Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 MagnúsÞ. Torfason fv. hæstaréttardómari __JTorfa Hjartarsonar tollstjóra og sáttasemjara svo nefndur sé einn úr þeim merka systkinahópi. Kolfinna móðir Magnúsar var dóttir Magnúsar Þórarinssonar bónda og uppfinningamanns á Hall- dórsstöðum og konu hans Guðrúnar Bjamhéðinsdóttur systur Bríetar. Að Magnúsi stóðu því merkar ættir og áberandi fólk í sinni sam- tíð. Heimilið á Halldórsstöðum á uppvaxtarárum Magnúsar var að mörgu leyti sérstakt og hafði svo verið um langan tíma. Magnús afi hans var brautryðjandi í vélvæðingu á ullarvinnslu og setti upp kembivél- ar á Halldórsstöðum, þær fyrstu á íslandi. Þá mátti segja að Halldórs- staðir væru í þjóðbraut í Þingeyjar- sýslu frá haustönnum og fram á vetur því ull frá flestum heimilum í sýslunni kom til vinnslu á Halldórs- stöðum. Þessi starfsemi lagðist niður er kembivélarnar brunnu 1923 er Magnús Torfason var eins árs gam- all. En Halldórsstaðir bjuggu lengi að þessari starfsemi í kynnum sínum við héraðsbúa. Þegar Magnús var að alast upp var þríbýli á Halldórs- stöðum eins og lengst af hafði ver- ið. Þar bjuggu auk foreldra hans Bergþóra móðursystir hans og mað- ur hennar Hallgrímur Þorbergsson » og Páll Þórarinson afabróðir hans og Lizzie Þórarinson. Merkilegt var við þetta heimili hve margt af fólk- inu hafði dvalist erlendis og ein hús- freyjan var skosk og var þekkt fyrir fagra söngrödd sína. Tónlist var í hávegum höfð á öllum heimilunum enda voru Halldórsstaðir nánast sem eitt heimili því frændsemi var þar mikil. Metnaður þessa fólks lá ekki síður í andlegu atgervi en búskapn- um. Ekki er að efa að kynni fólksins af erlendri menningu hafa víkkað * sjónhring þess og átt sinn þátt í '^þeirri víðsýni og menntandi and- rúmslofti er lék um Halldórsstaði. Þannig var það umhverfi sem Magnús Þórarinn óx upp í. Magnús var elstur systkina sinna en alls urðu bömin sex. Þau eru auk Magnúsar, Hjálmar Jón gullsmiður, Ásgeir út- skurðarmeistari, Áslaug lést af slys- förum 1978, Guðrún húsmóðir og Sigríður starfsstúlka á röntgendeild Landspítalans. Á Halldórsstöðum óx upp þróttmikil æska því auk þeirra systkina var þar margt af ungu fólki. Eg var ungur er ég kynntist þessum heimilum og man fyrst eftir Magn- úsi er hann kom til Húsavíkur þá unglingur með fjárrekstur í sláturt- íð. Hann gisti þá á heimili foreldra minna en bróðir minn hafði verið í sveit á Halldórsstöðum og kynnin því náin. Seinna var ég svo lánsam- ur að vera léttadrengur á Halldórs- stöðum hjá Hallgrími og Bergþóru og síðan hafa Halldórsstaðir alltaf átt rík ítök í mér. Það var afskap- lega skemmtilegur andi í hópi þessa BV. Hand' lyfli- vognor UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN S&3a?gar BÍLDSHÖFDA 16 SiMI:672444 unga fólks sem þarna var að alast upp. En á þeim árum sem ég dvaldi á Halldórsstöðum var Magnús að mestu farinn að heiman þó hann dveldi þar tímabundið á sumrin og mikil var tilhlökkunin þegar von var á honum og Sigríði. Það kom fljótt í ljós að Magnús var gæddur óvenju góðum námsgáf- um. Hann var því sendur til náms í Menntaskólann á Akureyri þótt efn- in væru ekki mikil. Þar stóð hann sig sem vænta mátti afburða vel. Síðan lá leiðin til framhaldsnáms í Háskóla íslands og valdi hann sér að nema lög. Fyrir tilstuðlan góðra vina lenti Magnús hjá þeim sóma- hjónum Þórði Ólafssyni stórkaup- manni og Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans, þegar hann hóf nám við Háskóla íslands. Þau höfðu boðist til að taka norðanstúdent til uppi- halds og varð Magnús fyrir valinu að ábendingu Sigurðar skólameist- ara. Það sýnir nokkuð það álit sem Sigurður hafði á drengnum. Magnús lauk námi sínu í lögfræði með láði og fór nokkru síðar til framhajds- náms til Kaupmannahafnar. Árið 1955 var hann skipaður prófessor í lögum við Háskóla Islands og gegndi því starfi þar til hann var skipaður dómari við Hæstarétt 1970. Því starfi gegndi hann þar til hann baðst lausnar að fullnuðum starfsaldri. Öllum störfum sínum gegndi Magn- ús með stakri prýði. Hann var afar vandvirkur í starfi og vildi ekkert láta frá sér fara nema vera þess fullviss að eins vel hefði verið að unnið og tök væru á. Þannig var í raun allt dagfar Magnúsar. Hann var afar háttprúður en fremur hlé- drægur. Þó var hann skapmaður en sjálfsaginn mjög sterkur. í kunn- ingjahópi var hann allra manna skemmtilegastur og lúmsk fyndinn sem oft er háttur hlédrægra manna. Á embættisferli sínum var hann tví- vegis kjörinn forseti Hæstaréttar. Um störf hans í Háskólanum og Hæstarétti veit ég að aðrir munu Qalla sem kunnugri eru þeim vett- vangi. Þau sómahjón Þórður Ólafsson og Ingibjörg Björnsdóttir urðu tengda- foreldrar Magnúsar er hann gekk að eiga Sigríði dóttur þeirra 8. júlí 1948. Það var mesta gæfusporið í hans lífi. Mér er það enn ljóst í minni er hann kom fyrst heim í Halldórs- staði með þessa unnustu sína. í einni svipan hafði hún unnið hug og hjörtu heimamanna og raunar allra Lax- dælinga. Frá þeim tíma var hún ekki minni Laxdælingur en við hin sem Halldórsstöðum voru tengd. Þau Magnús og Sigríður hafa látið sér afar annt um Laxárdalinn og þá einkum íbúana þar. Heimili þeirra stóð alltaf opið öllum sveitungum Magnúsar og greiðasemin við fólkið í dalnum var einstök. Að fylgjast með lífínu í Laxárdal og frændfólk- inu var stór þáttur í heimilislífinu á Bergstaðastræti. En á Bergstaða- ixrw Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanlr. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 stræti 73 hafa Magnús og Sigríður búið sínu farsæla lífi. Ég var einn þeirra sem naut í ríkum mæli vin- áttu þeirra. Þegar ég kom til náms til Reykjavíkur var það sjálfsagt mál að þau gengju í að útvega mér sama- stað og síðan var ég heimagangur á Bergstaðastrætinu meðan ég var í námi. Þá kynntist ég Magnúsi enn betur. Fjölskyldan stækkaði ört og alls urðu bömin sjö. Þau eru nú öll komin til fullorðinsára og hafa stofn- að sínar fjölskyldur. Á þessu heimili var því mikið að gera og hlutverkið metnaðarmikið að koma upp þessum stóra bamahópi. Og oft fannst það á þó um það væru ekki höfð mörg orð hve Magnús mat konu sína mik- ils í þessu mikla uppeldisstarfi. Börn Magnúsar og Sigríðar eru: Þórður viðskiptafræðingur, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip, kvæntur Mörtu M. Oddsdóttur; Torfi læknir, kvæntur Laufeyju Bjarnadóttur; Ásgeir lögmaður, kvæntur Þórdísi Kristinsdóttur; Ásgerður tölvunar- fræðingur, gift Snorra Jóelssyni; Bergþór lögfræðingur, ókvæntur; Kolfinna viðskiptafræðingur, maki Stefán Ándreasson; og Magnús við- skiptafræðingur, maki Magnea Vil- hjálmsdóttir. Með Magnúsi er genginn afar vandaður maður sem hvergi mátti vamm sitt vita, farsæll í störfum sínum og stétt sinni til sóma. Hann skilaði þjóð sinni miklu dagsverki og var ástríkur eiginmaður og faðir. Ég veit að dalurinn hans drúpir höfði og hlýjar hugsanir streyma til Sig- ríðar og allra afkomendanna. Það er sárt að sjá á eftir ástríkum maka og föður svo langt fyrir tímann en vissulega Guðs blessun að þurfa ekki að þjást í löngum veikindum. Um leið og við Ingibjörg þökkum fyrir allt á liðnum árum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra, eiginkonu, barna, bamabarna og systkina. Kári Amórsson. Afi Magnús hefur verið okkur mikil stoð í gegnum árin, en nú er' hann allt í einu farinn frá okkur. Því viljum við barnabömin skrifa nokkrar línur til minningar um afa. Afi lést eftir stutt veikindi, sjötíu og eins árs gamall, en þó enn ungur í anda. Hann var heilsuhraustur allt fram á seinustu daga og hætti aldr- ei að horfa fram á við. Hann var mjög hlýlegur og alltaf var gaman að fara upp á Bergstaðastræti í heimsókn til afa Magnúsar og ömmu Sísi. Eitt af því mest spennandi,sem við gerðum á okkar yngri ámm var að gista hjá þeim á Bergstaðastræt- inu eða upp í sumarbústaðnum við Þingvallavatn. Ósjaldan fómm við með afa á skíði og þurfti að leggja snemma á stað, því bráðnauðsynlegt var að vera komin í viðbragðsstöðu áður en lyftumar opnuðu til að vera fyrst í brekkumar. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa þeim sem vom hjálpar þurfi, jafnt með persónuleg vandamál sem námsörðugleika, og hann var óþijótandi þekkingar- bmnnur fyrir okkur. Merkilegt er hve afi fylgdist vel með málum okk- ar allra og vissi alltaf hvað var fram- undan hjá hverju okkar, til að mynda var hann alltaf með á hreinu hvaða próf vora í nánd. Afi var ávallt glaður og ánægður og sáttur við allt og alla, enda fékk hann út úr lífinu flest það sem hægt er að óska sér. Þrátt fyrir sorgina, sem býr í hjarta okkar, er samt ástæða til að gleðjast yfir þeim tíma sem við feng- um að njóta samvista við afa. Hann hefur veitt okkur ómælda ánægju og styrk sem við munum ávallt búa að. Okkur verður þó óhjákvæmilega hugsað til þeirra bamabama sem ekki munu fá að njóta hans eins og við hin eldri. Afi og amma vora mjög ham- ingjusöm og sárt er að hugsa um þann missi sem amma hefur orðið fyrir, en um leið er ástæða fyrir okkur að hugsa til þess að lífið geng- ur sinn gang og við munum horfa fram á veginn eins og afí Magnús gerði ætíð. Barnabörn. Hvítasunnan björt og mild. Jörðin vaknar af vetrardvala. Um leið sofn- ar annað líf. Þannig er lífsins saga, maður hverfur sjónum okkar en minningin um hann lifir. Hugsanir streyma fram og ljúfar endurminn- ingar renna fyrir hugskotssjónum líkastar hægum bárum. Þannig lifír minningin um Magnús tengdaföður minn, sem lést að morgni þriðjudags- ins 1. júní. Magnús var svipsterkur og glæsi- legur maður þannig að eftir var tek- ið. Yfír honum var reisn og virðu- leiki, samhliða hlýju. Hann var dökk- ur yfirlitum með liðað hár og dökkar og miklar augabrúnir sem oft sögðu meira en orð. Hann var gæddur mjög góðum gáfum sem ásamt hóg- værð, heiðarleika og sjálfsvirðingu einkenndu hann. Skoðanir Magnúsar vom afdráttalausar og hann var allt- af sjálfum sér samkvæmur. Allt sem hann tók sér fyrir hendur vann hann af kostgæfni, hvort sem var í starfi eða frístundum. Magnús fæddist á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. maí 1922, sonur hjón- anna Kolfmnu Magnúsdóttur og Torfa Hjálmarssonar. Á Halldórs- stöðum var þá þríbýli og Laxárdalur meira í þjóðbraut en nú er. Þar vom fyrstu tóvinnuvélar landsins settar upp og fólk kom víða að til að láta vinna ullina. Þó að tóvinna legðist af skömmu eftir að Magnús fæddist var oft gestkvæmt á Halldórsstöð- um. Þar var mikill tónlistaráhugi og spilaði móðir Magnúsar á orgel og faðir hans á fiðlu. Á Halldórsstöðum var samræðulistin á hávegum höfð og gerðu menn sér jafnvel upp skoð- anir til þess að umræðurnar yrðu sem líflegastar. Þar lifðu menn lífinu lifandi. Magnús var elstur sex systkina og snemma varð ljóst að hann var meira fyrir bókina en búskapinn. Þrátt fyrir lítil efni var hann settur til mennta og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann var afburða námsmaður og mikill málamaður og sagði oft að hann hefði getað hugsað sér að verða frönskukennari, en svo fór að hann valdi lögfræðina. Magnús var mikill gæfumaður í einkalífí sínu. 8. júlí 1948 kvæntist hann tengdamóður minni, Sigríði Þórðardóttur. Það var gæfuspor þeirra beggja og voru þau einstak- lega samhent hjón. Sigríður stóð við hlið Magnúsar og var stoð hans og stytta í hvívetna. Hún hefur þann einstaka hæfileika að sjá alltaf björtu hliðarnar á tilvemnni. Magnús og Sigríður eignuðust sjö böm. Þau eru: Þórður (f. 1949) rekstrarhagfræðingur, kvæntur undirritaðri. Synir okkar em Árni Oddur, unnusta hans er Ágústa Ól- afsdóttri, Magnús Geir og Jón Gunn- ar. Torfí (f. 1950) læknir, kvæntur Laufeyju R. Bjamadóttur kennara. Synir þeirra eru Magnús Þór, Bjarni Kristinn og Ólafur Páll. Ásgeir (f. 1953) héraðsdómslögmaður, kvænt- ur Þórdísi Kristinsdóttur hjúkmnar- fræðingi. Börn þeirra em Bryndís Björk, Magnús Kristinn og Ásdís Sigríður. Ásgerður (f. 1957) kennari og tölvunarfræðingur, gift Snorra Jóelssyni kennara og forstöðumanni. Synir þeirra em Sigurður Þór og Ragnar Tryggvi. Bergþór (f. 1962) lögfræðingur. Kolfinna (f. 1964) við- skiptafræðingur, maður hennar er Stefán Andreasson nemi í sjávarút- vegsfræðum. Þau eru búsett í Tromsö og eiga von á sínu fyrsta barni íbyijunjúní. Yngsturer Magn- ús (f. 1965) viðskiptafræðingur, kona hans er Magnea Vilhjálmsdótt- ir hjúkmnarfræðingur. Dóttir þeirra er Sigríður Lilja. Áhugamál Magnúsar voru mörg og margvísleg. Hann var alla tíð mikill skíðamaður og var jafnan fyrstur í Bláfjöll á veturna. í nokkur ár lagði hann sig fram um að bera árskort númer 1 að Bláfjallasvæð- inu. Jafnframt skíðaíþróttinni stund- aði hann bæði badminton og golf. Tengdafaðir minn hafði mikið yndi af því að vera í sumarbústað fjölskyldunnar við Þingvallavatn, þar sem hann var sístarfandi við að dytta að ýmsu sem betur mátti fara. Það gerði hann af sömu kostgæfni og nákvæmni og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Ein bára minn- inganna er af Magnúsi í sumarbú- staðnum. Við rennum í hlað og hann kemur fagnandi á móti okkur. Bamabömin eiga góðar minningar frá þessum fallega stað, þar sem þau fengu að gista hjá afa og ömmu. Magnús var góður afi sem fylgd- ist með öllu sem barnabörnin tóku sér fyrir hendur. Hann hafði sér- stakan áhuga fyrir því hvernig þeim sóttist námið. Hann vissi upp á hár hvenær próf voru og í hvaða grein prófað var og hringdi ævinlega til að spyijast fyrir hvemig hefði geng- ið. Hann hvatti barnabörnin til tón- listarnáms og var fús til að hluta á þau æfa sig og leiðbeina þeim um leið. Magnús spilaði sjálfur á píanó, sótti tónleika reglulega og átti þar að auki gott hljómplötusafn. Magnús var mikill fjölskyldumað- ur og einstaklega gestrisinn. Heim- ili tengdaforeldra minna á Berg- staðastræti hefur ávallt staðið ætt- ingjum og vinum opið. Enn ein bára minninganna rís og tengist hún jóla- haldi fjölskyldunnár. Öll fjölskyldan, börn, tengdabörn og barnbörn era komin í jólaboð á Bergstaðastræti og þar er Magnús hrókur alls fagn- aðar. Ég minnist hans líka þegar öll fjölskyldan, 26 manns, fór saman til Þýskalands fyrir tæpum þremur ámm. Þar var það heimsborgarinn Magnús sem fékk að njóta sín. Tæpri viku fyrir andlát sitt fagn- aði afi Magnús því að nafni hans og sonarsonur, Magnús Geir, varð stúdent. Prúðbúinn og glæsilegur að vanda, þrátt fyrir hrakandi heilsu, mætti hann til veislunnar geislandi af gleði og hlýju. Minningin um þessa dagstund er afar dýrmæt. Ég mun sakna Magnúsar og nær- veru hans. Kynni okkar voru löng því að ég var aðeins sextán ára þeg- ar við kynntumst. Um leið og ég þakka Magnúsi fyrir samfylgdina votta ég tengdamóður minni dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir áfram þó að hann sé horfinn af sjónarsviðinu. Blessuð sé minning Magnúsar. Marta María Oddsdóttir. Þungt varð mér um hjarta við andlátsfregn bekkjarbróður míns og kærs vinar allt frá æskudögum, Mangúsar Þórarins Torfasonar, fyrrverandi lagaprófessors og hæstaréttardómara. Þó vissi ég, að ill líkamleg mein vora að grafa um sig, þó að hann hefði ekki hátt um og bæri sig karlmannlega. Hann vildi standa, meðan stætt var, bjart- sýnn og hugarrór að fornum hetju- sið. Honum var fullkunnugt, að hveiju dró, en honum var gefíð þrek til að una þessum örlagadómi með stillingu og æðraleysi. Hann vissi ofur vel, að dómnum þeim varð ekki áfrýjað, æðra dómstig var ekki til. Hann hafði líka lifað marga hamingjudaga, notið mikillar gæfu og séð marga forna drauma rætast. Hann fæddist á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, bænum, sem forfeður hans, ættingj- ar og venslafólk gerðu landskunnan. Foreldrar hans voru Kolfínna Magn- úsdóttir og Torfí Hjálmarsson, sem þar bjuggu á hluta jarðarinnar. Kolfinna var dóttir Magnúsar Þórar- inssonar bónda og hugvitsmanns á Halldórsstöðum og konu hans, Guð- rúnar Bjamhéðinsdóttur frá Böð- varshólum í Vesturhópi, systur þeirra Bríetar kvenréttindafrömuð- ar og Sæmundar læknis. Torfí var frá Ljótsstöðum í Laxárdal, sonur Áslaugar Torfadóttur frá Olafsdal og Hjálmars Jónssonar, sem var bróðir þeirra séra Áma á Skútustöð- um, Helga bónda á Grænavatni og Sigurðar bónda og ráðherra á Ysta- felli. Heimili Kolfinnu og Torfa var glaðvært menningarheimiii. Jarð- næðið var að vísu þröngt og efnin ekki mikil, en þar var gestkvæmt, þar var mikið lesið og þar var tón- list iðkuð og mjög í hávegum höfð. Torfi lék á fiðlu og Kolfinna á org- el, var ásamt Guðfínnu frá Hömmm helsti undirleikari Lissýjar sönkonu á Halldórsstöðum hinnar skosku, sem gift var Páli, föðurbróður Kol- finnu. Magnús kom í Menntaskólann á Akureyri vorið 1937 til þess að þreyta árspróf 1. bekkjar, en náms- efnið hafði hann lesið heima þá um veturinn. Nestið að heiman dugði honum vel, því að hann vakti þá þegar athygli fyrir góða kunnáttu og afburða námsgáfur. Á gagn- fræðaprófí tveimur áram seinna varð hann efstur og sama leikinn lék hann á stúdentsprófi vorið 1942. Hann virtist lítið þurfa fyrir námi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.