Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
47
Kveðja
Halldór Pierrot
Hostert Halldórsson
Fæddur 31. mars 1940
Dáinn 8. júní 1993
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að kveðja þig, elsku
Bóbó minn. Þegar ég hugsa til baka,
streyma fram minningar um okkar
kynni. Þú varst svo mikill persónu-
leiki og þegar fólk hafði einu sinni
hitt þig þá gleymdi það þér ekki.
Alltaf þegar við hittumst talaðir þú
um börnin þín og sagðir mér hvað
þú værir stoltur af þeim, þú sagðir
mér sögur af þeim frá því að þau
voru lítil og hvað þig langaði að
gera fyrir þau. Þú elskaðir öll börn
og það sýndir þú í allri umgengni
við barnabörn þín. Alltaf varst þú
tilbúinn að hjálpa öðru fólki og rétta
því hjálparhönd. Ég hef kynnst fáum
sem búa yfir jafn fallegum persónu-
leika og þú hafðir.
Það var orðið svo sárt að sjá þig
á hveijum degi markast meira og
meira af þeim sjúkdómi sem þú þjáð-
ist af og dró þig til dauða. Þegar
við hittumst síðast var eins og við
vissum bæði að það væri stutt í að
Guð tæki þig til sín. Þú talaðir til
mín eins og þú værir að kveðja mig
og svo varð að Guð tók þig í sína
arma. Hjá honum líður þér loksins
vel og þjáningar þínar eru á enda.
Elsku Grétar minn og Sirrý mín
og aðrir ættingjar, ég bið Guð að
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Minningin lifir um yndislegan mann.
Guð gefi mér æðruleysi
til þess að sætta mig við
það, sem ég fæ ekki breytt.
Kjark til þess að breyta því,
sem ég get breytt og vit
til þess að greina þar á milli.
Anna Bentína Hermansen.
Á hinu rangláta og óhreina til-
verusviði jarðlífsins er þó hægt að
finna bjartar myndir, en þær eru að
mestu leyti frá bernskunnar dögum
niður við Grímsstaðavör þar sem
Halldór heitinn átti ásamt okkur
leikfélögunum bjartar og áhyggju-
lausar stundir, jafnt á fögrum vor-
degi sem á sólríku sumarkvöldi þar
sem allt iðaði af skemmtilegu lífs-
mynstri.
í dag er sú breyting orðin á, að
fyrir után lygnbláan Skeijafjörðinn
er það umhverfi að öðru leyti þög-
ult og tómlegt, en minningar um
skemmtilegar persónur, ömmu hans,
Jósefínu Eyjólfsdóttur, og fósturföð-
ui;, Halldór Sigurðsson, og margar
aðrar minnisstæðar persónur munu
lifa áfram á tilverusviði minning-
anna.
Vaktmaður eða vaktkona í fanga-
geymslu lögreglunnar við Hverfis-
götu sem opnar þar klefahurð til
þess að hleypa illa förnum einstakl-
ingi út í gráan hversdagsleikann,
hann eða hún ber enga ábyrgð á
því sem getur óvænt gerst. Ábyrgð-
in hvílir frekar á þeim sem með
áfengisvandamálin fara, en það má
segja að þar sé margt sem hægt er
að lagfæra til þess að koma í veg
fyrir leiðinleg atvik.
Ég votta eftirlifandi skyldfólki og
kunningjum Halldórs heitins hlut-
tekningu mína.
Blessuð sé minning hans-.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Þorgeir Kr. Magnússon.
100 ár frá fyrstu útskrift Stýri-
mannaskólans í Reykjavík
STÝRIMANNASKÓLANUM
40 ára útskriftarafmæli
FJÓRIR fyrstu nemendur varðskipadeildar frá 1953 héldu ugp á 40
ára útskriftarafmæli. Talið f.v.: Garðar Pálsson, skipherra, Arni E.
Valdimarsson, sjómælingamaður, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla-
meistari, Guðmundur Kærnested, skipherra, og Hörður Þórhallsson,
yfirhafnsögumaður.
Dávaldsmenntun ekki
verri en læknamenntun
THE American Society of Clinical Hypnosis (Samtök bandarískra
dávalda í heilbrigðisþjónustunni) eru læknasamtök. Því er eðlilegt að
þau viðurkenni ekki aðra dávalda en læknisfræðilega menntaða segir
Friðrik Páll Ágústsson, dáleiðslumeðferðaraðili, og vísar til bréfs sam-
takanna, sem sagt var frá í blaðinu á þriðjudag. Sjálfur segist hann
eiga aðild að félögum þar sem læknar, sálfræðingar, geðlæknar og
viðurkenndir dáleiðslumeðferðaraðilar starfi saman.
Reykjavík var slitið við hátíðlega
athöfn í hátíðasal Sjómannaskól-
ans föstudaginn 21. maí sl. Þetta
voru 102. skólaslit Stýrimanna-
skólans en jafnframt var þess
minnst að 100 ár eru Iiðin síðan
fyrstu nemendur luku prófi frá
skólanum í mars árið 1893.
Athöfnin hófst með því að Dagný
E. Arnalds lék á píanó lagið Minn-
ingar eftir Tsjajkovskíj.
í skólaslitaræðu minntist Guðjón
Ármann Eyjólfsson skólameistari
fyrri nemenda skólans og frammá-
manna í sjávarútvegi sem hafa látist
frá því skólinn var settur 1. septem-
ber sl., en óvenju margir hafa and-
ast á liðnum vetri. Sérstaklega var
minnst 10 sjómanna sem höfðu
drukknað frá því skólinn var settur
sl. haust; margir þeirra voru ungir
menn í blóma lífsins.
Haustprófum í desember luku 77
nemendur, en Stýrimannaskólinn er
annaskiptur bekkjaskóli, þó með sér-
stökum áföngum innan hvers stigs
skipstjórnarnámsins.
A skólaárinu luku 68 skipstjórnar-
prófum. Skipstjórnarprófi 1. stigs,
sem veitir 200 rúmlesta réttindi á
skip í innanlandssiglingum luku 27.
Hæstu meðaleinkunn hlutu Róbert
Hafliðason, Grindavík, og Þorsteinn
Örn Andrésson, Reykjavík, 9,21,
sem er ágætiseinkunn. Skipstjórnar-
prófi 2. stigs, sem veitir ótakmörkuð
réttindi á fiskiskip og undirstýri-
mannsréttindi á kaupskip af hvaða
stærð sem er með ótakmarkað far-
svið, lauk 31 og voru hæstir og jafn-
ir Gísli Snæbjörnsson, Patreksfirði,
og Jóhann Steinar Steinarsson,
Reykjavík, með 9,0 í meðaleinkunn
sem er ágætiseinkunn. Skipstjórnar-
prófi 3. stigs (farmannaprófi) luku
10 og fékk Martin Harris Avery,
Vestmannaeyjum, hæstu einkunn,
8,68, sem er há 1. einkunn.
Skipstjórnarstig 4. stigs var ekki
haldið þennan vetur, en mikill áhugi
er hjá nemendum sem luku 3. stigi,
bæði nú og í fyrra, að fara í 4. stig
sem verður haldið á næsta skólaári.
Auk þess hafa nokkrir stýrimenn
Landhelgisgæslunnar óskað eftir
skólavist svo að nú á vordögum lítur
út fyrir að nægilega margir nemend-
ur fáist í deildina að hausti.
(ílr fréttatilkyimingu.)
Friðrik segir að The American
Society of Clinical Hypnosis séu að-
eins ein samtök dávalda af mörgum
þúsundum og auðvelt sé að benda á
önnur sem viðurkenni menntun sína.
Eitt þeirra sé t.a.m. National Guild
of Hypnosis, virt og fjölmennt félag
dáleiðslumeðferðaraðila, stofnað
árið 1951. Félagið gefi út titilinn
C. Ht. og sé sá titill löggildur sam-
kvæmt bandarískri stjórnarskrá.
Titlar
Tvær skammstafanir eru í titili
Friðriks. Sú fyrri er R.P.H. og er
hún frá Cincinnati School of Hypnos-
is í Ohio. Hin er C. Ht. og fékk
Friðrik þann titil frá I.M.D.H.A. sem
eru alþjóðleg félagasamtök dá-
leiðslumeðferðaraðila. Hann stundar
nú nám til doktorsprófs í dáleiðslu-
meðferð við A.I.H. í Kaliforníu.
Bæði áðurnefndir skólar og menntun
þeirra eur viðurkennd af yfirvöldum
í fylkjunum tveimur segir Friðrik og
leggur þannig áherslu á að ranglega
sé talað um að engin lög gildi um
dáleiðslu í landinu í bréfi American
Society of Clinical Hypnosis.
Hann getur þess líka að með
æðra menntastigi eigi fulltrúi sam-
takanna eflaust við læknismenntun.
Menntun dáleiðslumeðferðaraðila sá
að sjálfsögðu ekki slík menntun. Hún
sé önnur en þurfi alls ekki að vera
eitthvað verri.
ERFIDRYKKJUR
Sími 11440
Nýstúdentar
NÝSTÚDENTAR frá Fjölbrautaskóla Vesturlands voru 64 að þessu sinni.
64 brautskráðir frá
Fjölbraut á Akranesi
FJÖLBRAUTASKÓLA Vesturlands á Akranesi var slitið í 15. sinn á
dögunum. Þá voru brautskráðir 64 nemendur frá skólanum, 40 stúdent-
ar, 13 nemendur af iðn- og verknámsbrautum, 8 með verslunarpróf og
3 nemendur af uppeldisbraut. Þá voru kvaddir 2 skiptinemar sem voru
i skólanum veturinn 1992-1993, stúlka frá Ítalíu og piltur frá Bóliv-
íu. 33 hinna brautskráðu eiga heima á Akranesi en 31 utan Akraness.
Viðurkenningu fyrir bestan náms-
árangur stúdenta svo og iistaverð-
laun Nemendafélags FVA hlaut
Anna Björk Nikulásdóttir. Einnig
hlaut Anna námsstyrk Akraneskaup-
staðar sem Steinunn Sigurðardóttir,
forseti bæjarstjórnar Akraness, af-
henti í þriðja sinn. Styrkurinn nemur
liðlega 270.000 krónum og er veittur
einum nemanda á ári sem brautskrá-
ist frá FVA með góðum árangri og
hyggur á framhaldsnám. Sex aðrir
nemendur hlutu viðurkenningu fyrir
góðan árangur í ýmsum greinum:
Guðbjörg Ingveldur Ragnarsdóttir,
Anna Lilja Valsdóttir, Anna Leif Elí-
dóttir, Brandís M. Hauksdóttir,
Hreiðar Bjarnason og Ólöf Elísabet
Þórðardóttir. Camilla Fosso skipti-
nemi frá Ítalíu fékk viðurkenningu
fyrir góðan árangur í íslensku.
770 nemendur skráðir
Þórir Ólafsson, skólameistari,
flutti annál skólaársins og kom þar
meðal annars fram að um 740 nem-
endur voru skráðir til náms við upp-
haf haustannarinnar á 3 stöðum á
Vesturlandi í dagskóla og öldunga-
deild. Til viðbótar reglulegu skóla-
haldi sóttu nokkur hundruð manns
námskeið á vegum Farskóla Vestur-
lands. Kennt var á Akranesi, Hellis-
sandi og í Stykkishólmi.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og
hlýhug vegna fráfalls
GUÐMUNDAR BJARNA BALDURSSONAR,
sem lést 4. júní.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á hjartadeild Borgarspítalans.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs og afa,
LÁRUSAR HAFSTEINS ÓSKARSSONAR,
Vatnsendabletti 102,
Kópavogi.
Jóna Ósk Lárusdóttir, Kristján Rafn Hjartarson,
Sigmar Hafsteinn Lárusson,
Sigurður Óskar Lárusson, Guðbjörg Magnúsdóttir,
Lárus Ingi Lárusson, TrineTranvág Ören,
Unnur Óskarsdóttir, Kari Jóhannsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
BRYNHILDARINGIBJARGAR
JÓNASDÓTTUR
Ijósmóður.
Þórunn Haraldsdóttir, Þórmundur Þórarinsson,
Elsa Haraldsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Jóna Haraldsdóttir,
barnabörn
# og Valdimar S. Jónsson.
Lokað
Lokað verður hjá Samhjálp hvítasunnumanna,
Hverfisgötu 42, föstudaginn 18. júní, frá kl. 14.00,
vegna jarðarfarar HALLDÓRS HOSTERT.
Samhjálp.