Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 5 Sjónvarps- rásir verði boðnar út ÁRNI Gunnarsson, sem sæti á í útvarpsréttarnefnd, segist hafa lagt þar fram tillögu um að Há- skóla íslands verði úthlutað rás- um til útsendinga á örbylgjutíðni og að aðrar rásir, sem í boði eru, verði boðnar út. „Ég vildi með þessari tillögu tryggja að Háskóli íslands fengi vegna sérstöðu sinnar úthlutað rás- um og að aðrar rásir yrðu boðnar út. Það er lang skynsamlegasti kost- urinn að mínu mati, þarna eru mik- il verðmæti í húfí,“ segir Árni Gunn- arsson. Hann segir að vissulega kunni að styttast í að með nýrri tækni verði hægt að fjölga rásum en þar til sú verði raunin séu einungis 23 rásir til skiptanna á þessari tíðni. Háskólinn hefur sérstöðu „Háskólinn hefur sérstöðu vegna fræðsluskyldu sinnar og ólíkra áhugamála miðað við aðra umsækj- endur. Þeir menn sem sækja þarna um rásir vita um hve mikil verð- mæti er að ræða. Ég tel líka að á sama tíma og rætt er um einkavæð- ingu Pósts og síma sé ekki rétt að stofnunin sé að gefa rásir út og suður,“' segir Árni. Hann segist hafa lagt fram tillögu þessa efnis í útvarpsréttarnefnd og sé hún bókuð í fundargerð. Málið hafi hins vegar einungis verið lítil- lega rætt í nefndinni til þessa. -----» ♦ ♦---- Laun verkafólks inn- an ASI á síðasta ári Meiri kaup- máttur taxta en minni heildarlaun KAUPMÁTTUR greidds dag- vinnutímakaups landverkafólk innan Alþýðusambands íslands jókst á síðasta ári samkvæmt út- reikningum Kjararannsóknar- nefndar. Hins vegar rýrnaði kaupmáttur mánaðartekna sama fólks vegna þess að vinnuvikan styttist og yfirvinna dróst saman. Greitt tímakaup hækkaði um 4,9% milli áranna 1991 og 1992 en fram- færsluvísitala hækkaði á milli ára um 3,7%. Kaupmáttur greidds tíma- kaups í dagvinnu jókst því um 1,8%. Hins vegar hækkuðu mánaðatekjur minna eða um 3,3% og kaupmáttur mánaðatekna rýrnaði því um 0,4% milli ára. -----»■-»"■■♦- Kunnug’leg skútumót í Svínahrauni MAÐUR er var á leið til Reykja- víkur eftir Vesturlandsvegi á laugardagskvöld ók á leið sinni fram á vörubifreið með aftaní- vagni við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. Á aftanívagninum voru skútumót sem maðurinn fannst hann kannast við, og við eftirgrennslan reyndust slík mót einmitt hafa horfið af athafna- svæði fyrirtækis í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík kvaðst maðurinn ekki hafa hugsað meira um mótin þar og þá, en dottið í hug er hann kom í bæinn að fara og aðgæta hvort allt væri með felldu á verkstæði sínu í örfirisey. Þaðan reyndust síðan hafa horfið mót af 28 feta skútu, en að sögn lögreglu er talið líklegt að þarna hafi verið um sömu mótin að ræða, þótt enn hafi ekki verið haft uppi á þeim. Morgunblaðið/KrisUnn Guðsorð á sund- laugarbakka HÖFUÐBORGARBÚAR brugðust skjótt við þegar fyrsti eiginlegi sum- ardagurinn lét á sér kræla á laugar- daginn. Margt var um manninn í sundlaugunum og ekki þótti sund- laugargestum ónýtt að fá tækifæri til þess að hlusta á guðsorð undir berum himni á þessum fallega degi. Um guðsþjónustuna sáu sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústað- arkirkju, (t.v.) en hann hefur haldið páskamessur i Bláfjöllum undanfarin ár, og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. ERO stollinn sem nærri 30000 íslendingar sitja á er kominn í Pennann. Kynningarverd Kynhingarverð KRO CD-T!) m/nriiimvi ERODS45 án arma kr. 30.848,- kr. 20.970,- RRO 302 kr. 14.950,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.