Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur við Reykjavíkurhöfn í besta veðri Mesti fjöldi í mörg ár fylgdist með MIKILL mannfjöldi safnaðist saman við Reykjavíkurhöfn í hlýju og mildu veðri á sjómannadaginn sl. sunnudag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og þyrla Landhelgisgæslunnar sýndu búnað sinn og notkun hans og allt að 900 manns gripu tækifærið og sigldu með varðskipinu Óðni. Slysavarnafélagið veitti sérstaka viðurkenningu fyrir björgunarafrek og einnig fengu fimm sjó- menn heiðursmerki sjómannadagsins. Garðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri sjómannadagsins, giskaði á að um 7.000 manns hefðu mættu mður á höfn. „Ég er sannfærður um að þetta er mesta þátttaka í mjög mörg ár,“ sagði Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavama- félags íslands, en hann var kynn- ir á sjómannadaginn. Kór eldri borgara kom og söng nokkur sjó- aralög og varð úr mikill fjölda- söngur þegar mannfjöldinn tók undir. „Það var gríðarleg stemmn- ing, einhver sú albesta, sem ég hef kynnst" sagði Hannes. Slysavamafélag íslands veitti Pétri Kristjánssyni, skipstjóra, sérstaka viðurkenningu fyrir björgunarafrek. í september síð- astliðnum bjargaði hann á síðustu stundu þremur mönnum úr hafn- armynninu í Reykjavíkurhöfn eft- ir að skútu þeirra hafði hvolft. Sérstök heiðursmerki sjó- mannadagsins fengu Daníel Guð- mundsson, vélstjóri, Einar Jó- hannesson, bryti, Kristján Jóns- son, loftskeytamaður, Pétur H. Ólafsson, sjómaður, og Sigurður Kr. Ámason, skipstjóri, fyrir vel unnin sjómannsstörf og giftu- dijúga þátttöku í félagsmálum. Loks fengu tveir skipstjórar viður- kenningu fyrir góðan öryggisað- búnað á skipum sínum en þeir voru Engilbert Engilbertsson á Laxfossi og Guðmundur Kjalar Jónsson á Sjóla HF 1. Óðinn fór fimm ferðir Björgunarsveitir úr Reykjavík, Kópavogi, af Seltjarnamesi og Kjalamesi ásamt þyrlu Landhelg- isgæslunnar voru með hefð- bundna sýningu varðandi slysa- vamir á sjó og sjóbjörgun og vakti hún sem endranær mikla athygli. Varðskipið Óðinn fór fimm ferðir með fullt skip af fólki, um 170 í hverri ferð. Sjómenn heiðraðir Morgunblaðið/Einar Falur Á sjómannadaginn í Reykjavík var fimm sjómönnum veitt heiðursmerki sjómannadagsins fyrir vel unnin störf og giftudrjúga þátttöku í félagsmálum. F.v. Daníel Guðmundsson, vélstjóri, Einar Jóhann- esson, bryti, Kristján Jónsson, loftskeytamaður, Pétur H. Ólafsson, sjómaður, og Sigurður Kr. Árna- son, skipstjóri. Morgunblaðið/Einar Falur Siglt til hafnar Reykvíkingar tóku forskot á sjómannadaginn sl. Iaugardag, þegar björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein sigldi fánum skrýddur inn í höfnina. Morgunblaðið/Einar Falur Siglt með Óðni Á sjómannadaginn var fólki boðið að sigla með varðskipinu Óðni og var veður var mjög gott til slíks ferðalags. Ólafur Þórarinsson {LrlÍJÖJ J IHHNUffl) og hljómsveitin Karma setja upp þessa vinsælu sýningu í Súlnasal laugardaginn 12. júní n.k. Sýningin samanstendur af nýjum og gömlum lögum eftir Labba og hefur hún slegið í gegn á Selfossi undanfarið. Fram koma: Kári Þormar, píanóleikur. Kristjana Stefánsdóttir, söngur. Blandaður kór „Austan átta“. Stórhljómsveitin KARMA með söngkonunum þrem. Kynning: Radíusbræður, Steinn Ármann og Davíð. Þetta er stanslaus skemmtun, stemmning, hlátur og fjör. Verð: Sýning og matur 2.900,- kr. (Þríréttaður kvöldverður) Sýning 1.500,- kr. Dansleikur 850,- kr. Matargestum verður boðinn fordrykkur við komu. Misstu ekki af þessari einu sýningu í Súlnasal. Pantaðu tímanlega, í síma 29900 -lofar góðu! Sjávarútvegsráðherra á sjómannadaginn „Tímitilað slíðra sverðin“ ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í ræðu á sjómanna- daginn að við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu væru allir kallaðir til ábyrgðarhlutverks. Hann vildi gjarnan sjá víðtæka póiitíska samvinnu og sátt við launafólk og atvinnulíf. Hann sagði að í hvalveiðimálum mættu íslendingar hvorki láta bilbug á sér finna né heldur rasa um ráð fram vegna óþolinmæði. í hvalveiðimálinu yrði að sjálf- sögðu að fara fram með gætni og fullu raunsæi og láta öðrum eftir að láta einvörðungu stjórnast af til- finningarökum, sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagðist fagna því ef unnt væri að skapa umræðuvettvang milli stjórnar, stjómarandstöðu og aðila vinnumarkaðarins til þess að fínna í sameiningu leiðir út úr vand- anum og bætti við: „Vafalaust hefur það ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu daga, að bæði gamlar og nýjar væringar innan stjómmála- flokka og miili þeirra hafa sett mark sitt á umfjöllun fjölmiðla um þessi efni. Þjóðarvandinn er hins vegar meiri en svo að við getum látið pólitísk glímutök eða persónuleg átök ráða framgangi mála, þó að slíkt geti verið freistandi bæði fyrir sjálfan mig og aðra. Nú er tími til að slíðra sverðin." Þyrla keypt í haust Þorsteinn sagði að baráttan fyrir nýrri öflugri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna væri orðin nokk- uð löng en taldi að í haust myndi endanleg afstaða verða tekin um hvemig þyrla yrði keypt. „Úr heiðnum dómi“ Hermann Pálsson flytur fyrirlestur við Kennaraháskóla íslands HERMANN Pálsson, prófessor í Edinborg, flytur fyrirlestur við Kennaraháskóla íslands miðviku- daginn 9. júní sem hann kallar Úr heiðnum dómi. í honum er grafist fyrir um þá vitneskju sem ráðin verður af hvers konar heim- ildum, í lausu máli og bundnu, um heiðinn átrúnað forfeðra okk- ar. Athygli verður einkum beint að ummælum íslendingasagna um fornar siðvenjur. Hermann Pálsson er einn þekkt- asti núlifandi íslendingur á sviði norrænna fræða. Hann hefur ritað flölda bóka og greina um fornsögur og kvæði og verið eftirsóttur fyrir- lesari víða um lönd. Hann hefur ekki alltaf farið alfaraleiðir í rann- sóknum sínum og margar nýstár- legar kenningar hans hafa vakið mikla athygli. Hermann hefur og þýtt mörg helstu fornrit okkar á enska „ tungu og hafa Hermann Pálsson. þýðjngar hang m.a. birst í ritröðinni „Penguin Classics". Þannig hefur Hermann lagt ómentanlegan skerf til kynning- ar á bókmenntaarfi íslendinga. Fyrirlesturinn í Kennaraháskól- anum fer fram í stofu B-201 og hefst kl. 16.15. Öllum er heimill aðgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.