Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993
Að ávaxta vel sitt pund
Úr skýrslu OECD um heilbrigðismál
eftir Ólaf Ólafsson
í skýrslu OECD sem nýlega barst
til ráðuneytis heilbrigðismála kemur
margt athyglisvert fram um þróun
heilbrigðismála á Islandi. Erlend eft-
irlitsstofnun hefur ekki áður gert
úttekt á faglegum og efnahagslegum
þáttum þessara mála og ber að þakka
ráðherra fyrir þetta framtak. Áður
hefur skýrslan verið kynnt í fjölmiðl-
um en þar hafa einungis hagfræði-
legir þættir verið lauslega ræddir.
Hér verður þvf freistast til að gera
heildamiðurstöðum skýrslunnar
nokkur skil.
Inngangur
í skýrslunni er tekið fram „að ís-
lendingar skari framúr öðrum
OECD-ríkjum á sviði heilbrigðis-
mála“. Rætt er um „að ísland hafi
náð öfundsverðum árangri í heil-
brigðismálum og að hér sé veitt betri
heilbrigðisþjónusta en gerist miðað
við önnur OECD-ríki“.
Orsök þessa er talin vera vegna:
1. „Heilsusamlegs mataræðis og
lífsstíls, meðal annars er áfeng-
isneysla til muna minni en gerist
í öðrum ríkjum OECD. Tóbaks-
neysla er að vísu veruleg."
2. „Lítillar lyfjaneyslu, en meðal-
neysla á lyfjum (average number
of medicines) á einstakling á ári
er 3,3 en 11,3 í öðrum OECD-
löndum, sem að vísu gæti verið
afleiðing góðs heilsufars." Að vísu
neyti íslendingar meira af geð-,
magasárs- og sýklalyfjum en aðr-
ir en hlutfallslega vega þessir
lyfjaflokkar Iítið miðað við heild-
arlyfjatöku. Annað mál er að lyf-
in eru dýr.
3. „Ágætrar menntunar og þjálf-
unar heilbrigðisstarfsfólks.“
4. „Heppilegrar forgangsröðunar
varðandi heilsuvernd. T.d. voru
íslendingar fyrstir til að hefja
allsheijar skimun fyrir legháls-
krabbameini og eru meðal leið-
andi þjóða í skimun fyrir bijósta-
krabbameini." Ekki er þó minnst
á að á íslandi er rekin víðtækasta
slysaskráning í Evrópu og á góð-
ar slysavamir m.a. fyrir tilstilli
slysádeildar Borgarspítalans,
Slysavarnafélags íslands, Um-
ferðarráðs og heilsugæslunnar.
Vel heppnuðum aðgerðum gegnt
farsóttum er sleppt.
5. Bent er á „umtalsverða lækkun á
hjartadauða eftir 1970“.
6. Til frekari stuðnings er bent á
„lágan ungbamadauða og ævilík-
ur“.
Þessi atriði eru tíunduð hér því
að tími er til kominn að minna á
ágætt starf heilbrigðisstarfsfólks en
það gleymist gjaman í umræðu um
heilbrigðismál. Framfarir í heilbrigð-
isþjónustu eru að mestu til komnar
fyrir árvekni, hugmyndaauðgi og
óeigingjamt starf starfsmanna í heil-
brigðisþjónustunni og áhugamanna-
samtaka. Uppbygging heilsugæslu-
stöðva og annarra sjúkrastofnana
hefur einnig verið hröð. Vissulega
hefur góður lífsstíll fólksins sitt að
segja og má trúlega þakka það að
verulegu leyti brautryðjandi starfí
Náttúrulækningafélags íslands,
Krabbameinsfélags Islands, Hjarta-
vemdar o.fl. Á seinni stigum hefur
hið opinbera tekið þátt og ber að
þakka það. Fólk sem vinnur að heil-
brigðismálum hefur því ávaxtað vel
sitt pund, þ.e. nýtt, vel fjárveitingar,
en ekki grafíð það í jörðu.
Mannafli
„Læknar eru hlutfallslega heldur
fleiri en almennt gerist í OECD-lönd-
um en fjöldinn er svipaður og á öðr-
um Norðurlöndum. Fjöldi hjúkrunar-
fræðinga er svipaður og annars stað-
„Eftir margra áratuga
starf hefur tekist að
skipuleggja og þróa ís-
lenska heilbrigðisþjón-
ustu á þann veg að til
fyrirmyndar er að mati
erlendrar eftirlitsstofn-
unar, sbr. nýlega
skýrslu frá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni í
Kaupmannahöfn.
Fyllsta ástæða er því til
að flýta sér hægt ef
teknar eru ákvarðanir
um veigamiklar breyt-
ingar á fyrirkomulagi
þjónustunnar.“
ar á Norðurlöndum en fieiri en í
mörgum OECD-ríkjum.“ Tekið er
fram „að fjjöldi hjúkrunarfræðinga
sé mikill á vissum sjúkrahúsum." I
heild er þó faglært heilbrigðisstarfs-
fólk hlutfallslega færra en annars
staðar á Norðurlöndum (athugasemd
landlæknis).
Rúmafjöldi
„Fjöldi rúma á deildaskiptum
sjúkrahúsum er svipaður og í OECD-
löndum, þ.e. 4,8/1.000 íbúa en
4,7/1.000 að meðaltali í OECD-ríkj-
um. Meðallegutími er 6,3 dagar en
meðaltal í OECD-ríkjum er 8,7 dag-
ar. Rúmanýting er betri á Islandi,
þ.e. 86% en 81% í OECD-ríkjum.
Rúm á hjúkrunar- og öldrunarstofn-
unum eru fleiri en gerist í OECD-ríkj-
um og heimaþjónusta minni. Stjórn-
arkostnaður er hlutfallslega ekki
mikill."
Laun
„ísland er láglaunaiand miðað við
nágrannalöndin.“ Sjá t.d. laun hjúkr-
unarfræðinga á íslandi í samanburði
við nágrannalöndin (mynd). Hlutfall
launa heilbrigðisstétta, annarra en
lækna, miðað við heildarlaun í land-
inu, féll um 8% á árunum 1980-
1990 en þetta hlutfall jókst um 6%
í öðrum OECD-löndum.
Kostnaður
Kostnaður við heilbrigðisþjónustu
jókst hraðar á árunum 1986-1988
en í öðrum OECD-löndum en hefur
farið lækkandi frá 1989. Árið 1991
reyndist kostnaðurinn vera 8,4% af
þjóðarframleiðslu (meðaltal í OECD-
ríkjum 7,8%). Umreiknað í „PPP-
gildum nemur kostnaðurinn 1.391
dollar á íbúa og er ísland áttunda í
röðinni að ofan meðal OECD-ríkja.“
Þegar tekið er tillit til rauntekna á
íbúa sem vega þyngst í þessum út-
reikningum, aldursstöðlunar, en
verulegur kostnaður heilbrigðisþjón-
ustunnar vegna hás hlutfalls 15 ára
og yngri miðað við önnur OECD-lönd
vegur upp tiltölulega lágt hlutfall 65
ára og eldri á íslandi og tiltölulega
lítils atvinnuleysis, „eyðum við 4,2%
minna til heilbrigðisþjónustunnar en
OECD-ríki að meðaltali" (bls. 95).
Það kemur fram að samkvæmt þess-
um útreikningum hefur ísland minni
kostnað vegna þjónustu við eldra
fólk og atvinnuleysis en aðrar OECD-
þjóðir. Talið er að heilbrigðiskostnað-
ur aukist verulega eftir að atvinnu-
leysi fer yfir 1,5%. Kostnaður er þó
raunverulega lægri, því eins og
endranær er í útreikningum OECD
ekki tekið tillit til þess að yfirleitt
er mun stærri hluti af kostnaði við
öldrunarþjónustu færður á reikning
heilbrigðisþjónustunnar á íslandi en
í nágrannalöndunum. Þess í stað
færa margar þjóðir þennan kostnað
á félagsgeirann, reikning félags-
málaráðuneytis. Gott dæmi um þessi
áhrif er að nú fer heilbrigðiskostnað-
ur ört lækkandi í Svíþjóð vegna þess
Hagsmunahópar og
baráttan um kvótann
eftir Ingólf Arnarson
Sú umræða sem átt hefur sér stað
í blöðunum um kvótakerfið hefur í
raun ekki snúist um hvort það sé
slæmt eða gott, heldur hefur spum-
ingin verið um hvemig deila eigi
kökunni. Ef togara frá Vestflörðum
væri úthlutaður meiri kvóti en hann
gæri aflað, mundi hann haga sér sem
á „sóknarmarki" væri vegna þess að
tímagildið yrði allt að því óendanlega
hátt. Ef allir hefðu alltaf haft meir
en nægan kvóta væru hugtökin
„sóknarmark" og „aflamark“ ekki
til. Þetta sannaðist í Alaska þar sem
umræðan um aflamark og sóknar-
mark byrjaði ekki fyrr en ljóst var
orðið að flotinn var orðinn nógu stór
til þess að veiða leyfilegan ársafla á
innan við 9 mánuðum.
Það sem einkennir fiskveiðilöggjöf
þjóða í Norður-Atlantshafl og Banda-
ríkjunum er að þær endurspegla
styrkleika hagsmunahópa á hveijum
tíma. Þó að yfirlýstur tilgangur lög-
gjafar sé að hámarka arðsemi sjávar-
útvegs með þjóðarhagsmuni fyrir
augum kemur oftast í ljós, ef grannt
er skoðað, að megininntak löggjafar-
innar er að einn eða fleiri hagsmuna-
hópar hafa komið ár sinni vel fyrir
borð.
Það er mikilvægt að gera sér grein
fyrir hvaða áhrif hinar ýmsu aðgerð-
ir og Iagaákvæði munu hafa þegar
þeim hefur verið hrint í framkvæmd
og fram í sækir. Það hefur oft viljað
brenna við að aðgerðir hafa haft allt
önnur áhrif en til var ætlast. Gott
dæmi um þetta er þegar laxveiðisjó-
menn í Bandaríkjunum fengu stjóm-
völd til þess að banna innflutning á
norskum laxi af þeirri ástæðu að
þeir töldu hættu á undirboðum og
verðfalli. Norðmenn beindu þeim Iaxi
sem að öllu jöfnu hefði farið á Banda-
ríkjamarkað inn á Japansmarkað og
olli þessi mikla framboðsaukning
miklu verðfalli. Japansmarkaður er
stærsti útflutningsmarkaður fyrir
bandarískan lax og urðu bandarískir
sjómenn fyrir töluverðri kjaraskerð-
ingu af þessum sökum. Innflutnings-
höftin sem áttu að vera til að halda
uppi kjörum bandarískra sjómanna
urðu þannig, þegar fram í sótti, til
þess að tryggja að þeir yrðu fyrir
kjaraskerðingu.
Það eru ekki eingungis hagfræði-
leg rök sem hagsmunahópar nota til
þess að tryggja sér sinn hlut í kök-
unni, heldur einnig „líf- og vistfræði-
leg rök“ sem stundum eru byggð á
hæpnum vísindalegum grundvelli.
Þegar höfundur vann að verkefni
fyrir sjávarútvegsráðuneytið í Alaska
fékk hann fyrirspum frá starfsmönh-
um ráðuneytisins um hvort hann
kannaðist við, að vísindalegar rann-
sóknir hefðu farið fram á afleiðingum
þess að veiða fiskistofn á meðan á
hrygningu stæði. Á þessu tímabili
var að byija togstreita um kvótann
á milli verksmiðjutogara og bátaflot-
ans. Á hrygningartímanum veiddi
togaraflotinn í Beringshaflnu Ala-
skaufsa vegna hrognanna. Einn liður
í skæruhernaði bátasjómanna var að
fara fram á að þessar veiðar yrðu
stöðvaðar þar sem þær væru skað-
legar stofninum. Því miður hafði ég
ekki umbeðnar upplýsingar en þóttist
geta séð fyrir lyktir deilnanna í Al-
aska á grundvelli þess sem átt hefði
sér stað annars staðar í heiminum.
í Noregi hrygnir þorskurinn við land-
steinana og eru aðaluppeldisstöðv-
amar til hafs. Þar þrengir bátaflotinn
stöðugt að togaraflotanum á hinu
pólitíska sviði með þeim rökum að
þeir veiði smáfisk, leyfi flskinum
ekki að vaxa. í Kanada hrygnir
þorskurinn hins vegar til hafs og
elst upp við strendurnar og þar
þrengir bátaflotinn að togaraflotan-
um með þeim rökum að þeir hindri
fískinn í að hrygna. í báðum tilfellum
var það fjöldi atkvæða sem réð úrslit-
um, en bátasjómenn eru í báðum til-
fellum þó nokkuð fleiri en togarasjó-
menn. Það kom síðan á daginn að
lyktir mála í Alaska urðu svipaðar
og í Noregi og Kanada.
Hér skal ekki lagður dómur á
hvað er hagstætt eða óhagstætt í
þessu sambandi, en kjami málsins
er sá, að í þessum tilvikum var tekin
ákvörðum um framtíðarskipan mála
án þess að fram færi greining á því
hvort hún væri til gæfu fyrir samfé-
lagið eða ekki. Það er mikilvægt að
þess sé gætt við samningu flskveiði-
löggjafar, og þeirra reglugerða sem
fylgja, að stundarhagsmunir séu ekki
látnir ráða sem gætu sýnt sig að
vera skaðlegir þegar til lengri tíma
er litið.
Niðurlag
Það er ólíklegt að hagræðing
muni breyta rekstraraðstöðu íslensks
sjávarútvegs til hins betra að ein-
hveiju marki í náinni framtíð. Það
er ennfremur ólíklegt að rekstur fs-
lenskra aðila í sjávarútvegi á er-
lendri grundu muni færa íslenskum
sjávarútvegi stóra sjóði.
Með skynsamlegri fískveiðistjóm-
un er hægt að stuðla að kostnaðar-
lækkun og aukinni verðmætasköpun
í sjávarútvegi og hefur það verið
gert að hluta til með gildandi físk-
veiðilöggjöf. Það er mikilvægt að
rammi fískveiðilöggjafar sé röklegur
og hindri ekki eðlilega þróun útvegs-
ins þegar til lengri tíma er litið. Við
gerð fískveiðilöggjafar er skilgrein-
Ingólfur Arnarson
Það er mikilvægt að
þess sé gætt við samn-
ingu fiskveiðilöggjafar,
og þeirra reglugerða
sem fylgja, að stundar-
hagsmunir séu ekki
látnir ráða sem gætu
sýnt sig að vera skað-
legir þegar til lengri
tíma er litið
ing á eignarrétti ein mikilvægasta
forsendan. Réttlát skilgreining eign-
arréttar er eitt af lykilatriðum vel-
heppnaðrar fískveiðistjómunar.
I næstu grein verður því byijað
að flalla um eignarrétt, þar á meðal
einokun, einokunarskatt (auðlinda-
skatt) og stærð fiskiskipaflotans.
Höfundur hefur undanfarin ár
stundað rannsóknir ogkennsiu í
sjávarútvegi við norska og
bandaríska háskóla og er að Ijúkn
við doktorsritgerð í hagfræði.
Ólafur Ólafsson
að þeir flytja verulegan kostnað við
öldrunarþjónustu yfír á félagsgeir-
ann.
Ráðlagðar aðgerðir
Lokið er lofsyrði á aðgerðir heil-
brigðisyfírvalda á lyfjamálum og á
ýmsar hagræðingaraðgerðir, s.s.
fækkun bráðavakta sjúkrahúsa í
Reykjavík. Bent er á nauðsyn áfram-
haldandi hagræðingaraðgerða.
Talin eru upp eftirtalin atriði:
1. „Hagræðing í öldrunarþjónustu,
þ.e. að auka heimaaðstoð til
muna.“
2. „Efling utanspítaiaþjónustu og
hagræðingu í sjúkrahúsþjón-
ustu.“ Þetta eru aðgerðir sem
hafa verið til umræðu lengi og
þegar farnar að skila árangri.
Eftirfarandi atriði vega trúlega
þyngst í því efni (athugasemd
landlæknis):
a) Meðferðarbylting á sjúkrahús-
um, en ný tækni og lyfjameðferð
hafa valdið því að sjúkrahúslegur
vegna algengra sjúkdóma, t.d.
gall-, nýrnasteina-, blöðruhál-
skirtils- og hjartasjúkdóma, hafa
styst verulega á undanförnum
árum. Magasársaðgerðir hafa
næstum lagst af vegna lyfjameð-
ferðar o.fl.
b) Utanspítalaaðgerðir varðandi
Grænir
dagar í
Kópavogi
TRJÁRÆKT hefur aukist gífur-
lega undanfarin ár í landi Kópa-
vogs. Á sumrin hefur Vinnu-
skóli Kópavogs í samstarfi við
Skógræktarfélag Kópavogs
gróðursett um 60 þúsund tré á
sumri og í sumar heldur það
starf áfram.
Dagana 7. til 13. júní er ætlun-
in að fegra bæjarlandið, í sam-
starfi við bæjarbúa, með tijárækt-
arátaki sem gengur undir nafninu
„Grænir dagar“. Framkvæmda-
deild, bæjarskipulag og umhverfis-
ráð hafa haft með þessa skipulagn-
ingu að gera enda mikil vinna far-
ið í að finna hentug svæði í hverf-
um bæjarins til niðursetningu
tijáa.
Til að hinir „grænu dagar“
heppnist sem best er mjög mikil-
vægt að Kópavogsbúar fjölmenni
til tijáræktarsvæða næst heimili
sínum og leggi hönd á plóginn.
Dreift hefur verið upplýsingum
um „grænu dagana“ á hvert heim-
ili í Kópavogi þar sem bæjarbúar
geta séð hvenær gróðursetning fer
fram nálægt sínu heimili.
Fjölmörg félög og klúbbar hafa
komið til samstarfs við bæjaryfir-
völd í þessu sambandi og á meðan
á „grænu dögunum" stendur eru
þeim Kópavogsbúum sem hyggjast
auka gróðursæld í sínum einka-
görðum bent á að gróðrastöðin
Birkihlíð á Dalvegi 32 og í Birki-
grund 1B bjóða 20% afslátt af öll-
um tijám. Nánari upplýsingar veit-
ir Jón Kristinn Snæhólm, verkefn-
isstjóri „grænu daganna".
(Fréttatilkynning)