Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 t/ F~d&u þ'erkaFfiboLic^c^ mebati hefmig tiL" Nei, hann er alveg hættur að bíta. Passaðu bara pen- ingaveskið þitt. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Heimilispóstur- inn - Gott blað Frá Árna Helgasyni: Mér hefir nýlega borist fyrri hluti 29. árgangs af blaði Elliheimilisins Grundar, Reykjavík, sem Gísli Sig- urbjörnsson forstjóri hefir öll árin ritstýrt og heitir það Heimilispóst- urinn. Gísla þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni, svo mörgum mannúðar- málum hefir hann um daga ýtt á flot og fylgt eftir, þó stærsta verk- efnið hafi verið uppbygging Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, sem alltaf hefir verið í framþróun og þeir sem þau mál hafa kynnt sér eru ekki í vafa um að enn er Gísli í fararbroddi um allt sem bet- ur má fara í aðhlynningu aldraðra. I heimilispóstinum nú sem fyrr eru mörg góð íhugunarefni og rætt við ýmsa áhugaverða menn í starfi mannúðarmála og geta má t.d. við- tals við Helga Gunnarsson fv. fang- elsisstjóra á Litla Hrauni. Einnig er þar athyglisverð grein um heilsu- gæslu eftir Davíð A. Sverrisson, sem segir okkur margt. Þá er þar einnig minnst sorgardagsins 1. mars 1989, þegar áfengiselfan fékk mikla útrás hjá valdhöfum, þá flæddi áfengisbölið og allt sem því fylgdi inn yfir landið og afleiðing- arnar létu ekki á sér standa. Þar er skrá um aukningu vínveitinga- staða í Reykjavík frá 1954 en það ár voru þeir 3 en í dag eru 138 og segir það sína sögu. Og enn er Gísli með heilum huga að leggja sitt af mörkum til betra þjóðfélags og þar getur hann sýnt að verkin tala. Lokaorð hans í Heimilispóstinum eru ekki mörg en þeim mun alvarlegri: „Á þessum alvarlegu tímum þjóð- arinnar er eitt nauðsynlegt: Að spara, hjá öllum meðan eitthvað er til, til að spara. Samhugur og sam- starf er nauðsyn með þjóðinni, ann- ars mun illa fara.“ Og geta ekki allir tekið undir þau orð. Og sjá ekki allir í dag hve stórar þær fjár- hæðir eru sem fólkið hefir sóað út í véður og vind, meðan þjóðarskuld- ir aukast dag frá degi. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Til ráðherra og annarra þingmamia! Frá Albert Jensen: VIRÐINGARLEYSI ykkar fyrir þjóðinni er sorglegt og birtist í svo til öilu sem þið gerið á opinberum vettvangi og er af nógu að taka. Þegar undirskriftalistar sönnuðu að meirihluti landsmanna vildi þjóðaratkvæðagreiðslu um full- veldisafsal, eða EES, fannst ykkur nóg að segja þjóðinni að henni kæmi málið ekki við, enda hefði hún ekkert vit á því. Þegar sjúkraliðar, sem hafa þurft að búa við vaxandi vinnuálag og léleg laun reyndu, fyrir nokkr- um mánuðum að fá smávægilega leiðréttingu, var þeim hótað illu. Eg tek sjúkraliðana sem dæmi um alhliða kúgun láglaunastétt- anna og svívirðilegt launamisrétti sem þið sjáið ekkert athugavert við. En hvað kemur upp þegar dæmið snýr að ykkur, virðulegu aðstandendur okkar trúgjömu þjóðar. Þið settuð með lögum kvöð á þjóðina, það er að ef hún hafnaði ykkur í kosningu, yrði hún að borga ykkur hálfsárs biðlaun, það er meðan enginn þurfti eða vildi taka ykkur í vinnu, yrðuð þið á framfæri hennar. Á þessum tíma var hægt að segja Sóknarkonum upp með dagsfyrirvara svo það var ekki skrítið þó lögin kæmu mönn- um spánskt fyrir sjónir. En þið eruð þekkt fyrir að koma ykkar persónulegu ár vel fyrir borð og hunsa almenningsálit. Með slíkt siðferði í farteskinu var létt að túlka lögin ykkur sjálfum í hag og það hafið þið sannarlega gert. Frægt er dæmið þegar Sverrir Hermannsson var á framfæri þjóð- arinnar í hálft ár, á þingmanns- launum, þó hann hafí strax að loknu þingi orðið seðlabankastjóri. Fyrir stuttu var Alþýðufl. að reyna að lægja innanflokkseijur og gerði það að hluta á kostnað þjóðarinnar. Hann skákaði mönn- um út og inn að geðþótta og einn þeirra, Jón Sigurðsson, sem 'skip- aður var seðlabankastjóri, hefur greinilega talið sig eiga rétt á bið- launum því hann afþakkaði tvær milljónir. Honum er ekki alls varn- að að hafna því sem hann hafði engan rétt á og ætti engum að koma á óvart eftir alla sýndar- mennskuna kringum bankastjórar- áðninguna. Þið hafið hunsað þann skilning þjóðarinnar að ykkur væri vorkunn þó þið væruð á framfæri hennar mánuð eftir mánuð allt í hálft ár meðan þið væruð atvinnulaus. En þjóðin átti ekki von á að þið væruð svo spillt, að þið breyttuð biðlaunum í verðlaun, ef ykkur væri hafnað. Ykkur sem ráðið, virðist í mun að færa auð og völd á fárra hend- ur og gera þjóðina áhrifalausa. Þið hafíð dregið kjark úr fólki og haft neikvæð áhrif í atvinnumálum. ísland er gott land, samhent gætum við lifað hér góðu Iífi. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. „þBTTA ER RDRPP2.yKJCXIR/NM CXS HÉR EK. FC>RR.ÉTTUeiNM )p>IKIN“ Víkveiji skrifar fleiri veitingastaðir og krár í Reykjavík bjóða nú upp á lifandi tónlist á virkum dögum. Vík- veija fínnst þetta lífga verulega upp á borgarlífíð, og vissulega er meira uppbyggjandi að fylgjast með fær- um Iistamönnum en að svolgra bjór- inn eingöngu á þessum stöðum. Víkveiji ætlaði til dæmis að setjast niður eina örskotsstund og fá sér hressingu á Kringlukránni eitt kvöldið en ílentist, þar sem tónlist- arflutningurinn náði að fanga at- hygli hans. Þar voru Bjöm Thorodd- sen jazzgítarleikari og félagar hans á ferðinni. Bjöm er listamaður á heimsmælikvarða og aðrir hljóm- sveitarmeðlimir stóðu sig ekki síður vel. Víkveiji yfírgaf staðinn Iéttari í spori, og þurfti ekki bijóstbirtu í vökvaformi til. xxx Gaukur á Stöng hefur lengi stað- ið fyrir tónleikum hvert kvöld vikunnar, en satt að segja taldi Víkveiji að þar spiluðu aðallega ein- hveijar unglingahljómsveitir. Það kom honum því þægilega á óvart er hann kom á Gaukinn með er- lenda gesti, sem kröfðust þess að fá að heimsækja elztu bjórkrá í Reykjavík (Gaukurinn er tíu áral), að sjá vísnahljómsveitina Hálft í hvom auglýsta síðar um kvöldið. Sveitin lét heldur ekki sitt eftir liggja. Hún flutti reyndar eingöngu lög úr Vestmannaeyjum þetta kvöld, en það spillti ekki fyrir að mati Víkveija. Hálft í hvoru virtist ná jafnvel til Eyjamanna og ann- arra, Islendinga sem útlendinga. xxx * Ikjölfar Hálft í hvoru sigldi sveitin Dr. Sáli. Víkveija sýndist þetta vera það, sem hann flokkar undir unglingahljómsveit — og víst voru sveitarmenn komungir að árum, en þegar þeir byijuðu að spila fór ekki á milli mála að þama var fólk sem hafði allt sitt á hreinu. Flutningur Dr. Sála á gömlum Stuðmannaslög- urum, ABBA-lögum og fleiri „standördum" var kraftmikill og fagmannlegur. Vonandi heyrist meira frá þessari sveit. xxx Kunningi Víkveija velti því fyrir sér hvort það væri tilviljun að tvær fjögurra stjömu bíómyndir vom á dagskrá Stöðvar tvö að kveldi fimmtudagsins. Yfírleitt er boðið upp á misjafnan bíómynda- graut á virkum dögum. Þetta var hins vegar fimmtudagurinn sem Ted Tumer og kona hans Jane Fonda hugðust heimsækja stöðvar- menn, en af því varð ekki. Þessi sami kunningi sagðist vona að þau hjónin boðuðu komu sína og afboð- uðu hana svo aftur sem allra oft- ast, til þess að tryggja gæði dag- skrárinnar á Stöð tvö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.