Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hörð átök um nýja ráðherra á þingflokksfundi Alþýðuflokksins Ossur vann Rannveigu í leynilegri kosningn ÖSSUR Skarphéðinsson kemur sem umhverfisráðherra inn i ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar í byrjun næstu viku og Guðmundur Árni Stefánsson verður heilbrigðisráðherra. Sighvatur Björgvinsson tekur við ráðherraembættum Jóns Sigurðssonar sem viðskipta- og iðnaðar- ráðherra. Á átakafundi þingflokks Alþýðuflokksins í gærkveldi var kosið leynilegri kosningu á milli þeirra Össurar og Rannveigar um hvort yrði umhverfisráðherra og hlaut Össur sjö atkvæði en Rann- veig fimm. Eiður Guðnason hverfur úr ríkisstjórn og verður sendi- herra Islands í Noregi. Jón Baldvin Hannibalsson formað- ur Alþýðuflokksins gerði tillögu á fundinum um að Sighvatur Björg- vinsson flytti sig yfir í embætti við- skipta- og iðnaðarráðherra og að Guðmundur Ámi Stefánsson kæmi inn í ríkisstjóm sem heilbrigðis- og 1 ryggingaráðherra. Þessi tillaga formannsins var samþykkt. Heitt í kolunum Þegar hér var komið sögu var orðið heitt í kolunum á þingflokks- ■^w-fundinum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Lyktir urðu þær að Jón Baldvin gerði tillögu um leyni- lega atkvæðagreiðslu á milli Össurar og Rannveigar og var hún sam- þykkt. Össur hlaut sjö atkvæði og Rannveig fimm. Rannveig hefur áskilið sér umhugsunarfrest, um það hvort hún vill taka við þingflokksfor- mennsku af Össuri. Þau sem studdp Rannveigu vom samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins: Jóhanna Sigurðardóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (þinglóðs), Jón Sigurðsson, Karl Steinar Guðna- son og Rannveig sjálf. Þeir sem studdu Össur munu hafa verið: Jón Baldvin, Gunnlaugur Stefánsson, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Eiður Guðnason, Sig- urður Tómas Björgvinsson (fram- kvæmdastjóri) og Össur sjálfur. Niðurstaða þingflokksfundarins var síðan kynnt á flokksstjómarfundi Alþýðuflokksins í kjölfar þingflokks- fundarins. Samkvæmt heimíldum Morgunblaðsins gætti megnrar óánægju með niðurstöðuna í röðum fulltrúa Reykjanesskjördæmis og kvenna. Stefnt er að því að halda ríkisráðs- fund næsta mánudag, þar sem geng- ið verður með formlegum hætti frá þessum breytingum. Sjá nánar á miðopnu. Morgunblaðið/Bjami Keppinautarnir ÖSSUR Skarphéðinsson, sem taka mun við embætti umhverfisráð- herra, heilsar Rannveigu Guðmundsdóttur við upphaf þingflokks- fundarins í gærkvöldi. Talið að fundinsé skýringá riðuveiki ALLAR líkur eru taldar á að tek- ist hafi að finna skýringuna á eðli sjúkdómsins riðu en tveir vísindamenn frá Bandaríkjunum, dr. Charles Weissmann og dr. Karen Hsiao, kynntu niðurstöður erfðatæknilegra rannsókna á al- þjóðlegu læknaráðstefnunni um hæggengar veirusýkingar sem fram fór i Háskólabíói 2.-5. júní. Þar voru færðar sterkar sönnur á að smitefni riðusjúkdómsins inni- haldi ekki erfðaefni, eins og aðrar þekktar lífverur, heldur sé nær ein- göngu um eggjahvítuefni að ræða. Guðmundur Pétursson læknir á Keldum segir að þótt ekki liggi fyr- ir endanlegar sannanir hafi verið færð sterk rök fyrir þessu og ef rétt reynist sé það mikil bylting í al- mennri líffræði. Nóbelsverðlaunahafinn dr. Carle- ton Gajdusek sagði í samtali við Morgunblaðið að kenningar Björns Sigurðssonar, sem ráðstefnan var tileinkuð, væru lykilframlag til lækn- isfræði og örverufræði. Aðspurður sagði Gajdusek engan vafa leika á að Björn hefði hlotið Nóbelsverð- launin fyrir rannsóknir sínar ef hann hefði getað haldið þeim áfram en hann lést árið 1959 aðeins 46 ára gamall. Sjá viðtal og frétt á miðopnu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Spólað í mýri KEPPENDUR í torfærukeppni á Hellu um helgina börðust af kappi við þrautimar og akstur í mýrlendi reyndist mörgum þungur í skauti. Hér situr Haraldur Pétursson frá Ölfusi fastur í byrjun þrautar og eys drullunni hátt í loft. Sjá bls. 54 Tillaga meirihluta sjálfstæðismanna í borgarráði S VR hlutafélag í eigu borgarmnar MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mun samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins leggja til á næsta borgar- ráðsfundi að Strætisvögnum Reykjavíkur verði breytt í hlutafélag. Meirihlutinn hefur sent starfsmönnum fyrirtækisins erindi þessa efnis. Gert er ráð fyrir að þjónusta SVR verði óbreytt, þrátt fyrir þessa breytingu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins leggur Sjálfstæðisflokk- urinn aðeins til breytingu á rekstr- arformi SVR. Ekki er lagt til að Víðtæk leit að ungri konu sem féll í Hvíta MIKIL leit var gerð í gærkvöldi að rúmlega tvítugri stúlku sem féll í Hvítá í Borgarfirði um einn kílómetra ofan við ármót Hvítár og Norðlingafljóts. Leitin hafði engan árangur borið skömmu fyrir miðnætti í nótt, en í henni tóku meðal annars þátt björgunarsveitar- menn og þyrla Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins dvaldist stúlkan í sumar- bústað í Húsafelli ásamt skyldfólki i'sínu og hafði hún ætlað að vaða út í ána. Ósk um aðstoð Landhelgis- gæslunnar barst laust eftir kl. 22 í gærkvöldi og var þyrlan þá send á vettvang en auk hennar tók einka- flugvél úr Borgarfirði þátt í leitinni úr lofti. Áin vatnsmikil Félagar úr björgunarsveitinni Oki ásamt fleirum leituðu meðfram ánni á móts við Húsafellskóg, en laust fyrir miðnætti stóð til að ganga enn lengra niður með ánni og leita stúlkunnar þar. Milt veður og ágætis skyggni var á þessum slóðum í gærkvöldi, en áin var nokkuð vatnsmikil. sínu hjá fyrirtækinu, þótt rekstrar- forminu verði breytt, og missi jafn- framt einskis í launum eða lífeyris- réttindum. Kynningarfundir fyrir starfsfólk verða haldnir í dag. Reykjavíkurborg selji hlutabréf í fyrirtækinu eða bjóði reksturinn út. Borgin áfram ábyrg fyrir almenningssamgöngum Tillaga sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir að Reykjavíkurborg beri áfram ábyrgð á að almenningssam- göngur séu til staðar. Gert er ráð fyrir að sett verði á laggirnar sér- stök stjórnarnefnd, sem heyri beint undir borgarráð og móti stefnu um almenningssamgöngur í borginni. Um reksturinn verður hins vegar stofnað hlutafélag, sem mun eiga strætisvagnaflotann og höfuðstöðv- ar SVR á Kirkjusandi. Félagið verð- ur eins konar verktaki hjá borginni og er talið að ná megi fram rekstrarhagræðingu með þessari breytingu. Engum sagt upp Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur starfsmönnum SVR verið tjáð að samkvæmt tillögu meirihlutans haldi þeir allir starfí W W Orn tek- ur lömb Miðhúsum. NÚ fyrir skemmstu tók örn tvö lömb frá Jónasi bónda Samúelssyni á Tilraunastöð- inni á Reykhólum. Það sást til amar fljúga yflr og æmar hnöppuðu sig saman eins og til vamar og þegar að var gáð var eitt lamb horfíð. Skömmu síðar hvarf annað lamb sem vitað er að öminn tók. Tvö amarpör eiga nú hreiður í Reykhólaeyjum og er frekar stutt að fara að sækja sér æti. Auk þessara fjögurra ama er einn geldfugl sem er fijáls og virðir engin landamæri. Hins vegar virðast arnarhjón með hreiður helga sér veiðisvæði. - Sveinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.