Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 h Skipulagt kaos V erkalýðshreyfingin verður að stokka upp skipulag sitt eftir Svein Helgason Skipulag íslenskrar verkalýðs- hreyfingar er bæði flókið og óhag- kvæmt. Verkalýðsfélögin eru alltof mörg og smá þannig að stór hluti þeirra getur ekki sinnt nægilega vel því tvíþætta hlutverki að beijast fyrir kjörum meðlima sinna og veita þeim ýmsa þjónustu. Rekstur „stéttarfélagakerfisins" er of dýr og óhagkvæmur fyrir utan allar þær flækjur og uppákomur sem beinlín- is má rekja til óreiðunnar í skipu- lagsmálum. Þetta hefur glögglega mátt sjá að undanfömu, t.d. í Herjólfsdeil- unni þar sem 16 manna áhöfn skipt- ist á ein fimm verkalýðsfélög. Hefur það verulega torveldað lausn þeirrar deilu. Vissuiega hefur verkalýðs- hreyfingin reynt að taka til hjá sér en alltof hægt hefur gengið og benda má á að samkvæmt tölum frá því í fyrra voru níu félög innan Verkamannasambands íslands með færri en 100 félagsmenn og 26 með 100-400 félagsmenn. Sundrung og óreiða Margvíslegar skýringar eru á því hvers vegna þróunin í skipulags- málum verkalýðshreyfingarinnar varð eins og raun bar vitni. Nefna má skiptingu milli faglærðra og ófaglærðra sem hefur verið talsvert föst í sessi, skiptingu launafólks í verkalýðsfélög eftir kyni og eins þá staðreynd að ísland er tiltölulega strjálbýlt land þar sem samgöngur milli staða hafa oft verið erfíðar. Það hefur eðlilega stuðlað að því að mörg lítil verkalýðsfélög hafa orðið til úti á landsbyggðinni. Þessi landfræðilega skýring dugar þó skammt á höfuðborgarsvæðinu og samgöngur eru miklu betri nú en fyrir 20-30 árum þannig að víða úti á landi á hún heldur ekki við. Ef litið er á stærstu heildarsam- tök launafólks á íslandi, Alþýðu- samband íslands, er þar víða pottur brotinn. Langt er síðan forystu- mönnum ASI varð þetta ljóst og árið 1958 var samþykkt stefnuyfir- lýsing um rótttækar skipulags- breytingar á samtökunum. Þar var sú stefna mörkuð að taka upp at- vinnugreinaskipulag þar sem vinnu- staðurinn væn undirstaðan í upp- byggingu ASÍ. Allir á sama vinnu- stað eða hjá sama fyrirtæki væru þá í einu félagi, faglærðir, ófag- lærðir, konur og karlar. Milliþinga- nefnd útfærði síðan nánar þessar tillögur og lagði fram á sambands- þinginu 1960. Þar fengu þær þó ekki fullt brautargengi en sam- þykkt var ályktun um að stefnt skyldi að atvinnugreinaskipulagi og skipulagsbreytingunum yrði hrint í framkvæmd á næsta kjörtímabili „eftir því sem unnt er“ svo vitnað sé \ ályktunina. í ítarlegri greinargerð með tillög- unum voru talin upp níu atvinnu- greinasambönd sem stofnuð yrðu innan ASÍ. Sem dæmi má nefna sérstakt atvinnugreinasamband í byggingariðnaði en í aðildarfélög- um þess væru þá saman allir þeir sem í þeirri atvinnugrein störfuðu, jafnt faglærðir trésmiðir, járnsmiðir og múrarar sem ófaglærðir verka- menn. í hveijum bæ ætti því aðeins að vera eitt félag í hverri atvinnu- ÓDÝRARI GISTING Breyttu til! Breiðfírskar sumarnætur Gisting og golf Gisting, morgunverður innifalinn, aðgangur að níu holu golfvelli, sauna sem staðsett er í hótelinu og sundlaug staðarins. Gestir geta lagt bflum sínum á bflastæði hóteisins og þurfa ekki að hreyfa hann fyrr en þeir fara. Verð kr. 3.600 á mann í tveggja manna herb. Gisting og eyjaferðir Gisting, morgunverður innifalinn, sigling með Eyjaferðum um Suðureyjar, ca. tvær klst. Verð kr. 5.660 á mann í tveggja manna herb. Gisting og Flateyjarferð Gisting með morgunverði, sigling með ferjunni Baldri til Flateyjar. Verð kr. 5.300 á mann í tveggja manna herb. Flateyjarferð og útsýnisferð um Vestureyjar Gisting, morgunverður innifalinn, sigling með ferjunni Baldri til Flateyjar og útsýnisferð frá Flatey um Vestureyjar. Verð kr. 6.300 á mann í tveggja manna herb. Hádegisverður frá kr. 795. Kvöldverður frá kr. 1.195. Hótel ftykkishólmur 1 Sími 93-81330 - Fax 93-81579 Sveinn Helgason „í ónefndum fram- haldsskóla úti á landi eru starfsmenn í sex stéttarfélögum, tveim- ur félögum kennara, tveimur félögum innan BSRB, félagi ófaglærðs verkafólks og verslun- armannafélagi. Sumir eru jafnvel í tveimur félögum!“ grein og þannig væru starfsmenn byggingarfyrirtækis í Reykjavík allir í félagi sem gæti heitið Félag byggingariðnaðarmanna í Reykja- vík. Trésmiður sem ynni við viðhald hjá stóru fiskvinnslufyrirtæki í Reykjavík væri hinsvegar í Félagi fiskiðnaðarfólks í Reykjavík ásamt vinnufélögum sínum. Þessum tillögum hefur í raun aldrei verið hrint í framkvæmd þó það hafi ítrekað verið samþykkt á sambandsþingum ASI og nú hefur þeim að miklu leyti verið lagt. Starfsmenn hjá einstökum fyrir- tækjum í byggingariðnaði eru því enn í mörgum félögum og lands- samböndum. Faglærðir iðnaðar- menn eru í sínum landssamböndum, ófaglærðir verkamenn í aðildarfé- lögum Verkamannasambands ís- lands og skrifstofufólkið er væntan- lega í verslunarmannafélögum inn- an vébanda Eandssambands ís- lenskra verslunarmanna. Tína má til fjölmörg dæmi þar sem starfsmenn í einu og sama fyrirtækinu eru í mörgum stéttarfé- lögum og landssamböndum eða heildarsamtökum. Þeir skiptast þá í félög eftir því hvort þeir eru iðn- menntaðir, háskólamenntaðir, ófaglærðir, konur eða karlar, Reyk- víkingar eða Suðumesjamenn og svona mætti áfram telja. í álverinu í Straumsvík eru tíu verkalýðsfélög og hjá Flugleiðum skipta þau tug- um. Að vísu eru Flugleiðir með starfsemi víða um land og vissulega hlýtur skipting landsins í sveitarfé- lög að hafa einhver áhrif í þessu efni. Fyrirkomulag sem þetta hlýtur samt að leiða af sér margvíslegt óhagræði, bæði fyrir atvinnurek- endur og launþega. Skilin milli opinbera geirans og einkageirans eru heldur ekki alltaf skörp. Þannig eru starfsmenn stofnana á borð við framhaldsskóla ekkert endilega allir í félögum opin- berra starfsmanna þó að þeir þiggi laun sín frá ríkinu. í ónefndum framhaldsskóla úti á landi eru starfsmenn í sex stéttarfélögum, tveimur félögum kennara, tveimur félögum innan BSRB, félagi ófag- lærðs verkafólks og verslunar- mannafélagi. Sumir eru jafnvel í tveimur félögum! íhaldssemi og smákóngarígur Margir telja og það með réttu að megin skýringin á því hversu hægt hefur gengið að endurskipu- leggja verkalýðshreyfinguna sé íhaldssemi og rígur milli forystu- manna einstakra félaga. Þeir séu hræddir um að missa spón úr aski sínum þegar sameina á félög og einfalda skipulagið vegna þess að forystustöðunum fækki. Þessar skýringar nefnir t.d .Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, í seinna bindi ævisögu sinn- ar. Til viðbótar má benda á þá stað- reynd að erfítt getur verið að stokka upp skipulagið vegna þess að stétt- arfélögin eru misjafnlega stæð. Sum félög myndu þá hugsanlega „tapa“ á endurskipulagningu með- an önnur myndu „græða." Tregðuna gegn róttækum breyt- ingum er þó einnig að finna hjá almennum félagsmönnum. Fag- lærðir eru hræddir um að sameining við ófaglærða dragi þá niður í laun- um, konur (og karlar) vilja halda áfram í sín sérstöku félög og Torfi Ólafsson og Tryggvi Hiibner, aðalkennarar og ábyrgðarmenn hins nýja gítarskóla. Nýr gítarskóli Stofnaður hefur verið nýr gítarskóli, GÍS - Gitarskóli Is- lands. Stofnendur skólans eru þeir Torfi Ólafsson og Tryggvi Hiibner og verða þeir aðalkenn- arar og ábyrgðarmenn hans. Þeir Torfi og Tryggvi eru báðir kennarar að mennt og atvinnu- menn í tónlist og kennslu og bjóða nemendum skólans (fólki á öllum aldri) nám við sitt hæfi eftir áhuga og getu hvers og eins. Skólinn er til húsa á Grensás- vegi 5 og verður boðið upp á sumarnámskeið sem hefst 21. júni nk. og stendur í átta vikur. Á haustönn og vorönn verða 3ja mánaða námskeið í senn. V^terkur og Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! I . : i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.