Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 32

Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Hestamót Harðar Hart barist í A-flokki Hestar Valdimar Kristinsson Þátttaka á mótum hjá Herði hefur verið afar góð á undan- förnum árum en var nú heldur minni nú eins og virðist vera hjá flestum ef ekki öllum félög- um. Mótið hófst síðdegis á föstu- dag og var forkeppni gæðinga, unglinga og barna lokið fyrir miðnættið. Hestakosturinn hj? Harðarmönnum virðist heldur lakari undanfarið ef marka má einkunnir. Sérstaklega voru hestar í A-flokki slakir í for- keppninni. Aðeins einn hestur Dagur frá Mosfellsbæ náði veru- lega góðri einkunn 8,35 og var langefstur en eitthvert óstuð var á honum í úrslitunum og missti hann efsta sætið til Spáar frá Varmadal. B-flokks hestarnir voru snöggtum betri en í úrslit- um hélst röðin lítið breytt og Bráinn frá Kílhrauni sigraði örugglega auk þess sem hann var valinn fegursti gæðingur mótsins. í bamaflokki breyttist röðin all nokkuð þótt Magnea Rós sem er í sérflokki héldi efsta sætinu ör- ugglega. Sömuleiðis sigraði Guðm- ar Þór Pétursson af miklu öryggi í unglingaflokki en hann var einn- ig með hest í A-flokki gæðinga þar sem hann hafnaði í öðru sæti, góð- ur árangur hjá ungum pilti. Harðarmenn hafa alltaf boðið upp á keppni unghrossa fjögra og fimm vetra og sigraði nú eldfrískur foli frá Álfhólum Jarl að nafni en hann er undan Feyki frá Hafsteinsstöð- um. Nú í þriðja skiptið var boðið upp opna töltkeppni þar sem Sig- urður V, Matthíassson á Bessa vann það fágæta afrek að vinna sig upp í fimmta sæti upp í sigur- sætið. Var það skoðun margra sem fylgst hafa með hestinum Bessa í gegnum tíðina að hann hafi sjaldan eða aldreri verið betri í töltkeppni en þama í úrslitunum. Kappreiðar voru nokkuð líflegar en fjórir riðlar voru í bæði 150 og 250 metra skeiði. Snarfari og Morgunblaðið/Valdimar Kristjnsson Oumdeilanlegur sigurvegari unghrossakeppninnar, Jarl frá Álfhól- um, lengst til hægri, knapi er Guðlaugur Pálsson. Það fór vel um brekkudómara og aðra mótsgesti á bekkjunum á Varmárbökkum í góða veðrinu. Sigurbjöm Bárðarson náðu frá- bæmm tíma í 150 metrunum 13,9 sek. sem er aðeins tvö sekúntubrot frá gildandi íslandsmeti. Sigur- björn var einni með þann fljótasta í 250 metrunum Léist frá Keldud- al. Fyrir viku síðan var látið að því liggja að stökkgreinar kapp- reiða væm liðnar undir lok en svo virðist þó ekki vera því ungu menn- imir í Herði kröfðust þess að stökk yrði meðal keppnisgreina. Þótt ekki væri stökkið sérlega spenn- andi að þessu sinni þá er þetta vísbending um að ekki séu allir sáttir við að gefa það upp á bátinn endanlega. Veðrið lék við keppend- ur og mótsgesti báða dagana sem mótið stóð yfir og vom menn að dunda sér við kappreiðarnar í ró- legheitum fram á kvöld og kvart- aði enginn því vel fór um mann- skapinn á góðu mótssvæði í fögra umhverfi. Urslit urðu annars sem hér seg- ir: A-flokkur 1. Spá frá Varmadal, F.: Kolbakur 730, Gufunesi, M.: Háþekja, Varmadal, eigandi Kristján Magn- ússon, knapi Erling Ó Sigurðsson, 8,21. 2. Kalsi frá Litla Dal, F.: Örvar 850, Hömrum, M.; Tamda Grána, L.-Dal, eigandi Pétur Jökull Há- konarson, knapi Guðmar Þór Pét- ursson, 8,15. 3. Gosi frá Syðri-Brekkum, F.: Feykir 966, Hafst.st. M.: Bára 4668, eigandi Þröstur Karlsson, knapi Þorvarður Friðbjömsson, 7,97. 4. Dagur frá Mosfellsbæ, F.: Blakkur 977, Reykjum, M.: Drottn- ing 5391, Stykkish., eigandi Leifur Kr. Jóhannesson, knapi Eysteinn Leifsson, 8,35. 5. Pæper frá Varmadal, F.: Nátt- fari 776, Y-Dalsg., M.: Jörp, Varmadal, eigandi og knapi Björg- vin Jónsson, 7,95. B-flokkur l.Bráinn frá Kílhrauni, F.: Nátt- fari 776, Y-Dalsg., M.: Rauðka 4006, Eyjarh., eigandi og knapi Sævar Haraldsson, 8,48. 2. Flóki frá Sigríðarstöðum, F.: Neró 991, Bjarnarhöfn, M.: Dimma, Sigr.st., eigandi og knapi Guðríður Gunnarsdóttir, 8,46. 3. Háfeti frá Egilskoti, F.: Gáski 920, Hofst., M.: Lýsa, Mosfellsbæ, eigandi Barbara Meyer, knapi Sævar Haraldsson, knapi í úrslit- um eigandi, 8,39. 4. Víðir frá Hala, F.: Þokki 1048, Garði, M.: Stjarna, Hala, eigandi og knapi Sigurður Sigurðarson, knapi í úrslitum Kristinn M. Sveinsson, 8,41. Sigurður V. Matthíasson á Bessa, lengst til vinstri, vann sig upp úr fimmta sæti í fyrsta sætið. Aðrir eru Friðfinnur á Stíganda, Sævar á Bráni og Jens á Skugga, en Elsa Magnúsdóttir, sem hafnaði í fjórða sæti, yfirgaf karlaveldið. Sparisjóður Ólafsfjarðar Veruleg útlána- töp á liðnu ári Ólafsfjörður FRÁ árinu 1914 hefur Sparisjóður Ólafsfjarðar gegnt lykilhlut- verki í Ólafsfirði. Hann er eina peningastofnunin í bænum og hefur jöfnum höndum þjónað einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Sparisjóðurinn stendur traustum fótum, eigið fé hans nam í lok síðasta árs 111,753 milljónum króna. Að auki á sparisjóðurinn á afskriftarreikningi útlána rúmlega 43 milljón- ir króna. Á síðasta ári var hagnaður sparisjóðsins eftir skatta 644 þús- und krónur á móti 3,6 milljóna króna hagnaði árið á undan. Á síð- asta ári varhins vegar sett til hlið- ar á afskriftarreikning útlána tæp- lega 31 milljón króna til að mæta fyrirsjáanlegum töpum í útlánum. Sambærileg tala fyrir árið 1991 var 23,7 milljónir króna. Útlánatöp Það er því ljóst að sparisjóðurinn mun ekki fara varhluta af þeim miklu þrengingum sem yfir þjóðar- búið ganga og þurfa að taka á sig veraleg útlánatöp. Heildarinnistæður sparisjóðsins í árslok voru 719,7 milljónir króna. Útlán í árslok námu 842,2 milljón- um króna. Hjá sparisjóðnum störf- uðu að meðaltali 7 manns á árinu og námu launagreiðslur 14,5 millj- ónum króna. Sparisjóðsstjóri er Þorsteinn Þorvaldsson og Svavar B. Magnússon er formaður stjórn- ar. SB Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins komið FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins sigldi inn Eyjafjörðinn í gærmorgun. Það er ítalskt, skráð í Monróv- íu og innanborðs voru farþegar frá Þýskalandi og Frakklandi. Margir þeirra brugðu undir sig betri fætinum og fóru í skoðunarferð austur í Þingeyjarsýslu, að Goðafossi og síðan að Mývatni. Mikil fjölgun er á kom- um skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar, alls er búið að tilkynna komu 28 slíkra skipa, en í fyrra voru þau 19 talsins. Gert er ráð fyrir að með skipunum 28 komi um 20 þúsund manns, farþegar og áhöfn. Akureyrarhöfn hefur um 200 þúsund krónur í tekjur að meðaltali af hveiju skemmtiferðaskipi, þannig að gera má ráð fyrir að tekjur hafnarinnar af skipakomunum nemi um eða yfir 5 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.