Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Sósíalistar vinna óvæntan kosningasigur á Spáni en missa þingmeirihluta Gonzalez verð- ur að reiða sig á þjóðernisflokka Madríd. Reuter. SIGUR sósíalista í þingkosningunum á Spáni um helgina, fjórði kosn- ingasigur flokksins í röð, er öðru fremur persónulegur sigur Felipe Gonzalez forsætisráðherra. Tók hann af skarið í erfiðum innanflokks- deilum vegna spillingarmála og ákvað að stjórna sjálfur kosningabar- áttunni. Er góð frammistaðu hans á lokaspretti konsingabaráttunnar sögð hafa ráðið úrslitum; hann hafi snúið nær fyrirfram bókuðu tapi í kosningasigur. Hlutu sósíalistar 159 þingsæti af 350 og þurfa því í fyrsta sinn að semja við smáflokka til þess að geta stjórnað. Líkleg- ast var talið að þeir sneru sér til katalónska flokksins Convergencia i Unio (CiU) sem hlaut 17 þingmenn og ef til vill reynist þeim nauð- synlegt einnig að tryggja sér stuðning þjóðarflokks Baska. „Felipe Gonzalez er reynslumikill Jose Maria Aznars, sem hafði smá- og hæfileikaríkur leiðtogi, þjóðar- leiðtogi, Evrópuleiðtogi. Sigurinn er einkum að þakka framgöngu hans sjálfs,“ sagði Eduardo Martin Toval formaður þingflokks sósíal- ista þegar úrslitin lágu fyrir. Töpuðu þingmeirihluta Sósíalistar töpuðu þingmeirihluta sínum og alls 16 þingsætum. í kosn- ingunum 1989 hlutu þeir 39,87% atkvæða en 38,68% nú. Þjóðflokkur vegis forskot á Sósíalistaflokkinn í skoðanakönnunum, hlaut 141 þing- sæti, bætti við sig 34 mönnum og jók kjörfylgi úr 25,97% í 34,82%. Sameinaðir vinstrimenn bættu við sig einu þingsæti, fengu 18, en fjórði stærsti flokkurinn er Katalón- íuflokkurinn Convergencia i Unio með 17 þingmenn. Sjö flokkar til viðbótar hlutu 1-5 þingmenn hver. Síðustu skoðanakannanir fyrir kosningar, sem birtar voru viku URSTIT KOSNINGANNA A SPANI Sósíalistaflokkurinn vann fjórðu þingkosningarnar í röð á sunnudag en misstu þó meirihluta á þingi. Opinber bráðabirgðaúrslit Atkvæða- Sæti í neðri hlutfall deild þingsins 75% kjörsókn Sæti i neðri deiló þingsins erualls 350 REUTER Sósíalistaflokkurinn (PSOE) Þjóðarftokkurinn (PP) Sameinaðir vinstri menn (IU) Convergencia i Unio (CiU) Baskneski þjóðernisflokkurinn (PNV) Kanaríeyjasambandið (CC) Herri Batasuna (HB) Sósíaiíski og demókr. miðfl. (CDS) Aragonflokkurinn (PA) Eusko Alkartasuna (EA) Valensfusambandið (UV) Esquerra Republica (ERC) 1993 1989 1993 1989 38,68 39,87 159 175 34,82 25,97 141 107 9,57 9,13 18 17 4,95 5,07 17 18 1,24 1,25 5 5 0,88 4 - 0,88 1,06 2 4 1,76 7,95 0 14 0,61 035 1 1 0,55 0,67 1 2 0,48 0,71 1 2 0,80 0,41 1 - Fögnuður á Spáni STUÐNINGSMENN sósíalista kunnu sér ekki læti þegar Ijóst var orðið að Sósíalistaflokkurinn hefði farið með sigur af hólmi í þingkosningunum á Spáni á sunnudagskvöld. fyrir kjördag, sýndu að Þjóðflokkur Aznars hafði lítilsháttar forskot á sósíalista. Þá hafði seinna sjónvarp- seinvígi Gonzalezar og Aznars ekki farið fram en sá síðarnefndi var talinn ótvíræður sigurvegari þess fyrra. Þar hafði hann af nægu að taka til að gagnrýna stjórn sósíal- ista; viðvarandi efnahagskreppu, ört vaxandi atvinnuleysi og þrennar gengislækkanir pesetans á átta mánuðum. Því til viðbótar höfðu fréttir af fjármálahneykslismálum skaðað sósíalista. í seinna einvíginu, mánudaginn fyrir kosningar, sneri Gonzalez tafl- inu hins vegar alveg við. Sótti hann hart að Aznar og afhjúpaði m.a. úrræðaleysi hans í efnahagsmálum. í vikunni fyrir kjördag fór forsætis- ráðherrann sem logi um akur og bað um áframhaldandi stjórnarum- boð. Þjóðin þyrfti á 10 ára reynslu sósíalista að halda meðan hún ynni sig út úr efnahagskreppu, sagði hann. Réði Franco-grýla úrslitum Talið er að það hafi ráðið úrslit- um um hvernig þrjár milljónir kjós- enda, sem lengst af voru óákveðn- ir, greiddu atkvæði, að Gonzalez notaði Franco-grýluna gegn Þjóð- flokknum á lokasprettinum. Rifjaði upp kjör Spánveija á dögum ein- ræðisherrans Francisco Franco og varaði þá við Þjóðflokknum með því að segja að Spánvetjar þekktu það alltof vel af eigin reynslu hvað það væri að búa við hægri stjórn. Aznar hélt því ítrekað fram í kosningabaráttunni að ekkert myndi breytast héldu sósíalistar velli í kosningunum; gamla falleink- unastefnan yrði áfram við lýði. Gonzalez hélt öðru fram í gær. Hann sagðist hafa meðtekið skila- boð þau sem í úrslitunum fælust; þjóðin vildi breytingar og hann myndi breyta um áherslur. Hann sagðist myndu einbeita sér að því að ráða bót á 22% atvinnuleysi og hét því að ný stjóm yrði fersk, skip- uð mörgum nýjum mönnum. Völdin dreifast Stjómmálaskýrendur sögðu í gær að niðurstöður kosninganna ættu eftir að leiða til meiri vald- dreifingar á Spáni þar sem 11 ára valdaforræði sósíalista væri lokið. Óhjákvæmilega verður Gonzalez að leita eftir stuðningi annarra flokka og fylkinga við stjórnarmyndun. Flokkur Katalóníumanna, CiU, er í sterkri stöðu og Miquel Roca flokks- leiðtogi sagðist í gær myndu færa sér þessa stöðu í nyt í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Helsta krafa flokksins verður að Katalóníumenn fái forræði yfir eig- in tekjuskatti. Stjómmálaskýrendur sögðu að sósíalistar kæmust aldrei hjá því að láta undan kröfum CiU. Þeir hafi framtíð ríkisstjómarinnar í hendi sér þar sem Gonzalez geti aldrei leitað til Sameinaðra vinstri- manna vegna andstöðu þeirra við Evrópubandalagið. Framundan er samningamakk sem ljúka verður fyrir 29. júní en þann dag kemur nýtt þing saman og daginn eftir felur Jóhann Karl Spánarkonungur væntanlegum forsætisráðherra formlega stjórnarmyndun. hacVe'- mundbönd á næslu mqndbanda- leigu i'i+ná-fiirixnnr Stjörnuleikarar í bráðsnjallri mynd utgaTuaagur\ þar sem fléttast saman gamansemi, nröð atburðarás Æsispennandi 15. júní gamansemi mögnuð spenna. etta. MVNDBQND Síðumúla 20, sími 679787 Þráhyggja heimilisföður sem á allt til alls leiðirtil óbeislaðrar heiftar, morðs og kaldrifjaðra tryggingasvika. Ógnvekjandi og sönn saga. Utgáfudagur í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.