Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 35 Fyrirtæki Tölvu- og faxþjónustan hf. að taka til starfa Verslun Blu di blu íReykjavík Fatnaður á sama verði og erlendis BLU di blu er verslun með vörur frá samnefndum dönskum fatafram- leiðanda sem nýlega opnaði að Laugavegi 83. Verður þar boðið upp á kvenfatnað á sama verði og vörur frá þessum framleiðanda eru seldar á í London og hinum Norðurlöndunum. TÖLVU- og faxþjónustan hf. heitir fyrirtæki sem hefur ný- verið tekið til starfa í Hafnar- firði. Fyrirtækið mun annast þjónustu vegna allra gerða tölva, prentara, skjástöðva, sím- tengds búnaðar og Novell-net- kerfa. Jafnframt verða þar á boðstólum tölvuvörur frá Pen- tax, t.d. myndskannar og geisla- prentarar ásamt rekstrarvörum frá Fuji. Gert er ráð fyrir að ýmsar nýjungar á notkunarsviði tölvubúnaðar verði kynntar hjá fyrirtækinu í framtiðinni. Stofnendur Tölvu- og faxþjón- ustunnar hf. eru þeir Hjörtur Árnason og Margeir Reynisson. Hjörtur er rafeindavirkjameistari að mennt og hefur um 16 ára starfsreynslu í því fagi. Þar af hefur hann starfað síðustu níu árin hjá Aco hf. Hann hefur langa reynslu af Novell netkerfum og viðgerðum á margskonar flóknum tölvu- og skjábúnaði. Margeir Reynisson er rafeinda- virki að mennt. Hann vann áður hjá Pósti og síma, en síðustu fjög- ur árin hefur hann verið starfs- maður hjá Aco hf. við viðgerðir á faxtækjum, tölvum og öðrum sí- matengdum búnaði. Fyrsta fyrirtækið sinnar tegundar í Hafnarfirði í fréttatilkynningu frá Töivu- og faxþjónustunni kemur jafn- framt fram að hér sé um að ræða fyrsta fyrirtækið á þessu sviði sem hefur aðsetur í Hafnarfirði. Það býður hins vegar þjónustu á öliu höfuðborgarsvæðinu. Jón Gunnarsson er einn eigenda Blu di blu verslunarinnar á Lauga- vegi. Hann segir að Blu di blu sé tiltölulega nýtt fyrirtæki í Dan- mörku, Það hafi verið stofnað fyrir tveimur árum, en að því standi nokkrir öflugir fataframleiðendur. Hann segir að verslanir séu reknar í nafni Blu di blu í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og London, og verði vörurnar seldar á sama verði hér á landi og þar. Segir Jón að þar sé um verulega hagstætt verð að ræða. Eigendur Blu di blu á Laugavegi eru auk Jóns þau Halla Ragnars- dóttir, Unnur Gunnarsdóttir og Atli Sigurðsson. Verslunarstjóri hefur verið ráðin Helga Ólafsdóttir. Morgunverðarfundur miðvikudaginn 9. júní 1993 kl. 08.00 - 09.30, i Átthagasal Hótels Sögu ■n [íMú ÁN ÞORSKS' > ) Fjallað verður um tillögur Hafró um samdrótt í þorskveiðum og viðbrögð við þeim. Hver eru líkleg óhrif ó efnahag þjóðarinnar? Hvaða úrræði eru tiltæk? FrummMur: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Halldór Asgrímsson alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Fundarmenn fá tækifæri til þess að leggja fram fyrirspurnir og taka þátt í umræðum. Fundurinn er opinn en tilkynna verður fyrirfram um þátttöku ísíma VÍ, 676666 (kl. 08 -16) Fundargjald með inniföldum morgunverði kr. 1.000. VERSLUNARRAÐ ISLANDS Arður af tölvuvæðingu Arður (hlutfall) 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 Bókhald PC-væðing Hópvinnu- pakkar un eigi sér stað í skjalavistunará- ætlun. Þegar undirrituðum var fal- ið það verkefni að koma með tillög- ur að skrifstofukerfi EIMSKIPS síðastliðið sumar varð honum fljótt ljóst mikilvægi skjalavörslu í slíku kerfi. Óhætt er að fullyrða að mörg fyrirtæki búi ekki eins vel og EIMSKIP, því löngu áður en tölvur héldu innreið sína var þar þróaður fyrirtækjastaðall sem skil- greindi útlit skjala og reglur um tilvísunarnúmer þeirra. Með góðu samstarfi þeirra aðila sem voru ábyrgir fyrir þessum stöðlum innan fyrirtækisins var settur af stað vinnuhópur til að flytja þessa staðla yfir á sniðmát (template) sem eru aðgengileg starfsmönnum beint úr ritvinnslukerfinu. Segja má að sniðmát skilgreini útlit skjala og þeir sem það nota geta því einbeitt sér að innihaldi skjals- ins. Samhliða þessari vinnu var hugað að nafngiftum á skjölum og hvernig tryggja mætti einfaldan aðgang í skjölin síðar. Niðurstaðan var sú að í dag kemur ritvinnslu- kerfið sjálfkrafa með tillögu að nafni nýs skjals sem byggt er á því tilvísunarnúmerakerfi sem hafði þróast innan fyrirtækisins. Nafngiftin tók tillit til þess að öll skjöl innan fyrirtækisins eru ein- kvæm sem gerir sameiginlegar möppur vinnuhópa mögulegar. Óhætt er að fullyrða að þessi stöðl- un á útliti og nafngiftum á skjölum unnum á ritvinnslukerfi hefur nú þegar skilað umtalsverðum árangri. En skjalastjórnun í hefðbundnu ritvinnslukerfi er ekki eina lausnin. Til er önnur lausn, hópvinnslu- pakkar. í seinni grein mun ég fjalla nánar um hópvinnupakka og reyna að svara því hvort hópvinnupakkar séu lausn á skjalastjórnun í at- vinnurekstri. Höfundur er tölvuverkfræðing- ur og starfnr sem dcildurstjórí lyú EIMSKIP og stundnkennari í TVÍ. Við seljum ennþá varahluti í 1974 árgerðina afHonda. Það segir meira en mörg orð um endingu bflanna og varahlutaþjdnustu okkar Við erum til þjónustu reiðubúnir í varahlutaverslun okkar frá kl. 9 á morgnana fram til kl. 6 síðdegis. Það sem við eigum ekki á lager útvegum við innan örfárra daga. VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900 -til þjónustu reiðubúinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.