Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
16500
St«wl
OLLSUNDLOKUÐ
Þrælspennandi hasarmynd um
flóttafanga sem neyðist til að
taka lögin í sinar hendur.
Sýnd kl.' 5, 7 og 11.10.
B.i. 16 ára.
Miðaverð 350 kr.
STÓRGRÍNM YNDIN
DAGURINN LANGI
BILL MURRAY OG ANDIE
MacDOWELL í BESTU
OG LANGVINSÆLUSTU
GRÍNMYND ÁRSINS!
Hvað myndir þú gera
ef þú upplifðir sama
daginn í sama krumma-
skuðinu dag eftir dag,
t/iku eftir viku og mánuð
eftir mánuð? Þú myndir
tapa giórunni!
„Klassísk grinmynd..
það verður mjög erfitt
að gera betur!“
★ ★ ★ ★ ★ Empire.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
HETJA
fyrsta skipti á ævinni gerði
Bernie Laplante eitthvað
rétt. En það trúir honum
bara enginn.
★ ★ *t/2 DV ★ ★ ★ Pressan.
Sýnd kl. 9. Miðaverð 350 kr.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
******************************+
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Stóra sviðiö kl. 20:
• KÆRA JELENA
eftir Ljúdmilu Razumovskaju
Á morgun mið. 9. júní - fim. I0. júní. Aðcins
þessar 2 sýningar.
• KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
Lau. 12. júní ðrfá saeti laus - sun. 13. júni ðrfá
sæti laus. Síöustu sýningar þessa leikárs.
sími 11200
• MY FAIR LADY
Söngleikur eftir Lerner og Loewe
Allra síöasta sýning:
Fös. 11. júní nokkur sæti laus.
Ixúkferð:
• RITA GENGUR
MENNTAVEGINN
eftir Willy Russell
Þri. 8. júní kl. 20.30 ....Logaland í Borgarfirði.
Mið. 9. júní kl. 20.30......Borgames
Fim. 10. júní kl. 20.30......Ólafsvík
Fös. 11. júní kl. 20.30..Stykkishólmur
Mióasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram aó sýningu
sýningardaga. Miöapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 11200.
Greiðslukortaþjónusta.
Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAH 991015.
Þjóöleikhúsiö - góða skemmtun!
Fjórir menn hætt
komnii' í Norðurá
Komust upp á sker á brún Laxfoss
MILDI var að ekki fór verr þegar fjórir menn lentu í
Norðurá er þeir reyndu að fara yfir hana á báti síðdeg-
is á laugardag. Mennirnir höfðu verið að veiðum nokk-
ur hundruð metra fyrir ofan Laxfoss, en báti þeirra
hvolfdi með þeim afleiðingum að þá rak nokkur hund-
ruð metra niður niður ána uns þeir náðu að stöðva sig
á skeri við Fossbrú, á brún Laxfoss. Áin var í vexti
er óhappið varð og fossinn lítt árennilegur, en mönnun-
um mun ekki hafa orðið alvarlega meint af. Liðsmenn
björgunarsveitarinnar Brákar frá Borgarnesi náði svo
mönnunum af skerinu á gúmmíbáti.
Að sögn Jóns Gunnars
Borgþórssonar, fram-
kvæmdastjóra Stangaveiði-
félags Reykjavíkur sem er
leigutaki árinnar, lentu
mennirnir fjórir í vandræð-
um er þeir ætluðu suðuryfir
ána. Mennirnir hafi lagt upp
of neðarlega, þar sem áin
er þrengri og straumharð-
ari, og svo virðist sem bátur-
inn hafí snúist og önnur
árin lent undir honum og
brotnað. Aukaár var hins
vegar í bátnum en mennirn-
ir virðast ekki hafa notað
hana, að sögn Jóns.
Jón Gunnar sagði það
mikla mildi að ekki hafi far-
ið verr, og mennirnir náð
taki á skerinu á fossbrún-
inni. Myndbandstökuvél
sem mennirnir voru með
hafí hins vegar lent í ánni,
en vöxtur var í henni, og
fossinn, sem er um 3-4
metra hár og í flúðum, afar
viðsjárverður.
Fluguvesti
björgunarmannsins blés
út
Tveir menn er staddir
voru sunnanmegin árinnar
er óhappið varð reyndu að
koma fjórmenningunum til
aðstoðar, og hélt annar
þeirra út í ána. Ekki vildi
þó betur til, en að flugu-
vesti hans, sem einnig er
bjargvesti, blés út, og mað-
urinn flaut upp og gat ekki
athafnað sig. Að sögn Jóns
Gunnars tókst þó félaga
hans fljótlega að ná honum
í land.
Guðmundur Ingi Waage
úr björgunarsveitinni Brák
var meðal sveitarmanna er
kallaðir voru á staðinn til
að freista þess að bjarga
mönnunum af skerinu. „Við
fórum þarna út á gúmmí-
báti og sóttum þá,“ sagði
Guðmundur Ingi. „Mennirn-
ir voru mjög heppnir að fara
ekki niðurfyrir, því það er
sennilega um tíu metra veg-
ur eða lengri niður flúðirn-
ar.“
Mikið vatn var í ánni, og
Guðmundur kvað líkur til
þess að illa hefði farið, ef
mennirnir hefðu farið fram
af fossbrúninni. „Það var
mikið hættuspil að fara og
ná í mennina,“ sagði Guð-
mundur. „Við vorum með
bátinn í streng, og síðan var
keyrt þarna út. Á leiðinni
til baka fór báturinn alla
leið niður á flúðir niðri við
fossbrún. Það var ekkert
hægt að keyra því þetta er
allt í grjóti — skrúfan fór
bara niður.“
Atvik sem þetta hefur
komið fyrir einu sinni áður
í Norðurá; einnig án
mannskaða.
Fyrirlestur um mannfræði
HÉR Á landi er staddur
Chilemaðurinn dr. Horacio
Riquelme, sem um árabil
hefur starfað við Háskól-
ann í Hamborg í Þýska-
iandi. Dr. Horacio er hing-
að komin til að flyfja fyrir-
lestra í Háskóla íslands um
málefni sem tengjast
mannfræði og málefnum
Rómönsku Ameríku.
Fyrri fyrirlesturinn verður
haldinn í kvöld, þriðjudaginn
8. júní í stofu 101, Lögbergi
(Háskóla íslands) kl. 20.30
og verður haldinn á
spænsku. Hann fjallar um
ofsóknir yfirvalda víða um
álfuna.
Seinni fyrirlesturinn verð-
ur haldinn fimmtudagskvöld-
ið 10. júní í stofu 101 í Odda
(Háskóla íslands) kl. 20.30
og verður haldinn á þýsku
og þýddur á íslensku. Hann
fjallar um áfengisneyslu,
stéttskiptingu, afleiðingar og
aðgerðir í Chile.
Fyrirlestrarnir eru öllum
opnir.
(Fréttatilkynninp)