Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993 43 standendum og vinum okkar inni- legustu samúð. Jóhann Hálfdanarson, Þorgeir Jóhannsson, Salberg Jóhannsson og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægju- auka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros) Það sem kom sterkt fram í fari Guðmundar alla tíð var einlæg vin- átta og kærleikur. Fjölskyldan var honum kærust og vinum gaf hann traust og velvilja. Mér er efst í huga glaðlyndi hans og mann- gæska. Árið 1964 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast Guð- mundi Salbergssyni fyrir tilstilli góðvinar okkar, Baldurs Bjarnasen, sem þá var yfirmaður viðhaldsdeild- ar Loftleiða í Stafangri. Ég var þá lærlingur í flugvirkjun hjá Braaten- flugfélaginu í Stafangri. Æxluðust mál þannig að við Guðmundur urð- um samferða í nám til Spartan School af Áeronautics í Tulsa, Okla- homa. Tókust strax með okkur sterk vináttubönd sem aldrei rofn- uðu. Að fluvirkjanámi loknu störf- uðum við saman hjá Loftleiðum í New York, síðan í Stafangri og að lokinni dvöl í Stafangri hófum við störf hjá Loftleiðum, síðar Flugleið- um á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur var afbragsgóður fagmaður og mikils metinn af vinnufélðgum sínum og félaginu. Það yar sérstaklega gott að hafa hann sér til halds og trausts, enda óspar á að miðla af reynslu sinni. Honum var margt til lista lagt bæði í starfi og leik. Þegar litið er yfir farinn veg og hugsað til þeirra ótal mörgu ánægjustunda sem við áttum saman með fjölskyldum okkar og vinum, þá kemur fram magnþrunginn söknuður, en minningin um góðan dreng mun alltaf lifa í hjörtum okk- ar. Það er sorglegt að missa góðan vin. Við fjölskyldan í Hvannalundi 1 komum ávallt til með að hugsa til Gumma með hlýhug og minning- in mun verma pkkur um hjartaræt- ur. Fjölskyldu hans og vinum vott- um við okkar dýpstu samúð. Elsku Kalla, Hrund og Sigga, missir ykkar er mikill. Megi björt minning um góðan dreng lýsa ykk- ur veginn um alla framtíð. Jóhannes Jónsson. í dag kveðjum við vin okkar og vinnufélaga, Guðmund Salbergsson flugvirkja. Ekki hvarflaði það að okkur um vaktaskiptin á fimmtu- dagsmorgun fyrir hvitasunnu, að hann Gummi hefði staðið sína sein- ustu næturvakt. Hann kvaddi okkur jafn hress og kátur og venjulega þó tólf tíma vaka væri að baki, enda fríhelgi framundan og dvöl í sumarbústaðnum. En hann var ný- kominn austur þegar hann var skyndilega kallaður á brott úr þess- ari tilveru. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Gummi hafði flésta þá kosti til að bera, sem aðrir óska sér. Hann var greindur vel og hafði ríka kímni- gáfu. í starfi var hann bæði mjög fær og dugmikill, enda mikils met- inn bæði af vinnufélögunum og fé- laginu, sem hann starfaði hjá svo lengi. Siðast en ekki síst var honum mjög annt um fjölskyldu sína og sátu hans nánustu í fyrirrúmi hjá honum: Gummi hélt á sínum tíma, asamt fleiri ungum mönnum, til náms í flugvirkjun á Spartan School of Aeronautics í Tulsa, Oklahoma, á vegum Loftleiða. Að námi loknu hóf hann flugvirkjastörf á Loftleið- um. Var fyrst um hríð á Kennedy- flugvelli í New York, einnig hjá Braathen í Stavanger í Noregi. Og að lokum hóf hann störf á Keflavík- urflugvélli, fyrst hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum. Þar vann hann í framlínu flugsins þar til yfir lauk. Það kom fljótt í ljós að þarna var á ferð efni í góðan flugvirkja, enda ávann hann sér fljótt traust sam- starfsmanna sinna, yfirmanna og áhafna vélanna. Síðar var hann settur vaktastjóri og að lokum starfaði hann í daglegri viðhalds- stjórn, sem er ábyrgðarmikið starf. Gummi þurfti oft að fara utan að sinna störfum fyrir félagið sitt. Hann fór m.a. í fyrstu sveit vaskra flugvirkja, þegar Loftleiðir hófu pílagrímsflug, og vann síðar í mörg- um slíkum verkefnum, meðan þau voru í gangi. Þar reyndi sannarlega á hæfni og útsjónarsemi flugvirkj- anna, því að ekki var fullkominn varahlutalager í næsta nágrenni, ef eitthvað vantaði. Gummi lét sig ætíð miklu varða málefni stéttarfélags síns og átti á árum áður bæði sæti í stjórn þess, samninganefndum o.fl. Hann var hagmæltur og setti oft saman vís- ur, sérstaklega ef um spaugileg atvik var að ræða hjá félögunum. Þess vegna var hann oft fenginn til að koma fram á árshátíðum Flug- virkjafélagsins og fara með slíkar drápur og segja sögur, öllum til mikillar skemmtunar. Gummi átti við meðfæddan hjartakvilla að stríða, þótt fæstir vissu um það. Hann lét fylgjast reglulega með heilsufari sínu og batt góðar vonir við eðlilegt líf framundan. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það er þó huggun í harmi, sú vissa, að vel verður tekið á móti Gumma hinum megin, bæði af föð- ur hans, sem hann missti svo ung- ur, og systur, en þau létust bæði um aldur fram. Einnig taka á móti honum margir félagar úr fluginu, sem sumir hverjir voru einnig kall- aðir á brott fyrir tímann. Við biðjum Guð, okkar hæsta höfuðsmið, að styrkja Köllu og dæturnar í sorg þeirra, svo og þeirra nánustu. Bless- uð sé minnig um góðan félaga. Hvíl þú í friði, vinur. Kveðja frá Línu- flugvirkjum á Keflavíkurflugvelli. Hann Gummi er dáinn. Hann er farinn. Hann kemur ekki aftur. Einhvern veginn hljómar þetta óraunverulega. Hann sem alltaf var til staðar þegar á reyndi, alltaf til- búinn til að hjálpa, hvert svo sem vandamálið var. Gummi var borinn hagleiksmað- ur og naut sín vel í því starfi sem hann lærði til, flugvirkjun. Oftast þegar talið berst að flugmálum kemur í ljós að þeir sem vinna þann- ig störf að þeir eru ekki alltaf í sviðsljósinu er sjaldnast getið. Þeir gæta þó að öryggi flugsins ekki síður en hinir. Þar fór Gummi fremstur í flokki. Honum var annt um Öryggi og viðhald flugvéla og það fyrirtæki sem hann starfaði fyrir af trúmennsku í nær 27 ár. Þó naut hann sín best með sína nánustu í kringum sig. Umhyggja og ást sem hann bar fyrir fjölskyldu og venslafólki var einstök. Ekki var hann síður tryggur vinur. Minning- arnar hellast yfir. Atvik úr vinn- unni, pílagrímaflug, ferðalög innan- Iands og utan. Eitt stendur þó allt- af uppúr, glensið og grínið, góðlát- leg stríðni þótt alvara lífsins væri stutt undan. Okkur leið alltaf vel í návist Gumma, höfðum öryggistil- finningu, það gat ekkert slæmt komið fyrir ef hann var nálægt. Það eru bara nokkrir dagar síðan við hjónin komum úr vikudvöl er- lendis með Gumma og konunni sem hann unni heitast, henni Köllu. Þar var spjallað og hlegið, en líka rætt af alvöru um ýmsa hluti. Engan grunaði að þetta væri í síðasta sinn sem við værum saman. En þótt Gummi sé allur, þá lifir minningin um góðan dreng, góðan vinnufélaga og tryggan vin. Elsku Kalla, Hrund, Sigga og Inga amma, ykkar missir er mest- ur. Megi góður Guð vernda ykkur og blessa. Sævar og Hrönn Fleiri minningargreinar um Guðmund Hermann Salbergs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Þórhalla Þórarins- dóttirfrá Valþjófs- stað íFljótsdal Fædd 2. júní 1897 Dáinn 31. maí 1993 Þegar fólk sem fætt er fyrir alda- mótin er kvatt verður manni hugsað til þess lífsviðhorfs sem það hefur tileinkað sér í áranna rás. Konu af þessari kynslóð kveðjum við nú, Þórhöllu Þórarinsdóttur sem fædd- ist 2. júní 1897. Þórhalla giftist Birni Björnssyni bankaritara, syni prestshjónanna að Laufási Björns Björnssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur. Björn og Þórhalla lifðu í farsælu hjóna- bandi í 17 ár eða til 1944 er Björn varð bráðkvaddur. Þórhalla stóð þá ein uppi með þrjú börn: Ingibjörgu, Björn og Þuríði sem gift er undirrit- uðum. Þrátt fyrir erfiða tíma hafði Björn maður Þórhöllu með ráðdeild skilið vel við fjölskyldu sína með byggingu reisulegs húss að Hring- braut 114. Það hús varð síðan griðastaður barnanna og maka þeirra þann tíma sem þau voru að koma sér þaki yfir höfuðið. Á þeim árum sá ég vel mannkosti Þórhöllu, mannkosti kynslóðar sem lifað hafði tímanna tvenna: fórnfýsi, trygg- lyndi og örlæti. Þórhalla fæddist 2. júní 1897 að Valþjófsstað í Fljótsdal. Foreldrar hennar voru Þórarinn Þórarinsson prestur að Valþjófsað (áður prestur Mýrdælinga) og Ragnheiður dóttir séra Jóns Jónssonar prófasts að Hofi í Vopnafirði. í 44 ár sátu og bjuggu foreldrar Þórhöllu Valþjófs- stað og á því tímabili varð þeim átta barna auðið í aldursröð: Þuríð- ur, Sigríður, Margrét, Þórhalla, Unnur, Jón, Þórarinn og Stefán. Öll eru þau nú látin. Valþjófsstaður var héraðsfrægt fyrir margra hluta sakir. Hafandi eru eftir ummæli dr. Stefáns Ein- arssonar háskólakennara í Vestur- heimi „er risnu þessara hjóna [Ragnheiðar og Þórarins] kennari en frá þurfi að segja, hafa þau um langt skeið með söng sínum og fjöri gert Valþjófsstað að menningar- miðstöð, eigi aðeins í sveitinni held- ur svo að segja um allt Austur- land." Ekki þarf að tíunda hve mótandi áhrif æskuheimili Þórhall- ar hafi haft á lífsviðhorf hennar. Nú þegar leiðir skiljast minnist ég þess er við hjónin og börnin ferð- uðumst með Þórhöllu um landið. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar hún hafði á orði hve merki- legt það væri að kona fædd fyrir aldamótin skyldi lifa það að aka hringveginn. Þórhalla óskaði þess reyndar sérstaklega að við færum fyrir Sanda og kæmum í fæðingar- sveit hennar upp úr Breiðdalnum. Aldrei gleymi ég gleði hennar er við komum upp á Breiðdalsheiði og við blasti Héraðið frá sjónarhorni sem hún hafði ekki upplifað áður. Að endingu Þórhalla, ég minnist þess hve ljúft var að blanda geði með þér og hvað þú sýndir mér mikið traust og kærleika. Gull- hringurinn sem þú gaf st mér minnir mig ávallt á þig. Anton Erlendsson. Það var afmælisdagurinn hennar ömmu, ég var rétt komin inn úr dyrunum heima hjá mér í Svíþjóð eftir viku ferðalag þegar síminn hringdi. Það var mamma að til- kynna mér að amma hefði dáið í fyrradag. Þ6 svo við vissum að hverju stefndi er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann. Þegar ég kvaddi ömmu í janúar vissi ég innst inni að þetta væri ef til vill í sið- asta skipti sem ég sæi hana. Ég var hins vegar orðin full bjartsýni og hlakkaði til að hitta hana í sum- ar þegar ég kæmi heim. Minningar um yndislega ömmu streymdu fram það sem eftir lifði kvölds og langt fram á nótt. Föðuramma mín og báðir afarnir voru látin áður en ég fæddist þann- ig að amma var ekki bara amma fyrir mér, hún var miklu meira. Þegar ég var yngri var ég svo lán- söm að fá tvö fyrstu æviár mín hjá ömmu. Hún sá um mig meðan þau unnu úti og þegar ég byrjaði á leik- skóla var ég hálfan daginn hjá henni. Ég man ennþá þegar við sátum tvær í borðstofunni, hún las ævintýri fyrir mig upp úr stóru bókinni sem hún geymdi í „buffet- inu" og ég stautaði fyrir hana upp úr Gagni og Gaman. Það var ekki ónýtt veganestið frá ömmu, 5 ára var ég fluglæs og með kollinn fullan af allskyns kvæðum og vísum. Það voru heldur ekki ófáir morgnarnir sem við gengum saman í Vestur- bæjariaugina og komum við í búð- inni á heimleiðinni. Eftir að við fluttum komst sú hefð á að amma kæmi í mat um helgar og hélst hún alveg fram á mitt siðasta ár eða meðan hún hélt heilsu. Þær kasínur og þeir veiðimenn skiptu orðið þús- undum sem við amma spiluðum á sunnudögum. Ég mann enn þegar ég fór stolt að sækja ömmu í mat daginn eftir að ég fékk bílprófíð. Amma brást mér ekki þá frekar en fyrri daginn og sagði jafn stolt og ég þegar við komum heim „Birna er ansi lipur bílstjóri." Þetta hefur hún svo sagt af og til í 13 ár. Það er ekki nema rúmt ár síðan ég sótti hana síðast í mat. Hún lét sig ekki muna að klifra upp í jeppann, sat virðuleg í framsætinu og sagði að vanda: „Það er munur að vera á tröllinu." í flestum ferðalögum sem farin voru var amma með, hvort sem farið var hringveginn eða til Spánar og oftast vorum við amma herbergisfélagar. Haustið 1985 flutti ég til ömmu og bjó hjá henni í rúm tvö ár. Mér finnst afskaplega vænt um þennan tíma. Það var notalegt að koma heim úr skólanum og setjast niður með ömmu, drekka kafíi og spjalla. Við áttum okkar eigin snyrtikvöld og þó að aldursmunurinn væri 66 ár þá kom það fyrir að við fengjum lánað úr fataskáp hvor annarrar, en föt voru einmitt sameiginlegt áhugamál. Snyrtivörur og föt var alltaf hægt að gefa ömmu enda var hún ætíð glæsileg til fara. Ég borð- aði góðan „ömmumat" hjá henni og hún rétti ættaða frá ýmsum heimshornum hjá mér. Þegar ömmu fannst fullmikið fara úr krydd- bauknum laumaðist hún í ísskápinn og fékk sér vænan sopa af brjóst- sviðameðalinu og sagðist þá vera klár í hvað sem er. Alltaf virti hún mitt einkalíf, bankaði á hurðina ef hún þurfti að tala við mig og skildi ástæðurnar ef ég kom ekki niður í stofu á hverju kvöldi að horfa á sjónvarpið, með henni. Auðvitað urðu öðru hvoru árekstrar eins og hjá öðru sambýlisfólki en það var regla hjá okkur að fara ekki að sofa ósáttar. Þegar íbúðin mín var tilbúin samgladdist amma þó aí* tómlegt yrði hjá henni þegar ég flytti. Amma var ung í anda og naut þess að hafa ungt fólk í kringum sig. Hún fylgdist vel með öllu hvort sem um var að ræða heimsfréttir eða gengi handboltalandliðsins. í dag kveð ég að sinni elskulega ömmu mína sem hefði orðið 96 ára 2. júní. Hún haðif lifað tímana tvenna og sagðist sjálf vera tilbúin að kveðja. Eg veit það er eigingirni að óska þess að fá að hafa ömmu hjá mér lengur en ég á yndislegar minningar sem enginn getur tekið frá mér. Elsku amma, ég veit þér líður vel núna og að afi sem þú misstir fyrir 49 árum tekur á móti þér eins og við töluðum svo oft um. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi ömmu mína. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, ¦ margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.; Birna. Þórhalla Þórarinsdóttir var dóttir hjónanna Þórarins Þórarinssonar prests á Valþjófsstað og Ragnheið- ar Jónsdóttur. Hún var fj'órða barnið í hópi níu systkina, sem í dageru öll farin yfir móðuna miklu. Á meðan þau lifðu höfðu þau náið samband sín á milli og hittust þegar færi gafst. Best þótti þeim að hittast á Val- þjófsstað sem var þeirra bernsku- heimili, en þangað fór amma á hverju sumri með börn sín og dvaldi hjá foreldrum sínum við sveitastörf yfir sumartímann. Alltaf var sveitin í huga hennar og margar voru sög- urnar þaðan sem borgarbarnið hlustaði á, sem sðgðu frá öðrum tímum og lifnaðarháttum en það þekkti. Þar sem hestar voru eina farartækið og voru óspart notaðir bæði til gagns og gamans. Þar sem eldurinn var geymdur og gætt í hlóðum ekki bara frá degi til dags heldur langtímum saman. Þar sem skótau var notað sparlega og heimasæturnar voru með sigglag á iljunum, sem gagnaðist þeim eins og finustu skósólar. Á þrítugsaldri fór Þórhalla til Akureyrar þar sem hún kynntist Birni Björnssyni frá Laufási í Eyja- firði, en þau giftust þar nokkrum árum síðar. Þau eignuðust þrjú börn, Björn, Þuríði og Ingibjörgu. Saman byggðu þau húsið Hring- braut 114 í Reyícjavík og bjó Þór- halla þar til 92 ára aldurs. Á Hring- brautinni komu börn þeirra og barnabörn gjarnan saman og þar byrjuðu börn þeirra sinn hjúskap og barnabörnin að ganga sín fyrstu spor. Björn dó aðeins 47 ára að aldri og sá Þórhalla eftir það fyrir fjöl- skyldunni með saumaskap. Hún var alla tíð hörkudugleg og með járn- vilja sem kom best i Ijós þegar heilsa hennar og þrek fóru að dvína, en viljinn ei. Á síðustu æviárunum bjó Þór- halla á Dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð og færi ég starfsfólki þar þakkir, fyrir alla þá umönnun og hlýhug sem það sýndi henni. Kæra amma mín, nú er leiðir skilja að sinni þakka ég þér sam- fylgdina og bið að allt hið góða þig leiði og lýsi þér til nýrri og betri heima. Þórhalla Björnsdóttir. 9093 Flautuketill Verð: 6.900,- VARIST EFTIRLIKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.