Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 29

Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 29 Kambódía Ný stjórn til bráða- Phnom Penh. Reuter. LEIÐTOGAR tveggja helstu stjóminálaflokka í Kambódíu fund- uðu í gær með Norodom Sihanouk prins og þjóðhöfðingja landsins, og að tillögu hans hafa leiðtogarn- ir fallist á að mynda bráðabirgða- stjóm, uns búið er að koma saman stjórnarskrá. Sihanouk prins ritaði leiðtogunum bréf þar sem hann hvatti þá til að samþykkja tillögu að bráðabirgða- stjórp sem iyti forsæti tveggja leið- toga, syni hans, Norodom Ranariddh, sem gigraði í kosningum sem Samein- uðu þjóðimar skipulögðu í síðasta mánuði; og Hun Sen, starfandi for- sætisráðherra. Flokkur Ranariddh vann 58 sæti á þjóðþinginu, en flokk- ur Sen fékk 51. Alls eiga 120 fulltrú- ar sæti á þinginu. Sihanouk prins sagði í útvarpsá- varpi til þjóðarinnar, að hann myndi ekki taka við embætti forsætisráð- herra í bráðabirgðastjóm. Hann yrði þó áfram þjóðhöfðingi. Fyrri hug- mynd hans um bráðabirgðastjórn, sem gerði ráð fyrir honum sem for- seta, forsætisráðherra og yfirmanni heraflans, var harðlega mótmælt af stuðningsmönnum Ranariddh. Þing- fulltrúar hafa þijá mánuði til þess að koma saman stjómarskrá og síðan verður mynduð ríkisstjóm. Þeir hafa nú þegar lagt blessun sína yfír Si- hanouk prins sem þjóðhöfðingja, en ekki er búist við að hann muni hafa vald yfir leiðtogum bráðabirgðastjóm- arinnar. Nýr vitnisburður tveggja kvenna í Palme-málinu vekur mikla athygli birgða Hollywoodstj örnurnar tapa á húsunum sínum Fasteignaverð í Beverly Hills hefur hrapað um meira en 40% New York. The Daily Telegraph. STJÖRNURNAR í Hollywood hafa verið að iippgötva það að undanförnu, að verð á fast- eignum, jafnvel á glæsivillunum í Beverly Hills, heldur ekki endalaust áfram að hækka. Það er þess vegna, sem fjöldinn allur af frægu fólki, þar á meðal Michael J. Fox, Cher og Eddie Murphy, hefur tapað eða er í þann veg- inn að tapa milljónum dollara á því að selja húsið sitt. A síðustu þremur árum hefur fasteignaverð í Beverly Hills fallið um meira en 40% og sem dæmi má nefna, að Cher, söngkonan og leikkonan kunna, mun tapa að minnsta kosti 1,25 milljónum dollara, næstum 79 milljónum kr., á húsinu sínu í Malibu, það er að segja, takist henni þá að selja það. Fyrir þremur árum keypti hún það á 390 milljónir kr. en nú vill hún ekki lengur búa í Kalifomíu og býður húsið á 311 millj. Úr 500 í 370 miiy. Fyrir þremur árum keypti Eddie Murphy húsið, sem Cher átti þá í Beverly Hills, fyrir næstum 380 millj. kr. en fyrir tveimur árum reyndi hann að selja það og setti fyrst á það rúmar 500 millj. Nú er hann kominn niður í 370 millj. en það er varla, að nokkur sýni villunni, sem er í marokkönskum stíi, hinn minnsta áhuga. Þá tapaði leikarinn Michael J. Fox rúmum 88 milljónum kr. á húsi, sem kostaði hann upphaflega 250 millj. Hrunið á fasteignamarkaðinum í Beverly Hills er dálítið ýkjukennd mynd af því, sem gerst hefur í Kaliforníu síðan harðna fór á dalnum í ríkinu fyrir þremur árum. Fasteignasalarnir reyna hins vegar að bera sig vel og auglýsa grimmt, að nú sé hægt að gera kjarakaup, glæsivillurnar séu næstum því á útsöluprís. Losnar ekki við húsið EDDIE Murphy er búinn að lækka húsverðið um 130 millj. kr. en samt er áhuginn enginn. Styður framburð annarra vitna SÆNSKA lögreglan hefur nú fengið nýjar vísbendingar í Palme-mál- inu. Tvær ungar finnskar konur, sem voru staddar á morðstaðnum, hinn 28. febrúar 1986 nokkrum mínútum áður en Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar var myrtur, segjast hafa séð Finna, sem hún kannað- ist við, á staðnum. Stóð hann á götuhorni klæddur leðuijakka og hafði jafnt talstöð sem skammbyssu innan á sér. Önnur konan kannaðist við mann- ég að gera?“. Svaraði þá maðurinn í inn úr líkamsræktarmiðstöð í bænum talstöðinni: „Ekki láta þá á þig fá. Upplands Vásby og gekk fram til Gerðu það sem þú átt að gera.“ hans og spurði á finnsku hve mikið Konunum leist ekki á biikuna og klukkan væri. Hann svaraði ekki en héldu áfram göngu sinni. Skömmu virtist verða bilt við. Á meðan konurn- «íðar heyrðu þær skothvelli. Þegar ar stóðu við bílinn sagði einhver í þær lásu í blöðunum daginn eftir að talstöð mannsins á finnsku „nú koma Palme hefði verið skotinn voru þær þau“ og svaraði hann þá: „Það er sannfærðar um að þar hefði maðurinn búið að ljóstra upp um mig. Hvað á verið að verki. Þær voru hins vegar svo óttaslegnar að þær ákváðu að segja ekkert fyrr en maðurinn væri kominn bak við lás og slá. Töldu þær öryggi sitt vera mikilvægara en verð- launaféð upp á um hálfan milljarð íslenskra króna, sem þeim var heitið, sem leyst gat gátuna. í nóvember í fyrra sagði hins veg- ar önnur þeirra kunningja frá þessu í trúnaði og hann hafði samband við blaðamann á Dagens Nyheter í Sví- þjóð gegn því að hann myndi ekki skrifa neitt um málið. Blaðamaðurinn skýrði síðan yfirvöldum frá vitnis- burðinum en fyrst var skýrt frá mál- inu í sænskum fjölmiðlum um helgina. Sænska iögreglan hefur í samvinnu við þá finnsku reynt að bera kennsl á manninn. Segir yfirmaður rannsóknar- innar, Hans Ölvebro, við Svenska Dagbladet í gær að enn sé ekki vitað hver maðurinn sé. Annar lögreglumað- ur sagði hins vegar að lögreglan teldi tvo menn sérstaklega athyglisverða í þessu sambandi. I báðum tilvikum væri um að ræða sænskumælandi Finna, búsetta í Stokkhólmi. Lögreglan telur vitnisburð stúlkn- anna athyglisverðan enda komi hann heim og saman við margt annað sem vitni hafa sagt um morðkvöldið árið 1986. Kravtsjúk skipar efna- hagsmála- nefnd LEONID Kravt- sjúk, forseti Ukraínu, til- kynnti síðdegis í gær að hann hefði ákveðið að skipa sérstaka nefnd til þess að takast á við efnahagsvand- ann í landinu. Þar með hyggst hann binda endi á deilur við Leo- nid Kúsjma, forsætisráðherra, um stjórn landsins. Kravtsjúk gaf út yfirlýsingu þess efnis að hann væri sjálfur leiðtogi stjórnarinnar, en forsætisráðherrann, Kúsjma, fengi fijálsar hendur varðandi verkfall námamanna og efnahags- umbætur. * Urslitum frest- að í Nígeríu KJÖRSTJÓRN í Nígeríu tilkynnti í gær þá ákvörðun sína að fresta um óákveðinn tíma birtingu á niðurstöðum úr forsetakosningun- um sem fram fóru í landinu á laug- ardaginn. Forseti kjörstjórnarinn- ar sagði þetta gert í ljósi undanfar- inna atburða, en stjórnmálamenn hafa reynt að ógilda kosningarn- ar, og framlengja um íjögur ár stjórnarsetu Ibraim Babangida, hershöfðingja, sem setið hefur að völdum í tíu ár. Nálar finnast í gosdósum FRÉTTIR af dularfullum sprautu- nálum sem hafa fundist í Pepsí gosdósum hafa borist víða um Bandaríkin og hafa komið tilkynn- ingar um slíkt frá átta fýlkjum. Bandaríska matvælaeftirlitið segir þó að í mörgum tilvikum geti ver- ið um gabb að ræða. Fulltrúar Pepsí-fyrirtækisins segja að það sé óhugsandi að nálarnar hafi komist í dósirnar á framleiðslu- stigi, en hafa boðist til að innkalla framleiðsluna. Matvælaeftirlitið er þó mótfallið slíkum aðgerðum, þar eð þær gætu tafið fyrir rannsókn málsins, og auk þess hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hætta væri á ferðum. Kravtsjúk Kosningar í Malaví 63% kjósa fjölflokka- lýðræði TVEIR þriðju kjósenda í Malaví vilja fjölflokka lýðræði sam- kvæmt úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar sem fram fór sl. mánudag. Alls voru tæpar fimm milljónir íbúa á kjörskrá, eða rúmlega helmingur íbúanna. Kosningaþátttaka var 67%. Úrslit kosninganna eru mikið áfall fyrir Hastings Banda sem ríkt hefur einráður í landinu sl. 30 ár. Lýðræðisflokkarnir, sem fóru með sigur af hólmi, hafa kraf- ist þess að þjóðstjórn verði mynduð innan viku, ný stjórnarskrá samin og fijálsar kosningar undirbúnar. Banda hefur ekki tjáð sig opin- berlega eftir að úrslitin voru gerð heyrinkunn. Óttast er að hann kunni að véfengja kosningaúrslitin og draga valdaafsal sitt á langinn til að sundra lýðræðisöflunum í landinu. FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTIÐ MED SANDI OG GRJÓTI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færö sand og allskonar grjót hjá okkur. Viö mokum þessum efnum á bíia eöa í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottiö á bílnum þínum. Þú getur lika leigt kerru og hjólbörur hjá okkur. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 SÍMI: 68 18 33 Atgreiöslan viö Elliðaár er opin: Mánud.-fimmtud. 7.30-18.30. Föstud. 7.30-18.00. Laugard. 7.30-17.00. Opið í hádeginu nema á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.