Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 51 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Á ALLAR MYNDIR „Myndsemaldreislakará" LeMondo „Raunveruleg og ógnvekjandi" Le Figaro „Myndin staðfestir að Tavernier er einn af remstu kvikmyndagerðamönnum Evrópu í dag“ Varietv Lögmál götunnar Einhver magnaðasta spennumynd sem framleidd hefur verið um eiturlyfjasölu og neyslu. Myndinni leikstýrir einn fremsti leikstjóri Frakka í dag Bertr- and Tavernier. Nikita þótti góð en þessi er frábær og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sýnd kl. 5 og 9 í A-sal. Sýnd kl. 11 í B-sal. Bönnuð börnum. FEILSPOR EMPIRE ~Ac 3> ★ IVl BI____ Ac ~*r- /> DV Einstök sakamáiamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn og frábæra dóma. Sýnd kl. 5,7 og 9 í B-sal, kl. 11 íC-sal. Bönnuð innan 16 ára. STJÚPBÖRN Stórkostleg gamanmynd um ruglað fjöiskyldulíf. Sýnd kl. 7 og 9 í C-sal. Hér og þar... Bændadagar hafa verið í Þverá síðustu daga og því ekki reglubundin skráning áfla. Heyrst hefur að einn og einn fiskur hafi veiðst, en skilyrði hafa verið erfíð. í Laxá á Ásum höfðu veiðst fimm laxar á hádegi föstu- dagsins og höfðu veiði- menn séð nokkra fiska á stangli. Veiðin var tekin hér og þar, á Húnstaða- horni, Kvamarhorni, Duls- um og við gömlu brú. Kjarrá er að opna um þessar mundir og þann tí- unda opna Laxá í Kjós og Laxá í Aðaldal. í báðum hefur sést til laxa og sama gildir um Langá og Elliða- árnar sem opna 15. júní. Silungsveiði gengur sums staðar að óskum. í Elliðavatni hafa menn tek- ið góðar rispur að undan- förnu og margt af bleikj- unni er vænn fiskur. Þá hefur heyrst að Þingvalla- vatnið sé að lifna og um síðustu helgi fengu ýmsir veiðimenn í þjóðgarðinum góðan afla. Var bleikjan ágaSt, allt að 3 punda í bestu tilvikum. Hætta á ferðum Ástæða er til að minna veiðimenn á að ganga var- lega um gleðinnar dyr er þeir em á veiðum. Aldrei á það meira við heldur en þegar ámar yggla sig bakkafullar með gruggugu vorleysingavatninu. Það sannaðist við Norðurá um helgina þar sem tveir kapp- ar ætluðu að róa yfir ána fyrir ofan Fossvað til að veiða frá austurbakkanum. Þeir munu hafa farið helst til neðarlega og misstu ár. Áin, sem var í miklum vexti, hreif bátinn og þeytti áleiðis til Laxfoss sem er skammt þama fyrir neðan. Komust bátsveijar við illan leik úr skelinni og upp í klett í Laxfossi miðjum . Varð að senda eftir aðstoð til Borgarness og kom vaskur flokkur manna úr Björgunarsveitinni Brák þaðan með taugar og hrað- bát. Þegar til kom þurfti björgunarsveitin að bjarga fjómm mönnum, því tveir nærstadir veiðimenn óðu út í klett til félaga sinna og hugðust hjálpa þeim til lands. Er til kastanna kom treystu þeir sér hins vegar ekki í ófrýnilega ána. En á leiðinni út í klett var annar þeirra félaga hætt kominn. Straumurinn var að sveifla honum flöt- um og í þann mund að hrífa hann með sér er hann sá sitt óvænna og kippti í spottann á nýju flotvesti frá Orvis sem hann hafði keypt. Skaut honum þá upp eins og korktappa. Skömmu síðar náði félagi hans að ná til hans og hjálpa honum upp í klett. Engum varð meint af volk- inu, en litlu mátti muna að illa færi. Gæði í skólastarfi /5 'SSHI LAXVEIÐIN fer rólega af stað eins og búast mátti við með hliðsjón af hitatölum til lands og sjávar. Menn eru að reyta á land einn og einn lax úr þeim ám sem opnaðar hafa verið, en allt horfir til betri vegar, því mjög hefur hlýnað síðustu daga. Það hefur að vísu haft í för með sér að ár hafa vaxið og litast, en um miðjan dag í gær fengust þær fregnir ofan úr Borgarfirði, að vatn væri tekið að sjatna og hreinsast. Ellefu úr Norðurá Hópur sem hætti veiðum á aðalsvæði Norðurár í Borg- arfirði á hádegi í gær náði sjö löxum, öllum 10 til 12 punda. Það byijaði ver er fjórir voru dregnir á þurrt fyrsta eftirmiðdaginn. En síðan hlýnaði og mikil snjó- bráð hljóp í ána. Varð áin þá illveiðandi, en var þó tekin að sjatna í gærdag. Guðjón kokkur á Rjúpna- hæð sagði veiðimenn sjá nokkuð af fiski og horfur því nokkuð álitlegar þegar komið væri kjörvatn í ána. Þar með voru komnir 11 laxar á land af aðalsvæði Norðurár og nokkrir hafa að auki veiðst í Munaðar- nesinu. UNDI Landssamtakanna Heimili og skóli sem verð- ur haldinn í Kornhlöðunni (bakhús Lækjarbrekku) miðvikudaginn 9. júní nk. kl. 20.30 flytur dr. Stefán Baldursson erindi urn gæði í skólastarfi. Dr. Stefán hefur m.a. unnið að tillögum um framkvæmd gæðamats í skólum í nefnd á vegum Skólamálaráðs Reykjavíkur en hann á einn- ig sæti í nefnd um mótun menntastefnu sem skilaði áfangaskýrslu í vetur. Fundargestum gefst tæki- færi á fyrirspurnum að er- indi loknu. Venjuleg aðalfundastörf verða að loknum umræðum. (Fréttatilkynning-) SÍMI: 19000 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GAMAN- LEIKARINN Aðalhlutverk: BILLY CRYSTAL, (Löður, City Slic- kers og When Harry met Sally) og DAVID PAYMER (útnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í mynd- inni). Ljúf sár gaman- mynd um fyndnasta mann Bandaríkj- anna Sýnd kl. 5,9 og 11.20. Á ALLAR MYNDIR liiLLV mm GOÐSÖGNIN Spennandi hrolivekja af bestu gerð. Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. METAÐSÓKNARMYNDIN: ENGLASETRIÐ ★ Mbl. Sýnd kl. 7 og 11. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Meiriháttar gamanmynd sem kosin var vinsælasta myndin á Norrænu kvik- myndahátiðinni '93 í Reykja- vík. ★ ★★GE-DV ★ ★★Mbl. Sýnd kl. 5 og 9. SIÐLEYSI ÓLÍKIR HEIMAR FERÐINTIL VEGAS ★ ★ ★ V> MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn Aðalhlutv.: Jeremy Irons og Juliette Binoche. Sýnd kl. 5,7,9og 11. B.i. 12 ára. Aðalhlutverk: Melanie Griffith. Leikstjóri: Sidney Lumet. „Besta ástarsaga síðustu ára“ ★ ★ ★ ★ GE-DV Sýnd kl. 5. ★ ★★ MBL. Frábær gamanmynd með Nicolas Cage og James Caan. Sýnd kl. 7,9 og 11. ATH. Þriðjudagstilboð á Indverska veitingahúsinu (við hliðina á Regnboganum). Aðeins 1.140 kr. Innifalinn bíómiðiíþriðjudagstilboði. Frá sæluviku á Laugarvatni. Sæluvikur á Laugarvatni FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraða leikfimi, sund, göngur, leiki og dans. Æfingar gengst fyrir dvöl að Laugarvatni vikurnar fara fram í hinu nýja glæsilega íþróttahúsi 13. til 19. júní og 1. til 8. júlí. og sundlaug á Laugarvatni. Öll þjálfun mið- ast við hæfni og getu aldraðra. Kvöldvökur, Aðsetur verður sem fyrr í húsakynnum söngur og gleði alla vikuna. íþróttamiðstöðvarinnar. Boðið verður upp á (ör frcttatiikynningu) Fundur um einkavæðingu FUNDUR um einkavæðingu verður haldinn á Hótel Borg í kvöld, þriðjudaginn 8. júní, og hefst hann kl. 20. Ræðumenn eru Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra og Ilreinn Loftsson, formaður framkvæmda- nefndar um einkavæðingu. Fundarsljóri er Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Á fundinum verður fjallað um starf og stefnu ríkis- stjóvnarinnar í einkavæð- ingu. Þá verður fjallað um hvaða fyrirtæki stendur til að selja. Að loknum erindum gefst fundarmönnum kostur á að spyrja um einstök verk- efni eða hugmyndir í einka- væðingu ríkisstjórnarinnar. Þessi fundur er einn af sjö fundum sem haldnir verða um landið til að kynna einkavæðingu. Þegar hafa verið haldnir fimm fundir á Akureyri, Borgarnesi, Egils- stöðum, ísafirði og Selfossi. Hafa umræður orðið líflegir og margt borið á góma. Ræddar hafa verið hug- myndir um sölu Sements- verksmiðjunnar og Síldar- verksmiðja ríkisins, breyt- ingar á RARIK og Pósti og síma í hlutafélög og einka- væðing í formi útboða. Sitt sýnist hverjum og er það einmitt tilgangur þessa funda að örva umræður um einkavæðingu. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.