Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 53 < ( ( < ( < < < < < < < < < J Skipulagsbreytingu fyrir annað skipulagsslys, sem heit- ir Hæstiréttur íslands. Þjóðvörn gegn ríkisvaldi - ekki skipulagsslys Frá Birni Baldurssyni: RÁÐAMENN íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar undirbúa ný- byggingu fyrir Hæstarétt íslands. Fyrirætlun þeirra minnir á hve hættulega skammsýnir stjórnmála- menn geta verið. Hugsun þeirra virðist aðeins ná til þess að reisa núverandi Hæstarétti hús. Ætla má að þeir hafí ekki hugleitt að þjóðin þarf betri dómstóla, meira og betra réttaröryggi. Réttarörygg- ið liggur í lipurð dómstólakerfísins °g því meginatriði að þegnarnir geti án mikilla takmarkana lagt mál sín fyrir dómara. Niðurlæging Ég leyfi mér að minna á að stofn- unin Hæstiréttur íslands hefur 5 ýmsum tilvikum rýrt álit sitt. Dóms- niðurstaða hefur einatt orkað of mikils tvímælis, en engin leið að leita annarrar niðurstöðu innan- lands. Þrátt fyrir strangar ráðning- arkröfur hafa þeir starfsmenn kom- ið við sögu Hæstaréttar, sem berir hafa orðið að alvarlegu dómgreind- arleysi um sjálfa sig og stöðu sína, þannig að þeir hafa orðið þjóðinni til vansæmdar innanlands sem ut- an. Ef til vili má rekja þetta til þess, að ýmsir dómarar hafa haft lögvit án þess að því fylgdi mann- vit til sömu muna. Almenningsálit Almenningur á íslandi er upp- burðarlítill, enda veit hann að lítt tjóar að malda í móinn gegn þeim sem hafa völdin og vitið. Þó hafa unnist varnarsigrar lítilmagnans. Á sínum tíma var komið í veg fyrir skipulagsslys. Það hét Seðlabanki íslands. Nú þarf að koma í veg Slysavöm í þessum aðsteðjandi voða heitir skipulagsbreyting, breyting á dómstólaskipan landsins. Ég skora á alla góða menn og kon- ui að taka undir eftirfarandi ábend- ingu, en hún hljóðar svo: Núverandi Hæstarétti íslands verði þegar í stað breytt í áfrýjunardómstól og yrði landsréttur. Aðsetur landsrétt- ar yrði í Dómhúsi Reykjavíkur við Lækjartorg. Nýr Hæstiréttur yrði skipaður þremur dómurum, sem leituðu eftir embættum sínum til forseta íslands, en hann hefði skip- unarvald í embættin, án íhlutunar dómsmálaráðherra. BJÖRN BALDURSSON, Snorrabraut 56, Reykjavík. LEIÐRÉTTIN G AR íslands Þúsund ár Við uppsetningu greinarinnar IS- LANDS ÞÚSUND ÁR, sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 6. júní, brenglaðist texti á síðu B 3. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Fer rétt- ur texti hér á eftir. Aðstæður við kvikmyndatökuna Bolungarvíkurhöfn heimilaði okkur afnot af einni einingu úr flot- bryggju hafnarinnar og Slysavarna- félagdeildin Ernir veitti okkur að- gang að björgunarstöð sinni, þar sem við komum okkur upp bæki- stöð, auk þess sem deildin annaðist um öryggismálin með því að láta í té björgunarbúnað og björgunar- bátinn Gísla Hjalta, sem Bergur Karlsson slysavarnafélagsmaður stjórnaði af einstakri lipurð. Þessi bátur gegndi jafnframt mikilvægu hlutverki í sjálfri tökunni. Hann dró árabátinn Ölver út á miðin og heim í höfn, tók flotbryggjuna í tog til að hún ræki ekki fyrir straumum og vindum og ylti sem minnst með- an á tökum stóð og þar fyrir utan hjálpaði hann til við hvers kyns flutning á tækjum og mönnum á milli skipa jafnframt því sem kvik- myndað var úr honum. Við höfðum samið við Pétur Runólfsson, hinn jákvæða skipstjóra á rækjubátnum Árna Óla, um að draga flotbryggj- una út á fiskimiðin út af Miðleitinu á Stigahlíð og til baka inn á Bolung- arvíkurhöfn á kvöldin. En meðan á myndatöku stóð gegndi Árni Óla hlutverki móðurskips, sem menn gátu farið um borð í til að hvílast og nærast, þegar aðstæður leyfðu. VELVAKANDI GÆLUDÝR fást Þrír kettlingar gefins ÞRÍR loðnir kettlingar fást gef- ins. Áhugasamir þurfa að vera kattavinir. Upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma 624148. Tvær læður og einn högni GULUR fjögurra mánaða gam- all högni og tvær þriggja mán- aða gamlar læður fást gefíns hjá Hildi. Upplýsingar eru veitt- ar í síma 12549 eftir klukkan 17. Dýravinir KRISTÍN óskar eftir góðum heimilum fyrir kettlinga sína. Upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma 19552. TAPAÐ/FUNDIÐ Læða tapaðist STEINGRA læða tapaðist ný- verið af Grettisgötu. Hún er ekkert merkt en þeir sem kynnu að hafa séð hana eru beðnir um að hafa samband við Hörð í síma 16543. Kvenreiðhjól fannst BLEIKT kvenreiðhjól fannst í miðbæ Reykjavíkur á laugar- daginn var. Upplýsingar veitir Heiðbjört í síma 622637. Fjólublátt fjallahjól fannst FJÓLUBLÁTT fjallahjól fannst nokkuð illa farið í Fossvoginum á laugardaginn var. Upplýs- ingar veitir Jóhanna í síma 681680. . Mongoose fjallahjóli stolið FJÓLUSVÖRTU Mongoose fjallahjóli var stolið við Gljúf- rasel 1 fimmtudagskvöldið 3. júní. Þeir sem kynnu að hafa séð hjólið eða fundið vinsamleg- ast hafí samband við Árnýju í síma 670443. Leiðrétting SÍMANÚMER misritaðist þeg- ar lýst var eftir svörtu fjalla- hjóli af Trek gerð en því var stolið af Bragagötu 29 þann 27. eða 28. maí sl. Rétt síma- númer er 21305. Píð fáið falleg húsgögn í symarhúsið hjá okTkur og að sjálfsögðu iægsta verðið, Húsgagnahðllin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVTK - SÍMI01-681199 *€. ' III- Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 <Q> 622901 og 622900 mmm hmhiía m mmmmmmm ivc 11 u-Mivniv frá Blomberq SÖNN ELDHÚSPRÝÐI Á FRÁBÆRU VERÐI! Fallegt eldhús er heimilisprýði. Við bjóðum nú stílhreinu NETTÓ LÍNU eldunartækin frá Blomberg á frábæru verði: Eldavélar frá kr. 49.875 stgr.Undirofnar frá kr. 41.705 stgr., Veggofnar frá kr. 39.805 stgr. Heiluborð frá kr. 16.910 stgr. Verið velkomin í verslun okkar í Borgartúni 28, hringið eða skrifið og fáið sendan bækling og nánari upplýsingar um NETTÓ LÍNUNA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.