokki en hann var einn- ig með hest í A-flokki gæðinga þar sem hann hafnaði í öðru sæti, góð- ur árangur hjá ungum pilti. Harðarmenn hafa alltaf boðið upp á keppni unghrossa fjögra og fimm vetra og sigraði nú eldfrískur foli frá Álfhólum Jarl að nafni en hann er undan Feyki frá Hafsteinsstöð- um. Nú í þriðja skiptið var boðið upp opna töltkeppni þar sem Sig- urður V, Matthíassson á Bessa vann það fágæta afrek að vinna sig upp í fimmta sæti upp í sigur- sætið. Var það skoðun margra sem fylgst hafa með hestinum Bessa í gegnum tíðina að hann hafi sjaldan eða aldreri verið betri í töltkeppni en þama í úrslitunum. Kappreiðar voru nokkuð líflegar en fjórir riðlar voru í bæði 150 og 250 metra skeiði. Snarfari og Morgunblaðið/Valdimar Kristjnsson Oumdeilanlegur sigurvegari unghrossakeppninnar, Jarl frá Álfhól- um, lengst til hægri, knapi er Guðlaugur Pálsson. Það fór vel um brekkudómara og aðra mótsgesti á bekkjunum á Varmárbökkum í góða veðrinu. Sigurbjöm Bárðarson náðu frá- bæmm tíma í 150 metrunum 13,9 sek. sem er aðeins tvö sekúntubrot frá gildandi íslandsmeti. Sigur- björn var einni með þann fljótasta í 250 metrunum Léist frá Keldud- al. Fyrir viku síðan var látið að því liggja að stökkgreinar kapp- reiða væm liðnar undir lok en svo virðist þó ekki vera því ungu menn- imir í Herði kröfðust þess að stökk yrði meðal keppnisgreina. Þótt ekki væri stökkið sérlega spenn- andi að þessu sinni þá er þetta vísbending um að ekki séu allir sáttir við að gefa það upp á bátinn endanlega. Veðrið lék við keppend- ur og mótsgesti báða dagana sem mótið stóð yfir og vom menn að dunda sér við kappreiðarnar í ró- legheitum fram á kvöld og kvart- aði enginn því vel fór um mann- skapinn á góðu mótssvæði í fögra umhverfi. Urslit urðu annars sem hér seg- ir: A-flokkur 1. Spá frá Varmadal, F.: Kolbakur 730, Gufunesi, M.: Háþekja, Varmadal, eigandi Kristján Magn- ússon, knapi Erling Ó Sigurðsson, 8,21. 2. Kalsi frá Litla Dal, F.: Örvar 850, Hömrum, M.; Tamda Grána, L.-Dal, eigandi Pétur Jökull Há- konarson, knapi Guðmar Þór Pét- ursson, 8,15. 3. Gosi frá Syðri-Brekkum, F.: Feykir 966, Hafst.st. M.: Bára 4668, eigandi Þröstur Karlsson, knapi Þorvarður Friðbjömsson, 7,97. 4. Dagur frá Mosfellsbæ, F.: Blakkur 977, Reykjum, M.: Drottn- ing 5391, Stykkish., eigandi Leifur Kr. Jóhannesson, knapi Eysteinn Leifsson, 8,35. 5. Pæper frá Varmadal, F.: Nátt- fari 776, Y-Dalsg., M.: Jörp, Varmadal, eigandi og knapi Björg- vin Jónsson, 7,95. B-flokkur l.Bráinn frá Kílhrauni, F.: Nátt- fari 776, Y-Dalsg., M.: Rauðka 4006, Eyjarh., eigandi og knapi Sævar Haraldsson, 8,48. 2. Flóki frá Sigríðarstöðum, F.: Neró 991, Bjarnarhöfn, M.: Dimma, Sigr.st., eigandi og knapi Guðríður Gunnarsdóttir, 8,46. 3. Háfeti frá Egilskoti, F.: Gáski 920, Hofst., M.: Lýsa, Mosfellsbæ, eigandi Barbara Meyer, knapi Sævar Haraldsson, knapi í úrslit- um eigandi, 8,39. 4. Víðir frá Hala, F.: Þokki 1048, Garði, M.: Stjarna, Hala, eigandi og knapi Sigurður Sigurðarson, knapi í úrslitum Kristinn M. Sveinsson, 8,41. Sigurður V. Matthíasson á Bessa, lengst til vinstri, vann sig upp úr fimmta sæti í fyrsta sætið. Aðrir eru Friðfinnur á Stíganda, Sævar á Bráni og Jens á Skugga, en Elsa Magnúsdóttir, sem hafnaði í fjórða sæti, yfirgaf karlaveldið. Sparisjóður Ólafsfjarðar Veruleg útlána- töp á liðnu ári Ólafsfjörður FRÁ árinu 1914 hefur Sparisjóður Ólafsfjarðar gegnt lykilhlut- verki í Ólafsfirði. Hann er eina peningastofnunin í bænum og hefur jöfnum höndum þjónað einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Sparisjóðurinn stendur traustum fótum, eigið fé hans nam í lok síðasta árs 111,753 milljónum króna. Að auki á sparisjóðurinn á afskriftarreikningi útlána rúmlega 43 milljón- ir króna. Á síðasta ári var hagnaður sparisjóðsins eftir skatta 644 þús- und krónur á móti 3,6 milljóna króna hagnaði árið á undan. Á síð- asta ári varhins vegar sett til hlið- ar á afskriftarreikning útlána tæp- lega 31 milljón króna til að mæta fyrirsjáanlegum töpum í útlánum. Sambærileg tala fyrir árið 1991 var 23,7 milljónir króna. Útlánatöp Það er því ljóst að sparisjóðurinn mun ekki fara varhluta af þeim miklu þrengingum sem yfir þjóðar- búið ganga og þurfa að taka á sig veraleg útlánatöp. Heildarinnistæður sparisjóðsins í árslok voru 719,7 milljónir króna. Útlán í árslok námu 842,2 milljón- um króna. Hjá sparisjóðnum störf- uðu að meðaltali 7 manns á árinu og námu launagreiðslur 14,5 millj- ónum króna. Sparisjóðsstjóri er Þorsteinn Þorvaldsson og Svavar B. Magnússon er formaður stjórn- ar. SB Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins komið FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins sigldi inn Eyjafjörðinn í gærmorgun. Það er ítalskt, skráð í Monróv- íu og innanborðs voru farþegar frá Þýskalandi og Frakklandi. Margir þeirra brugðu undir sig betri fætinum og fóru í skoðunarferð austur í Þingeyjarsýslu, að Goðafossi og síðan að Mývatni. Mikil fjölgun er á kom- um skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar, alls er búið að tilkynna komu 28 slíkra skipa, en í fyrra voru þau 19 talsins. Gert er ráð fyrir að með skipunum 28 komi um 20 þúsund manns, farþegar og áhöfn. Akureyrarhöfn hefur um 200 þúsund krónur í tekjur að meðaltali af hveiju skemmtiferðaskipi, þannig að gera má ráð fyrir að tekjur hafnarinnar af skipakomunum nemi um eða yfir 5 milljónum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.