Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 11 IUt er að vekja fals- vonir með sjúku fólki eftir Ólaf Ólafsson „Að þakka skottulæknum það sem batnað hefur en kenna læknum um það sem miður hefur farið“. Fyrirsögn þessa pistils er úr bréfi Þorbjörns Þórðarsonar héraðslækn- is við Isafjarðardjúp til landlæknis 1902. Fólk gerir miklar kröfur til lækna enda hafa orðið gífurlegar framfar- . ir í læknisfræði á síðustu 20-30 árum. Enn er þó mörg gátan óleyst t.d. varðandi geð- og taugasjúk- dóma, krabbamein o.fl. og þess vegna fá ýmsir ekki bót meina sinna. Fleira kemur til en alvarlegir sjúkdómar sem hér hafa verið upp- taldir. Svo virðist sem tíðni sjúk- dóma af sállíkamlegum toga t.d. „álagssjúkdóma" hafi vaxið á und- anfömum árum. Orsakir eru stund- um á huldu, en má þó oft rekja til erfiðleika í nánasta umhverfi fólks. Vandamálið er að læknar hafa ekki mörg ráð í hendi til þess að lina óþægindi og jafnvel þjáningu þessa fólks. Þessum sjúklingum þarf að sinna af alúð og umhyggju og gefa þeim síðan góðan tíma, sem lækn- um gleymist á stundum. Engan skal því undra þó að fólk, er ekki nær bata, leiti allra ráða eftir bót og jafnvel óhefðbundinnar „Öllum má ljóst vera að verið er að selja fólki meðferð sem getur ver- ið hættuleg. í lifandi dýrafrumum leynast ýmsar hæggengar veir- ur t.d. í ætt við eyðni- veiruna.“ meðferðar. Læknum ber þó að vara við meðferð sem hefur hættu í för með sér og ekki síst gegn fjárplógs- starfsemi, sem oftast er tengd skottulækningu. Þess vegna er rétt að hafa eftirfarandi í huga. Skottulæknum virðist stundum „takast vel upp“ við meðferð á kvill- um og sjúkdómseinkennum af sál- líkamlegum toga, sem að öllu jöfnu ganga yfir af sjálfu sér. Um eðli- lega þreytu, sem er fylgikvilli óeðli- legs álags og stundum veirusýk- ingu, sem getur farið saman, gildir sú gamla regla, „að hvíld er góð“. Dvöl á heilsuhæli í framandi" um- hverfi, þar sem fólk er laust við daglegt amstur, hefur áreiðanlega góð áhrif í flestum tilfellum. Ekki er óeðlilegt að margir íslendingar Á ekkert að kosta að sjá listina á Islandi? eftir Svein Björnsson Ég skoðaði Miró-safnið í Palma fyrir nokkru. Þar kostaði 500 pes- eta að sjá listina í nýju og fallegu safni, sem byggt hefur verið við hlið vinnustofu hans. Þar eru hlið úr stáli, sem enginn kemst inn eða út um nema með korti sem sá fær sem kaupir sig inn. Þessum kortum er rennt í þar til gerðar raufar og þá opnast hliðið. Eins þarf að gera þegar farið er út. Svona löguðu „systemi" þarf að koma upp á Kjarvalsstöðum. Eitt hlið fyrir t.d. þijár sýningar. Síðan er aðgangs- eyrinum skipt á milli listamanna, þegar sýningum sýkur. Svona þarf líka að vera í Norræna húsinu, Listasafni íslands, ASÍ og Hafnar- borg. Þá þarf ekki nema fátt starfs- fólk, einungis eftirlitsmenn. Að undanförnu hafa verið stór- sýningar í Listasafni íslands, t.d. Svavar og Finnur. Vandaðar sýn- ingar og miklu til þeirra kostað en aðgangseyrir enginn. Þetta finnst mér út i hött. Hver borgar? Hvað á þetta að þýða? Halda ráðamenn safnanna að fólk komi frekar ef ekkert kostar að sjá list- ina? Allir hljóta að skilja að þetta er misskilningur. Það er dýrt að halda úti listasöfnum og sýningar- sölum, ég tala nú ekki um þar sem kostar allt upp í 150 þúsund krónur leigan í hálfan mánuð eða þrjár vikur. Kannski selst engin mynd. Þá er listamaðurinn kominn á höf- uðið, því það er margt annað sem þarf að borga, svo sem sýningar- skrá og innrömmun o.fl. Það hljóta allir að sjá að þetta gengur ekki upp. I Þýskalandi skoðaði ég sýningar í fyrra og þar kostaði 20 mörk inn. Þar voru biðraðir allt að 60-70 metra langar af fólki sem beið eftir að kaupa sig inn. Ég held að Listasafni Íslands veitti ekki af að fá einhveija pen- inga inn, til að geta keypt meira af list. Stundum er þar talað um peningaleysi. Þetta á einnig við um önnur söfn, svo sem ASÍ, Hafnar- borg og fleiri. séu þreyttir. Samkvæmt upplýsing- um úr árbók Atvinnumálastoftiunar Sameinuðu þjóðanna í Genf vinnum við lengri vinnutíma en aðrar þjóð- ir. Aðeins ein þjóð kemst í námunda við okkur þ.e. Hondúrasbúar í Suð- ur-Ameríku! Um „síþreytu", sem virðist vera nýr sjúkdómur vitum við lítið enn sem komið er. Þessi sjúkdómur er því kært viðfangsefni skottulækna. Eitt versta dæmið höfum við nú fyrir augum okkar. Mexíkanskur „læknir“ ferðast hér um og lofar bót og lækningum við alvarlegum sjúkdómum. Samkvæmt pésa sem ég hef undir höndum lofar hann lækningu jafnvel ólæknandi sjúk- dóma svo sem Mongolisma, MS sjúkdóms, krabbameins, vöðvalöm- unarsjúkdóma svo ekki sé talað um Ólafur Ólafsson svokallaða síþreytu sem fáir kunna skil á, eins og áður er sagt. „Lækn- irinn“ tjáði okkur að hann hefði lækningaleyfí í Texas og Kaliforníu. Heilbrigðisyfírvöld í Texas og Kali- forníu kannast ekki við að maðurinn sé á skrá hjá þeim. „Lækningin“ er fólgin m.a. í að sprauta „lifandi frumum“ í fólk. Öllum má ljóst vera að verið er að selja fólki meðferð sem getur verið hættuleg. í lifandi dýrafrumum leynast ýmsar hæggengar veirur t.d. í ætt við eyðniveiruna. Þess vegna eru innflutt dýr sett í sóttkví hér á landi í langan tíma áður en þeim er sleppt út. í annan stað kostar „lækningin“ allt að 'h milljón króna. En vissulega er fólki í sjálfsvald sett hvernig það eyðir fjármunum sínum. Engum kemur það við nema e.t.v. nánustu ættingjum, sem skrifa upp á háa víxla til að kosta rándýrar skottulækningaferðir fólks og missa síðan hús og öryggi vegna þessa. Nokkur dæmi hafa borist til mín um slíkt. Það búa ekki allir við auð í garði. Læknum ber að vara við blekkingum og hafa í huga að eitt af því versta sem gert er, er að halda fólki frá fræðslu um þessi mál. Verst er þó' sjálfs- blekkingin. Höfundur er landlæknir Útflutningur á raforku og hreinleikaímynd Islands eftir Jakob Björnsson „Á það skal bent að samkvæmt Orkulögum Sveinn Björnsson „Halda ráðamenn safn- anna að fólk komi frek- ar ef ekkert kostar að sjá listina? Allir hljóta að skilja að þetta er misskilningur.“ Galleríeigendur hafa kannski verið upphafsmenn þess að hætta að selja inn á sýningar en það er bara annar handleggur með svoleið- is „bisness“-fólk. Hér áður og fyrr þegar ég var að byija að sýna í Listamannaskálanum (1954) kost- aði 10 krónur inn. Þá kostaði svipað í bíó. Enginn kvartaði og það kom fullt af fólki. Stundum var maður hræddur um að gólfið myndi gefa sig, í gamla góða Listamannaskál- anum. Það er af sem áður var. Nú skal allt vera svo fínt og snobbað í þessu þjóðfélagi, en svo eru bara engir hlutir í lagi. Höfundur er listmálari. í Morgunblaðinu 14. júlí sl. birt- ist viðtal Þórmundar Jónatanssonar við Eymund Magnússon bónda í Vallanesi. Viðtalið er fyrst og fremst um ræktun svonefndra líf- rænna landbúnaðarafurða, sem Eymundur telur að geti orðið út- flutningsvara í framtíðinni. Hér verður ekki fjallað um það mál. En i þvi er einnig vikið að virkjun aust- firsku jökulánna, á Dal og í Fljóts- dal, og virkjun Jökulsár á Fjöllum. í þeim þætti viðtalsins birtist mis- skilningur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Eymundur segir að „ef af þessum áformum yrði verði jökul- ánum veitt um Fljótsdal. Við það hækkaði yfirborð Lagarfljóts veru- lega og líklega yrði að sprengja ánum leið við Egilsstaði. Ennfremur hefðu framkvæmdimar umtalsverð- ar veðurfarsbreytingar í för með sér og hitastig í byggðinni gæti lækkað um nokkrar gráður. „Ég bendi á að brautryðjendastarf í skógrækt yrði dauðadæmt við gjör- breyttar veðurfarsaðstæður". í þessu er tvennt rétt: Jökulánum þremur yrði veitt til sjávar um Fljótsdal og gert er ráð fýrir að sprengja niður farveg Lagarfljóts við Egilsstaði — og raunar á nokkr- um stöðum öðrum neðar í farvegi þess. Annað í setningunni er alger fjarstæða. Yfirborð Lagarfljóts hækkar ekki. Tilgangurinn með að sprengja niður farveginn er einmitt sá að sjá til þess. Það verður heldur engin merkjanleg breyting á veður- fari í byggðinni — hvað þá um „nokkrar gráður". Uppistöðulón þau sem virkjununum fylgja duga hvergi nærri til að breyta hitastig- inu í byggðinni neitt nándarnærri svona mikið. Allt tal um veðurfars- breytingar af völdum þessara virkj- ana og neikvæð áhrif þeirra á skóg- rækt og ræktun „lífrænna" land- búnaðarafurða er því algerlega út í loftið og er hreinn misskilningur. Eymundur fullyrðir að Héraðsbú- ar og Fljótsdælingar muni aldrei sætta sig við þessi virkjunaráform. Um þá fullyrðingu skal það eitt sagt að undiilektir heimamanna á fundinum á Hallormsstað 11. júní sl. styðja hana ekki. Á það skal bent að samkvæmt Orkulögum þarf Alþingi að samþykkja öll slík virkj- unaráform til að þau komi til fram- kvæmda. Þetta er mjög lýðræðisleg skipan virkjunarmála og þvínær einstök í heiminum. Aðeins Noregur og ísland hafa þennan hátt á svo mér sé kunnugt. Það er því engin hætta á að þessar virkjanir eða aðrar hliðstæðar verði samþykktar gegn vilja meirihluta landsmanna. þarf Alþing’i að sam- þykkja öll slík virkjun- aráform til að þau komi til framkvæmda. Þetta er mjög lýðræðisleg skipan virkjunarmála og þvínær einstök í heiminum. Aðeins Nor- egur og Island hafa þennan hátt á svo mér sé kunnugt.“ Rætt hefur verið um að virkjanir þessar yrðu reistar með það fyrir augum fyrst og fremst að flytja út raforku. Ein meginforsendan fýrir slíkum útflutningi er sú, að þjóðir Evrópu vilji draga úr vinnslu raf- orku heima hjá sér úr kolum og öðru eldsneyti sem veldur mengun og hugsanlega einnig gróðurhúsa- áhrifum. Forsendan fyrir útflutn- ingnum er með öðrum orðum aukin ásókn Evrópuþjóða í „hreina“ raf- orku. Raforka úr vatnsorku veldur alls engri mengun og ekki heldur neinum gróðurhúsaáhrifum og raf- orka úr jarðhita veldur í mesta lagi fáeinum hundraðshlutum af þeirri mengun og gróðurhúsaáhrifum sem fylgja vinnslu hennar úr eldsneyti. Ékki er nokkur vafi á því að inn- Jakob Björnsson flutningur á slíkri raforku frá ís- landi yrði til að styrkja ímynd ís- lands sem lands hinnar „hreinu orku“ i innflutningslöndunum, og þar með einnig ímynd þess sem lands hreinna afurða yfirleitt. En það stuðlaði aftur að innflutningi annarra slíkra afurða frá íslandi, til dæmis „lífrænna landbúnaðaraf- urða“. í rauninni er íslensk raforka samskonar afurð hvað hreinleikann varðar. Þær myndu því styrkja hvor aðra á erlendum mörkuðum. Höfundur er orkumálastjóri. Rit um mannanöfn á íslandi 1801 og 1845 HIÐ íslenzka bókmenntafélag hefur gefið úr ritið Mannanöfn á ís- landi samkvæmt manntölum 1801 og 1845 — Sundurliðuð tala þeirra eftir sýslum, sem séra Björn Magnússon prófessor hefur tekið saman. I ritinu eru nöfn í manntölum á Islandi árin 1801 og 1845, sem prentuð hafa verið, flokkuð eftir sýslum þannig að sjá má svör við því hversu mörg koma fyrir í hverri sýslu. Hér má fínna svör við því hvort nöfnum hafi fjölgað frá mann- talinu 1703, hvernig nafnasiðir hafi breytzt, hvaða nöfn hafa verið al- gengust í hverri sýslu og hvar tor- kennileg nöfn sé helzt að finna — nöfn eins og Drisjana, Engilmaría, Eistínveig, Jósvæn, Tekóa, Asarías, Dínus, Imi, Kleófas, Onesímus, Pólistrator og Rustíkus svo að nokkur dæmi séu tekin úr manntal- inu 1801. Algengustu nöfnin munu þó hafa verið Guðrún og Jón. Ritið birtist sem 4. hefti og loka- hefti annárs bindis annars flokks ritraðarinnar Safn til sögv íslands og íslenzkra bókmennta, en sú rit- röðhefur verið gefin út óreglulega síðan árið 1852. Höfundurinn, séra Björn Magn- ússon, er fæddur 1904 og var í ald- arfjórðung prófessor í guðfræði við Háskóla Islands. Hann hefur verið afskastamikill fræðimaður og auk guðfræði ritað mikið um söguleg efni, einkum ættfræði og persónu- sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.