Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 60

Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Skordýr erumun -færri í ár AÐ ÖLLUM líkindum fækkar skordýrum verulega í sumar frá því er var í fyrra. Þetta er mat Guðmundar Halldórssonar skor- dýrafræðings en hann byggir það á þeirri staðreynd að sumar- ið í fyrra hafi verið tiltölulega kalt og rigningasarat. Vaxtar- skilyrði skordýra voru því slæm og þar af leiðandi komust færri afkvæmi skordýra á legg. „Af reynslu minni í starfí hjá Skógræktinni," segir Guðmundur, „hefur ýmsum meindýrum á ttjám og runnum fækkað miðað við fyrri A ár. Sérstaklega verður vart við mikla fækkun hjá tveimur skaðleg- um blaðlúsategundum." Á nyrstu mörkum dýralífs „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ísland er á nyrstu mörk- um gróður- og dýralífs. Smávægi- legar hitasveiflur milli ára og sólar- leysi hafa þess vegna mikil áhrif á skordýrin," sagði Guðmundur. ---------»"■♦■■■».. Ríkisskulda- bréf í dollur- umámarkað Morgunblaðið/ Einar Falur Sigur á Ungveijum ÍSLENDINGAR sigruðu Ungveija 2:0 á Laugardalsvelli í gærkvöldi í góða möguieika á að færast um einn sfyrkleikaflokk. Eyjólfur Sverris- næst síðasta leik Islands í 5. riðli heimsmeistarakeppninnar í knatt- son og Amór Guðjohnsen gerðu mörk Islands í gær og miðað við þau spymu. íslendingar eru nú í þriðja sæti riðilsins með sex stig og eiga færi sem liðið fékk hefði sigurinn getað orðið stærri. Sjá bls. 59. ÍSLENSK ríkisskuldabréf gefin út í Bandaríkjadölum munu verða til sölu hér á landi í næstu viku. Sett verða á markaðinn skulda- bréf að fjárhæð 1 milljón dollara og er þar um að ræða bréf úr 125 milljón dollara skuldabréfa- útboði ríkissjóðs sem fór fram í London í síðustu viku. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkis- sjóður setur á markað hér á landi stöðluð skuldabréf í erlendri mynt ií-">*?ieð nákvæmlega sömu kjömm og á alþjóðamarkaði. Bréfín em til fímm ára og bera 6% nafnvexti sem greiðast árlega en þau em síðan greidd upp í einu lagi í lok láns- tímans. Til samanburðar má geta þess að vextir af innlendum gjald- eyrisreikningum í Bandaríkjadölum em um þessar mundir á bilinu 1-2%. Sjá bls. 2B: „íslendingum bjóðast... Samskip hætta eigin sigl- ingnm tíl Bandaríkj arnia Samningur gerður við Eimskip sem annast mun flutningana SAMSKIP hafa hætt flutningum á eigin skipum til Bandaríkjanna og gert samning við Eimskip um beina flutninga milli íslands og Bandaríkjanna. Jafnframt hafa Samskip gert samninga við erlend skipafélög um flutninga til og frá Bandaríkjunum í gegnum Evr- ópu. Tap Samskipa á siglingaleiðinni milli íslands og Bandaríkjanna á síðasta ári var verulegt, en heildartapið var 489 milljónir kr., mest vegna Evrópuflutninganna. I síðustu viku var það upplýst að fyrirtækið hefði misst flutninga frá Bandaríkjunum fyrir varnarliðið í hendur Eimskips, sem var lægstbjóðandi í flutningana. Fimmtugur íslendingur í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi Grunaður um smygl á 3 kílóum af amfetamíni FIMMTUGUR íslendingur hefur um skeið setið í gæsluvarðhaldi í Wiesbaden í Þýskalandi, grunaður um að hafa smyglað allt að 3 kílóum af amfetamíni með pósti hingað til lands á síðastliðnu ári. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins getur maðurinn átt yfir höfði sér allt að fjögpirra ára fangelsi í Þýskalandi fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök. Um er að ræða mann, sem marg- ítrekað hefur gerst sekur um alls kyns afbrot, hér á landi og erlend- is. Talið er að hann hafí staðið í viðskiptum við nokkra aðila hér- lendis en aðeins hefur tekist að upplýsa um aðild eins þeirra. Þar er um að ræða fertugan mann sem handtekinn var í Reykjavík í febr- úar eftir að hann hafði fengið 113 grömm af amfetamíni send með pósti hingað til lands falin í póstum- búðum. Tollverðir á tollpóststof- unni í Reykjavík fundu sendinguna. Björn Halldórsson lögreglufull- trúi staðfesti í samtali við Morgun- blaðið að fíkniefnalögreglan hefði tíl rannsóknar mál vegna þeirrar sendingar og hefði í því sambandi haft samskipti við lögregluna í Wiesbaden. Bjöm sagði að rann- sókninni hér væri ekki lokið og vildi ekki tjá sig um hana í einstök- um atriðum. 10 milljóna söluverðmæti Við leit á heimili Islendingsins í Þýskalandi fann þýska lögreglan um 100 grömm af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur rannsókn á málinu vakið grunsemdir um að maðurinn hafi síðasta árið fyrir handtöku sína sent fjölmargar póstsendingar til ýmissa aðila hér á landi, með allt að 3 kg af amfetamíni að sölu- verðmæti um 10 milljónir króna hér á landi. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi og mun samkvæmt úrskurði verða hafður í haldi fram í september. Að sögn Johann Leop- old, lögreglufulltrúa í Wiesbaden, hefur íslenska fíkniefnalögreglan tengst rannsókn málsins en mál mannsins er nú til meðferðar hjá ákæruvaldi í Aachen. Að sögn Árna Geirs Pálssonar markaðsstjóra Samskipa hefur verðið á flutningsleiðinni verið að falla vegna þess hve flutningsgeta á henni er mikil. Á síðasta ári voru flutningar félagsins til Bandaríkjanna um 6% af heildar- flutningum þess og því óverulegur hluti af heildartekjum en stór liður af heildargjöldum vegna taprekst- ursins. „Með samningnum við Eimskip sjáum við fram á það að snúa við starfsemi sem rekin var með miklu tapi í jákvæða rekstr- arniðurstöðu,“ sagði Árni Geir. Svipað verð „Við náum okkur í beina flutn- inga með Eimskipi sem eru á hálfs mánaðar fresti, en einnig erum við með flutninga í gegnum Evr- ópu einu sinni í viku. Við nýtum okkur þá möguleika sem eru hag- stæðastir á hveijum tíma. Við ætlum að bjóða þessa þjónustu á svipuðu verði og við gerðum með okkar eigin skipi og munum ekki tapa á því. Hefðum við haldið áfram siglingum til Bandaríkjanna hefðum við þurft að hækka flutn- ingsgjöldin." Árni Geir sagði að félagið hefði verið rekið með tapi það sem af er þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir að jafnvægi yrði á rekstrinum á árinu öllu. Óljóst með Jökulfell Eimskip mun væntanlega hefja flutninga fyrir Samskip til Banda- ríkjanna um næstu mánaðamót. Jökulfellið, sem verið hefur í Bandaríkjasiglingunum, mun ljúka sínum verkefnum á því sviði, en að sögn Áma Geirs er óljóst hver framtíð skipsins verður. „Ef það reynist hagstæðast fyrir okkur að selja skipið þá munum við gera það, en við erum þegar með þijú af fimm skipum félagsins í sölu. Við munum hins vegar að sjálf- sögðu reyna að leita allra leiða til að nýta þau skip sem við erum með eins vel og við getum,“ sagði hann. -------♦ ♦ ♦ Tekinná ofsahraða ÖKUMAÐUR var í gærkvöldi stöðvaður í Langadal af lögregl- unni á Blönduósi. Var hann á leiðinni norður á 148 km hraða á klukkustund eða 58 km yfir hámarkshraða. Hjá lögreglunni á Blönduósi fengust þær upplýsingar að 13 hefðu verið teknir seinni hluta dags og um kvöldið í gær fyrir of hraðan akstur. Sá sem keyrði hraðast var á 148 km hraða eins og áður sagði en flestir aðrir voru á 110 til 120 km hraða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.