Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 17 Mjög góðar heimtur hjá flestum hafbeitarstöðvum landsins Stöðvar fengið meiri heimtur en allt síðasta sumar BETRI heimtur hafa verið í hafbeitarstöðvum suðvestan- og vestanlands en síðasta sumar og eru dæmi um að jafn mörgum löxum hafi þegar verið slátrað og allt síðasta sum- ar. Heimtur eru lakari á Norðurlandi. Flest bendir til að gott ástand hafsins ráði mestu um góðar heimtur og segist Sigurður Stefánsson, stöðvarstjóri í Laxósi hf. í Ólafsfirði, hallast að því að slæmar heimtur fyrir norðan skýrist af lágum sjávarhita. Menn eru yfirleitt þokkalega ánægðir með þyngd laxins. Vigfús Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði, sagði að komnir væru á land á níunda þúsund laxar eða ríflega sami fjöldi og ailt fyrrasumar. Þar með væru heimtur orðnar 4% seiða sem sleppt var og yrðu a.m.k. 6% með sama áframhaldi. Hvað þróun undangenginna ára varðaði sagði Vigfús að heimtur hefðu tvöfaldast á hverju ári frá árinu 1989 þegar nokkur lægð hefði verið í heimt- um. Þessu þakkaði hann kyn- bóta- og rannsóknarstarfi í sam- vinnu við hinar stöðvamar en minnti jafnframt á að ástand sjávar væri betra en áður. Skipu- legar kynbætur hafa farið fram í stöðinni frá árinu 1987 og er nú 220-230.000 Seiðum sleppt í stöðinni á hvetju ári. I öðrum stöðvum er sleppt allt að 100.000 löxum frá stöðinni í Kollafirði. Almennt um horfur sagði Vig- fús að hafbeitin ætti eflaust bjarta framtíð fyrir sér á hér á landi en til þess væri nauðsyn- legt að standa myndarlega að rannsóknar- og þróunarstarfi áfram. Fram kom að allar að- stæður hér á landi væru hinar bestu og Iaxastofninn tæki stöð- ugum framförum frá ári til árs. Þá hefði unnist góður markaður fyrir vöruna. Snæfellsnes Júlíus B. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Silfurlax á Snæ- fellsnesi, sagði að laxaheimtur væru orðnar meiri en allt árið í fyrra. Lokið væri við að slátra yfir 50.000 þúsund löxum og að viðbættum 15.000 löxum í kvíum væru heimtur orðnar 60-70.000 laxar. Hann sagðist eygja þá von að 100.000 laxar næðust í sumar og samsvaraði sá fjöldi 4-5% heimtum í stöðina miðað við 2% á síðasta ári. Hefði laxinn komið jafnt og þétt inn í stöðina í sum- ar og hefði á bilinu 3-4.000 löx- um verið slátrað á dag. Um tveimur milljónum seiða verður sleppt í stöðinni í sumar. Jón Sveinsson, framkvæmda- stjóri Látravíkur hf., sagði að í Lárós á Snæfellsnesi væru komnir heldur fleiri laxar en á sama tíma í fyrra eða um 7.000. Af þeim hefði 6.000 verið slátrað en 1.000 seldir lifandi til stang- veiði. Hann sagði ómögulegt að segja fyrir um heimtur nú en þær hefðu verið um 3% eða 20.000 laxar í fyrra. Viktor Guð- mundsson sagði að heimtur í Morgunblaðið/Einar Falur Hafbeitarlaxinn háfaður VERIÐ var að háfa laxinn upp úr ferskvatninu með gröfu til að koma honum í kvíar til geymslu í gær. Laxinum verður siðan slátrað eftir helgi. Vogavík væru heldur slakari en í fyrrasumar. Komnir væru rúm- lega 21.000 laxar á land og væru heimtur 1,1% af eins árs laxi og 0,5% af tveggja árs laxi. Á sama tíma í fyrra hefðu hins vegar um 32.000 laxar verið komnir á land og allt sumarið hefðu 46.000 laxar komið í stöð- ina, þ.e. 3% heimtur af eins árs laxi og' 0,25% heimtur af tveggja ára laxi. Sagði hann þessi hlut- föll keimlík heimtum Silfurlax í Hraunsfirði og stöðvarinanr í Kollafírði í fyrra en sagðist ekki hafa skýringu á dræmari heimt- um nú. Aðspurður sagði Viktor að eins árs laxinn væri heldur lakari en áður en tveggja ára laxinn örlítið stærri. Kaldur sjór fyrir norðan Sigurður Stefánsson, stöðvar- stjóri í Laxósi hf., sagði að heimt- ur hefðu einfaldlega verið slæm- ar fyrir norðan. Ellefu hundruð fiskar væru allt og sumt sem komið hefði á land. „Við höldum að þetta sé í sambandi við kuld- ann í sjónum. Annars veit maður ekki,“ sagði Sigurður en heimtur í stöðinni voru um 3% eða 8.000 laxar í fyrra. Hann sagði að tveggja ára laxinn liti ágætlega út en smálaxinn, þ.e. eins árs lax, væri í minna lagi. Ríkisstjómin vill að bankamir taki mið af vaxtaþróun á eftírmarkaði RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að forsætis- og viðskiptaráð- herra eigi viðræður við bankana eftir helgina vegna þess að bankavextir hafa ekki tekið samsvarandi breytingum og vextir á öðrum útlánaformum á fjármagnsmarkaði. Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra segir að þeim eindregnu tilmælum verði beint til bankanna að þeir taki mið af því að þróun á vöxtum bankalána sé í samræmi við það sem er að gerast ann- ars staðar á fjármagnsmarkaði og lækki raunvextina. Á blaða- mannafundi sem hann boðaði til í gær kom fram að nafnvaxta- hækkanir bankanna í júlí hafa ekki leitt til raunvaxtahækkunar og ekki hafi breytt vaxtamun. Viðskiptaráðherra segir að þótt bankarnir hafi ekki hækkað raun- vexti núna með vaxtaákvörðunum sínum þá hafí þeir ekki fylgt þeirri þróun sem sé annars staðar á fjár- magnsmarkaði. „Það er full ástæða til að vekja athygli þeirra á því og ræða það við þá, og láta það koma skýrt fram að þess sé vænst að þeir taki mið af þessari þróun og þess sé vænst að raunvextir geti farið lækkandi eins og^er að ger- ast á öðrum vettvangi," sagði hann. Ekki raunvaxtahækkun Samkvæmt greinargerð Seðla- bankans til viðskiptaráðherra hafa breytingar nafnvaxta óverð- tryggðra útlána í þessum mánuði ekki valdið hækkun raunvaxta heldur þvert á móti. Meðaltal nafn- vaxta óverðtryggrða útlána hefur hækkað síðastliðinn mánuð um 1 til 1,9%, en raunvextir lækkað um 3,7 til 4,7%. Þá hefur nafnvaxta- hækkun innlána orðið minni en útlána. „Þessar tölur sýna með öðrum orðum umtalsverða lækkun raunvaxta óverðtryggrða lána, þegar til skamms tíma er litið. Ástæðan er auðvitað fólgin í stökk- breytingu verðbólgunnar nú um hríð ..." segir í greinargerðinni. Raunvextir lækka þó ekki á helstu lánaflokkum Búnaðarbanka og ís- landsbanka þegar miðað er við sex mánaða verðbólgustig, þ.e. þijá mánuði aftur í tímann og spá þijá mánuði fram í tímann. Vextir verðtryggðra lána hækkað lítillega í skýrslunni er vakin athygli á því að vextir verðtryggðra lána hafa hækkað. „Hækkunin er reyndar ekki mikil, úr 9,3 í 9,5% að meðaltali, en þetta er ólíkt þeirri þróun sem verið hefur á eftirmark- aði með verðtrygð verðbréf nú í júlímánuði," segir í greinargerð- inni. Þá segir að miðað við þróun vaxta á eftirmarkaði fyrir ríkis- tryggð verðbréf virðist ástæða til þess að búast við lækkun raun- vaxta. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að mjög grannt verði fylgst með því sem gerist á fjármagns- markaði á næstunni. Hann segir að ef bankarnir haldi sínu fyrra lagi og vísi til eftirmarkaðar á rík- istryggðum bréfum sem viðmiðun sinni í vaxtaákvörðunum þá hljóti menn að vænta þess að 0,25 - 0,5% raunvaxtalækkun verði á næst- unni. „Þetta þýðir að þessi mark- aðsstarfsemi við hlið bankanna heldur aftur af vaxtabreytingum, kannski gagnstætt því sem flestir höfðu búist við,“ sagði hann. Áhrif gengisfellingar komu fyrr fram í greinargerð Seðlabankans kemur fram að í spá um vísitölu- breytingar sem bankinn gerði strax að lokinni gengisfellingu 28. júnf hafi bankinn vanáætlað hækk- un framfærslu- og byggingarvísi- tölu. Áhrif gengisfellingarinnar hafí komið fyrr fram en búist var við en það breyti ekki heildarverð- bólguspá fyrir allt árið. Fram kem- ur að bankarnir hafí fengið þessar spár og líklega stuðst við þær við vaxtaákvarðanir að undanförnu. Nýjar spár Seðlabankans benda til að verðbólgan muni hjaðna fljótt aftur og að hækkun lánskjaravísi- tölu frá upphafi til loka ársins verði um 3%, eins og spáð var strax eftir gengisbreytinguna. Ekki óeðlilegar verðhækkanir í greinargerð Hagstofunnar til viðskiptáráðherra um hækkanir á vístölu framfærslukostnaðar (0,9%) og byggingarvístölu (1,3%) í júlí kemur fram að þær séu meiri en rekja megi til áhrifa gengis- breytinganna, en hins vegar séu þær svipáðar og spáð hafði verið að þær yrðu. Seðlabanki og fjár- málaráðuneytið höfðu gerð ráð fyrir 0,6 til 1% hækkun fram- færsluvísitölu og byggingavísitala myndi hækka um 1,5 til 1,6%. Hagstofan segir að 0,64% af hækkun framfærsluvísitölunnar megi rekja til áhrifa gengisbreyt- inga en þar hefur hækkun bíla lang mest áhrif, eða 0,42%, og 0,43% séu vegna fækkunar undan- þága i virðisaukaskatti en á móti komi 0,27% lækkun vegna aukinna niðurgreiðslna í kjölfar kjarasamn- inga. Þá kemur fram að hækkun byggingavísitölunnar megi að lang Forstjóri Visa ísland um afkomuna í fyrra 124 milljón- ir ekki mik- ill hagnaður EINAR S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa Islands, segir að 124,2 milljón króna hagnaður Visa árið 1992, sé ekki há upp- hæð þegar fjármálafyrirtæki eigi í hlut sem ábyrgist háar upphæðir, um fjóra milljarða gagnvart kaupmönnum í þess- um mánuði svo dæmi sé tekið. Hann sagði þetta aðspurður um hvort fyrirtækið gæti ekki notað hluta af hagnaði til að lækka þjónustugjöld. Hann sagði þjón- ustugjöld hafa verið lækkuð um 10% í janúar síðastliðnum og rafrænn posbúnaður lækkað um 10% hvert tæki í maí. Einar sagði, að þjónustugjöldin hefðu verið lækkuð um 10% frá og með 18. janúar hjá þeim, sem væru í rafrænum viðskiptum og leiga á rafrænum búnaði hefði lækkað um 10%. Þjónustugjöld eru mishá eftir fyrirtækjum og fara stiglækkandi miðað við veltu. Ekki mikill hagnáður „Ef mönnum finnst 124 milljón- ir í hagnað mikið þá er það ekki okkar mat,“ sagði hann. Áf hagn- aði væri greiddur skattur og fjár- málafyrirtæki yrði að hafa góða afkomu til að geta gengið í ábyrgð fyrir háum upphæðum. Á síðasta ári hefðu það verið 40 milljarðar og í yfirstandandi mánuði fjórir milljarðar. Fjármálafyrirtæki gæti ekki stundað sína starfsemi nema þau væru traust og með sæmilega afkomu. Árið í fyrra sagði Einar að hefði verið dágott og í ljósi nýrrar tækni hefði verið fjárfest í posum eða rafrænum búnaði fyrir 200 milljón- ir. Það sparaði kaupmönnum skrif- finnsku og veitti öryggi. Þá væri verið að byggja upp nýja debet- kortaþjónustu og hefur þegar verið fjárfest í kerfum og búnaði. mestu leyti rekja til áhrifa gengis- fellingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að um óeðlilegar verðhækkan- ir sé að ræða, en hins vegar er það ljóst að einhver hluti af gengis- breytingunni hefur strax komið fram sem hækkun á vöruverði. Eitthvað mun eiga eftir að koma fram þannig að við getum búist við einhveijum verðhækkunum á næstunni, en það er viðbúið að það standi mjög stutt, einhvetjar vikur eða fáa mánuði, og þegar líður lengra á haustið þá verði um verð- hjöðnun að ræða og við förum aft- ur að sjá verðbólgutölur eins og við höfum verið að sjá, eða 3-4% miðað við heilt ár,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson. Ekki aukið vaxtamun Seðlabankinn telur ekki að bankarnir hafí aukið vaxtamun með vaxtabreytingum í júlí. „Laus- legir útreikningar benda til að vaxtabreytingamar í júlí ásamt breytingu verðbólgustigs úr 1 í 6,5% (3ja mánaða viðmiðun) hafí leitt til lækkunar á vaxtamun allra eigna og skulda banka og spari- sjóða um 0,5%. Sé hinsvegar horft til lengri tíma hvað verðbólguviðm- iðun varðar, og t.d. litið á spár um lánskjaravísitölu á síðari árshelm- ingi 1993, má segja að verðbólgu- stig hafí hækkað úr 0,7 í 3,9%. Með slíkri viðmiðun liafa vaxta- breytingar nú í júlí haldið vaxta- mun óbreyttum," segir í greinar- gerðinni. Þar er jafnframt bent á að rekstraruppgjör fyrsta þriðj- ungs yfirstandi árs bendir til að vaxtamunur banka og sparisjóða hafi nánast staðið/í stað miðað við sl. ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.