Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 43

Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 43 uðu, sagaði og heflaði borð. Kristinn lést 9. apríl 1976, en Bjamey í mars 1993. Hann langaði alltaf til að verða íslenskur bóndi og hafði yndi af að umgangast sauðfé og stunda fjármennsku. Hafði hann því sett sig vel inn í starf bóndans þótt annað ætti fyrir honum að liggja um ævina. Á Húsavík starfaði hann um ára- bil i Rótarýklúbbnum þar. Var og liðtækur hjá bridsfélaginu og skemmti sér vel við spilaborðið. Kristinn hikaði ekki við að ráða unga pilta í vinnu hjá fyrirtækinu, m.a. skólapilta, og kom sér vel við þá. Gott þótti að vinna undir hans stjórn, hann var jafnan lipur og sanngjarn, hjálpsamur og greiðvik- inn, rólegur og athugull við störf. Hann var ósérhlífinn við sjálfan sig meðan hann hafði fulla heilsu. I I I I Kristinn var jafnan glettinn og gamansamur. Gat verið neyðarleg- ur í tilsvörum. Honum var tamt að nota ýmis orð til áherslu máli sínu sem aðrir „vildu ei flíka nema svona í hálfum hljóðum". Framsagnar- mátinn og tóntegundin slæfði gróf- yrðin sem ei að síður fengu sinn sérstæða kraftbirtingarhljóm af vörum Kristins. Höfðu menn jafnan gaman af orðfæri Kristins og tals- máta. Minnisstætt er þeim er þess- ar línur ritar og vann sem skólapilt- ur nokkur sumur undir stjórn Krist- ins þegar verið var að byggja versl- unarhús K.Þ. á Húsavík. Hafði ver- ið beðið leyfis fyrir mig til að standa vakt um borð í ensku flutningaskipi sem skömmu eftir stríðslok kom frá Póllandi með sement til Húsavíkur og átti síðan að fara til Bretlands. Um borð voru þrír laumufarþegar frá Póllandi sem ætluðu sér að að komast til Englands. Þegar þeirra varð vart um borð komu boð frá dómsmálaráðuneytinu íslenska að vaktmenn skyldu vera um borð í íslenskum höfnum þar sem skipið átti leið. Kristinn kom til mín og sagði: „Þú ert víst hámenntað helv. kvikindi," glotti við og sagði mér frá erindinu. Leyfið var góðfúslega veitt. Var mér heldur betur skemmt því að ég þekkti orðaleppa Kristins. Á efri árum Kristins var hann eitt sinn spurður hvort hann hefði aldrei iðrast þess að setjast að í Þingeyjarsýslu og starfa þar. Hann svaraði: „Nei, mig hefir ekki iðrað þess en einhvern veginn er það svo, líklega veldur æskan því, að ég met alltaf norðursýsluna meira en suð- ursýsluna." Kristinn og Bjarney eignuðust fimm börn, en misstu eitt í barn- æsku. Þau sem upp komust eru: Karólína, gift Sigvalda Sigurðssyni, rakarameistara á Akureyri, og eiga þau fjögur börn; Kristgerður, gift Siguijóni Guðjónssyni, lyfsala í Reykjavík, eiga fjögur börn; Hauk- ur dr. í efnafræði, búsettur í Sviss, var kvæntur grískri konu, Kookie Spoliopulu, þau skildu en eignuðust tvo drengi; Bjarni, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Garð- arsdóttur, búsett í Reykjavík, og eiga fjögur börn. Sigurjón Jóhannesson. 1 svo að enn mætti ýmislegt upp telja. í eftirmælum eftir Óskar, en hann lést í janúar 1953, tæplega sextugur að aldri, segir Björn Ólafsson svo um hann: „Hann var starfsmaður mikill, útsjónarsamur og fylginn sér. Fyrri ár ævinnar var hann oft bjartsýnn um of og sást lítt fyrir enda voru það að ýmsu leyti mikil baráttuár. En af þeim lærði hann margt og meðal annars þá varfærni og aðgæslu, sem einkenndi rekstur hans síðari árin, enda famaðist hon- um vel.“ Kynni okkar Óskars hófust aðal- lega þegar hann tók sæti í stjórn Fiskifélagsins á fimmta áratugnum, en þar sat hann í nokkur ár. Þótti mér gott að vinna með honum. Var mér fljótt ljóst að þar fór enginn miðlungsmaður, enda hafði hann sýnt það á ferli sínum. Vinfastur var hann og gleðimaður, sem gaman var að vera samvistum við. Mér er ljúft að minnast þessa vinar míns og brautryðjanda á sviði sjávarútvegsins nú þegar liðin eru 100 ár frá fæðingu hans. Davíð Ólafsson. Áslaug Friðriksdóttir, fráfarandi landsgildismeistari, og Aðalgeir Pálsson, nýkjörinn landsgildis- meistari. Landsgildisþing St. Georgs-gilda Aðalgeir Pálsson landsgildis- meistari HALDIÐ var landsgildisþing St. Georgs-gilda á íslandi 24. apríl sl. St. Georgs-gildin eru alþjóð- legur félagsskapur eldri skáta og velunnara þeirra. Eitt af markmiðum gildanna er að styðja við bakið á skátastarfinu í landinu. Að þessu sinni var þingið haldið í Reykjavík í umsjón gildisins Straums. Aðalræðumaður þingsins var Ólafur Ásgeirsson, varaskáta- höfðingi, og ræddi hann um rætur skátahreyfingarinnar og hve það væri nauðsynlegt að hyggja að for- tíðinni þegar framtíð skal byggja. Markmið skátahreyfingarinnar hefðu lítið breyst í tímanna rás. Þau byggja enn á manngildinu, að koma hveijum einstaklingi til aukins þroska, ekki síst félagsþroska. Mörg mál voru til umræðu en mestur tími fór í umræður um hvernig gildin gætu sem best orðið skátastarfinu að liði. Mörg gildanna hafa mikið samstarf við skátastarf- ið en alltaf má gera betur. Þeir eldri skátar eða velunnarar þeirra sem áhuga hafa á starfi gild- anna geta fengið upplýsingar um það hjá stjórnarmeðlimum lands- gildisstjórnar en hana skipa: Aðal- geir Pálsson, Akureyri, landsgildis- meistari; Hörður Zophaníasson, Hafnarfírði, vara landsgildismeist- ari; Garðar Fenger, Reykjavík, gjaldkeri; Sonja Kristensen, Kefla- vík, ritari; Fanney Kristjánsdóttir, Akureyri, meðstjómandi; Jón Bergsson, Hafnarfirði og Hilmar Bjartmarz, Garðabæ. RENAULT 19 Frískur og faiegur fólksbfll s finu verði í Renault 19 er áherslan lögö á gæöi, langan endingartíma og fallegt útlit. Renault 19 RT er frískur, fallegur og vel búinn fjölskyldubíll. Hann er búinn lúxus innréttingu, 95 hestafla vél, vökva- og veltistýri, rafdrifnum rúöum, fjarstýrðum samlæsingum, fjarstýrðum speglum, lituðu gleri, samlitum stuöurum, þokuljósum, 4 gíra rafstýröri sjálfskiptingu (aukabúnaður), niðurfellanlegu aftursæti, fjölstillanlegu bílstjórasæti, olíuhæöarmæli, 460 lítra farangursrými og höfuöpúöum á aftursæti. Renault 19 RN er á fínu veröi eöa frá kr. 1.099.000,- og í boöi eru greiðslukjör til allt að 36 mánaða. Beröu saman verd og búnaö .. áöur en þú kaupir annaö Formula I WILLIAMS -RENAULT HEIMSMEiSTARI 1992 RENAULT ..fer á kostum RENAULT QuUna..&tvn& 1991 1992 1993 Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1-110 Revkiavík - Sími 686633 Iceland Review á lesendur í meira ICELAND REVIEW er andlit íslands gagnvart tugþúsundum fólks um víða veröld. í ritinu kynnist það náttúru landsins, sögu, menningu og þjóölífi. ICELAND REVIEW hefur alltaf hlotiö lof fyrir vönduö vinnubrögð og glæsibrag og þykja Ijósmyndir í ritinu einstakar aö gæöum. Það er gaman að fræða fólk í fjarlægð um ísland. Farðu aö dæmi þúsunda annarra íslendinga - sendu vinum þínum erlendis gjafaáskrift að ICELAND REVIEW! en 90 löndum. Gjafaáskrift að ICELAND REVIEW er fyrirhafnarlítil og ódýr leið til að treysta vináttuböndin. WllOUNB Muy lceiand Review Höfðabakka 9, Reykjavik. Brautryðjatidastarf t 30 ár. HVtTA HÖSIO .'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.