Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 16500 St«wl OLLSUNDLOKUÐ Þrælspennandi hasarmynd um flóttafanga sem neyðist til að taka lögin í sinar hendur. Sýnd kl.' 5, 7 og 11.10. B.i. 16 ára. Miðaverð 350 kr. STÓRGRÍNM YNDIN DAGURINN LANGI BILL MURRAY OG ANDIE MacDOWELL í BESTU OG LANGVINSÆLUSTU GRÍNMYND ÁRSINS! Hvað myndir þú gera ef þú upplifðir sama daginn í sama krumma- skuðinu dag eftir dag, t/iku eftir viku og mánuð eftir mánuð? Þú myndir tapa giórunni! „Klassísk grinmynd.. það verður mjög erfitt að gera betur!“ ★ ★ ★ ★ ★ Empire. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HETJA fyrsta skipti á ævinni gerði Bernie Laplante eitthvað rétt. En það trúir honum bara enginn. ★ ★ *t/2 DV ★ ★ ★ Pressan. Sýnd kl. 9. Miðaverð 350 kr. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ******************************+ ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðiö kl. 20: • KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu Razumovskaju Á morgun mið. 9. júní - fim. I0. júní. Aðcins þessar 2 sýningar. • KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon Lau. 12. júní ðrfá saeti laus - sun. 13. júni ðrfá sæti laus. Síöustu sýningar þessa leikárs. sími 11200 • MY FAIR LADY Söngleikur eftir Lerner og Loewe Allra síöasta sýning: Fös. 11. júní nokkur sæti laus. Ixúkferð: • RITA GENGUR MENNTAVEGINN eftir Willy Russell Þri. 8. júní kl. 20.30 ....Logaland í Borgarfirði. Mið. 9. júní kl. 20.30......Borgames Fim. 10. júní kl. 20.30......Ólafsvík Fös. 11. júní kl. 20.30..Stykkishólmur Mióasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram aó sýningu sýningardaga. Miöapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 11200. Greiðslukortaþjónusta. Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAH 991015. Þjóöleikhúsiö - góða skemmtun! Fjórir menn hætt komnii' í Norðurá Komust upp á sker á brún Laxfoss MILDI var að ekki fór verr þegar fjórir menn lentu í Norðurá er þeir reyndu að fara yfir hana á báti síðdeg- is á laugardag. Mennirnir höfðu verið að veiðum nokk- ur hundruð metra fyrir ofan Laxfoss, en báti þeirra hvolfdi með þeim afleiðingum að þá rak nokkur hund- ruð metra niður niður ána uns þeir náðu að stöðva sig á skeri við Fossbrú, á brún Laxfoss. Áin var í vexti er óhappið varð og fossinn lítt árennilegur, en mönnun- um mun ekki hafa orðið alvarlega meint af. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Brákar frá Borgarnesi náði svo mönnunum af skerinu á gúmmíbáti. Að sögn Jóns Gunnars Borgþórssonar, fram- kvæmdastjóra Stangaveiði- félags Reykjavíkur sem er leigutaki árinnar, lentu mennirnir fjórir í vandræð- um er þeir ætluðu suðuryfir ána. Mennirnir hafi lagt upp of neðarlega, þar sem áin er þrengri og straumharð- ari, og svo virðist sem bátur- inn hafí snúist og önnur árin lent undir honum og brotnað. Aukaár var hins vegar í bátnum en mennirn- ir virðast ekki hafa notað hana, að sögn Jóns. Jón Gunnar sagði það mikla mildi að ekki hafi far- ið verr, og mennirnir náð taki á skerinu á fossbrún- inni. Myndbandstökuvél sem mennirnir voru með hafí hins vegar lent í ánni, en vöxtur var í henni, og fossinn, sem er um 3-4 metra hár og í flúðum, afar viðsjárverður. Fluguvesti björgunarmannsins blés út Tveir menn er staddir voru sunnanmegin árinnar er óhappið varð reyndu að koma fjórmenningunum til aðstoðar, og hélt annar þeirra út í ána. Ekki vildi þó betur til, en að flugu- vesti hans, sem einnig er bjargvesti, blés út, og mað- urinn flaut upp og gat ekki athafnað sig. Að sögn Jóns Gunnars tókst þó félaga hans fljótlega að ná honum í land. Guðmundur Ingi Waage úr björgunarsveitinni Brák var meðal sveitarmanna er kallaðir voru á staðinn til að freista þess að bjarga mönnunum af skerinu. „Við fórum þarna út á gúmmí- báti og sóttum þá,“ sagði Guðmundur Ingi. „Mennirn- ir voru mjög heppnir að fara ekki niðurfyrir, því það er sennilega um tíu metra veg- ur eða lengri niður flúðirn- ar.“ Mikið vatn var í ánni, og Guðmundur kvað líkur til þess að illa hefði farið, ef mennirnir hefðu farið fram af fossbrúninni. „Það var mikið hættuspil að fara og ná í mennina,“ sagði Guð- mundur. „Við vorum með bátinn í streng, og síðan var keyrt þarna út. Á leiðinni til baka fór báturinn alla leið niður á flúðir niðri við fossbrún. Það var ekkert hægt að keyra því þetta er allt í grjóti — skrúfan fór bara niður.“ Atvik sem þetta hefur komið fyrir einu sinni áður í Norðurá; einnig án mannskaða. Fyrirlestur um mannfræði HÉR Á landi er staddur Chilemaðurinn dr. Horacio Riquelme, sem um árabil hefur starfað við Háskól- ann í Hamborg í Þýska- iandi. Dr. Horacio er hing- að komin til að flyfja fyrir- lestra í Háskóla íslands um málefni sem tengjast mannfræði og málefnum Rómönsku Ameríku. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 8. júní í stofu 101, Lögbergi (Háskóla íslands) kl. 20.30 og verður haldinn á spænsku. Hann fjallar um ofsóknir yfirvalda víða um álfuna. Seinni fyrirlesturinn verð- ur haldinn fimmtudagskvöld- ið 10. júní í stofu 101 í Odda (Háskóla íslands) kl. 20.30 og verður haldinn á þýsku og þýddur á íslensku. Hann fjallar um áfengisneyslu, stéttskiptingu, afleiðingar og aðgerðir í Chile. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. (Fréttatilkynninp)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.