Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Suðurnes 83 millj- ónumkr. úthlutað TÍU FYRIRTÆKI og einstakl- ingar hafa fengið vilyrði frá Eignarhaldsfélagi Suðumesja og Hitaveitu Suðurnesja um fjárframlög, ætluðum til at- vinnuuppbyggingar á Suður- nesjum, að upphæð 83 milljón- ir króna. Átta umsóknum hef- ur þegar verið hafnað en níu verða teknar til frekari skoð- unar. í fréttatilkynningu frá Eignar- haldsfélaginu og Hitaveitunni kemúr fram að ekki þyki rétt að svo stöddu að upplýsa hvernig heildarupphæð þessarar úthlutun- ar sé skipt milli umsækjenda. Það komi til vegna þess að enn eigi eftir að ræða við umsækjendur um ýmis skilyrði, sem uppfylla þurfi vegna fyrirgreiðslnanna. Tvö fyrirtæki, ísaland hf. og Stakksfjörður hf., fengu vilyrði um fyrirgreiðslu í því skyni að fram- leiða físk til útflutnings og Víðir hf. hlaut vilyrði til framleiðslu fisk- rétta. Þá fékk Skúli Guðbjömsson vilyrði vegna sandhverfueldis. Ventus hf. fékk loforð vegna framleiðslu á skútum, Léttsteypan hf. vegna framleiðslu á hellum og íslenska saltfélagið til framleiðslu á heilsusalti. Þá fékk Heilsufélagið við Bláa lónið vilyrði um fyrir- greiðslu til eflingar ferðamanna- iðnaðar á Suðumesjum. Loks vom loforð gefin vegna polyolgerðar og vegna kaupa á efnagerð. SLÖKKVILIÐIÐ i Reykjavík var kallað út að bílskúr í Vesturbergi síðdegis í gær. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var töluverður eldur laus í bflskúrnum enda eldfím efni geymd þar og er bílskúrinn nær ónýtur eftir eldsvoðann. Talið er að kviknað hafi í út frá neistaflugi frá smergli sem verið var að vinna með í skúmum. Bílskúr brann Stefnt að jöfnun verðtryggingarhalla bankanna Heímílt að verð- Verðbreytingar v. gengisiækkunarínnar Colgate tannkrem, 75 ml Verðið Vferðið hækkar varkr. er nú kr. um 185,- 197,- 6,5% trvggja 2ja ára lán BÖNKUM og sparisjóðum er nú heimilt að verðtryggja lán til tveggja ára og lengri tíma, en áður var lágmarkslánstími verðtryggðra lána þijú ár. Um næstu áramót verður síðan viðmiðunartími við verðtrygg- ingu innlána lengdur úr sex mánuðum í tólf. Seðlabankinn gaf út reglur þessa efnis í síðasta mánuði og er nú stefnt markvisst að því að innlánsstofnanir jafni þann mismun sem verið hefur á verðtryggð- um inn- og útlánum. 6,5% hækkun á tannkremi TANNKREM hefur m.a. hækkað vegna gengisfellingarinnar. Sem dæmi um þá hækkun kostaði t.d. 75 ml túba af Colgate-tannkremi áður 185 krónur en kostar nú 197 krónur. Það er um 6,5% hækkun. Bankamir hafa haft mun stærri hluta innlána sinna verðtryggðan en nemur verðtryggðum útlánum. Þetta hefur verið nefndur verð- tryggingarhalli og í bankakerfinu í heild var hann 25-30 milljarðar kr. um síðustu áramót, að sögn Eiríks Guðnasonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabanka íslands. Þessi munur hefur valdið bönkunum miklum erf- iðleikum þegar verðbólgan hefur aukist skyndilega. Seðlabankinn hefur hvatt bank- ana til að jafna þennan halla sem mest en það hefur ekki dugað, að sögn Eiríks, enda hefðu stjórnvöld í dag ívan grimmi Nýjar upplýsingar benda til aðJohn Demjanuk sé ekki ívan grimmi 18 Vædderen í Reykjavík___________ Danska varðskipið Vædderen kom til Reykjavíkur til að taka þátt í Hafnardegi 20-21 Risœðluæði_____________________ Kvikmyndin „Jurassic Park“ fær mjög góðar viðtökum í Bandaríkj- unum og leiðir afsér risaeðluæði 31 Leiðari________________________ Verðhækkanir 20 tviæringurinn í I eneyjum Menning/Listir ► -Myndlist í Evrópu - Bonn- hátíðin gerð upp - Gullflauta Áshildar - Kolbrún Halldórs- dóttir - Galdrabók Ellu Stínu - Píanóieikur í Siguijónssafni gert þeim erfitt fyrir með því að lengja lágmarkstíma verðtryggðra útlána en ekki innlána. Því var regl- unum breytt eins og fram kemur hér í upphafí. Hann sagði að það tæki langan tíma að jafna þennan halla og verðbólgubreytingar hefðu því áfram áhrif á afkomu bankanna. Reglulegt eftirlit Eiríkur benti jafnframt á að í reglunum væri bönkunum gert að stefna að sem mestum jöfnuði í verðtryggðum eignum og skuldum. Sagði hann að Seðlabankinn myndi fylgjast reglulega með þessu atriði hjá einstökum stofnunum. Morgunblaðið/Þorkell Turnspíran böðuð í VIKUNNI hefur verið unnið við að baða turnspíru Hallgrímskirkju með efninu sílani, sem úðað er á kirkjuna og kemur í veg fyrir að vatn sogist inn í steypuna og eyði- leggi hana. Örn Steinar Sigurðsson verkfræðingur segir aðgerðina fyr- irbyggjandi og verði hún endurtekin reglulega en spíran hafi fyrst feng- ið þessa meðferð eftir viðgerð árið 1989. Islandsmótið í hestaíþróttum Sigurbjöm efstur í fimmgangi SIGURBJÖRN Bárðarson á Vídal- ín frá Sauðárkróki hlaut flest stig, 61,80, í forkeppni fimmgangs á öðrum degi íslandsmótsins á Ak- ureyri í gær. Næstur honum varð Egill Þórarinsson á Kolu frá Sig- ríðarstöðum með 60,30 stig. Þriðji varð Eyjólfur ísólfsson á Dropa frá Hólum og Baldvin Ari Guðlaugsson á Hoffu frá Litla-Dal fjórði. í forkeppni fimmgangs-ungmenna stóð efstur Gísli Geir Gylfason á Koli frá Stóra-Hofi með 49,80 og Ragnar E. Ágústsson stóð efstur unglinga á Þey frá Akranesi. í fjór- gangi ungmenna varð efstur Sigurð- ur Vignir Matthíassson á Þráni frá Gunnarsholti, í unglingaflokki varð efst Sigríður Pjetursdóttir á Skag- fjörð frá Þverá og í fjórgangi barna varð efst Bergþóra Sigtryggsdóttir á Jónasi frá Bakka. Flugvirkj- ar aflélta ekki yfir- vinnubanni STJÓRN og trúnaðarmanna- ráð flugvirkja ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að aflétta ekki yfirvinnubanni flug- virkja þrátt fyrir að drög að samkomulagi til lausnar deil- unni lægju fyrir. Boðað verð- ur til félagsfundar hjá flug- virkjum á þriðjudag og þar verður samkomulagið lagt fyrir til höfnunar eða sam- þykktar. Isleifur Gíslason rit- ari félagsins segir að verði samkomulagið samþykkt á félagsfundinum muni yfir- vinnubanninu verða aflétt. í samkomulagsdrögum þeim sem kynnt voru á fundinum í gærkvöldi var ekki gert ráð fyrir beinum launahækkunum til flugvirkja en þar er m.a. að finna ákvæði þess efnis að flug- virkjar hagnist á erlendum við- haldsverkefnum Flugleiða á þann hátt að fleiri verkefni og meiri afköst þýði auknar tekjur. Fyrsta lönd- un loðnu á Höfn LOÐNUVEIÐAR hafa geng- ið þokkalega og er löndun- arbið á flestum höfnum norð- austanlands. Fyrsta loðnan barst til Hafnar í Hornafirði fyrir helgina þegar Húnaröst RE og Þórshamar GK lönd- uðu þar um 13 hundruð tonn- um af loðnu. Um 86 þúsund tonn af loðnu hafa nú borist á land. Að sögn Bjarna Sveinssonar hjá Óslandi hf. á Höfn í Homa- firði gengur vel að vinna loðn- una og fæst gott mjöl þó mikið sé af átu í loðnunni. Hann seg- ir að loðnan sé feit og vel á sig komin og fáist mikið lýsi úr henni. Bjami átti von á að meiri loðna myndi berast til Hafnar í næstu viku. Tvísýnar horfur með kartöflu- uppskeru HORFUR með kartöfluupp- skeru er mjög slæmar bæði á norðan- og austanverðu landinu, og dæmi þess sum- staðar að kartöflugrösin séu vart komin upp þannig að þar eru jafnvel horfur á að nánast engin kartöfluupp- skera verði. Að sögn Sigur- bjarts Pálssonar, formanns Landssambands kartöflu- bænda, er ástandið hins veg- ar slarkfært á Suðurlandi. „Þetta á þó mjög langt í land ennþá og núna vantar okkur rigningu eftir endalausa blíðu sem verið hefur. Hér hefur sáralítið rignt í nánast allt sum- ar þannig að allt er orðið mjög þurrt,“ sagði Sigurbjartur. Hann sagði horfur á að fyrstu kartöflumar kæmu ekki á markað fyrr en um miðjan ágúst, en oft á tíðum hafa kart- öflur verið komnar á markað jafnvei í lok júlí. Þá væri ógjörningur að segja til um hvernig uppskeran yrði þar sem það færi alfarið eftir tíðarfari í ágúst og ein frostnótt gæti þess vegna eyðilagt alla upp- skeruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.