Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Það var þétt rokk í Tunglinu þetta kvöld. Áheyrendur virtust vel kunna að meta til- burði Sólarinnar og Iétu ljósmyndara Morg- unblaðsins ekki trufla sig. TONLIST SSSól á útgáfutónleikum okksveitin SSSól hélt tón- leika í Tunglinu síðastliðið fimmtu- dagskvöld til þess að kynna nýjustu afurð sína. Platan, sem ber nafn skap- ara sinna, inniheld- ur bæði nýtt og eldra efni. Meðal nýrra laga má nefna dúett þeirra Helga Björssonar og Ingibjargar Stef- ánsdóttur. Þó svo að platan sé nýút- komin hefur lagið Háspenna/lífs- hætta þegar náð töluverðum vin- sældum Og klífur Morgunblaðið/Einar Falur nú listana Sólin Meðal áheyrenda mátti sjá Pelíkanana Guðmund Jónsson og Daníel Ágúst hefur fengíð liðs- Haraldsson í Ný danskri. styrk fyrir sumarið: Atli Örvars- var mál manna sem sóttu tónleik- sveitarmenn leyft sér að keyra son, fyrrum hljómborðsleikari Sál- ana að Sólin væri í fínu formi og lögin af krafti. SSSól verður á arinnar, hefur gengið til liðs við það væri greinilegt að hún væri ferð um landið í allt sumar og sveitina og var ekki annað að sjá búin að vinna heimavinnuna sína. voru tónleikarnir í Tunglinu fyrsti en leikur hans félli vel inní. Það Spilamennskan var góð og gátu liðurinn í sumardagskránni. TÓNLIST Boy George rýfur þöguina að hefur verið hljótt um popp- söngvarann Boy George síðast- liðin sjö ár. Ástæðan? Of mikil víma og of litlar vinsældir segja þeir sem til þekkja. En nú eru liðin sex ár frá því að söngvarinn skipti um matar- æði og heróínið fékk að vikja fyrir grænmetinu. „Þetta er liðin tíð fyrir mig,“ segir Boy George, „vímuefnin ber nú aðeins á góma í viðtölum. Það er eins og fólk vilji finna hjá mér eftirsjá." Boy George er ekki á þeim buxunum. Hann segir að heróínið sé frábær felustaður og hann hafi neytt eiturlyfja vegna þess að hann naut þess. „Ég hef alltaf verið öfgamað- ur,“ segir söngvarinn, „ég verð að vera í sviðsljósinu — alltaf.“ Það er alrei að vita nema söngvaranum verði að ósk sinni því nýjasta lag hans, Crying Game, hefur sést víða á vin- sældalistum. Nú er hann drottning. Boy George hefur stigið síðasta skrefið úr skápnum. í stað þess að látast vera tvíkyn- hneigður hefur Boy George nú alfar- ið snúið sér að karlpeningnum. „Ég er drottning," segir hann og brosir. Boy George hefur gerst trúaður mjög í seinni tíð og aðhyllist kenningar Hare Krishna safnaðarins. En hann er ekki fullgildur meðlimur og að- spurður svarar hann: „Stærsti þrö- skuldurinn er samkynhneigðin. Hare Krishna viðurkennir hana ekki.“ MÁLAFERLI Stewart stefnir eldabuskunni Rod Stewart hefur þungar áhyggjur vegna skrifa eldabuskunnar um drykkjusiði hans og kynlíf. Carole Bodman var atvinnulaus þegar hún datt í lukkupottinn og fékk vinnu hjá rokk- söngvaranum Rod Stewart og þáverandi unnustu hans Kelly Emberg. Bodman átti að skúra gólfin og sjá um matseld á heimili þeirra í Beverly Hills. Laun hennar voru fæði og ókeypis húsnæði ásamt bifreið til eigin afnota. í þakkarskyni hefur hún skrifað bók um „líf sitt með Rod Stewart" þar sem hún segir frá drykkju- og kynlífsvenjum söngvar- ans sem fólu víst ekki alltaf í sér þátttöku sambýliskonu hans.Bókin geymir einnig nokkrar myndir og þar á meðal er mynd af poppgoðinu þar sem hann kemur fram án fata umkringdur rósum og fjöðrum. Carole segist hafa tekið myndimar sjálf en Rod vænir hana um lygar og sakar hana um að hafa stolið þeim úr einkasafni sínu. Rod Stew- art er allt annað en hress þessa dagana og kallar eldabuskuna sníkjudýr í ákæruskjali sínu þar sem farið er fram á skaðabætur upp á litlar 2.200 milljónir króna. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21‘* Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hörkustuð á ballinu í efri farþegasalnum í Herjólfi. Ásta María, Sigurður Friðrik og Eðvarð höfðu nóg að gera í eldhús- inu. VESTMANNAEYJAR Afgreiðsliiiólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir aö klófesta kort og vísa á vágest. Höföabakka 9 • 112 Reykjavík Sími 91-671700 Dansinn stiginn um borð 1 Herjólfi Ilok Landsþings Landsbjargar, sem fór fram í Eyjum fyrir skömmu, var haldið veglegt lokahóf með borðhaldi og síðar dansi. Hófið var haldið um borð í Herjólfi við Básaskersbryggju og létu Landsbjargarmenn vel af notagildi Herjólfs fyrir skemmtunina. Borðhaldið fór fram í stærri farþegasal skipsins. Þar snæddu 150 manns kvöldverð meðan harmoniku- og gítarleikari gengu um salinn og fluttu ljúfa tóna. Að borðhaldi loknu var stiginn dans í efri farþegasalnum þar sem hljómsveitin Eymenn lék fyrir dansinum. Gestum á lokahófinu þótti skemmtileg nýbreytni að sitja slíka veislu um borð í skipi, þó það lægi bundið við bryggju, og höfðu margir á orði að skipið væri kjörinn staður fyrir slík samkvæmi. Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.