Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 29 Morgunblaðið/Sigurgeir Fylgst með saltfiskverkun FORSETI Portúgals fór til Vestmannaeyja síðastliðinn laugardag. Hér sést hann skoða Vinnslustöð Vestmannaeyja, en þar fylgdist hann meðal annars með saltfiskverkun og pökkun. Opinberri heimsókn forseta Portúgals lokið V eðurguðirnir léku við gestina OPINBERRI heimsókn Dr. Mário Soares, forseta Portúgal, lauk á sunnudaginn. Seinni hluta laugar- dags eyddi hann í Vestmannaeyj- um og um kvöldið hélt hann boð til heiðurs forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur. A sunnudag skoð- aði hann Listasafn Islands og flaug svo heimleiðis á hádegi. Veður var hið besta alla þijá dagana, sem heimsóknin stóð yfir, og á laugar- dag var veðrið sérlega fallegt. í Vestmannaeyjum tóku Guðjón Hjörleifsson bæjarstóri og frú Rósa Guðjónsdóttir á móti gestunum. Farið var með forsetahjónin í skoðunarferð um Nýja hraunið og staldrað var við í Vinnslustöð Vestmannaeyja, þar sem fylgst var með saltfískverkun. Farið var með gestina í bátsferð og voru fuglabjörgin í Yztakletti meðal annars skoðuð í þeirri ferð. Eftir tæplega þriggja klukkustunda dvöl í Vestmannaeyjum var aftur hald- ið til Reykjavíkur, þar sem Soares var með hátíðarkvöldverð til heiðurs for- seta íslands. Sýndi listaverkum áhuga Á sunnudeginum fór forseti Port- úgals í Listasafn íslands og fylgdi Bera Nordal, forstöðumaður safnsins, honum um safnið. Forsetanum fannst safnið mjög áhugavert og sýndi ís- lensku verkunum mikinn áhuga. Á hádegi sunnudags lauk svo heimsókn- inni þegar Dr. Mário Soares, kona hans María Barroso Soares og fylgd- arlið þeirra flugu heimleiðis. Morgunblaðið/Einar Falur Forseti kvéður OPINBERRI heimsókn Dr. Mário Soares, forseta Portúgals, til íslands lauk á hádegi á sunnudag. Hafði hann þá verið hér á landi frá því á < föstudag, 4. júní. Hér sést hann kveðja á Reykjavíkurflugvelli. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Kratar stokka upp í ráðherraliði sínu Búist við ríkisráðsfundi næsta mánu- dag til þess að ganga frá stólaskiptum LENDING er nú fengin í ráðherrauppstokkun Alþýðuflokksins, eftir miklar vangaveltur og vendingar, þar sem mál hafa þróast með nokk- uð óvæntum hætti. Það mun ekki hvað síst hafa verið Karl Steinar Guðnason, þingmaður flokksins í Reykjaneskjördæmi sem hjó á þá hnúta sem þvældust fyrir flokksforystunni, þegar leið að ákvörðunum um hvað gert yrði, þegar Jón Sigurðsson lýsti því yfir að hann segði af sér ráðherradómi, þar sem hann hygðist sækja um stöðu seðlabanka- stjóra. Óvissa er svo um hvort áframhaldið verður friðsamlegt í krata- herbúðum eða ekki. Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti á fundi sínum í gærkveldi tillögu formanns flokksins, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, í þá veru að Guðmundur Árni Stefánsson komi nýr inn í ríkisstjórnina, en auk Jóns Sigurðssonar láti Eiður Guðnason umhverf- isráðherra af ráðherradómi að eigin ósk og taki við stöðu sendiherra íslands í Osló, Noregi. Þingflokkurinn greiddi á liinn bóginn atkvæði um hvort þeirra Össurar Skarphéðinssonar eða Rannveigar Guðmunds- dóttur taki við ráðherraembætti Eiðs og fóru leikar þannig að Össur hlaut sjö atkvæði en Rannveig fimm. Þessar breytingar voru síðan kynntar flokkstjórnarfundi Alþýðuflokksins í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gætti mikillar óánægju á flokksstjórn- arfundinum í röðum fulltrúa Reykjanesskjördæmis og meðal kvenna, en aðrir virtust sáttir við þessa niðurstöðu. Búist er við að ríkisráðs- fundur verði haldinn næstkomandi mánudag til þess að ganga með formlegum hætti frá breytingunum. Jón Sigurðsson greindi þingflokki Alþýðuflokksins frá því á þing- flokksfundi í gærkveldi, að hann hygðist sækja um stöðu seðlabanka- stjóra, og hann myndi ekki sitja áfram sem ráðherra í ríkisstjórn eft- ir að hann hefði sent slíka umsókn frá sér. Umsóknarfrestur um stöðu seðlabankastjóra rennur út þann 15. júní næstkomandi. Á þingflokksfundinum í gærkveldi varð fljótt ljóst að til harðra átaka myndi koma, hvort sem formaðurinn gerði tillögu um Rannveigu eða Öss- ur, og munu stuðningsarmar hvors um sig hafa haft í heitingum og hótunum á báða bóga. Því varð það niðurstaða Jóns Baldvins að leggja til við þingflokksfund að kosið yrði leynilegri kosningu um það hvort þeirra hlyti ráðherraembætti og sigr- aði Össur eins og áður segir. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur það verið mat meirihluta þingflokks Alþýðuflokks- ins, allt frá því vangaveltur um eftir- mann Jóns Sigurðssonar í ríkisstjórn hófust fyrir alvöru, að Karl Steinar væri sjálfsagður eftirmaður hans. Karl Steinar mun aldrei hafa sóst eftir slíku embætti, en á hinn bóginn látið í veðri vaka að hann væri reiðu- búinn, ef formaður flokksins og flokksforysta mæti slíkt nauðsyn- legt. Andóf krata gert óvirkt Því varð að ráði, eftir að hug- myndir um uppstokkun fóru að taka á sig mynd, að formaðurinn gerði tillögu um að Sighvatur Björgvins- son, heilbrigðisráðherra flytti sig um set í ríkisstjórn og tæki við embætt- um Jóns Sigurðssonar sem við- skipta- og iðnaðarráðherra, en Guð- mundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem tekur við sæti Jóns á þingi, kæmi beint inn í ríkis- stjórn og tæki við stjórn heilbrigðis- og tryggingamála. Með þessari ráðstöfun mun for- maður flokksins hafa séð í hendi sér, að hægt væri að hafa hemil á Guðmundi Árna, sem að líkindum hefði ella lent í bullandi andófi á þingi í flestum ef ekki öllum málum, dyggilega studdur af Heydala- klerknum, bróður sínum Gunnlaugi, og oft á tíðum einnig af þingflokks- formanninum Össuri Skarphéðins- syni, fengi hann ekki ráðherraemb- ætti. Þar sem Eiður Guðnason hefur einnig verið orðaður við það að vera á útleið úr pólitík, eins og þeir Jón Sigurðsson og Karl Steinar, mun flokksformaðurinn hafa séð sér leik á borði með því að bjóða Eiði sendi- herrastöðu í Noregi og gera tillögu um að fá einnig inn í ríkisstjórn Össur Skarphéðinsson, þingflokks- formann. En þar misreiknaði formaðurinn sig illilega, því kvennahreyfingin innan Alþýðuflokksins, svo og Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra gerðu beinlínis kröfu til þess að Rannveig Guðmundsdóttir yrði umhverfisráðherra en ekki Öss- ur. Sú krafa er talin samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa notið víðtæks stuðnings almennra krata. Formanninum var því nokkur vandi á höndum í gær, er hann und- irbjó tillögur sínar, þar sem hann átti á hættu að mæta mikilli mót- stöðu innan eigin flokks^ ef hann gerði tillögu um Össur. Á tímabili stóð því til í gær, að ákvörðunum um Eið og Össur og/eða Rannveigu yrði slegið á frest, fram á haustið, en Eiður mun hafa þvertekið fyrir að slíkri ákvörðun yrði frestað, fyrst hún hafði á annað borð verið tekin. Jón Baldvin valdi því þann kostinn að gera tillögu um hvorugt þeirra sem styrrinn stóð um, heldur að láta þingflokkinn greiða atkvæði um ráð- herrakandídatana tvo, og sigraði Össur í þeirri atkvæðagreiðslu með tveimur atkvæðum. Ekki mun sú niðurstaða verða til þess að sátt og samlyndi einkenni störf þingflokks Alþýðuflokksins á næstunni, því Jó- hanna Sigurðardóttir gekk afar hart fram í þeirri viðleitni sinni að fá stöllu sína Rannveigu inn í ríkis- stjórn, og vitað er að þær munu vart sætta sig við þessa niðurstöðu þegjandi og hljóðalaust. Hefði Össur á hinn bóginn farið halloka fyrir Rannveigu, hefði líkast til engu frið- vænlegra orðið meðal krata, þar sem Össur hafði þegar hótað öllu illu og sagst mundu fara gegn ráðherraliði Alþýðuflokksins að vild, fengi hann engan stólinn. Fyrst Karli Steinar var ráðherra- embætti jafnlaust í hendi og raun ber vitni, þá var þar með möguleiki fyrir Jón Baldvin að stokka upp ráð- herralið sitt með þeim hætti að Guð- mundur Árni og Össur kæmu inn í ríkisstjórn, og þar með hefur honum að líkindum tekist að gera andófs- arm þingflokksins hálflamaðan, ekki síst fyrir þá sök, að Guðmundur Árni, bróðir Gunnlaugs tekur sæti í ríkisstjórn. En í kjölfar atkvæða- greiðslunnar í gærkveldi er þó með öllu óljóst á hvern hátt kvenarmur þingflokksins mun starfa á næstu mánuðum og misserum, og því ótímabært með öllu að lýsa yfir löm- un eða hálflömun óánægðra krata- þingmanna. Búist er við að Karl Steinar verði ekki öllu lengur þingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi, heldur taki hann innan tíðar við for- stjórastarfi Tryggingastofnunar rík- isins af Eggert Þorsteinssyni. Ríkisráðsfundur næsta mánudag Reiknað er með því að ríkisráðs- fundur verði haldinn næsta mánu- dag, þann 14. júní og þar verði geng- ið frá ofangreindum breytingum, með formlegum hætti, samkvæmt lögum og reglum og ráðherraskiptin fari fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.