Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 19 Sjálfsvíg kunnasta iðnjöfurs Ítalíu Reuter Iðnjöfur látmn ÍTALSKI iðnjöfurinn Raul Gardini (t.v.), stytti sér aldur í kjölfar ásakana um spillingu. Hér sést hann með Gabriele Cagliari, öðr- um fjármálamanni sem fyrirfór sér í fangelsi fyrir skömmu. Þingmenn krefj- ast umræðna um dauða Gardinis Sakaður um spillingu og sjóðasukk Mílanó. Reuter. KUNNASTI iðnjöfur Ítalíu í seinni tíð, Raul Gardini, framdi sjálfs- morð í íbúð sinni í Mílanó í gærmorgun. Hann lést af vöidum skots í höfuðið og fannst byssa við hlið hans. Þingmenn allra flokka á ítalska þinginu hafa krafist umræðna um dauða hans. Gardini, sem var fyrrum for- stjóri Ferruzzi-fyrirtækjasam- steypunnar, er annar ítalski iðnjöf- urinn sem fremur sjálfsmorð á undanförnum dögum. Á þriðjudag stytti Gabriele Cagliari, fyrrum forstjóri orkufyrirtækisins ENI, sér aldur í fangelsisklefa sínum. Gardini stóð á sextugu en hann giftist inn í Ferruzzi-fjölskylduna árið 1957 og breytti litlu komsölu- fyrirtæki í stærstu fyrirtækjasam- steypu Ítalíu og eins stærsta fyrir- tækis Evrópu. Velta þess árið 1987 nam jafnvirði 712 milljarða króna. Hann var settur af sem stjórnarfor- maður Feruzzi 1991 en fékk 400 milljónir dollara, höll og flota af lystisnekkjum að skilnaði. Bræður og systur Idu konu hans keyptu 23% hlut þeirra hjóna í fyrirtæk- inu. Þau hjónin eignuðust tvær dætur og son. Gardini var mikill skútusiglari og keppti m.a. í Fastnet-siglinga- keppninni á írlandshafi 1979 er 15 menn drukknuðu í óveðri. Hann stjórnaði einnig tilraun ítala til að vinna Ameríkubikarinn í siglingum þar sem engu var til sparað. Lét hann í því skyni smíða sérstaka skútu, Feneyjamárann. Sjálfsmorðið kemur í kjölfar út- gáfu skýrslu þar sem Gardini er kennt um mikla fjárhagserfiðleika Ferruzzi-samsteypunnar. Undan- farnar vikur hefur nafn hans kom- ið æ oftar við sögu í rannsókn stjórnvalda á spillingu hjá Enim- ont, sem var samstarfsverkefni milli ENI og Ferruzzi. Yfírvöld tjáðu honum í febrúar að verið væri að rannsaka hvaða hlut hann ætti þar að máli. I síðustu viku var Giuseppe Gar- ofano, einn stjómandi Ferruzzi, handtekinn og á næstu dögum á að birtast í ítölsku tímariti útdrátt- ur úr yfirheyrslum yfir honum þar sem hann sakar Gardini um spill- ingu og sjóðasukk. Margir hafa sagt sjálfsmorðin táknræn fyrir hrun hins spillta stjórnarfar á Ítalíu, og þau muni jafnvel leiða til þess að samþykkt breyttrar kosningalöggjafar verði flýtt. Deila Attalis og Wiesels magnast París. Reuter. ELIE Wiesel, nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, heldur því fram að Francois Mitterrand Frakklandsforseti hafi sagt við sig að Jacques Attali, fyrrverandi bankastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evr- ópu, ætti að taka bók sína, Verbatim, af markaði og biðjast afsökunar á ritstuldi. Fyrir nokkru kom fram að bókin, sem fjallar um störf Attalis sem ráðgjafa Mitterrands, byggir að nokkru leyti á samtölum sem Wiesel átti við Mitterrand. Attali bar á það brigður í gær að Mitterrand hefði snúist á sveif með Wiesel. Blaðafulltrúar forsetans neit- uðu að tjá sig um málið í gær. Það kom fram í frétt dagblaðsins International Herald Tríbune í gær að Wiesel krefðist þess að sölu á Verbatim yrði hætt og Attali bæðist afsökunar, einnig að Mitterrand styddi skáldið heils hugar. Bókin er tæplega þúsund blaðsíður og hefur náð metsölu í Frakklandi. Lögmaður Attalis sagði í gær að aldrei hefði borist beiðni frá Mitterrand um að bókinni yrði breytt hvað þá að sölu hennar yrði hætt. Wiesel sakar Attali um að nota 43 tilvitnanir í samtöi sín við Mitterr- and sem til eru í óbirtu handriti án þess að geta heimildar nema þrisvar. I bókinni er fjallað um starf Attalis fyrir Mitterrand á árunum 1981- 1986. Attali segist sjálfur hafa skipu- lagt samtöl Wiesels og forsetans og að hann hafi verið viðstaddur og hripað hjá sér minnispunkta. Þau samtöl lúti engan veginn reglum um höfundarrétt. Hann viðurkennir að hafa hliðrað tilvitnunum að einhveiju leyti í tíma til þess að þær féllu bet- ur inn í meginmálið en samtölin fóru fram árið 1988. Það skipti þó litlu máli því umræðuefnin hafí verið ei- lífðarmál eins og trú og dauði. UMFERÐAR RÁÐ AFENGISVARNARAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.