Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 5 Gömlu sundlauginni í Kópavogi breytt í kennslu- og æfingalaug Laugin grynnkuð VERIÐ er að grynnka gömlu sundlaugina í Kópavogi og endurbæta lagnir og búningsklefa í kjallara laugarhússins. Að sögn Guðmundar Harðarsonar forstöðumanns standa von- ir til að verkinu verði lokið í verður 10,9 milljónir. „Laugin er nær 30 ára,“ sagði Guðmundur. „Hún hefur þjónað Kópavogi þar til fyrir tveimur árum að nýja laugin var opnuð.“ Gamla laugin var þriggja metra djúp þar sem hún var dýpst en byrjun september. Kostnaður ákveðið var að grynnka hana í 75 sentímetra þar sem hún er grynnst og í 90 sentímetra þar sem hún er dýpst og gera hana þar með að góðri kennslu- og barnalaug. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Framkvæmdir við Kópavogslaug Unnið er að grynnkun gömlu sundlaugarinnar í Kópavogi. Vegur um Breiðdalsós Lægsta tilboð 52% af áætlun ÓLAFUR Hjaltason á Skála í Berufirði átti lægsta tilboð í lagn- ingu Austurlandsvegar um Breið- dalsós í útboði Vegagerðarinnar. Hann býðst til að leggja veginn fyrir 49,9 milljónir kr. sem er 52,3% af kostnaðaráætlun. Unnið er að byggingu nýrrar brú- ar á Breiðdalsós og er það vegurinn að brúnni sem nú er verið að bjóða út en hann er um 7 km langur.' Fyrirhugað er að tengja veginn til bráðabirgða fyrir árslok og ljúka honum að fullu næsta sumar. Landhelgisgæslan 16 sækja um stöðu forstjóra SEXTÁN sóttu um stöðu forstjóra Landhelgisgæslu íslands sem hef- ur verið auglýst laus til umsókn- ar. Umsóknarfrestur rann út 19. júlí og reiknað er með að ákvörð- un verði tekin um stöðina í næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálar áðuneytinu. Fjórir umsækjendanna óskuðu nafnleyndar, hinir eru: Arnór Sigurjónsson varnarmálaráðu- nautur, Asgrímur Lárus Ásgnmsson, fulltrúi hjá Landhelgisgæslu íslands, Baldur Bjartmarsson verkfræðingur, Gísli Jón Kristjánsson viðskiptafræð- ingur, Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri almannavarnaráðs, Gylfi Geirsson loftskeytamaður, Haf- steinn Hafsteinsson hrl., Helgi Hall- varðsson skipherra, Hrafn Sigur- hansson framkvæmdastjóri, Hregg- viður Jónsson, Jón Sveinsson verka- maður og Þorsteinn Þorsteinsson flugvélaverkfræðingur. ♦ ♦ 4---- Varnarliðið Telja þyrlu ekki valda að bruna ÁHÖFN þyrlu frá Varnarliðinu, sem lenti í landi Úthlíðar í Bisk- upstungum á þriðjudag, telur mjög ólíklegt að lendingin hafi valdið eldi sem kviknaði í mosa á svæðinu. Lögreglan á Selfossi rannsakar nú málið að ósk bónd- ans í Úthlíð. Sjónarvottar í Úthlíð sögðu að mikill reykur hafi komið upp í þann mund sem þyrlan hóf sig á loft. Slökkvistarf var hafið áður en eldur- inn náði að breiða sig út að ráði. Blaðafulltrúi Varnarliðsins sagði að þyrlan hefði lent á þessum slóðum á umræddum tíma. Hann sagði áhöfnina fullyrða að ekki hefði sést neinn reykur þegar þyrlan hóf sig á loft og telja með ólíkindum að eldur hefði orðið laus vegna lendingarinn- ar, en ekki hefðu verið notuð reyk- flögg við lendinguna eins og stundum er gert. Sagði blaðafulltrúinn, að þyrluáhöfninni hefði verið kunnugt um að landið var þurrt og þar af leiðandi eldhætta á svæðinu. :Á I SUMAR! 1993 Peking ISO með fortjaldi 8.900.- stgr. 9.400.- m. greiðslukorti IHANNAtþMI^M 2SVEFNPOKAR 32lteefihox miekmmpééw 4 stólar og borð á 3.990. 4MANNAN**I80 2SV&NPOKAR AhÍelnumpáHia Einlitir frá 1.900 - Þykkri frá 2.990, POSTSENDUM SAMDÆGURS þar sem ferðalagið byrjar! opið laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13-16 SVEFNPOKAR 5° TJALDASÝNING FRÁ KR. 3.990. ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.