Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Anna Sjöfn Stefáns- dóttir — Minning Okkar kæra og elskulega systir og mágkona er farin frá okkur svo snöggt og fyrirvaralaust. Hún lést 30 maí sl. á gjörgæsludeild Land- spítalans. Anna fæddist á Kárastöðum við Borgames 1. janúar 1947, en flutt- ist ársgömul til Akraness og ólst þar upp, uns hún fluttist til Reykja- víkur eftir skólagöngu. Foreldrar hennar vom hjónin Stefán Eyjólfs- son og Guðrún Pálsdóttir. Minningamar leita á hugann, líf okkar var svo samofíð. Við vomm alltaf nálægt hvor annarri og böm- in okkar ólust næstum því upp sam- an, mér fundust hennar böm vera mín böm og ég veit að þannig fannst henni um mín. Hún var sérstaklega mikið gefín fyrir böm. Frá því að hún var smá- stelpa var hún alltaf með einhver böm á eftir sér. Því var það hennar draumastarf þegar hún hóf störf á bamaheimili í Njarðvík. Oft talaði hún um bömin sín þar og við velt- umst um af hlátri þegar hún var að segja skemmtilegar sögur af þeim og þá ljómaði hún í framan. Hún hafði sérstakt lag á börnum og ég veit að hinir mestu ærslabelg- ir urðu eins og litlir englar í umsjá Önnu. Hún var aðeins 17 ára, þegar hún eignaðist drenginn sinn, Eyjólf Stefán. Hann var hennar stolt og gleði, enda afskaplega duglegur og vel gefínn. Hann er byggingatækni- fræðingur og býr í Danmörku og þangað ætlaði hún í sumar með dóttur sinni til að sjá sonarsoninn, sem hún hafði aðeins séð einu sinni. Síðar hóf hún sambúð með Mar- oni Guðmundssyni frá Siglufirði og áttu þau eina dóttur saman, Guð- rúnu, sem er átján ára og er henn- ar missir mikill, því að þær vom mjög nánar og miklar vinkonur. Anna var sérstök snyrtimann- eskja. Það var hennar líf og yndi að hlúa að heimilinu, prýða það og snyrta og það bar þess augljós merki. Við fómm oft saman í ferðalög um landið með fjölskyldur okkar. Mér er sérstaklega í minni ein ferð sem við fómm fyrir nokkmm ámm á Snæfellsnes og Skógarströnd, fæðingarstað föður okkar, og sigld- um út í Flatey á Breiðafírði í einu því fegursta veðri sem ísland getur boðið upp á. Þetta var ógleymanleg ferð sem við minntumst mjög oft. Einnig var mjög ánægjulegt að fyr- ir nokkmm dögum hittumst við all- ar systkinadætumar, fímmtán að tölu, og ég veit að hún naut þess mjög eins og við allar. Við kveðjum okkar ástkæm syst- ur og mágkonu og þökkum henni fyrir allt og biðjum Guð að gæta hennar. Einnig biðja bræðumir Jó- hann og Guðmundur fyrir kærar þakkir. Elsku Guðrún, Eyfí og Maron, við eigum svo fallegar minningar um hana, sem munu ylja okkur um ókomna tíð. Guð blessi okkur öll. Bára og Guðleifur. Kær vinkona og samstarfskona Anna Stefánsdóttir er látin. Hver hefði trúað því þegar við kvöddum hana og buðum hver annarri góða hvítasunnuhelgi að það væri í hinsta sinn. Leikskólastjórinn tilkynnti okkur á annan í hvítasunnu að hún hefði veikst skyndilega og látist skömmu síðar. Það var dapur hópur sem mætti í vinnu á leikskólann Holt í Njarðvík þriðjudaginn eftir hvítasunnu. Anna hefur starfað með okkur undanfarin fímm ár og sjaldan verið frá vinnu. Hún var sérstaklega dagfarsprúð og ein- staklega lagin við bömin enda elsk- uðu þau hana og dáðu. Hún var bamsfóstra af Guðs náð. Við starfs- stúlkumar viljum með þessum orð- um þakka henni samfylgdina. Hennar verður sárt saknað. Við biðjum góðan Guð að vemda og blessa sálu hennar um alla eilífð. Við vottum manni hennar og böm- um okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í sorginni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu raína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson.) Anna Sveinsdóttir. t Faðir okkar, KRISTJÁN JÓNSSON frá Þórkötlustöðum, Grindavík, andaðist í Hrafnistu, Hafnarfirði, 5. júní. Þorgrimur Kristjánsson, Karl Kristjánsson. t Faðir okkar og afi, GÍSLI ÓLAFSSON frá Vindheimum í Tálknafirði, sföast bóndi á Kirkjubóli f Arnarfirði, til heimilis á Arnartanga 63, Mosfellsbæ, andaðist á Reykjalundi laugardaginn 5. júní sl. Börn og barnabörn. "t Bróðir okkar og mágur, m RUNÓLFUR STEFNIR STEFNISSON, lést í New York 5. júní. Regína Stefnisdóttir, Þóra Stefnisdóttir, Elías Ágústsson, Hrönn Stefnisdóttir, Haward Thornton, Böðvar Björgvinsson, Anna Nína Stefnisdóttir, Fanný Stefnisdóttir, Hugrún Stefnisdóttir, Hilmar Eggertsson, Auður Stefnisdóttir, Þórður Njálsson, Valur Jóhann Stefnisson, Marta Grettisdóttir. t HANNA ÞÓRÐARSON, Vesturbrún 4, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 9. júní kl. 13.30. Hrund Hansdóttir, Örn Þór, Ragnar Hansson, Louise Theodórsdóttir, Helga Hansdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hulda Valtýsdóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BJARNI BALDURSSON, til heimilis á Selvogsbraut 7, Þorlákshöfn, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 4. júnf. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir. t Bróðir okkar, SIGMUNDUR HALLDÓRSSON frá Hraungerði, Álftaveri, Stigahlfð 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 9. júní kl. 13.30. Ath. breyttan tíma. Rannveig Halldórsdóttir, Sigrfður Halldórsdóttir, Guðbjörg Stella Halldórsdóttir, Hallgrímur Halldórsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR frá Hausthúsum, Glaðheimum 14, lést í Landspítalanum mánudaginn 7. júní. Gfsli Sigurgeirsson, Sigurgeir Gíslason, Sigríður Danfelsdóttir, Bjarnheiður Gfsladóttir, Friðgeir Þorkelsson, Magnús Gfslason, Birna Jóhannsdóttir, Jóna Fríða Gísladóttir, Sævar Garðarsson, Alda S. Gfsladóttir, Jóhannes Bekk Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Útför HEIÐAR BALDURSDÓTTUR sérkennara og rithöfundar, sem lést í Landspítalanum 28. maí sl., verður gerð frá Bústaða- kirkju mánudaginn 14. júní kl. 13.30. Ómar Sævar Harðarson, Brynhildur Ómarsdóttir, Þórey Mjallhvft Ómarsdóttir, Þórey H. Kolbeins, Baldur Ragnarsson, Ragnar Þorsteinsson, Ragnar Baldursson, Lára Baldursdóttir, Halldór Baldursson, Dagný Jónsdóttir, Hörður S. Óskarsson og fjölskyldur. Af öllum Önnunum mínum var Anna Stefáns best. Og þegar mamma spurði hveijum ég ætlaði að bjóða af leikskólanum mínum í afmælið mitt var Anna Stefáns sú eina sem ég nefndi. Aldrei var of langt að fara til þess að kveðja Önnuna mína með faðmlögum og kossi. Ég var sjálf á leið í ferðalag þegar ég kvaddi hana síðast. En það var eins og ég vissi að hún ætti líka ferðalag fyrir höndum, erfítt ferðalag, því að mér fannst ég verða að gera mér tvær ferðir til að faðma hana sérlega innilega, kvðja og kyssa, til að finna hlýju vanga hennar, hlýjuna sem hafði verið mér huggun svo oft og vang- ann sem hafði þerrað svo mörg tár í gegnum tíðina. Og ef einhver get- ur flutt ást og umhyggju mína fyr- ir lítilli sál yfir í annan og betri heim veit ég að Anna Stefáns gerir það fyrir mig, því að í þeim heimi bíður agnarlítil stelpa eftir konu eins og Önnu minni, sem faðmar, huggar og hlustar á drauma, óskir og áætlanir, því að í litlu höfði er öll fjöll svo létt, öll höf svo grunn og allir sem okkur þykir vænt um eilífír. Mist Elíasdóttir. Anna Sjöfn Stefánsdóttir er látin. Við munum minnast hennar sem Önnu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Andlát hennar gerði ekki boð á undan sér. Þegar við fréttum að Anna frænka væri látin fylltumst við mikilli sorg. Þessi sorg er einkennileg og sterk tilfínning sem segir okkur að við munum sárt sakna hennar. Anna var einstaklega yndisleg kona og það ríkti alltaf mikil gleði í kringum hana. Hún ' var mjög hláturmild og tilfínninga- næm. Það er erfítt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að njóta fleiri yndislegra og skemmtilegra samverustunda með þessari góðu konu. Þess í stað munum við minn- ast með gleði allra þeirra stunda sem við fengum svo hamingjusam- lega að njóta með Önnu frænku. Það var alltaf gaman að heimsækja hana og fjölskyldu hennar og aldrei munum við gleyma matarboðunum sem hún og Bára systir hennar, móðir okkar, skiptust á um að halda á annan dag jóla. Anna kom oft í heimsókn til Báru og þar hittumst við oftast. Þegar við vorum yngri voru margir leikþættir settir upp sem við lékum fyrir hana eða hún lék fyrir okkur. Ög alltaf hló Anna frænka. Hún fylgdist vel með okkur og spurði alltaf hvað við vorum að fást við. Það sýndi að við skiptum hana máli og hún bar hlýhug til okkar. Það skipti okkur líka máli að fínna áhuga hennar. Hugsum okkur sólarupprás að lokinni fallegri sumarnótt, ilminn af rakri dögginni og fallegan fugla- söng taka á móti nýjum og björtum degi. Þannig munum við minnast hennar um alla eilífð. Elsku Maron, Guðrún og Eyfí. Innilegustu samúðarkveðjur til ykk- ar og annarra ástvina. Blessuð sé minning okkar kæru frænku. Stefán, Kara, Steinar og Rúnar. Blómmtofa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-einnlg um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.