Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993
13
Viðvörun til þeirra sem
hyggja á nám í Þýskalandi
íslendingar sem hyggja á nám
erlendis eru hér með varaðir við að
stefna til Þýskalands. Ekki stafar
það af vaxandi ofsóknum á hendur
útlendingum eða öðru tengdu
innanríkismálum þar, heldur vegna
þess að Lánasjóður íslenskra náms-
manna hefur hætt að veita full-
nægjandi lán til framfærslu í Þýska-
landi. Varhugavert er að treysta
því að upplýsingar frá LÍN um láns-
hæfni ákveðinna greina standist þar
sem annað hefur komið á daginn.
Vandamálið liggiir í því að í þýsk-
um háskólum er uppgefin opinber
námslengd hverrar greinar, eða
„Regelstudienzeit", í mörgum til-
fellum langt frá því að eiga við rök
að styðjast. Heildarnámstíminn hjá
afbragðs þýskum sem og íslenskum
námsmönnum er þar af leiðandi oft
töluvert lengri en sá sem gefinn er
upp. Hingað til hefur LÍN veitt fullt
námslán þriðjungi lengur en opin-
bera námslengdin segir til um. Síð-
astliðinn vetur tóku þeir skyndilega
upp nýjar reglur og miða nú nauð-
synlega námsframvindu við opin-
beru námslengdina. Þessi skyndi-
lega viðhorfsbreyting hjá lánasjóðn-
um stafar að öllum líkindum af
þeim sparnaði sem stefnt er að í
ríkisbúskapnum á þessum sam-
dráttartímum. Afleiðingin er hins
vegar sú að tekið er fyrir frekara
nám íslendinga í Þýskalandi.
Háskólar í Þýskalandi hafa um
árabil þótt með þeim bestu í heimin-
um og Þjóðveijar verið framarlega
í vísindum og tækniþróun. Skóla-
gjöld eru þar engin og aðgangur
útlendinga að háskólunum því gef-
inn þeim þjóðum sem senda náms-
menn sína þangað. Meðal annars
af þessum ástæðum hafa íslenskir
námsmenn sótt til Þýskalands í
framhaldsmenntun. Hafi ætlunin
verið að minnka útgjöld LÍN með
því móti að miða námsframvindu
við opinberu tölumar, þá er það
ákaflega vanhugsuð aðgerð þar sem
íslenskir námsmenn munu væntan-
lega leita í auknum mæli til ann-
arra landa, landa þar sem um skóla-
gjöld er að ræða og því viðbúið að
lánsupphæðin til hvers námsmanns
hækki.
Til að sjá betur hversu kröfur
LÍN um námsframvindu eru langt
frá því að vera raunhæfar dugar
að skoða súlurit 1 til 3 sem unnin
eru úr gögnum síðustu ára frá há-
skólanum í Karlsrahe. Hver súla
stendur fyrir námslengd í önnum
og sýnir hæð hennar hlutfall þeirra
námsmanna sem útskrifast hafa
eftir þessa tilteknu námlengd. Síð-
asta súlan sýnir hlutfall þeirra sem
Súlurit 3
30%
Lengd námstíma í arkitektúr
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Námslcngd
skv. LÍN
I---i----1---i---1---1---H
cm eo in co co cn o •—• cvj co 'f io co c*-
Útskriftarönn
Súlurit 1
18%
16%
^ 14%
3
íg 12%
1 10%
| 8%
w
=3 6%
a 4%
2%
0%
Lengd námstíma í rafmagnsverkfræði
Námsicngd
íkv. LÍN
llll.
R R R 1 1 R
\ 1 1
R R R R
cO'cmtoi^coœo^C'J cn^'incot*-
Útskriftarönn
Súlurit 2
20%
18%
16%
14%
Lengd námstíma í vélaverkfræði
12%
10%
a
“ 8%
1
6%
4%
2%
0%
Námslcngd
skv. LÍN
.1.
H---1-1--1--1--H—H--P
I
I
II rm
III n
R R R I I
OJ CO -*í- LO co t'-
CM CO 'cf* lO CO £*- CO CT»
Útskriftarönn
sem fýrir liggja en séu ekki teknar
órökstuddar og án þess að afleiðing-
ar þeirra séu kannaðar.
Þær fjölskyldur og þeir einstak-
lingar sem haldið hafa til Þýska-
lands sjá fram á að þurfa að hætta
í miðju námi því engin lifir á loftinu
einu saman. Þeir -fjármunir sem
liggja í þessu hálfnaða námi munu
því aldrei skila sér og námsmenn-
irnir era þar með búnir að tapa
þessum upphæðum.
Þar sem LÍN virðist enn sem
komið er segja þeim námsmönnum
sem halda ætla til Þýskalands í nám
að námið sé lánshæft, er rétt að
vara menn við því að treysta þeim
upplýsingum. Á meðan afstaða LÍN
er óbreytt ættu menn því ekki að
halda til Þýskalands nema að þeir
geti fjármagnað námið á annan
hátt en með láni frá LÍN eða þá
að þeir fái staðfest gögn frá þeim
skólum sem þeir ætla að sækja að
raunhæfur námstími sé innan þeirra
marka sem LÍN setur. Til að hindra
það að frekara tjón hljótist af þess-
um reglum er því beint til þeirra
sem þekkja námsmenn á leið til
Þýskalands að koma þessum skila-
boðum áfram tii námsmannanna.
Fyrir hönd íslenskra námsmanna
í Karlsruhe:
Einar B. Pálsson (nemi í arki-
tektúr),
Jens Fylkisson (nemi í raf-
magnsverkfræði),
Pétur Richter (nemi í vélaverk-
fræði),
Ragnheiður Aradóttir (nemi í
arkitektúr),
Sveinbjörn Höskuldsson (nemi
í rafmagnsverkfræði).
útskrifast á 19. önn eða seinna.
Pílan sýnir kröfur LÍN um náms-
framvindu. Glögglega má sjá að
mörkin sem LIN setur á námslengd-
ina lenda framan við eðlilega náms-
lengd í öllum þessum tilfellum.
Þegar námsmenn í Karlsruhe
feng^u skyndilega ekki afgreidd lán
síðastliðinn vetur voru þessi gögn
send LÍN til þess að hægt væri að
leiðrétta þann misskilning sem þar
virtist ríkja um hveijar væru raun-
hæfar kröfur um námsframvindu í
Þýskalandi. Svar LÍN var stutt og
laggott, að ekki stæði til breyta
þessum kröfum og var með öllu
órökstutt.
Engin haldbær rök era til fyrir
því að miða ekki kröfur um náms-
framvindu við þessi gögn skólans.
Þess í stað er gripið til einhverrar
opinberrar tölu sem fyrirfram er
vitað að stenst ekki í raun. Skil-
greining LÍN jafngildir því að nær
100%
þýskra stúdenta dragi nám sitt á
langinn sem er auðvitað fáránlegt.
Markmiðið með þessari ákvörðun
LÍN virðist vera að ársreikningur
LÍN líti eitthvað örlítið betur út, en
ekki virðist hafa verið hugsað út í
hverjar afleiðingar þessara gjörða
era. Sú kvöð hlýtur að hvíla á LÍN
eins og á öðrum ríkisstofnunum að
ákvarðanir byggist á þeim gögnum
frá kr. 1.482,000,- á götuna án vsk.
Burðargeta
á grind frá þremur til sex tonn,
einnig 4x4
BÍLHEIMAR
Fosshálsi 1, sími 634000
♦ ♦
UTSOLU
6ALLAVESTI - SKÓLABOLIR Á STRÁKA -
BÓMULLARPEYSUR Á STELPUR -
HARLEY DAVIDSON BOLIR - ÚTVÍDAR
BLÁAR OC RÖNDÓTTAR ÓALLABUXUR
O.FL. O.FL.
h
KRAKKAR
KRINGLUNNI 8-12 - SIMI 681719