Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Bankamenn segja engin svör frá ríkisstjórninni Telja erfiðleikum bundið að skrifa undir nýjan kjarasamning Á FUNDI ríkissljórnarinnar með forystumönnum opinberra starfs- manna og bankamanna í gær var meðal annars óskað svara við því hvernig ríkisstjórnin hygðist koma að kjarasamningi við banka- menn, en að sögn Önnu Ivarsdóttur formanns Sambands íslenskra bankamanna telja þeir erfiðleikum bundið að skrifa undir nýjan kjarasamning á sama tíma og mörgum prósentum félagsmanna í SÍB er sagt upp störfum. Anna sagði að ekki hefðu fengist önnur svör en þau að aðgerðir ríkissljórnarinnar í í tengslum við nýgerða kjarasamninga ASÍ og viðsenyenda gagnist öllum óháð því hvar þeir starfa. greitt atvinnuleysisbæturnar. Að sögn Baldurs Oskarssonar fram- kvæmdastjóra SÍB er í kjarasamn- ingum bankamanna tryggt að þeir fái sömu bætur og aðilar að öðrum stéttarfélögum, og því hljóti þarna að vera um kjarasamningamál að ræða þar sem SÍB hefði ekki enn sótt um aðild að Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Anna sagði að í raun hefðu eng- in svör varðandi kjaramálin fengist á fundinum með ríkisstjórninni, og uppsagnir bankamanna hefðu ekki verið ræddar þar sérstaklega. Stjórnarfundur Sambands íslenskra bankamanna verður haldinn í dag, og á honum verða væntanlega ræddar frekari aðgerðir varðandi fjöldauppsagnimar í Landsbankan- um um síðustu mánaðamót og stefnuna í kjaramálum, en eins og greint hefur verið frá hefur stjóm og samninganefnd SÍB verið veitt heimild til verkfallsboðunar. Stjóm Landsbanka íslands hefur lýst því yfir að samkvæmt áliti lög- fræðinga bankans eigi Atvinnuleys- istryggingasjóður að greiða banka- mönnum atvinnuleysisbætur, en hingað til hafa bankamir sjálfir Út af borðinu „Samkvæmt atvinnuleysistrygg- ingalögunum þarf stéttarfélagið að sækja um aðild að sjóðnum, og það teljum við auðvitað sjálfsagt að ræða í kjaraviðræðum. Þær hafa hins vegar í bili verið slegnar út af borðinu með þessari harkalegu aðgerð Landsbankans,“ sagði Bald- ur. VEÐUR / DAG kl. 12.00 , Heimtld: Veöurstofa íslands / (Byggt é veðurspá kl. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR í DAG, 8. JÚNÍ YFIRLIT: Um 900 km suðsuðvestur af landinu er 993 mb lægð sem þokast norðnorðaustur, en skammt norður af Jan Mayen er 1.023 mb hæð. SPÁ: Austlæg átt, víða strekkingsvindur. Rigning og súld suðaustan- lands, norður með austurströndinni, og sums staðar norðaustanlands. Um vestanvert landið verður skýjað að mestu og skúrir á stöku stað. Hiti verður 6-15 stig, hlýjast í innsveitum norðan- og vestanlands, en svalast við norðausturströndina. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðaustan- og austanátt, sums staðar strekk- ingur. Vætusamt um landið sunnan- og austanvert, en úrkomulítið og jafnvel bjart norðvestantil. HORFUR Á FIMMTUDAG OG FOSTUDAG: Fremur hæg austlæg átt. Dálítil súld eða rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en þurrt og víða léttskýjað annars staðar. Hiti 4-6 stig við norður- og austurströnd- ina alla dagana, en annars fremur milt veður. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindslefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.. 10° Hitastig v súld \ = Þoka S FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins. Fært er fyrír létta bíla um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og á Botns- og Breiðadalsheiði á Vestfjörðum. Fólksbílafært um Lágheiði á Norðurlandi. Á Norðaustur- landi er ófært um Öxarfjarðarheiði og Hólssand, ágæt færð um Möðru- dalsöræfi og Vopnafjarðarheiöi. Á Austurlandi er fært um Breiðdals- heiði, Vatnsskarð eystra og Hellisheiði eystri. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæöingum eru víða hafnar og eru vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir sem settar eru vegna hættu á grjótkasti. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerftin. O & é Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * / * * * * r r * r * * r r r r * / *** Rigning Slydda Snjókoma Skýjaö Alskýjí V 'v' V Skúrir Slydduéi Él w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akureyrl 4 alskýjaö Reykjavfk 7 þokumóða Bergen 9 skýjað Helalnki 13 léttskýjað Kaupmannahöfn 14 skýjað Narssaresuaq 3 léttskýjað Nuuk ■f-2 þoka Ósló 12 léttskýjað Stokkhólmur 10 skór Þórshöfn 7 þoka Algarve 15 þokumóða Amsterdam 16 lóttskýjað Barceiona vantar Berlín 17 léttskýjað Chicago 17 alskýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 20 háifskýjað Glasgow 12 úrkoma Hamborg 13 skýjað London 15 léttskýjað LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 19 mistur Madríd 15 alskýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 21 hálfskýjað Montreal 6 þokumóða New York 17 léttskýjað Orlando 26 heiðskirt Paria 19 heiðskfrt Madeira 18 skýjað Róm 19 þokumóða Vín 21 skýjsð Washington 16 skýjað Winnipeg 7 léttakýjað Minnkandi áhrif eldgossins á Pinatubo Von á heit- arasumri en í fyrra Morgunblaðið/BAR Rosabaugur ELDGOSIÐ á Filppseyjum hafði þau áhrif í fyrra að móða var í kringum sólina. MINNKANDI áhrif eldgossins mikla á Pinatubo-fjalli á Filipps- eyjum árið 1991 valda því að lík- ur eru á sólríkara og heitara sumri hér á landi í ár en í fyrra. Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingur, sagði að gosið hefði þyrlað upp dusti og hefði sólarljós- ið átt erftt með að ná til jarðar vegna þess fyrstu mánuðina eftir gosið. Má í því sambandi geta þess að Trausti Jónsson og Tómas Jó- hannesson segja í grein í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag að áhrif gossins hafi valdið mestu um að árið 1992 hafí verið ívið kaldara ár en nokkur hin síðustu ár. Nú eru áhrifin hins vegar smám saman að hverfa og því líkur á að sumarið í sumar verði heitara en síðasta sumar. Þó varar Einar við að áhrif goss- ins séu ýkt og segir að skýjafar og tærleiki loftsins skipti mestu máli fyrir styrk sólarljóssins. Alþýðusamband íslands Verðlækkun á bú- vörum fylgt eftir ALÞÝÐUSAMBAND íslands mun fylgja því eftir að fram uái að ganga þær verðlækkanir sem áttu að verða á tilteknum búvörum 1. júní síðastliðinn vegna nýgerðra kjarasamninga ASI og viðsemj- enda og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við samningana. Að sögn Guðmundar Gylfa Guðmundssonar hagfræðings hjá ÁSÍ mun ASÍ í samráði við bændasamtökin heimsækja afurðastöðvar og kjötiðnaðarstöðvar nú í vikunni til að fylgja því eftir að tilskildar verðlækkanir verði á unnum kjötvörum, og verkalýðsfélög munu sjálf annast eftirlit með verðlækkunum hvert á sínu svæði. Alþýðusambandið birtir á næst- mjólkurvörum hafí þegar komið unni auglýsingu um þá verðlækkun nærri því að fullu fram, en þetta sem átti að verða á tilteknum búvör- um 1. júní, og hefur auglýsingin verið send öllum aðildarfélögum ASÍ. Að sögn Guðmundar Gylfa er síðan vonast til þess að verkalýðsfé- lögin sjái sjálf um að birta auglýs- inguna í verslunum eða annars staðar þar sem þeim þykir þörf á. Mislangan tíma að koma fram „Við ætlumst til þess að forystu- menn verkalýðsfélaganna fylgi þessu eftir hvert á sínu svæði með því að fara í verslanir og fylgjast með verðlagi og í framhaldi af því ræða við forystumenn verslana. Við ætlum að fylgja því eftir eins og mögulegt er að þetta gangi til neyt- enda og milliliðirnir hirði þetta ekki eins og stundum hefur orðið, en einnig gæti þetta farið svo að sam- keppni yrði þannig að þessi lækkun næði að fullu leyti fram og jafnvel betur. Ég á von á því að lækkun á tekur mislangan tíma eftir tegund- um varanna,“ sagði hann. Tveir á sjúkra- hús eftir bíl- veltu í Keflavík TVEIR menn voru fluttir á sjúkrahús í Keflavík eftir að öku- maður missti stjórn á bifreið sinni á Miðnesheiði rétt fyrir kl. 10 í gærmorgun. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bifreið sinni með þeim af- leiðingum að hún valt útaf veginum skammt frá Sandgerði. Hann var ásamt farþega í bílnum fluttur á sjúkrahús en báðir fengu að fara heim að lokinni skoðun. Bifreiðin skemmdist mikið. Möppum stolið af líkkistuvinnustofu BROTIST var inn í líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar aðfara- nótt laugardags, farið í gegnum öll skjöl á snyrtilegan hátt en engu stolið nema tveimur möppum. Að sögn Davíðs Osvaldssonar, for- stjóra, innihéldu möppurnar einungis afrit af gíróseðlum, reikningum og bréfaskiptum við ráðuneyti. Rannsóknarlögreglan hefur tekið við rannsókn málsins. „Það var ekkert skemmt en leitað í öllum hirslum," sagði Davíð. „Það var grúskað í öllum hillum, skúffum og öðru. Öll gögn á borð við afrit af grafarseðlum og fleira varðveiti ég heima, en það hurfu tvær möpp- ur. Það er stór skjalaskápur hér, og það hefur verið farið í hann og grúskað í honum.“ Að sögn Davíðs innihélt önnur mappan ljósrit af reikningum, giró- seðlum og fleiru, en hinn hin var þunnur plastvasi með ljósritum af ráðherraúrskurðum og ráðherra- bréfum. Allt hafí hins vegar verið yfírfarið á hinn snyrtilegasta hátt — skápar og skúffur. „Þegar ég kom á laugardagsmorgun voru einu verksummerkin sem ég sá, að búið var að kippa póstkassanum niður og tvær límrúllur sem voru hér á borði voru komnar niður á gólf.“ Áður brotist inn Davíð sagði að fyrir tveimur árum hefði verið brotist inn á verk- stæðið og öllum verkfærum stolið. „Þá hurfu loftbyssur, borvélar, kú- bein, handverkfæri, hamrar og allt mögulegt," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.