Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 23 Skálholts- jörð end- urmetin VEGNA ábúendaskipta var út- tekt gerð á jörðinni Skálholti í Biskupstungnm í síðustu viku. Fardagar voru 3.-6. júní og þá lét Björn bóndi Erlendson af búskap á þessu forna biskupsetri en við tók Guttormur Bjarnason. Jörðina Skálholt gaf Gissur bisk- up ísleifsson seint á elleftu öld til biskupseturs og ákvað, „að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, með- an íslands væri byggt og kristni má haldast". Árið 1963 heimilaði Alþingi ríkistjórninni að afhenta þjóðkirkjunni jörðina endurgjalds- laust til eignar og umsjár og síðan hefur þjóðkirkja Islands verið eig- andi og landsdrottinn í Skálholti. Fyrir nokkru var tilkynnt um ábúendaskipti á biskupssetrinu forna. Hjónin Björn Erlendsson og María Eiríksdóttir hygðust láta af búskap en þeirra í stað kæmu Gutt- ormur Bjarnason og Signý Berglind Guðmundsdóttir. Þegar ábúenda- skipti verða á leigujörðum kveða ábúendalög á um að taka skuli jarð- ir út með lögmætri sköðunargerð. Úttekt var boðuð þriðjudag eftir Hvítasunnu enda lögbundið: „Út- tektarmenn skulu gera viðtakanda og fráfaranda aðvart með nægum fyrirvara, hvenær úttekt fer fram, svo og landsdrottni eða umboðs- manni hans svo að þeir geti verið viðstaddir og gætt réttar síns.“ Þriðjudaginn 1. júní voru í Skál- holti auk fyrrgreindra viðtakenda og fráfarnenda, fulltrúar lands- drottins, þ.e. kirkjuráðs, sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Ragnhildur Benediksdóttir skrifstofustjóri á biskupsstofu. Úttektarmenn voru Gísli Einarsson oddviti og bóndi Kjarnholtum í Biskupstungum og Sveinn Skúlason bóndi í Bræðra- tungu. Mikíl uppbygging Sveinn Skúlason sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að úttektarmenn hefðu haft hliðsjón af nákvæmri úttekt sem gerð var gerð árið 1950 þegar Björn Erlends- son og María Eiríksdóttir tóku við búsforráðum. Sveinn sagði að á þessum tíma hefði svo til öll upp- bygging staðarins átt sér stað og væri hlutur þeirra hjónanna Björns og Maríu ekki lítil. Þau hefðu bætt staðinn í með jarðabótum og fram- kvæmdum. Sveinn vildi ekki til- greina að svo stöddu ákveðnar fjár- hæðir enda ættu úttektarmenn að ganga frá sínum niðurstöðum og senda öllum viðkomandi. En Sveinn í Bræðratungu sagði það dýrmæt- ust sem ómetanlegt væri; sú gest- risni og reisn sem þau hjón hefðu setið staðinn með. ALPINA vandaðir gönguskór fyrir meiri og minni háttar gönguferðir. Frábærverö frá kr. 5.500,- LEIGANl ÍTIVISTARBÚÐIN vlerðarmiðslöðina, simar 19800 og 13072. Whp% hewlett WlrJk PACKARD ------------UMBOÐIÐ HP Á ÍSLANOI H F OKKUR HEFUR TEKIST AÐ ÚTVEGA NOKKRA HP PRENTARA FYRIR MACINTOSH Á OKKAR EINSTAKA TILROÐSVERÐI. Deskwriter 500 bleksprautuprentari 300 dpi prentgæði. Listaverð kr. 53.000 KYNNINGARVERÐ kr. 39.000 Deskwriter 500 C lita bleksprautuprentari Listaverð kr. 69.000 KYNNINGARVERÐ kr. 49.000 Laser Jet 4M geislaprentari 600 dpi prentgæði. 8 blaðsíður á mínútu. PostScript lével 2. 6 Mb minni. Local talk Parallel, Serial. Listaverð kr. 259.000 KYNNINGARVERÐ kr. 229.000 TÆKNI' OG TOLVUDEILD SÆTUNI 8 • SIMI: 69 15 00 (8) Heimilistæki hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.