Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 45 Sigrún Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 18. janúar 1936 Dáin 1. júní 1993 í dag, þriðjudaginn 8. júní, fer fram útför Sigrúnar Sigurðardóttur í Akraneskirkju kl. 14.00. Sigrún fæddist á Þyrli við Hval- fjörð 18. janúar 1936. Foreldrar okkar voru Steinþóra Sigurbjörns- dóttir, fædd á Tjömesi, Suður-Þing- eyjarsýslu, og Sigurður Helgason, fæddur á Litlasandi í Hvalfjarðar- strandarhreppi. Þau bjuggu lengst af á Þyrli og eignuðust fjögur böm. Sigrún var elst en Guðrún og ég undirritaður vomm tvíburar, yngsta systir okkar lést á fyrsta ári. Ól- umst við upp við algeng sveitastörf. Fljótlega eftir fermingu fór Sig- rún til Reykjavíkur og vann þar. Um tvítugt hóf Sigrún störf hjá Hval hf. Þar kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Ingva Böðvars- syni. Þau eignuðust þijú böm. Böðvar er elstur, sambýliskona hans Jónína Steinþórsdóttir, og eiga þau tvö böm; Þóra, gift Brynjólfi Magnússyni og eiga þau einn son, og Sigurður í foreldrahúsum. Sigrún og Ingvi áttu heimili sitt í Heiðargerði 17, Akranesi. Á sumr- in dvöldu þau í Hvalstöðinni, þar sem Ingvi er verkstjóri. Þar undi hún sér afar vel enda var æsku- heimili okkar þar rétt hjá. Á vorin hjálpaði hún foreldrum okkar við dúntekjuna og eins hjálpaði hún til við heyskapinn. Eftir að foreldrar okkar hættu búskapnum starfaði hún í mötuneyti Hvals á sumrin. Síðustu árin starfaði Sigrún við félagsstarf aldraðra hér á Akra- nesi. Hún sagði við mig nokkmm dögum áður en yfir lauk: „Það þarf að hugsa vel um gamla fólkið." Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 1. júní sl. Guð blessi minningu hennar og við þökkum henni tryggð og vináttu sem hún sýndi fjölskyldu okkar. Ingva og fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Helgi Sigurðsson og fjölskylda. Kveðja Á einum bjartasta og blíðasta degi sumarsins var lokað lífsbók Sigrúnar Sigurðardóttur, þann dag syrti að í hugum okkar sem höfðum vonað að njóta samfýlgdar hennar lengur. Lokabaráttan í erfiðum veikindum hennar var ströng en stutt. Við Sigrún kynntumst fyrir nokkrum ámm við félagsstarf aldr- aðra á Akranesi. Það var gott og ánægjulegt að vinna með Sigrúnu, hún var heilsteypt og vönduð bæði til orðs og æðis og vann sér traust allra þeirra sem kynntust henni í félagsstarfinu, þar verður hennar sárt saknað. Við leiðarlok viljum við þakka frábæra kynningu og samvinnu. Ástvinum öllum vottum við dýpstu samúð. Blessuð sé minning mætrar konu. Allar* stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Höf. ókunnur.) Fyrir hönd samstarfsfólks í „Opnu húsi“ á Höfða. Hulda Óskarsdóttir. Það var í júníbyijun árið 1970 í Hvalstöðinni í Hvalfírði að við kynntumst fyrst og héldum þar hópinn ásamt fleira góðu fólki í tuttugu sumur. Margar ánægju- stundir áttum við saman á þessum árum. Þau vom ljúf sumarkvöldin í Hvalfirði. Gönguferðimar um fjör- una á planið og bryggjuna eða við komum saman nokkrar konur þegar rökkva tók með pijóna og ræddum saman yfír kaffibolla við kertaljós og létum okkur líða vel. Allt var svo gott, engin streita, þetta var heimur út af fyrir sig. Sigrún átti ekki hvað síst þátt í að gera þessi kvöld svo eftirminnileg. Hún var snillingur í pijónaskap og miðlaði óspart af sinni kunnáttu á því sviði. Sigrún var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir og stóð fyrir sínu, vandvirk mjög og fram- úrskarandi þrifin. Hún var fædd og uppalin á Þyrli í Hvalfirði og hvergi held ég að hún hafí kunnað betur við sig en í sveitinni sinni á sumrin. Þegar haustaði fór hver til síns heima, samverustundunum fækk- aði, þá var rætt saman í síma og hist öðru hvoru. Hún var dugleg að koma í heimsókn ef hún átti leið í bæinn og kom þá kannski með blómvönd, svona upp á gamlan, eins og hún sagði, eða með sultu í krukku sem hún hafði búið til. Svona var Sigrún. Hún veiktist fyrir rúmum sex árum af þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt hana að velli. Mikinn dugnað og æðruleysi sýndi Sigrún í baráttunni við þann illvíga sjúk- dóm. Hún sýndi ótrúlegt þrek, þannig að manni hætti til að gleyma að hún væri alvarlega veik. Stutta en ánægjulega ferð fórum við saman til Edinborgar síðastliðið haust ásamt eiginmönnum okkar. Sigiún hafði á orði að henni hefði liðið svo vel í þeirri ferð þó að nóg væri að gera og stundum erfitt í skoðunarferðum. Við fórum meðal annars í bátsferð, búðarferðir, út að borða saman, allt leit svo vel út. Undanfarnar vikur hrakaði heilsu Sigrúnar mjög ört og Iést hún í Sjúkrahúsi Ákraness 1. júní sl. Hann Ingvi hennar stóð sem bjarg við hlið hennar í baráttunni þar til yfir lauk. Þetta eru aðeins minningarbrot að leiðarlokum. Ég þakka Sigrúnu samfylgdina og óska henni góðrar ferðar á þeirri göngu sem hún nú hefur lagt upp í. Við Andrés sendum Ingva, bömum, barnabörnum og öðrum ástvinum innilegustu samúð- arkveðjur okkar og biðjum um huggun og styrk þeim til handa á erfiðri stundu. Svava. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Heiðargerði 17, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, þriðjudaginn 8. júní, kl. 14.00. Ingvi Böðvarsson, \ Böðvar Ingvason, Þóra Ingvadóttir, Sigurður Ingvason, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR GUÐBRANDSSON, Karfavogi 38, Reykjavík, verður jarðsunginn fré Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. júní kl. 15.00. Olga Óladóttir, Ásgeir Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Tinna Kr. Gunnarsdóttir. + Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þegar árin færast yfir okkur verðum við flest að bíta í það súra epli að horfa á eftir ástvinum, vin- um og_ kunningjum yfir móðuna miklu. í huga okkar myndast tóma- rúm, tregi og söknuður, minning- arnar streyma fram ein af annarri og það er margs að minnast frá fyrstu kynnum okkar Sigrúnar. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perlan sími 620200 GUÐMUNDU JÓNU KRISTJÁNSDÓTTUR. Bjöm Jóhann Óskarsson, Erna Guðlaugsdóttir, Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir, Hörður Gfslason, Sjöfn Oskarsdóttir, Kristján Pétur Ingimundarson, Jóhanna Axelsdóttir, Þorsteinn Ingimundarson, Álfdís Gunnarsdóttir, Inga Ólöf Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför BRYNJÓLFS BJARKAN viðskiptafræðings. Maria Brynjólfsdóttir, Jón Ólafsson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, GUÐNÝJAR SIGRÚNAR VILHJÁLMSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Vilhjálmur Magnússon, Ingiberg Magnússon. + Einlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför JÓHANNS KR. JÓNSSONAR, Víðihvammi 18, Kópavogi. Valgerður Jóhannsdóttir, Haukur Ingimundarson og fjölskylda. + Kærar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall GUÐMANNS ÓLAFSSONAR, Skálabrekku, Þingvallasveit. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem veittu ómetanlega aðstoð, svo og starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Regina Sveinbjörnsdóttir, Hörður Guðmannsson, Guðrún Þóra Guðmannsdóttir, Óskar Arnar Hilmarsson, Guðmann Reynir Hilmannsson, Hrönn Ægisdóttir. Guðmann Ólafsson, Jón Ólafur Ólafsson, og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, sonar, bróður og mágs, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, Fjarðarseli 35. Marin Henný Matthíasdóttir, Matthias Ólafsson, Auður Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Guðmundur Árnason, Auður Thoroddsen, Árni Guðmundsson, Sigurbjörg Hermundsdóttir. Lokað Málflutningsskrifstofa Guðmundur Pétursson, Pétur Guðmundarson, Hákon Árnason, Jakob R. Möller verður lokuð í dag, þriðjudaginn 8. júní 1993, frá kl. 13.00 til 16.00 vegna útfarar MAGNÚSAR Þ. TORFASONAR, fyrrverandi hæstaréttardómara. íslenskur efniviður Leitið flfi S. HELGASON HF upplýsinga. IISTEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsleina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.