Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 t- Ljóðrænt inntak _______Myndlist____________ Bragi Ásgeirsson Myndlistarkonan Hjördís Frí- mann, sem um þessar mundir og fram til 9. júní sýnir í Listhúsi Sævars Karls, kynnir vinnuferli sitt á þennan veg í sýningarskrá: „Um daginn reyndi ég að mála hest, og hann leit út eins og skurð- grafa og ég reyndi að mála borð og alveg sama sagan, það leit út eins og skurðgrafa, - svo ég hætti að reyna að mála hest og borð og málaði bara.“ Hér er hreyft við mikilvægri staðreynd varðandi vinnubrögð núlistamanna, sem Picasso hefur kannski orðað skil- merkilegast er hann sagði: „Þegar ég mála andlit veit ég ekki fyrr en það er orðið að eggi, og er ég mála egg veit ég ekki fyrr en það er orðið að andliti." í báðum tilvikum er verið að höfða til svipaðra viðhorfa til skap- andi athafna og um leið inntaksins í öllum núlistum aldarinnar, sem er ný og fersk lifun myndefnisins hveiju sinni, en hvorki endurtekn- ing né hlutlæg skjalfesting þess. Á þetta hvort heldur við er viðhöfð eru huglæg sem hlutlæg vinnu- brögð, því að hér skipta hugtök eins og ferskleiki, dýpt og nánd mestu máli, - lifandi kenndir ger- andans gagnvart viðfangsefni sínu. Á tímum er menn dýrka stærð- irnar í myndverkum ákafar en nokkru sinni fyrr, er ekki svo lítil fróun í því að rekast inn á sýning- ar undirstærða eða „miniatúría" eins og slíkt nefnist á fagmáli. í listhúsinu Úmbru sýnir fram til 9. júní Lísa K. Guðjónsdóttir hvorki meira né minna en 30 málmætingar, og eins og nærri má geta eru þær af smærri gerð- inni með hliðsjón af hinu takmark- aða rými. Lísa er vel kunnur grafíklista- maður og hefur oft komið fram með 'ithyglisverðar sýningar þar sem einkum tilfinningarík með- höndlun línunnar hefur vakið at- hygli. Þá hefur hún haldið mikinn fjölda smærri grafíksýninga út um allar trissur, að segja má, bæði hér heima og í útlöndum. Myndir hennar á þessari sýn- ingu byggjast á mikilli fágun í útfærslu og eru allar eins konar landslagsstemmur, eða kannski leikur með landslag sem þema. Mjög margar myndanna sker fer- hyrnt línuform eins og til að styrkja bygginguna, en slíkur leik- ur hefur oft sést á grafíksýningum og hefur verið iðkaður í margri Hjördís Frímann fór nokkuð geyst af stað með sýningu í Ný- listasafninu 1987, sýndi svo aftur árið eftir í Galleríi List og var þá á svipuðum nótum, en er hún svo kom næst fram í Ásmundarsal 1990 höfðu orðið drjúgar breyting- ar á myndheimi hennar og nú er hún heldur litla sýningu í listhorni Sævars Karls, má vera Ijóst að hún er enn að aga myndmál sitt. Grunntónninn frá sýningunni í Ásmundarsal er þó enn merkjan- legur í myndunum 15 á sýning- unni, sem eru rómantísk viðhorf ásamt ljóðrænni æð. Ég fann sitthvað líkt með mynd- um hennar og norska málarans Kai Fjell á síðustu sýningu, þótt ég efaðist stórlega um að hún þekkti mikið til hins gagnmerka listamanns. Hins vegar sé ég nú sitthvað sameiginlegt með þessum myndverkum Hjördísar, er hún vinnur í ljósbrigðum litrófsins í bland við hjartslátt tímans, og snillingsins Paul Klee. Allir þekkja þann mikla meistara, og margur hefur leitað í smiðju hans og telst síst minni fyrir vikið, og vafalítið öllum hollt sem áhuga hafa á næmi litbrigðanna. Þetta virðist mér Hjördís Frí- mann hafa gert, og hún hefur fyr- ir vikið dýpkað til muna tilfínningu sína fyrir samspili litanna og hljómfegurðar þeirra. I einni myndanna, „Tímamótaverk" (1), mynd í áratugi. Hugmyndin er að nokkru sótt í myndheim Francis Bacon, en í einfaldaðri mynd. En það voru þó ekki slíkar myndir, sem helst vöktu athygli mína, öllu frekar hreinar, beinar og fyrir sumt dulúðugar stemmur, eins og kemur fram í myndunum „Landið dularfulla" (12), „Bakka- bær“ (18), „Þverá“ (22) og „E.Þ.“ (28). I slíkum myndum fínnst mér að komi mest fram af grafíklista- manninum í gerandanum, og er það skoðun mín að hér eigi hann að huga að frekari landvinningum, en gefa hjáleitri reglufestu reisup- assann. Það eru einfaldlega svo miklir möguleikar faldir í hreinum vinnu- brögðum þar sem kennd lista- mannsins fyrir miðlinum og því sem hann er að túlka hveiju sinni kemur umbúðalaust fram. Hitt er annað mál að gerð slíkra smá- mynda getur stuðlað að agaðri vinnubrögðum í gerð stærri mynd- heilda, enda mikið þolinmæðisverk. Þá er ekki úr vegi að geta þess, að margur grafíklistamaðurinn kýs frekar að gera tilraunir með sömu plötunni, frekar en að nota alltaf Eitt verka Hjördísar Frímann sem nú sýnir í Listhúsi Sævars Karls. minnir hún beinlínis á tímann með því að staðsetja klukkuverk inn í myndflötinn, eins og til að undir- strika undirtón málverkanna og ferst það vel úr hendi. Annars eru þær myndir áber- andi bestar sem minna á upp- sprettuna eins og t.d. „Frá degi tii dags“ (3), „Klukkan í þorpinu" (4), „Vorkoma" (8) og „Vor með angan hvítra blóma“ (9). Þá er á sýningunni röð lítilla mynda sem eru frísklega málaðar og þá eink- um „í morgunsól" (II). Það má slá því föstu, að Hjördís Frímann vaxi með hverri sýningu, en vafalaust mætti hún einnig grípa til kjarkmeiri vinnubragða inn á milli eins og fram kom á fyrstu sýningu hennar. Lísa K. Guðjónsdóttir sýnir 30 málmætingar af smærri gerð- inni í listhúsinu Úmbru. sömu þrykkáferðina og þá einkum á tímum hins fullkomna prent- verks. Hér áður fyrr, og eru raun- ar ekki nema fáir áratugir síðan, var mikil áhersla lögð á sjálft óum- breytanlegt lokaþrykkið og sæist mismunur var þrykkið dæmt ónýtt! Það er auðvitað ennþá mikil list að ná fullkomnu þrykki, en það þarf ekki að vera nákvæmlega eins í Ijölföldun og listamenn eru síður að keppa við þrykkvélarnar en áður fyrr. Frelsi í grafíkinni er þannig mun meira en áður þekktist, en þó eru hrein vinnubrögð ávallt það sem helst ber að stéfna að. Dregið saman í hnotskurð er þetta menningarleg sýning, en fyr- ir mína parta vil ég sjá átakameiri hluti af hálfu Lísu K. Guðjónsdótt- ur. Smámyndir Opið söngnámskeið haldið í Gerðubergi ÓPERUSÖNGKONAN Virgina Zeani, heldur opið söngnámskeið í Gerðubergi miðvikudaginn 9. júní klukkan 17-20, föstudaginn 11. júní klukkan 17-20 og laugardaginn 12. júní klukkan 14-17. Zeani á að baki iangan og glæsi- lega feril sem óperusöngkona í öllum helstu óperuhúsum heims, svo sem Metropoiltan, Scala, Covent Garden o.s.fr. Hún fór m.a. með hlutverk Violettu í La Traviata yfir sex hund- ruð sinnum auk 65 annarra óperu- hlutverka, sem spönnuðu ákaflega vítt svið, allt frá flúrsöng Luciu di Lammermoor til dramatískra hlut- verka eins og Elsu í Lohengrin. Hún hlaut hvarvetna einróma lof gagn- rýnenda fyrir fádæma raddfegurð, frábæra raddtækni og sjaidgæfa leikræna og dramatíska hæfíleika. Hún er fædd og uppalin í Rúm- eníu, en ól mestallan aldur sinn á Ítalíu. Hún er nú virtur prófessor við Bloomington-háskólann í Indiana. Öllum er heimiit að hlýða á nám- skeiðið meðan húsrúm leyfir. V ALÞIÓOLEC . í LISTAHATIÐ I HAFNARFIRÐI 4.-30.1ÚNÍ 1993 HAFNARFIÖROUR irrrERNATiONAL ARTF«EPVAL Dagskráin í dag Á Listahátíð í Hafnarfirði mun Mariana Yampolsky ljós- myndari halda fyrirlestur um sögu ijósmyndunar í Mexíkó og rómönsku Ameríku og fjalla auk þess um eigin verk. Fyrirlesturinn verður haldinn í Straumi kl. 20.30. Olivier Messiaen Bókin um heilagt sakramenti _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Margir biðu forvitnir og margir voru mættir í Hallgrímskirkju föstu- daginn 4. júní til að hlýða á Almut Rössler flytja okkur síðasta orgel- verk Messiaens, átján þætti út frá ritningarorðum hinnar helgu bókar og fleiri trúarritum. Þetta hálfs ann- ars klukkutíma verk kallar hann „Bókina um heilagt sakramenti". Þetta verk. mun hafa fengið nokkuð misjafnar undirtektir þar sem það hefur verið flutt og víst er að þetta er nokkuð stór skammtur að kyngja, en foivitnilegt er það. Ekki er svo að textarnir allir hafi bein tengsl við heilaga kvöldmáltíð, t.d. lýsir hann því í tónum hvernig „vötnin klofnuðu og ísraelsmenn gengu á þurru mitt í gegn um hafið", næst á eftir kem- ur undurfögur „Bæn fyrir berg- ingu“, þannig ferðast Messiaen milli guðspjalla Nýja testamentisins, bóka Gamla testamentisins og ýmissa til- vitnana annarra. Kannske er ekki síður hægt að hugsa sér verkið sem Rekvíem, eða sálumessu, Messiaens sjálfs og e.t.v. ætti maður að líta á lífið sjálft, frá vöggu til grafar, sem óslitið sakramenti. Flestir þættir verksins eru hægferðugir, hér eru fyrstu verk Messiaens löngu kvödd, nýr Messiaen á gamals aldri. Hvert atriði er sem hugleiðing og nær því hvert atriði endar hann á löngum hljómi, eins og hver þáttur sé bók út af fyrir sig, þú lokar bókinni og íhugar - þú ert ekki samur á eftir. Þó virðast mörg atriðin einföld í smíðum, „prógram“-tónlist eða spuni ekki íjarri lagi, litir og hljóm- hvörf. Almut Rössler er frábær org- anisti og kannske lítur maður á Messiaen sem hennar sérgrein og a.m.k. flutti hún okkur þessar átján bækur á áhrifamikinn hátt og á miklar þakkir fyrir. Þessari fátæk- iegu umíjöllun mætti ljúka með átj- ándu tilvitnun Messiaens sjálfs: „Með hinni mestu guðrækni og brennandi kærleika, með einlægri ást og ákefð hjartans þrái ég að meðtaka þig, Drottinn..." Islenskt miðalda- kvæði í norskri þýð- ingu Ivars Orglands IVAR Orgland hefur þýtt á norsku fjölda verka eftir íslensk samtíma- skáld og einnig gamlan skáldskap. Meðal þýðinga eldri verka eru Rósa eftir Sigurð blind og Harmsól. Miðaldakvæðið Milska er nýlega komið út í Noregi í þýðingu Ivars Orglands. Það er myndskreytt af lis- takonunni Anne-Lise Knoff. útgef- andi er Solum Forlag. Milska, sem þýðir „sætur hun- angsdrykkur“, er líklega skylt orðinu mjöður, en hefur fleiri merkingar. Höfundur kvæðisins er ókunnur. Þetta er hrynhent Maríukvæði, ekki óskylt Lilju og Rósu. Það er 90 erindi. Eins og Orgland bendir á í ítarleg- um fræðilegum inngangi koma ekki kenningar og heiti fram í Milsku svo að kvæðið verður af þeim sökum auðveldara aflestr- ar og stendur nær nútímanum en mörg önnur gömul kvæði. Milska hefur ekki verið gefíð út í sérstakri útgáfu hér á landi, en kvæðið er að finna í íslenzkum mið- aldakvæðum í útgáfu Jóns Helgason- ar, Kaupmannahöfn 1936. Barnakór Hallgrímskirkju ásamt stjórnanda, Kristínu Sigfúsdóttur, á tónleikum í safnaðarheimili Landakirkju 23. maí sl. Fyrstu opinberu tónleikar bamakórs Hallgrímskirkju BARNAKÓR Hallgrímskirkju í Reykjavík hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Vestmannaeyjum, sunnudaginn 23. maí sl. Voru tónleikarnir haldnir í hinu nýja og glæsilega safnaðarheimili Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Efnisskráin var hin fjölbreyttasta og var ýmist sungið og einraddað eða margraddað, með og án undirleiks. Tónleikarnir heppnuðust vel og voru undirtektir tónleikagesta hinar ágætustu. Barnakór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 1992. í kómum eru 22 börn á aldrinum 9-13 ára. Að undanförnu hefur barnakórinn leitt söng við almennar messur í Hallgrímskirkju einu sinni í mánuði. Stjómandi barnakórs Hallgríms- kirkju er Kristín Sigfúsdóttir, tón- menntakennari. Auk tónleikahalds í safnaðarheim- ili Landakirkju söng barnakórinn fyrir vistmenn á elliheimilinu Hraun- búðum og á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. Fararstjóri í ferð barnakórsins til Vestmannaeyja var séra Karl Sigurbjömsson sóknar- prestur í Hallgrímskirkju. Með í för var hópur foreldra kórbama. Hópur- inn frá Hallgrímskirkju skoðaði sig um í Vestmannaeyjum á landi og á sjó og naut gestrisni Eyjamanna undir forystu séra Bjama Karlssonar sóknarprests í Landakirkju. g^Taknivai Skeifan 17, sími 68 16 65 I 1. » » & » » » i » » »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.