Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Útivist í Fossvogsdal eftir ÓlafF. Mugnússon Á borgarmálaráðstefnu sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík og borgar- stjórnarflokks Sj álfstæðisflokksins 14. nóvember sl. var samþykkt ályktun um umhverfismál. í kaflan- um um útivistarsvæði segir: „Fagn- að er vel heppnuðum framkvæmdum við útivistarsvæði í Laugardal. Tryggja þarf greiðan aðgang að úti- vistarsvæðum borgarinnar og auka notagildi þeirra með aðstöðu fyrir gesti. Lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu útivistarsvæða og þess gætt við skipulagningu framtíðar- byggðar að næg útivistarsvæði séu fyrir hendi. Plöntun og gróðursetn- ing hefur skapað eftirsótt útvistar- svæði í borgarlandinu. Hvatt er til frekari dáða á því sviði en þess þarf að gæta að ekki séu öll opin svæði tekin til ræktunar heldur ósnortin náttúra skilin eftir og leyft að þró- ast eftir eigin lögmálum til varð- veislu fyrir komandi kynslóðir. Hvatt er til aukins samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um verndun og varðveislu útivistarsvæða." Fjölbreyttir útivistarmöguleikar Þriðjudaginn 29. júní sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúa, und- ir fyrirsögninni: „Fjölbreyttir mögu- leikar á útivist í Fossvogsdal". Þar lýsir Vilhjálmur skipulagshugmynd- um samráðsnefndar Reykjavíkur- borgar og Kópavogs um fjölbreytt útivistarsvæði í Fossvogsdal, en þar er gerður fyrirvari varðandi stað- setningu níu holu golfvallar austast í dalnum (í landi Kópavogs) og end- anlega stærð lóðar Knattspymufé- lagsins Víkings. Jafnframt er greint frá samþykkt bæjarstjórnar Kópa- vogs frá 22. júní sl. um gerð áður- nefnds golfvallar og stækkun Vík- ingssvæðisins um 9.000 fermetra inn á land Kópavogs. Hér verða þau efnisatriði, sem koma fram í viðtal- inu við Vilhjálm, ekki endurtekin að öðru leyti, enda er þessari grein ætlað að fjalla um skipulag Foss- vogsdals austan Fossvogsskóla, því um það er mikill ágreiningur. Tveir valkostir Samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og Kópavogs skilaði tveimur tillög- um um nýtingu Fossvogsdals austan Fossvogsskóla í tillögu A er gert ráð fyrir níu holu golfvelli, sem nær yfir mestan hluta þessa svæðis, Kópavogsmegin, alls um 14-15 hektarar. Svæðið yrði Gólfklúbbi Kópavogs til ráðstöf- unar. í tillögu B er lögð áhersla á trjárækt og gerð göngustíga og uppistöðulóns, en umfram allt er þar gengið skemmra í skipulagningu en í tillögu A og svæðið yrði áfram opið almenningi. Skipulag skv. tillögu B er að mínu mati mun heppilegra en skv. tillögu A því það tryggir áframhaldandi aðgang almennings að útivist- arsvæði í Fossvogsdal austan Foss- vogsskóla. Ég tel þó, að ganga eigi skemur í skipulagi en báðar þessar tillögur gera ráð fyrir. Gerð jarð- ganga til að tryggja framtíð útivist- arsvæðis í Fossvogsdal kostar mikið fé. Það er almenningur sem kostar þá framkvæmd og á rétt að njóta afrakstursins, það er útivistarsvæð- isins. Samþykkt borgarráðs Borgarráð Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum 13. júlí sl. tillögu skipulagsnefndar að deili- skipulagi í Fossvogsdal og gat fyrir sitt leyti bæði fallist á tillögu A og B og taldi báðar tillögurnar samrým- ast markmiðum um fjölbreytt úti- vistarsvæði í dalnum. Áður hafði umhverfismálaráð mælt með tillögu A. Nokkrir fulltrúar í borgarráði létu bóka, að þeir væru hlynntari tillögu B en tillögu, sem gerir ráð fyrir golfvelli, þar sem tillaga B væri bet- ur fallin að þörfum almenningsúti- vistar. Einn fulltrúa í borgarráði vís- aði til bókunar svipaðs eðlis í um- hverfismálaráði 23. júní sl. Bókun var einnig gerð á fundi skipulags- nefndar 12. júlí sl. Þessar bókanir komu bæði frá fulltrúum meirihlut- ans og minnihlutans. Afstaða kjörinna fulltrúa Reyk- víkinga til skipulags í austurhluta Fossvogsdals fer þannig ekki alfarið eftir flokkspólitískum línum og ég tel að svo megi ekki verða. Skoðun mín er sú, að það sé sanngirnis- og réttlætismál, að tekið verði tillit til óska um að svæðið verði fremur notað til almennrar útivistar en til sértækrar íþróttastarfsemi. Mér er fullljóst, að Kópavogsbær hefur lög- sögu yfir því svæði, sem ætlað er undir golfvöll og leggur til meiri hluta lands undir útivistarsvæðið í Fossvogsdal. Ég treysti því engu að síður, að þær athugasemdir, sem fram koma við núverandi skipulags- hugmyndir verði teknar til greina og að vilji fólksins ráði í þessu máli. Er málamiðlun möguleg? Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu þurfa að hafa nána sam- vinnu í umhverfismálum. Hreinsun 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJONSSON, HRL loggiltur fasteigmasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: í enda - sérþvottahús - bílskúr Mjög góð 5 herb. íb. á 2. hæð um 120 fm v. Stelkshóla. 3-4 svherb. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. í nágrenninu. Gott verö. Einkasala. Skammt frá nýja miðbænum Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög góð 4ra herb. (b. í reisulegri blokk. Frábært verð ef samið er fljótlega. Frekari uppl. á skrifstofunni. Safamýri - endaíbúð - bíiskúr 4ra herb. íb. á 1. hæð. Vel með farin. Tvennar svalir. Nýlega endur- bætt sameign. Einkasala. Við Lyngmóa - bílskúr - útsýni Nýleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Vel með farin. Eignaskipti möguleg. Til- boð óskast. Nokkrar ódýrar íbúðir 3ja og 4ra herb. til sölu í borginni. Nánari uppl. veittar á skrifstofunni. í nágrenni Háskólans óskast góð 2ja-3ja herb. fb. Skipti möguleg á 5 herb. úrvals íbúð skammt frá Háskólanum. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Einbýlishús á góðu verði Á vinsælum stað í Smáíbúðahverfi steinhús með 5 herb. íb. á tveimur hæðum 113 fm nettó. Mikið endurbætt. Svalir. Sólverönd. 40 ára húsnæöislán kr. 2,3 millj. Verö kr. 10,5 millj. Einkasala. • • •_________________________________ Opið f dag kl. 10-14. Teikningar á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAt AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 strandlengjunnar, náttúruvernd og varðveisla útivistarsvæða fyrir al- menning eru málefni, sem á að hefja yfir ríg milli sveitarfélaga. Undirrit- aður hefur áður lýst afstöðu sinni til skipulags- og umhverfismála í öðru sveitarfélagi en Reykjavík og hefur gagnrýnt hugmyndir bæjar- stjórans á Seltjarnarnesi um stór- tækar framkvæmdir á svokölluðu vestursvæði Seltjamarness. íbúar Seltjarnarness hafa risið upp gegn þessum hugmyndum með þeim árangri, að nú liggur fyrir hófsöm skipulagstillaga, sem má telja mála- miðlun. Tillögunni er lýst í ágætri grein í Morgunblaðinu þann 10. júlí sl., eftir Petreu Jónsdóttur bæjarfull- trúa á Seltjarnarnesi. Svo vikið sé að öðru dæmi um málamiðlun í skipulags- og útvistar- málum má nefna framkvæmdir sam- takanna Réttarholts á gamla Vík- ingssvæðinu við Hæðargarð. Mót- mæli bárust gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu frá íbúum í hverfínu. í stað fýrirhugaðra rað- húsabygginga meðfram Hæðargarð- inum, sem hefðu lokað af útivistar- svæðinu sunnan við Breiðagerðis- skóla, var farin málamiðlunarleið. Hún fól í sér að reist var eitt fjölbýl- ishús til viðbótar þeim tveimur, sem þegar standa við austurenda Hæðar- garðs. Meirihlluti gamla Víkings- svæðisins verður því áfram útivistar- svæði. Þessar framkvæmdir eru þeg- ar vel á veg komnar og er ástæða til þess að hvetja borgarbúa til að virða þær fyrir sér og sjá hvemig til hefur tekist. Ég tel, að almenn útivist og iðkun golfíþróttarinnar fari ekki vel sam- an, vegna slysahættu. E.t.v. er sú Ólafur F. Magnússon „Gerð jarðganga til að tryggja framtíð útivist- arsvæðis í Fossvogsdal kostar mikið fé. Það er almenningur sem kost- ar þá framkvæmd og á rétt að njóta afrakst- ursins, það er útivistar- svæðisins.“ leið fær til málamiðlunar, að stytta brautirnar á fyrirhuguðum golfvelli og gera hann að einhvers konar fjöl- skyldugolfvelli, þar sem golfkúlur væru ekki sendar í háum bogum út í loftið. Það eru einmitt slíkar send- ingar, sem eru saklausum vegfar- endum hættulegar og flestir þekkja söguna um golfleikarann, sem óvart veiddi lax í flæðarmáli! Með því að stytta brautirnar má minnka golf- völlinn og skapa aukna möguleika til útivistar almennings í austurhluta Fossvogsdals. V ettvangskönnun Ég hvet þá, sem hafa áhuga á skipulagi Fossvogsdals og útivistar- málum almennt að fara á vettvang og virða fyrir sér austurhluta dals- ins. Þarna í hlíðinni fyrir neðan Smiðjuveg í Kópavogi nýtur kvöld- sólarinnar lengur við en annars stað- ar í dalnum, enda landið hærra. Fjöl- marga fulltrúa íslenskrar flóru ber fyrir augu, þar á meðal ljónslappa, Maríustakk, lyfjagras, hrafna- klukku, gleym-mér-ei, geldinga- hnapp, lokasjóð (peningagras), blóð- berg og Friggjargras, auk súru-, fífu-, elftingar-, starar- og sóleyjar- tegunda, og þannig mætti lengi telja. Frá þessum stað er útsýni fagurt til norðurs yfir sundin og fjallahring- inn. Sé litið til vesturs má glögglega gera sér grein fyrir því, hversu stórt svæðið er, sem er ætlað undir golf- völl, eða langleiðina að Fossvogs- skóla. Um almennt útivistarsvæði yrði vart lengur að ræða austan skólans. Aðeins mjó ræma meðfram golfvellinum og Víkingssvæðinu yrið skilin eftir til almenningsnota. Énn betra er að gera sér grein fyrir þessu að hafa skoðað uppdrætti, sem eru til sýnis í Geysishúsinu við Aðal- stræti og á bæjarskrifstofum Kópa- vogs við Fannborg. Eg vænti þess, að íbúar Fossvogs- dals og annars staðar á höfuðborgar- svæðinu kynni sér þær skipulags- hugmyndir, sem þessi grein fjallar um og komi sjónarmiðum sínúm á framfæri. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi I Reykjavík. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Markús Skeggjason, dáinn 1107, var skáld og lögsögumað- ur, kominn af Þorkatli mána sonarsyni Ingólfs landnáms- manns. Hann kunni öll skil hins glæsilega hiynhenda háttar, þar sem er eins og saman slungið fomeskju norrænna dróttkvæða og þungri, síreglulegri suðrænni hrynjandi. Heiðni og kristni, vopnabrak og klukknahljómur mætast stundum ærið skemmti- lega í hrynhendu. Markús Skeggjason orti drápu um Eirík góða Sveinsson Danakonung. Sá dó 1103. Eirík- ur þótti vel kristinn og lét setja erkistól í Lundi með leyfi páfa (Paskals II.) og fékk þar til Óss- ur Sveinsson, þann er vígði Jón Ögmundsson til Hóla. Eiríkur góði dó á eynni Kípur og hafði þá verið í Miklagarði. Hér er ein vísa úr Eiríks- drápu Markúsar Skeggjasonar: Dróttum lék í Danmprk settan dýglingr grundar skammt frá Lundi erkistól, þanns pll þjóð dýrkar; eijunþungr, á danska tungu. Hildingr framði heilagt veldi. Hvargegnan má Qzur fregna, hýnum visar hýlða reynir himna stíg, til biskups vígðan. Þetta hrynur hægt og virðu- lega, íjórir réttir tvíliðir í hverri línu, engin léttúð. Ég vona að þið hafíð heyrt rímið, innrímið, skothendingar í ójöfnu braglín- unum (1., 3., 5. og 7.), aðalhend- ingar í hinum. Þetta kemur fram í orðunum (orðhlutunum) drótt- sett; grund-Lundar; erki- dýrkar; þungr-tungu; hild- veldi; gegnan-fregna; hónum- reynir; stíg-víg. Þó að vísan sé létt, skulum við aðeins skýra hana. Dróttum = handa fólki; þæg- indafall (lat. dat. commodi); döglingur = konungur; e|jun- þungur = vinnusamur, þraut- góður; hvargegn = alstaðar gegn og góður (skemmtilegt orð; hölda reynir (kenning) = guð. Próf. Bjarni Guðnason endur- segir vísuna í Danakonunga- sögum: „Hinn atorkusami kon- ungur lét setja mönnum erki- biskupsstól í Danmörku skammt frá Lundi, þann er allur lýður á danska tungu (norrænar þjóðir) þjónar til. Konungur efldi guðs- ríki. Það spyrst að hinn mæti (algóði) Özur sé vigður til (erki-)biskups; drottinn vísar honum veg til himna“. Þetta er nú ekki slorlegt. Og ef við hlustum grannt, heyrum við kannski óma á bak við: Stabat mater dolorosa juxta crucem lacrimosa Og síðar í sama versi um harm Maríu; cuius animam gementem contristatam et lamentem etc. Þó öðruvísi sé hrynjandin, fmnst mér nærri því heyrast líka hið máttuga klukkuljóð: „Vox mea est BAMBA, possum depell- ere Satan (Ég segi bam bam, ég get tekið burt djöfulinn). Mörgum varð lfka björg í því að ná f klukkustrenginn, þegar púkar og andskotar sóttu eftir þeim. í völundarhúsi mínu er engin leið til baka nema leiðin út Lágt er til lofts þröng grárra veggja hver áfangi leiðir mig í nýjan ranghala 702. þáttur Heimurinn fyrir utan er sá sem í mér býr gerður af bernskumyndum og draumum um birtu. (Finnur Torfi Hjörleifsson, f. 1936). Að hætta einhveiju í miðjum klíðum er eiginlega að hætta við hálfnað verk, hlaupa frá ein- hveiju í miðju kafi. Hvað er þá klíð? í orðabókum stendur að það sé „vefjarstykki eða veijar- færa, það sem ofíð er í einu“. Líkingamálið er þá frá vefnaði. Ef menn hættu verki að hálfn- aðri færu, þá ættu þeir í miðjum klíðum, í bókstaflegri merkingu. Klíð er líklega skylt klæði, þýska Kleid, enska cloth. Það er ennfremur talið skylt klína og kleina og lýsingarorðinu klénn sem bæði kann að þýða fíngerður og lítilmótlegur. Hvers kyns eru bændur? Úr auglýsingu í dagblaði 7. júlí: „Höfum lista yfír gott fólk, jafnt konur sem karla og bændur. Verslunarmannahelgi um Iand allt, ferðafélagar. Frá 18 ára eða eldri. Þú átt næsta leik.“ Þjóstólfur þaðan sendir: Þegar liðið er allt orðið ölvað, er argað og gargað og bölvað, hentoggrýtt, gubbað og spýtt, uns hvert glasræksni á svæðinu er mölvað. Ja, ljótt er síratið. En það er bjartara yfír öðrum fréttum. I vikublaði nokkru stóð fyrir skemmstu: „Brúðhjónin komu ríðandi í veisluna í vagni dregn- um af hvítum hesti.“ P.s. Örnólf- ur Thorlacius segir mér að kvik- indið amphioxus, sbr. síðasta þátt, heiti á íslensku tálkn- munni og Bjarni Fel. fær stig fyrir að nota orðið leiktíð en ekki vertíð í síðustu knatt- spyrnulýsingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.