Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.06.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 23 Skálholts- jörð end- urmetin VEGNA ábúendaskipta var út- tekt gerð á jörðinni Skálholti í Biskupstungnm í síðustu viku. Fardagar voru 3.-6. júní og þá lét Björn bóndi Erlendson af búskap á þessu forna biskupsetri en við tók Guttormur Bjarnason. Jörðina Skálholt gaf Gissur bisk- up ísleifsson seint á elleftu öld til biskupseturs og ákvað, „að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, með- an íslands væri byggt og kristni má haldast". Árið 1963 heimilaði Alþingi ríkistjórninni að afhenta þjóðkirkjunni jörðina endurgjalds- laust til eignar og umsjár og síðan hefur þjóðkirkja Islands verið eig- andi og landsdrottinn í Skálholti. Fyrir nokkru var tilkynnt um ábúendaskipti á biskupssetrinu forna. Hjónin Björn Erlendsson og María Eiríksdóttir hygðust láta af búskap en þeirra í stað kæmu Gutt- ormur Bjarnason og Signý Berglind Guðmundsdóttir. Þegar ábúenda- skipti verða á leigujörðum kveða ábúendalög á um að taka skuli jarð- ir út með lögmætri sköðunargerð. Úttekt var boðuð þriðjudag eftir Hvítasunnu enda lögbundið: „Út- tektarmenn skulu gera viðtakanda og fráfaranda aðvart með nægum fyrirvara, hvenær úttekt fer fram, svo og landsdrottni eða umboðs- manni hans svo að þeir geti verið viðstaddir og gætt réttar síns.“ Þriðjudaginn 1. júní voru í Skál- holti auk fyrrgreindra viðtakenda og fráfarnenda, fulltrúar lands- drottins, þ.e. kirkjuráðs, sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Ragnhildur Benediksdóttir skrifstofustjóri á biskupsstofu. Úttektarmenn voru Gísli Einarsson oddviti og bóndi Kjarnholtum í Biskupstungum og Sveinn Skúlason bóndi í Bræðra- tungu. Mikíl uppbygging Sveinn Skúlason sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að úttektarmenn hefðu haft hliðsjón af nákvæmri úttekt sem gerð var gerð árið 1950 þegar Björn Erlends- son og María Eiríksdóttir tóku við búsforráðum. Sveinn sagði að á þessum tíma hefði svo til öll upp- bygging staðarins átt sér stað og væri hlutur þeirra hjónanna Björns og Maríu ekki lítil. Þau hefðu bætt staðinn í með jarðabótum og fram- kvæmdum. Sveinn vildi ekki til- greina að svo stöddu ákveðnar fjár- hæðir enda ættu úttektarmenn að ganga frá sínum niðurstöðum og senda öllum viðkomandi. En Sveinn í Bræðratungu sagði það dýrmæt- ust sem ómetanlegt væri; sú gest- risni og reisn sem þau hjón hefðu setið staðinn með. ALPINA vandaðir gönguskór fyrir meiri og minni háttar gönguferðir. Frábærverö frá kr. 5.500,- LEIGANl ÍTIVISTARBÚÐIN vlerðarmiðslöðina, simar 19800 og 13072. Whp% hewlett WlrJk PACKARD ------------UMBOÐIÐ HP Á ÍSLANOI H F OKKUR HEFUR TEKIST AÐ ÚTVEGA NOKKRA HP PRENTARA FYRIR MACINTOSH Á OKKAR EINSTAKA TILROÐSVERÐI. Deskwriter 500 bleksprautuprentari 300 dpi prentgæði. Listaverð kr. 53.000 KYNNINGARVERÐ kr. 39.000 Deskwriter 500 C lita bleksprautuprentari Listaverð kr. 69.000 KYNNINGARVERÐ kr. 49.000 Laser Jet 4M geislaprentari 600 dpi prentgæði. 8 blaðsíður á mínútu. PostScript lével 2. 6 Mb minni. Local talk Parallel, Serial. Listaverð kr. 259.000 KYNNINGARVERÐ kr. 229.000 TÆKNI' OG TOLVUDEILD SÆTUNI 8 • SIMI: 69 15 00 (8) Heimilistæki hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.