Morgunblaðið - 17.06.1993, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
ENN ER hægagangur víðast
í laxveiðiánum, en þó hefur
komið dálítill lífsneisti í
Þverá í Borgarfirði. Þannig
veiddust 12 laxar í ánni á
þriðjudagsmorgun. Veiðin
datt aftur niður eftir hléið,
en svo komu aftur 7 laxar
þar á land í morgun og megn-
ið af laxinum sem veiðst hef-
ur síðustu daga hefur verið
grálúsugur fiskur sem bendir
auðvitað til þess að einhveij-
ar göngur séu á ferð. Menn
vonast nú til þess að með
vaxandi straumi næstu daga
glæðist veiðin til muna, en
skilyrði mega nú heita að
vera orðin ágæt víðast hvar.
16 punda fiskur úr Þverá
Óli Hrútfjörð kokkur í veiði-
húsinu að Helgavatni við Þverá
sagði veiðimenn sjá talsvert líf í
ánni þessa daganna og til betri
frétta teldist einnig, að laxinn
er nú farinn að veiðast víðar á
svæðinu en verið hefur. „Lengst
af hefur þetta litla sem hefur
komið á land veiðst á tiltölulega
fáum stöðum,“ sagði Óli. Hópur-
inn sem veiddi 12 laxa að morgni
þriðjudagsins fór heim með 33
laxa. Nýr hópur í ánni náði eng-
um fiski fyrstu vaktina, en tók
svo sjö fiska í gærmorgun. Enn
sem komið er, er um vænan
tveggja ára lax úr sjó að ræða
og á þriðjudagsmorguninn veidd-
ist m.a. einn 16 punda, sem er
stærsti lax sem Mrogunblaðið
hefur haft spurnir af það sem
af er. Það var Hörður Jónsson
sem veiddi laxinn, sem var
hrygna, á maðk í Símastreng.
Alls voru um miðjan gærdag
komnir 62 laxar á land, 50 úr
Þverá, 12 úr Kjarrá.
Enn rólegt í Norðurá
Það eru enn rólegheit í Norð-
urá og að gefnu tilefni verður
að taka fram, að fregnir af veiði
í ánni í blaðinu í fyrradag skoluð-
ust því miður til. Haft var eftir
viðmælanda í veiðihúsinu, að þá
um morguninn hefðu 9 laxar
veiðst, en um var að ræða
tveggja daga veiði. Það holl hélt
heim með 14 laxa og stóð vel
undir nafni sínu „Laxavinafélag-
ið“. Eftir hádegi í fyrradag byij-
aði nýr hópur og fékk aðeins
einn fyrstu vaktina. Fjóra síðan
til viðbótar í gærmorgun og voru
þá komnir alls 64 laxar á land
af aðalsvæðinu.
Glæðist hægt í Kjósinni
Ásgeir Heiðar leiðsögumaður
í Kjósinni sagði að engar stökk-
breytingar hefðu orðið á veið-
inni. Þetta gengi enn hægt, en
þó hefði það gerst í gærmorgun,
að fyrsti laxinn veiddist fyrir
ofan Laxfoss, 12 punda fiskur.
Það var einn þriggja laxa sem
veiddist á morgunvaktinni. Alls
voru þá komnir 20 laxar á land.
Menn sjá dálítið af físki, en enn
sem komið er, vantar allan kraft
í göngurnar.
Veiðimaður rennir neðst í Myrkhyl í Langá, en veiði hófst þar
í vikunni.
# # # Morgunblaðið/Kristinn
Undirritun samnmga
SKÚLI Guðmundsson, Vilhjálmur Jónsson, Davíð Ólafsson, Sverrir
Hermannsson bankastjóri og Tómas Tómasson yfirverkfræðingur
ístaks sjást hér staðfesta samningana.
Landsbanki fjármagn-
ar byggingn aldraðra
LANDSBANKI íslands mun annast fjármögnun og ráðgjöf við bygg-
ingu íbúðarhúss sem verður í eigu hluthafa í Skildinganesi hf. en það
er félag eldri borgara. Jafnframt því voru í vikunni undirritaðir samn-
ingar við verktakafyrirtækið ístak um framkvæmdir við byggingu
íbúðarhússins sem rísa á við Þorragötu nærri Reykjavíkurflugvelli.
Sverrir Hermannsson skrifaði
undir samninginn og kvað það
ánægjulegt að Landsbankamenn
ættu samstarf við Skildinganes og
aðstoðuðu félagið við að koma yfir
sig húsi. Hann kvað þennan samning
traustan enda hefði bankinn góða
reynslu af samstarfí við eldri borg-
ara.
Að sögn aðstandenda Skildinga-
ness ríkir af þeirra hálfu mikil
ánægja með samninginn og þeir
benda á að með tryggri fjármögnun
náist hagkvæmari samningar við
verktakafyrirtækið.
Þegar hafa 18 hinna 38 íbúða
hússins verið seldar en að sögn að-
standenda Skildinganess hf. hefur
sdla íbúðanna gengið vel að undan-
fömu. Aðeins þeir sem eru 63 ára
og eldri eiga kost á að festa kaup
á íbúð og gerast hluthafar en það
verða þeir sjálfkrafa við kaupin.
Verklok í desember 1994
Framkvæmd verksins mun sam-
kvæmt samningi undirrituðum á
þriðjudag verða í umsjón ístaks hf.
og munu hún hefjast bráðlega.
Fyrsta áfanga verður lokið um
næstu áramót en verklok eru áætluð
15. desember 1994. Heildarkostnað-
ur er áætlaður um 440 milljónir
króna á verðlagi í mars síðastliðnum.
Laugardals völlur
Reykja víkurleikarnir
Reykjavíkurleikarnir eru vígslumót hinnar nýju
og bættu frjálsíþróttgaðstöðu á Laugardals-
velli. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn
Antonsson, mun setja leikana kl. 17.00 að
viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi
Finnbogadóttur, ásamt fjölda boðsgesta.
Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir fræknir
íþróttamenn tekið þátt í frjálsíþróttamóti á
íslandi. Um 40 erlendir íþróttamenn verða á
leikunum ásamt flestum af bestu frjálsíþrótta-
mönnum íslands, þar á meðal spjótköstur-
unum Einari Vilhjálmssyni og Sigurði Einars-
syni, kúluvarparanum Pétri Guðmundssyni og
kringlukastaranum Vésteini Hafsteinssyni.
Meðal erlendu keppendanna eru núverandi
ólympíumeistari í kringlukasti, Romas Ubartas,
fyrrverandi ólympíumeistari í hástökki, Carlo
Tránhardt, og margir af bestu frjálsíþrótta-
mönnum Norðurlanda auk nokkurra af bestu
spretthlaupurum Kanada.
Keppnin stendur yfir frá kl. 17.00 til 19.00,
aðgangur er ókeypis.
KEPPNISGREINAR:
KONUR
Hlaup
100 m grind
100 m
800 m
3000 m
Hástökk
KARLAR
Hlaup
110 m grind
100 m
400 m
Kringlukast
Spjótkast
Hástökk
Alþjóðlegt mót í frjálsíþróttum 17. júní 1993
■w/jaiHa
FIRR
■BBnOB