Morgunblaðið - 04.07.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993
Guó*likama-
hús, tab-
ernaculum.
Oblátur sem
blessaóar
hafa verió
vió messu
eru geymdar
í iokaúri
hirslu.
NY KAÞOLSK KIRKJA
VÍGÐ í HAFNARFIRÐI
eftir Guðna Einarsson
Myndir: Sverrir Vilhelmsson
JÓSEFSKIRKJA að Jó-
fríðarstöðum í Hafn-
arfirði var vígð í gær og
er önnur kaþólska kirkj-
an sem vígð er fullri
vígslu hér á landi eftir
siðbreytingu. Kirkjan
þjónar kaþólska söfnuð-
inum í Hafnarfírði,
Garðabæ og á Suðurnesj-
um. Yið kirkjuna eru
prestsbústaður og safn-
aðarheimili. í Sögu
Hafnarfjarðar segir að
hið forna nafn Jófríðar-
staða hafi verið Ófriðar-
staðir. Hafa menn getið
sér þess til að þar hafí
verið háð orrusta, án þess
að um slíkt séu neinar
heimildir. Miklu líklegra
þykir að nafnið vísi til
þess að þarna hafí verið
allra veðra von.
Klukknaport or ffromst ó súlnagöngunum, on þau tongja prestbústaó, klrkfu og saffnaóarheimili.
Morgunblaðið/Sverrir
\
Séra H|alti ÞorkeUson er sóknarprestur i Jósefskirkjunni.
Kaþólska kirkjan er næstfjöl-
mennasta trúfélag á ís-
landi. 1. desember 1992
töldust til hennar 2.419 sálir og
hafði þeim fækkað nokkuð frá fyrra
ári. Það skýrist að mestu af brott-
flutningi erlendra farandverka-
manna kaþólskrar trúar. Á heims-
vísu er rómversk-kaþólska kirkjan
langstærst kristinna trúfélaga og
telur yfir 800 milljónir manna um
allan heim.
Alfred J. Jolson er biskup kaþ-
ólskra hér á landi. Biskupsdæminu
tilheyra 10 prestar og eru 3 þeirra
íslenskir, sr. Ágúst Eyjólfsson, sem
nú þjónar í Þýskalandi, sr. Hjalti
Þorkelsson í Jósefskirkju og sr.
Sæmundur Vigfússon í Kristskirkju.
Þegar rætt er um fjölda presta og
fjölda safnaðarbarna skal haft í huga
að einungis þrír prestanna eru undir
fimmtugu og fjórir eldri en 75 ára.
Alls hafa sex Islendingar hlotið ka-
þólska prestvígslu á þessari öld.
Enginn Islendingur er nú í kaþólsk-
um prestaskóla en einn enskur
grestsnemi hyggur á starf á íslandi.
Á fímmta tug kaþólskra nunna og
systra er nú hér á landi. Fimmtán
St. Fransiskussystur eru í Stykkis-
hólmi og Hafnarfirði, 17 Karmel-
systur eru í Karmelklaustrinu í
Hafnarfirði og 12 Jósefssystur í
Garðabæ. Fjórar íslenskar konur
hafa gengið í reglu Jósefssystra, en
eru nú allar látnar.
Fjfilskylda jólaguóspiallsins
Regla Montfort-presta eignaðist
Jófríðarstaði 1922 og seldi jörðina
Kaþólska biskupsdæminu 1955.
Regla St. Jósefssystra lagði fé til
kaupanna í upphafi og fékk í staðinn
tveggja hektara lóð fyrir sjúkrahús.
Kapella var innréttuð og blessuð að
Jófríðarstöðum 1924. Frá 1926 sat
þar prestur og oftast bróðir (óprest-
vígður munkur) sem stundaði bú-
skap. Eftir að Karmelklaustrið tók
til starfa voru prestar oftast tveir á
Jófríðarstöðum og sinnti annar þjón-
ustu við klaustrið.
Meðal kaþólskra ríkir sú hefð að
kenna kirkjur við helga menn og
konur. Eftir vígslu kirkju heilags
Jósefs í Hafnarfirði eru hér á landi
þijár kaþólskar kirkjur kenndar við
ijölskyldu jólaguðspjallsins. Krists-
kirkja í Landakoti var vígð 23. júlí
1929 og í Breiðholti var Maríukirkj-
an blessuð 1985. Hún hefur ekki
hlotið fulla vígslu, enda húsnæðið
ætlað til bráðabirgða. Kaþólski bisk-
upinn leitaði álits safnaðarins á því
hvað nýja kirkjan í Hafnarfirði ætti
að heita og varð nafn Jósefs fyrir
valinu enda nátengt starfi kaþólskra
í Hafnarfírði. St. Jósefsspítalinn var
vígður þar 1926 og unnu St. Jósefs-
systur í Hafnarfirði mikið við hjúkr-
un sjúkra, auk þess sem þær ráku
barnaskóla í Hafnarfírði allttil 1956.
Auk kirknanna þriggja eru kapellur
í Garðabæ, Stykkishólmi, ísafirði,
Akureyri og Keflavík. Fyrir siðbreyt-
ingu voru flestár kaþólskar kirkjur
hér á landi helgaðar Maríu guðsmóð-
ur, heilögum Nikulási, sem er fyrir-
mynd góðlegs jólasveins víða um
heim, og Pétri postula.
Alþjóóleg lcirkja
Þrátt fyrir fámenni hefur kaþólski
söfnuðurinn á íslandi áorkað miklu
frá því um aldamót. Séra Hjalti Þor-
kelsson segir skýringuna þá að
starfsfólk og fjármagn hafl komið
erlendis frá, enda er kaþólska kirkj-
an alþjóðleg stofnun og hafin yfír
landamæri. Aðaltekjur safnaðarins
hér á landi eru sóknargjöld sem lögð
eru á kaþólska líkt og önnur lands-
ins börn. Við stórframkvæmdir hefur
verið leitað liðs í öðrum löndum og
á það við um byggingu Jósefskirkj-
unnar í Hafnarfírði. Bonifatius-
stofnunin, sem er stofnun þýsku
biskupsdæmanna, hefur styrkt starf
kaþólskra á Norðurlöndum með
margvíslegum hætti og Iagði hún fé
til byggingar Jósefskirkjunnar.
Regla St. Jósefssystra greiddi um
helming byggingarkostnaðar og
gjafír hafa borist frá einstaklingum
og félögum innanlands og utan.
Safnaðarfólk hefur unnið ötullega
að byggingunni og margir lagt hönd
á plóginn í sjálfboðavinnu og fjáröfl-
un af ýmsu tagi.
Slöóug fjölgun kaþólskra
Undanfarin ár hefur gætt aukins
trúaráhuga hér á landi og hefur
hann beinst í ýmsa farvegi. Auk fjöl-
breyttra afkvæma nýaldarhreyfinga
hefur gætt aukins áhuga innan krist-
inna kirkna. Árið 1982 tilheyrðu
1.696 manns Kaþólsku kirkjunni hér
á landi og fjölgaði þeim því yfir 40%
á áratug til 1992. Eitthvað af þess-
ari fjölgun má rekja til misræmis í
færslu kirkjubóka og manntals-
Eftir vigslu kirlqu
heilags Jósef s i
Hafnarfirói eru hér
á landi þr jár
kaþólskar kirkjur
kenndar vió
fjölskyldu
jólaguóspjallsins.
skýrslna, sem var leiðrétt eftir að
farið var að innheimta sóknargjöld.
Páfaheimsóknin árið 1989 vakti
mikla athygli á kirkjunni og virkaði
til hvatningar fyrir kaþólska söfnuð-
inn en varð ekki til að fleiri gengju
til liðs við kirkjuna en ella. Séra
Hjalti segist ekki hafa orðið var við
mikla fjölgun í hópi þeirra sem
ganga til liðs við kaþólsku kirkjuna
á hveiju ári og ekki hægt að tala
um neina vakningu í því sambandi.
Sr. Hjalti segir alltaf eitthvað um
að fólk komi sem er leitandi og telur
sig hafa fundið eitthvað í kaþólskum
sið. Stundum kemur fólk sem er
óánægt í sinni kirkju, en það segir
séra Hjalti að sé hvorki næg ástæða
né rétt forsenda til að gerast ka-
þólskur. Oft sé um stundarhrifningu
að ræða eða tilfínningaáhrif. Sá sem
hyggur á trúskipti til kaþólsks siðar
verður að ganga til prests í eitt ár
og njóta trúfræðslu. Ef ásetningur-
inn er staðfastur gefur viðkomandi
yfirlýsingu frammi fyrir söfnuðinum
um að hann samþykki kenningar
kirkjunnar, fer með trúaijátninguna
og er síðan fermdur. Kaþólska kirkj-
an viðurkennir skírn annarra kirkju-
deilda, „ef hún er að boði Krists, í
nafni föður, sonar og heilags anda,“
segir sr. Hjalti.
Ýmsir sem leita til kaþólsku kirkj-
unnar hafa hrifist af sakramentun-
um sjö, eða náðarmeðulunum, en
lútherska kirkjan viðurkennir tvö
sakramenti, skírn og heilaga kvöld-
máltíð. Sakramenti kaþólskra eru
altarisgangan og fer hún fram á
hveijum degi við messur í öllum
kaþólskum kirkjum. „Við álítum að
messan hafí gildi fyrir allan líkama
Krists, hvort sem einhver er við-
staddur eða.ekki," segir séra Hjalti.
„Messan er fyrst og fremst Guði til
dýrðar, trúuðum til sáluhjálpar og
mannkyni til blessunar." Önnur
sakramenti eru skírnin, skriftirnar,