Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 41 sínu að hafa, því að skilningurinn var skarpur og minnið trútt. Hann var jafnvígur á allar námsgreinar og var gerhugall, rökvís og fastur í hugsun, vann af öllum hug að því, sem hann fékkst við hverju sinni. Það vinnulag iðkaði hann ævilangt og það dugði haonum vel. Aldrei ofmetnaðist hann af námsaf- rekum sínum, enda allur hroki, sem Þórarinn Bjömsson kallaði hjarta- heimsku, honum fjarri. Hann var alltaf sami góð félaginn, hægur í fasi, broshýr og glaður í sinni með gamansemina nærtæka, en var al- vöragefínn í aðra röndina, þegar við átti. Okkur bekkjarsystkinunum var hann sjálfkjörinn og óumdeildur leiðtogi í öllum félagsmálum, „primus inter pares“, án þess að hann sæktist nokkru sinni eftir því sjálfur. En það þóttu engin ráð ráð- in nema Magnús væri með í þeim ráðum. Sumarið 1942 hafði Magnús stop- ular vinnutekjur, vann þó um tíma við að mála hús Menntaskólans á Akureyri að utan. Hann innritaðist í lagadeild Háskóla íslands þá um sumarið, fullur bjartsýni og öraggri trú á gæfu sína og hamingju. Hann bað reykvískan bekkjarbróður okk- ar, Hilmar Garðars, að útvega sér einhvers staðar ódýran samastað næsta vetur og Jónas Jónasson frá Hriflu lofaði honum stundakennslu í íslensku við Samvinnuskólann. Svo lét hann slag standa. Með aleiguna, 135 krónur, í vas- anum fór hann suður um haustið, eiginlega alveg út í óvissuna, vissi raunar ekki, hvað við tæki. En gæfan brást honum ekki. Samastað- urinn reyndist ekki vera af lakara taginu, heldur heimili öndvegishjón- anna Ingibjargar Bjömsdóttur og Þórðar Ólafssonar útgerðarmanns á Bergstaðastræti 73. Þar fékk hann herbergi, fullt fæði og þjónustu. Þegar til kom fékk hann ekkert að borga. Honum var sagt, að það væri ekki venja á því heimili að taka gjald fyrir greiða eða gistingu. Þennan vetur bjó ég í leiguher- bergi í húsi við Fjölnisveg, svo að örskammt var að fara til að heim- sækja Magnús, enda skrapp ég oft til hans á kvöldin, því að við höfðum margt að ræða, rökræða og jafnvel kappræða. Þá brást sjaldan, að hús- freyjan vitjaði okkar með mjólk- ursopa og jólaköku eða einhverja aðra hressingu af sinni miklu hugul- semi og umhyggju. Þama fann ég, hvetju atlæti Magnús átti að fagna hjá þessu góða fólki, og gestir hans nutu þess með honum. Þau voru hvort sem annað, hjónin, í þessu efni, ekki aðeins gestrisin, heldur hjartahlýjar og elskulegar mann- eskjur. Þarna átti Magnús síðan heimili upp frá þessu allt til æviloka, því að þar kom, að yngri dóttirin, Sigríð- ur, og Magnús felldu hugi saman og gengu í hjónaband 8. júií 1948. Magnúsi sóttist vel laganámið og hann tók það föstum tökum. Hann lauk því vorið 1949 með því að taka fjórðu hæstu einkunn, sem þá hafði verið tekin á sambærilegu embætt- isprófi í lögræði við Háskóla ís- lands. Seinna sigldi hann til Kaup- mannahafnar til framhaldsnáms. Embættisferili hans varð glæsilegur eins og námsferillinn, hvort sem hann skipaði stöðu stjórnarráðsfull- trúa, prófessors við Háskóla íslands eða dómara í Hæstarétti. Tvö tíma- bil var hann forseti Hæstaréttar og var þá einn af handhöfum valds forseta íslands í forföllum eða íjar- vera þjóðhöfðingjans. Honum hafa verið falin ýmis trúnaðarstörf önn- ur, sem hann hefir öllum gegnt af kostgæfni og trúmennsku eins og hinum vandasömu embættum sínum og í fullu samræmi við manngildi sitt og eðliskosti. Magnús var mikill hamingjumað- ur, ekki aðeins í embættisstörfum sínum, heldur einnig í einka- og fjöl- skyldulífi. Þeim Sigríði auðnaðist að lifa saman í hjónabandi í hartnær 45 ár og áttu óvenjulegu bamaláni að fagna, mestu gleði allra foreldra. Þau eignuðust sjö börn og komu þeim öllum til manns, eins og kallað er. Þau eru öll vel menntuð og njóta velgengni og virðingar í þjóðfélag- inu eins og foreldrar þeirra. Ásamt tengdabörnunum og barnabörnun- um hafa þau hnýtt foreldrum sínum sannan sigur- og hamingjukrans. Hjá Sigríði og Magnúsi hefir ver- ið hreiður þeirra samheldni, sem við bekkjarsystkinin höfum sýnt af okk- ur, svo langt sem hún nær. Þau hafa kallað hópinn saman á heimili sínu, þegar eitthvað hefur verið I vændum, svo sem bekkjarhóf af einu eða öðra tilefni. Magnús hefir manna mest unnið að því að hnapp- sitja hjörðina og hann hefir yfírleitt verið framkvöðull þess, sem gert hefir verið. Nú verður heldur betur skarð fýrir skildi. Á stórum stúdentsafmælum var Magnús hrókur alls fagnaðar og glæstur forystumaður. Fyrir tæpu ári héldum við mikla hatíð til að minnast þess, að hálf öld var liðin frá þeim degi er við kvöddum Menntaskólann á Akureyri með hvíta kolla á höfði og töldum okkur flesta vegi færa. Við skólaslitaat- höfnina í fyrra flutti Magnús ræðu fyrir hönd þessa glaða hóps og fórst það sköralega og glæsilega, eins og vænta mátti. Ekkert okkar grunaði þá, að hann ætti svo skammt eftir ólifað. Með fráfalli hans er þriðjung- ur hópsins hniginn í valinn. Eftir fagnaðinn á Akureyri hélt hann í síðustu pílagrímsför sína heim á bernskuslóðimar, austur í Halldórsstaði að rekja gömul og gengin spor á auðum æskustöðvum. Hann gekk suður og upp heiðina og lét hlýjan, hvassan vind, ættaðan sunnan úr óbyggð leika um sig. Granur minn er sá, að þá hafi hann fundið, að þar fór ekki aðeins að honum stormur öræfanna, heldur einnig súgur örlaganna. Við Ellen höfum átt þau Magnús og Sigríði að vinum um hálfrar hald- ar skeið, ekki aðeins kunningjum, viðmælendum og viðhlæjendum, heldur sönnum og traustum vinum, sem við höfum alltaf hlakkað til að hitta, okkur hefir þótt gott að hitta og hollt að blanda geði við. Okkur hefir alltaf liðið vel í návist þeirra. Fjarlægðin milli heimila okkar hefir verið nokkur þröskuldur, en ég hygg, að við höfum ekki oft komið svo til Reykjavíkurhéraðs, að við höfum ekki latið sjá okkur eða í okkur heyra á Bergstaðastræti 73. Viðtökumar hafa alltaf verið á sömu lund, hjartanlegar, einlægar og elskulegar. Minnisstæð er heimsókn okkar í sumarbústað þeirra hjóna við Þingvallavatn fyrir tveimur árum. Þar voru aðstæður aðrar, en viðmótið hið sama. Sólin jós heitum geislum yfir landið og vatnið og okkur fjögur, þar sem við stóðum á laufí skrýddum bakkanum og horfð- um yfir þetta stóra vatn, glitrandi af gulli og demöntum undir sól að sjá. Það er erfitt að taka því að eiga ekki eftir að hitta Magnús. Söknuð- urinn eftir þann góða dreng er býsna sár. En á hinn bóginn er það mikið þakkarefni að hafa átt hann að vini og gott er að hugfesta minningarn- ar, sem glóa og glitra á báram tímans eins og gull og demantar. Sverrir Pálsson. „Og ungmenni nokkurt sagði: Ræddu við okkur um vináttuna. Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur í leit að friði." (Kahlil Gribran). Þegar við fengum fregnir af því að Magnús frændi okkar væri látinn komu minningar úr barnæsku fram í huga okkar. Öll minnumst við þess þegar við sátum í kjöltu hans, þar sem hann „töfraði pening inn í hand- legg okkar“. Magnús var einstak- lega barngóður og sýndi hann börn- um okkar sömu hlýju og hann sýndi okkur. Magnús var mikill skíðaáhuga- maður og oftar en ekki var hann mættur fyrstur manna I Bláfjöllin og alltaf var hann tilbúinn að gefa okkur góð ráð um hvernig bæta mætti „stílinn". Hann sýndi því ávallt áhuga hvað við aðhöfðumst og hvernig okkur vegnaði í lífinu og alltaf kom hann fram við okkur sem jafningja. Magnús kom vel fyr- ir sig orði og var gamansamur. Ávallt vorum við, systkinin og fjölskyldur okkar, velkomin til Magnúsar og Sísíar, hvort sem var á heimili þeirra á Bergstaðastræti eða I sumarbústaðinn á Þingvöllum. Við minnumst Magnúsar með þakklæti og hlýhug og teljum okkur hafa verið lánsöm að hafa átt hann að. Elsku Sísi, böm, tengdabörn og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þunp greiðir. Vort Iíf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðinn breiðir. (E. Ben.) Minningin um Magnús mun ætíð lifa með okkur. Torfi Helgi, Magnús, Andrés og Margrét Sif. Magnús Þ. Torfason, sem verður borinn til grafar hér í Reykjavík í dag, kom mikið við sögu Hæstarétt- ar í rúmlega þijátíu ár. Minning Þórunn Pálsdóttir Fædd 17. mars 1907 Dáin 29. maí 1993 í dag kveðjum við með söknuði elskulega og trygga félagskonu okkar, Þórunni Pálsdóttur. Þórunn gekk til liðs við Hús- mæðrafélag Reykjavíkur fyrir rúm- um 50 árum. Hún var ötul félags- kona og vann heilshugar að eflingu félagsins frá fyrstu tíð. Þórunn átti þátt I að koma upp námskeiðum I matargerð og hann- yrðum fyrir ungar konur, en á þeim árum var lítið um slíka fræðslu. Margar húsmæður búa að þeirri kennslu enn þann dag í dag. Á meðan Þórunn hafði heilsu til sótti hún jafnan félagsfundi og lagði ávallt gott til allra mála. Hún var' mikil hannyrðakona og naut hús- mæðrafélagið góðs af dugnaði hennar við hannyrðirnar og örlæti viðfélagið. Á 50 ára afmæli félagsins var Þórunn valin heiðursfélagi hús- mæðrafélagsins.Þau hjón, Þórunn og Þorgeir, voru höfðingjar heim að sækja og áttum við í húsmæðra- félaginu margar gleðistundir á heimili þeirra hjóna, ekki síst á seinni árum, er þau voru sest í helg- an stein í fallegu íbúðinni í Seljahlíð. í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur er þessarar látnu vinkonu okkar og félaga minnst með hlýhug og þökk fyrir samfylgdina og störf í þágu félagsins. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Þorgeir, og fjölskyldu hans sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Húsmæðrafélags Reylqavíkur, Steinunn V. Jónsdóttir. Það hefur tíðkast, allt frá stofnun réttarins 1920, að prófessorar við lagadeild Háskólans tækju sæti sem svonefndir varadómarar í einstökum málum eða sem settir dómarar um skamman tíma eða langan. Magnús sat fyrst í Hæstarétti 1956 sem varadómari, skömmu eftir að hann varð prófessor, og var á fimmtán áram varadómari í 227 málum. Hann var settur dómari um skeið á árinu 1960 og skipaður frá 15. nóv- ember 1970. Hann var forseti rétt- arins 1976-1977 og aftur 1985 til 1986. Lausn frá embætti fékk hann frá ársbyijun 1988. Magnús var vanur dómstörfum áður en hann settist í Hæstarétt, því að hann var fulltrúi Einars Am- alds borgardómara í Reykjavík á áranum 1951 til 1954. í dómstörfum var Magnús vand- virkur svo að af bar, gjörhugull og varkár. Sérgrein hans var fjármuna- réttur, en hann kappkostaði að kynna sér önnur svið lögfræðinnar og hafði góð tök á þeim reglum, sem máli skipta í hvers konar dómsmál- um. Til dæmis þótti þeim sem þetta skrifar athyglisvert, þegar við urð- um starfsbræður 1976, hve vel Magnús-kunni skil á refsirétti, en sú grein er um sumt sérstök og kom lítt við sögu hjá Magnúsi, meðan hann var dómarafulltrúi og laga- kennari. Dómsatkvæði Magnúsar og ræður hans á dómarafundum mótuðust af því, að hann var maður velviljaður og réttsýnn. Hann var vinnusamur og helgaði Hæstarétti krafta sína lítt skipta, meðan hann var þar í embætti. Okkur samstarfsmönnum hans var það gæfa og gleði, að hann var góður persónulegur vinur, fróður um margt og áhugasamur um tón- list og um landsins gagn og nauð- synjar. Hann hafði gengið í hjóna- band meðan hann var enn í Háskól- anum. Þau hjónin Sigríður Þórðar- dóttir og Magnús bjuggu á Berg- staðastræti 73 og ólu þar upp stór- an og mannvænlegan barnahóp. Þangað var gott að koma. Magnú- sátti margt frænda, þar á meðal á æskuslóðum sínum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, og fylgdist með fjölda þeirra. Sá sem þetta skrifar var þremenningur við Magnús og naut oft þekkingar hans á fólki í Skútustaðaætt og á öðram norðan heiða. Núverandi og fyrrverandi dómar- ar og aðrir starfsmenn Hæstaréttar minnast Magnúsar með miklum hlý- hug á útfarardegi hans og biðja konu hans og allri fjölskyldu bless- unar. Þór Vilhjálmsson. Fleiri greinnr um Magnús Þ. Torfason bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Ástkær móðir okkar, JÓHANNA EYSTEINSDÓTTIR, lést í Hátúni 10-B laugardaginn 5. júní. Eysteinn Jónsson, Birgir Jónsson, Nanna Jónsdóttir. Systir okkar, MAGNÝ GUÐRÚN BÁRÐARDÓTTIR, Buðulæk 2, Reykjavík, lést laugardaginn 5. júní sl. Jón H. Bárðarson, Salóme B. Bárðardóttir, Sigurður Ó. Bárðarson, Þorsteinn Sigurðsson. + Móðir mín og tengdamóðir, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR, fyrrv. bankastarfsmaður lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. júní. Sveinn Áki Lúðviksson, Sigrún Jörundsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL MAGNÚSSON, Mýrargötu 8, Neskaupstað, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaupstað, laugardaginn 5. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Axelsdóttir, Kristján Maríasson, Jóhanna Axelsdóttir, ísak Valdimarsson, Halldóra Axelsdóttir, Þráinn Rósmundsson, Emma Axelsdóttir, Davíð Lúðvíksson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, CLARA LAMBERTSEN, Kirkjuvegi 28, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Véstmannaeyja 6. júní sl. Jóhann Guðmundsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Steinn Guðmundsson, Guðbjörg S. Petersen, barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.