Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Ovenjulegt kynning- arátak Vikublaðsins Verja fylgir hverju blaði til unglinga VIKUBLAÐIÐ hefur sent sérstakt kynningareintak til allra 16 og 17 ára unglinga á landinu. í blaðinu, sem gefið er út með væntan- legar útihátíðir í huga, er sérstaklega varað við áhættukynlífi og glannalegum akstri. Veija fylgir hveiju blaði sem 16 og 17 ára unglíngar fá. Veit Morgunblaðið um dæmi þess að foreldrar ungl- inga hafi brugðist illa við þessari óvenjulegu blaðakynningu. Efni blaðsins, sem er 20 siður, er allt skrifað af unglingum. Vikublaðið er gefið út af Alþýðu- bandalaginu. Að sögn ritstjórans, Hildar Jónsdóttur, er þetta tölublað sérstaklega gefið út með heill ungl- inga að leiðarljósi. Feimnismál? Hildur sagði að smokkar væru sjálfsagt feimnismál enn fyrir suma en Landlæknisembættið hefði stað- ið fyrir auglýsingaherferð um notk- un smokka fyrir nokkrum árum og gert grein fyrir gagnsemi þeirra í baráttunni gegn alnæmi. Hildur sagði að í blaðinu væru unglingar jafnframt hvattir til að láta ekki þrýsting annarra hafa áhrif á sig til að sofa hjá. í blaðinu er m.a. viðtal við Ríkharð Líndal, sálfræð- ing Alnæmis-samtakanna, sem segir að dregið hafí úr notkun smokka og áróðri fyrir þeim. Hann telur hættu á að smokkurinn fái ranga ímynd, verði tákn samkyn- hneigðra og smitaðra meðal fólks. Afleiðingar hraðaksturs í blaðinu er jafnframt varað við afleiðingum af glannalegum akstri. Aðalsteinn Árni Hallsson, fulltrúi Samtaka endurhæfðra-mænu- skaddaðra í Umferðarráði, fjallar í viðtali um þörf stráka fyrir hrað- akstur og hinar ógurlegu afleiðing- ar sem glannalegur akstur getur haft. Morgunblaöið/Þorkell Brúðguminn tertum grýttur á torginu VEGFARENDUM um Lækjartorg á fimmtudagskvöld bauðst að kasta ijómatertum í mann, sem sat þar fáklæddur með sérkennilegan höfuðbúnað. Menn greiddu tíu krónur fyrir að kasta tertu í skotmarkið, en erlendir ferðamenn fengu afslátt og borguðu ekki nema fimm krónur. Fyrir uppátækinu stóðu „vinir“ mannsins með kassann á herðunum, en hann er á leið í hnapphelduna og höfðu félagar hans haldið honum veizlu, steggjateiti eins og þær eru kallaðar. Þessar veizlur ganga meðal annars út á það að ganga æ lengra í uppátælqum og óhefðbundinni meðferð á brúðgumanum væntanlega. VEÐUR Salov efstur á millisvæðamótinu í skák 12 i DAG kl. 12.00 Hetmild: VeSurstofa islands (Syggt áveðurepá kl. 16.151 gær) r r / r r m r VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. timá hiti veður Akureyri 11 skýj8ð Reykjavík 13 skýjað Bergen 13 skýjað Helsinki 20 hálfskýjað Kaupmannahöfn 16 rign. á sfð. klst. Nar8sarsauaq 13 Iétt8kýjað Nuuk 8 léttskýjað Oíló 17 úrk. fgrennd Stokkhólmur 18 skúr Þórshöfn 10 alskýjað Afgarve 28 léttskýjað Amsteróam 18 alskýjað Barcelona 25 hálfskýjað Berlfn 17 skýjað Chicago 21 alskýjað Feneyjar 25 heiðskírt Frankfurt 21 skýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 16 skýjað London 25 skýjað LosAngeles 18 alskýjað Lúxemborg vantar Madrid 30 heiðskírt Malaga 27 heiðskírt Mallorca 26 léttskýjað Montreal 16 skúr á sfð. klst, NewYork 22 heiðskirt Orlando 26 skýjað Parls 24 skýjað Madelra 22 skýjað Róm 25 heiðskfrt Vfn 17 skúr á síð. klst. Washíngton 22 hálfskýjað Winnipeg 16 súld Jóhann tapaði fyr- ir Gata Kamsky Áskell Örn Kárason skrifar frá Bie!. ÞEGAR einungis er ólokið tveimur biðskákum í 7. umferð á milli- svæðamótinu í Biel, stendur hinn þrítugi Rússi, Valerí Salov, best að vígi. Hann á betri biðskák gegn stiga- hæsta manni mótsins, hinum hand- fljóta Indverja Viswanathan Anand. Af úrslitum í viðureignum efstu manna má nefna að skákum Barejev — Kramnik, Van der Sterren — Gelfand og Sirov — -Portisch lauk með jafntefli. Kamsky vann Jóhann Hjartarson, Khalifman vann Gurevich, Júdasín vann Seirawan og Gulko lagði Barua að velli. Þá er Englendingurinn Adams á góðri leið að vinna sína þriðju skák í röð, á líklega unna biðskák gegn hetju heimamanna, Viktori Kortsnoj. Kamsky (2.645 stig), tefldi fast til vinnings gegn Jóhanni. Hann beitti Sámisch-afbrigðinu gegn kóngsindverskri vörn Jóhanns og náði varanlegum stöðuyfírburðum í miðtaflinu. Jóhann hélt sér fast og fékk lengi vel varist, en þar kom að undrabarnið fyrrverandi náði að bijótast í gegnum vamir hans. Þeg- ar Jóhann gafst upp í 55. leik var Kamsky kominn með frelsingja upp á 7. reitaröð og stórfellt liðstap óumflýjanlegt. Staða efstu manna: 1. Salov (Rússl.) 5+biðsk., 2.-8. Barejev, Kramnik og Khalifman (allir Rússl.), Gelfand (Hvítarússl.), Júdasín (ísrael) og Van der Sterren (Hollandi), 5 v. í þennan hóp geta bæst þeir Anand, ef hann heldur jöfnu gegn Salov, og Adams, ef hann vinnur Kortsnoj. Jóhann hefur nú 4 vinninga úr 7 skákum og er enn með í baráttunni um áskorendasætin 10, þrátt fyrir tapið í dag. 8. og 9. umferð verða tefldar um helgina, en á mánudag eiga skákmennirnir frí. Tyrkneska for- ræðismálið Halim brýt- ur á Sophiu í fjórða sinn HALIM Al, fyrrum eiginmað- ur Sophiu Hansen, kom ekki með dætur þeirra til fundar við hana í gær. Þar með braut hann í fjórða sinn á jafn mörgum vikum gegn um- gengnisrétti hennar. Vegna öryggis Sophiu var ákveðið að hún tæki ekki þátt í að leita Halim og dætur þeirra uppi í gær. Þess í stað leituðu fulltrúi fógeta og tveir vopnaðir lögreglumenn að feðginunum og varð þeim ekkert ágengt. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna 4% til 5% hlutfall ið- gjalda eðlilegt markiuið LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna, sem er með rekstrarkostnað sem nemur 1,96% af iðgjöldum, mun færa lántökugjöld sin á þann veg, að þau komi til frádráttar rekstrarkostnaði. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er þessi færsluháttur þjá jafnstórum sjóði og Lífeyrissjóði verslunarmanna til þess fallinn að lækka rekstrar- kostnað umtalsvert. Endurskoðendur munu telja að eðlilegt sé að færa lántökugjöld sem hluta af fjármagnstekjum, því þau séu ekk- ert annað en hluti af ávöxtun sjóðanna. Það mun þykja eðlilegt að rekstr- arkostnaður llfeyrissjóða, sem hlut- fall af iðgjöldum sé á bilinu 4% til 5%. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur því verið beint til stjórna lífeyrissjóða, að þær reyni að ná slíku markmiði í rekstri. Sérstök nefnd vinnur nú að því að samræma reikningsskilaaðferðir lífeyrissjóðanna og þar með verður samanburður á milli sjóða, bæði hvað varðar ávöxtun og kostnað, auðveldari og marktækari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.