Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI 1993 Minning Lilja Kristjánsdóttir frá Dönustöðum Fædd 9. apríl 1907 Dáin 29. maí 1993 Ömmu minnar verður sennilega seint getið í íslandssögubókum þeim sem skrá sögu brautryðjenda og afreksmanna sem mikið ber á. Hún var einn af þeim þúsundum íslendinga sem vann verk sín í hljóði og gekk þá slóð sem tíðarandinn og umhverfið bauð henni. En í mín- um augum er hún merkileg kona og úr lífshlaupi hennar má lesa sögu þjóðarinnar á öld hinna miklu umhleypinga. Lilja Kristjánsdóttir var fædd á Hellissandi hinn 9. apríl 1907, dótt- ir Sigríðar Cýrusdóttur og Kristjáns Guðmundar Gilssonar og var sú sjötta í röð 15 systkina. Bernsku- minningar hennar frá Sandi voru ljúfar þrátt fyrir að fátæktin og skorturinn væru allt um kring. Snæfellsnesið hefur löngum verið kallað matarkista þjóðarinnar og alltaf var nóg að borða á æskuheim- ilinu. Fiskurinn úr sjónum og kýrin í fjósinu sinntu þurftum en vel varð að fara með. Og alltaf var dauðinn , nálægur, bátar fórust í brimgarðin- um og bömin dóu áður en þau kom- ust á legg. Fjögur af bömum þeirra Sigríðar og Kristjáns dóu ung. En þrátt fyrir harðbýlið var mannlífíð gott, krakkafansinn lék sér í ýmsum leikjum og félagslíf var töluvert. Sumarið sem Lilja var ellefu ára • var hún send í sveit vestur í Dali að Dönustöðum í Laxárdal til þeirra sæmdarhjóna Daða Halldórssonar og Viktoríu Kristjánsdóttur. Það voru mikil viðbrigði fyrir barn að fara frá foreldrum sínum og systk- inum öllum inná heimili þar sem engir jafnaldrar vom og mannlíf allt með öðra sniði en á Sandi. Reyndar var þar einnig fóstursonur þeirra hjóna, Skúli Jóhannesson, en hann var sjö áram eldri en Lilja og samskipti því lítil þeirra á milli. Sumarið var lengi að líða og mikil gleði að komast heim um haustið. Um veturinn veikist Kristján faðir hennar af krabbameini og um vorið leysist heimilið upp og er þá afráð- ið að Lilja fari aftur að Dönustöðum en hún þvertekur fyrir það. Þá kall- ar Kristján dóttur sína á eintal og biður hana með fögram orðum að gera það fyrir sig að fara, hann viti að það muni verða henni fyrir bestu. Dönustaðir séu gott heimili og þar verði hugsað vel um hana. Lilju þykir vænna um pabba sinn en alla aðra menn í heiminum og getur ekki neitað honum um þessa bón. Það hefur markað djúp spor í barnssálina að þurfa að kveðja heimilið hinsta sinni og æskuna um leið. Breytir þá engu þótt hundrað hafi þurft að gera það sama. Dönustaðir era svo langt frá sjó að þar ryðgar ekki jám og í Laxár- dal var rótgróið sveitasamfélag. Lilja tileinkáði sér fljótt nýja siði og þótti dugleg og ósérhlífin. Auð- vitað var hún einstæðingur en hún leið engan skort og allir vora góðir við hana. Ábyrgðin færðist snemma á hennar ungu herðar því Viktoría veikist þegar Lilja er sextán ára og þá þarf hún að sjá um heimilið og hjúkra húsmóður sinni í þeim veikindum sem drógu hana til dauða. En allt er breytingum háð og lífíð tekur stundum óvænta stefnu. Lilja fer í gegnum unglings- árin og verður gjafvaxta kona og bilið milli hennar og fóstursonarins sem hafði verið svo þumbaralegur þegar hún kom fyrst til Dönustaða minnkar. Hann fer nú að líta hýra auga þessa duglegu stúlku frá Sandi og þær augnagotur verða til þess að þau gera sér ferð norður á Borðeyri, banka þar uppá hjá sýslu- manninum og láta gefa sig saman. Árið eftir fæðist þeirra fyrsta bam, Ferbalangar! Þið sem ætlið að leggja land undir fót ættuð að kynna ykkur Ferðaupplýsingar í sérblaðinu Daglegt líf, ferðalög, bílar sem kemur út á föstudögum. í Ferbaupplýsingum er að finna upplýsingar um flest það sem viðkemur ferðalögum og ferðaþjónustu sem í boði er. Meðal annars upplýsingar um gistingu, viðlegubúnað, tjaldstæði, veiði, flug, óbyggðaferðir, siglingar, ferjur, sérferðir, hesta, sérleyfi, bílaleigur o.fl. - kjarni málsins! dóttir sem skírð er Viktoría, og nokkru síðar sonur sem skírður er Daði. Um þetta leyti kemur lykkja í æviferil Lilju Kristjánsdóttur. Þau hjónin ákveða að taka sig upp og flytjast til Reykjavíkur. Ymsar or- sakir vora fyrir þessum flutningi og mun Lilja ekki hafa átt minni þátt í þeirri ákvörðun að fara. En þetta var í upphafi kreppunnar um 1930, lítið um vinnu og aldrei festu þau rætur í Reykjavík. Um þetta leyti eignast þau sitt þriðja barn, Sigríði, og hún fæðist á Hellis- sandi. Stuttu síðar flytjast þau aft- ur til Dönustaða, taka þar við bús- forráðum og búa þar óslitið í tæp fjöritíu ár. Þau eignast fjögur börn til viðbótar; Sólrúnu, Ingibjörgu Jóhönnu, Guðrúnu Lilju og Iðu Brá. Lilja og Skúli voru um margt ólíkar persónur þótt ýmisrégt sam- einaði þau. Bæði voru þau vel greind og fróð um ýmsa hluti, höfðu ánægju af lærdómi og allra handa bóklestri að ekki sé talað um lands- mál og pólítík. Jafnræði var með þeim í ákvörðunum þótt ekki væru þau alltaf sammála en virðingu báru þau fyrir skoðunum hvors annars. Bæði voru þau greiðvikin og gestrisin enda gestagangur mik- ill á Dönustöðum. Auðvitað skiptust á skin og skúr- ir á langri búskapartíð og ýmis áföll gengu yfir og þrátt fyrir að Dönu- staðir væra kostajörð með miklum beitilöndum þá var oft þröngt í búi. Ekki síst þegar skera þurfti niður ijárstofninn tvívegis vegna mæðiveikinnar. Ekki var það síður áfall þegar gamli Dönustaðabærinn brann með öllum innanstokksmun- um. Þegar húsfreyjan unga varð að búa um heimilisfólkið í fjárhús- unum og fjárans mýsnar í hverju skoti. Og það var mikil sorg á Dönu- stöðum þegar Daði einkasonur þeirra hjóna lést af slysföram í Svíþjóð árið 1953. En í sameiningu gengu þau Lilja og Skúli yfir erfiðu hjallana og með dugnaði og vinnu- semi gerðu þau Dönustaðina að rausnarbúi. Árið 1958 var síðan stofnað nýbýli á Dönustaðajörðinni sem nefnt var Lambeyrar og þar hófu búskap Sigríður dóttir þeirra hjóna og Einar Ölafsson maður hennar. Árið 1967 keyptu þau Lilja og Skúli raðhús í Kópavoginum, ásamt Sólrúnu dóttur þeirra, þvi heilsu Skúla var farið að hraka og þau hugðust bregða búi. Ekki auðnaðist Skúla að flytjast í Kópavoginn því hann veiktist um haustið og dó hinn 7. janúar 1968. En þær Lilja og Sólrún fluttust inn og með fylgdi sex ára strákpjakkur, sonur Sólrún- ar. Og sá yar nú aldeilis heppinn að fá að alast upp einn hjá ömmu sinni og mömmu því þær stjönuðu við hann á alla lund. Enda situr hann nú og skrifar minningargrein um ömmu sína og harmar liðna tíð. Umskiptin í lífi Lilju við að flytj- ast til Reykjavíkur vora mikil. En hún var fljót að aðlagast breyttum aðstæðum. Hún fór að vinna í fiski í ísbirninum og seinna skúraði hún gólf á Landspítalanum. í báðum þessum störfum undi hún hag sín- um vel og innti þau af hendi af stakri samviskusemi. Þegar hún komst á ellilaun þá hætti hún að vinna og fór þess í stað að stunda félagsstarf aldraðra af miklum krafti. Hún fór meðal annars nokkr- ar ferðir til útlanda. Síðustu árin var hún of léleg í félagsstarfíð en hún hélt áfram að sinna ættmóður- starfinu fyrir sína stóru fjölskyldu með óteljandi boðum og uppákom- um. Síðastliðinn vetur fóru að þjá hana veikindi sem að lokum drógu hana til dauða eftir stutta legu á spítala. Lilja var ákaflega feimin kona og lítið fyrir að trana sér fram. En hún hafði mikla reisn, var stolt og stundum þijósk og varð þá ekki hnikað. Átti það ekki síst við um skoðanir hennar í pólítík. Hún var frábærlega grandvör í samskiptum og nákvæm í ijármálum. Sem dæmi um það má nefna að hún borgaði börnum sínum alltaf kaup þegar þau voru í vinnu á Dönustöðum. Hún var mjög glaðlynd og hló oft mikið og innilega og hláturinn nærði umhverfið. Hún naut mikillar virðingar hjá öllum sínum afkom- endum, en sú virðing var ekki til- komin vegna stjórnsemi og ofríkis, heldur vegna hógværðar og lítillæt- is. Það era mörg ár síðan ég gerði mér grein fyrir því að það var mik- ið happ fyrir mig að fá að fylgja henni ömmu minni á síðasta skeiði ævi hennar. Að fá að kynnast æðru- leysi og auðmýkt þeirrar kynslóðar sem ekki gat nema að litlu leyti valið lífi sínu farveg. Að læra að bera virðingu fyrir hlutum sem þykja sjálfsagðir en skiptu máli þegar lífsbaráttan var harðari. En fyrst og fremst þakka ég fyrir að hafa fengið að njóta ástúðar og óendanlegrar umhyggju þessarar góðu konu. Það er veganesti sem aldrei þrýtur. Böðvar Bjarki Pétursson. Lárus Hafsteinn Ösk- arsson - Minning Fæddur 20. mars 1937 Dáinn 31. maí 1993 Hann fæddist á Vesturgötu 15 í Reykjavík. Foreldrar hans hétu Ósk- ar S. Jónsson og Jóna Sig. Jónsdótt- ir og eru bæði látin. Eftirlifandi systir hans er Unnur Óskarsdóttir. Lárus átti fjögur börn, tvo syni með fyrri konu sinni, Katrínu, og heita þeir Sigurður Óskar og Lárus Ingi. Með seinni konu sinni, Guðlaugu, átti hann Jónu Ósk og Sigmar Haf- stein. Lalli var í raun mjög sérstakur persónuleiki og aldrei nein logn- molla í kringum hann. Hann átti það til að göslast áfram með hávaða og fyrirgangi, en betur þekktum við hann sem góðan dreng, einlægan og tilfinningaríkan. Lífsbarátta Lalla var oft og tíðum ströng og varð hann að berjast fyrir sínu. Lengst af bjó hann uppí Vatns- enda ásamt yngsta syni sínum, Hadda, sem ólst upp hjá honum frá bamsaldri. Þeir feðgar voru mjög samrýndir og Studdu hvor annan í blíðu og stríðu. Fyrir u.þ.b. þremur áram þurfti Lalli að gangast undir erfíðan uppskurð og gat aldrei á heilum sér tekið eftir það. Hann gat illa sætt sig við skert starfsþrek og vora síðustu misserin honum afar erfíð. Það átti ekki við Lalla að geta ekki lengur stokkið upp í vélina sína hvernig sem viðraði, á öllum tímum sólarhringsins, til að moka Vatns- endabúana út úr snjósköflunum. Eða þegar rjúka þurfti til ef gijót- farmur barst í hafnarfyllinguna sem hann átti svo drjúgan þátt í að byggja upp. Lalli stóð líka frammi fyrir því að þurfa að sætta sig við að selja óðalssetrið sitt, hætta að vera sjálfs síns herra og flytja niður í marg- mennið. En til þess kom þó aldrei. Hann lést á heimili sínu að morgni annars í hvítasunnu og er því flutt- ur yfir í annan og betri heim, þar sem honum er tekið opnum örmum. Dauða hans bar brátt að og er missir allra sár, ekki síst Hadda. En hann veit, að Lalla bíður betri tilvist og eftir lifir minningin um dýrmætar stundir sem þeir einir áttu saman. Það er óhætt að segja að tilveran sé dauflegri þegar Lalli er horfínn. Engar símhringingar lengur, engar heimsóknir á sunnudagsmorgnum í Víðihvammi eða Trönuhjalla með snúða og heit rúnstykki og spjall yfir kaffibolla. Jónu dóttur sína dáði Lalli mjög og varla leið sá dagur að þau töluð- ust ekki við. Hún vissi alltaf hvern- ig honum leið og fylgdist náið með þeim feðgum. Börnum Lalla, systur hans og vinum sendum við okkar dýpstu samúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.