Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Flautu- og píanótón- leikar 1 dag Á LISTASUMRI á Akureyri verða haldnir flautu- og píanótónleikar á sal Gagnfræðaskólans á Akur- eyri í dag, laugardag. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 16.00 Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari koma fram á tónleikun- um í Gagnfræðaskólanum. Áshildur og Þorsteinn Gauti eru í hópi athyglisverðustu ungra ís- lenskra tónlistarmanna og hafa stundað nám bæði hér á landi og erlendis með prýðilegum árangri. Þau hafa komið fram hvort í sínu lagi víða' um heim og hlotið viður- kenningar fyrir leik sinn. Sem dæmi má nefna að Áshildur vann til verð- launa í Flute d’Or-keppninni í Frakk- landi fyrir skemmstu, en þar hefur hún verið við framhaldsnám. Áshildur og Þorsteinn Gauti eru á tónleikaferð um landið og leika nú saman í fyrsta sinn á ferlinum. Að loknum leik sínum á Listasumri á Akureyri halda þau til Reykjavíkur og leika í Ráðhúsinu á morgun klukk- an 16 og síðan á Höfn í Homafirði á þriðjudagskvöld. Unnið að miklum endurbótum á sundaðstöðunni á Þelamörk Vaðpottur og vatns- nudd tekið í notkun NÚ ER AÐ ljúka stórum áfanga í endurbyggingu sundaðstöðu við Þelamerkurskóla, þar sení á sumrin er Edduhótel. Lokaáfang- inn, sundlaug með vatnsrennibraut, verður væntanlega tilbúinn næsta sumar. Mikil aðsókn er að sundlaugunum á Þelamörk. Gamla sundlaugin á Þelamörk er að breytingunum loknum jafn- góð og jafnheit og áður, en nú hafa verið teknir í notkun tveir nýir pottar með vatnsnuddi og vaðlaug fyrir börn. Hún er með aflíðandi halla út að stórum svepp með rennandi vatni. Búið er auk þessa að steypa laug sem verður með vatnsrennibraut og verður hún að líkindum tekin í notkun næsta sumar. Geysimikil aðsókn Hafdís Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Eddu á Þelamörk sagði að auk þessara framkvæmda hefði verið unnið að miklum endurbót- um á umhverfi sundlaugasvæðis- ins, lagðir göngustígar og gróðursettur mikill fjöldi tijáa og plantna. Þegar þessu væri öllu lokið yrði við Þelamerkurskóla sundparadís sem ætti sér engan líka á Norðurlandi. Hafdís sagði að geysimikil aðsókn væri að sundaðstöðunni á Þelamörk, hún hefði lengi verið mikil en væri alltaf að aukast. Sundgestir væru yfirleitt ekki undir 100 á dag og væru oft nærri 400. Þama væri um að ræða heimafóik og ferðamenn úr ýmsum áttum auk þess sem mjög mikið væri um að Akureyringar drifu sig út fyr- ir bæinn til að vera í sundi og kyrrð og ró á Þelamörkinni, ekki síst í góðu veðri. Hún sagði að búningsaðstaða sundgesta hefði tekið byltingarkenndum breyt- ingum þegar hið nýja íþróttahús var byggt, en salur hússins er ekki enn kominn í notkun. á hót- elinu um helgar. Morgunblaðið/Golli Sundparadís á Þelamörk NÝJA barnalaugin með sveppnum er við gömlu, vinsælu sundlaug- ina hjá Þelamerkurskóla. Þessi sundparadís dregur að sér sívax- andi fjölda gesta, bæði nærsveitamenn og lengra að komna, ekki síst þegar sól nær að skína. Miklar sumarannir hjá Flugfélagi Norðurlands Fímmta Twin Ott- er-flug-vélin leigð Morgunblaðið/Golli Gítarleikarar framtíðar FLUGFÉLAG Norðurlands hefur nú tekið á leigu eina Twin Otter- flugvél til viðbótar við þær fjórar sem félagið hefur haft í förum í sumar. Miklar annir eru hjá félaginu sem stendur, bæði hér á landi og í Grænlandi. NEMENDUR á sumarnámskeiði Gítarhátíðar á Akureyri ásamt kenn- aranum, Arnaldi Arnarsyni frá Barcelona, sem er lengst til vinstri, og Erni Viðari Erlendssyni framkvæmdastjóra hátíðarinnar, sem er annar frá vinstri í fremri röð. Við hlið Arnaldar er stúlka sem kom frá Spáni til að taka þátt í námskeiðinu Nemendatónleikar haldnir á Gítarhátíð VIKULANGRI Gítarhátíð á Akureyri lýkur í dag. Þar hafa nem- endur á ýmsum aldri, sem langt eru komnir í gítarnámi eða hafa lokið reglulegu námi, tekið leiðsögn Arnaldar Arnarsonar, sem kom frá Barcelona á Spáni öðru sinni til að kenna á þessari náms- stefnu. Auk þess hafa fremstu gítarleikarar landsins leikið á tón- leikum Gítarhátíðar. Lokatónleikar Gítarhátíðarinn- ar verða í Akureyrarkirkju í dag, en þá munu nemendur á námskeið- inu leika verk sem þeir hafa feng- ist við þar undir handleiðslu Am- aldar. I þeim hópi má meðal ann- arra nefna Guðmund Pétursson, sem þekktari er sem framúrskar- andi blúsgítarleikari en að fást við klassíska tónlist, og Halldór Má Stefánsson, sem er á förum tii framhaldsnáms hjá Amaldi í Barc- elona, en hann lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri í vor. Kallar á framhald Om Viðar Erlendsson er fram- kvæmdastjóri Gítarhátíðar. Hann sagði hana hafa gengið afar vel, nemendur væru ánægðir með námskeiðið og ágæt aðsókn hefði verið að tónleikunum. Ekki væri um að efast að framhald yrði á að halda Gítarhátíð á Akureyri. Næsta sumar væri stefnt að því að fá hingað þekktan og góðan erlendan kennara, en til þess að það mætti takast yrðu að fást til samstarfs traustir styrktaraðilar. Örn sagði að námskeið sem þessi væru sem væn vítamín- sprauta fyrir þátttakendurna. Þeir fengju ýmis verkefni og hugmynd- ir til að vinna með um nokkurra mánaða skeið og það tæki tals- verðan tíma að melta og tileinka sér það sem fram kæmi í svona samþjöppuðu námi. Þá væri jafn- framt mjög mikilvægt og skemmtilegt að allir helstu gítar- leikarar landsins hefðu hér tök á að njóta samveru og samvinnu í hópi ungra og efnilegra tónlistar- manna. Uppskera námskeiðsins verður ljós á tónleikum nemenda Gítarhá- tíðar í Akureyrarkirkju klukkan 18 í dag. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði að vegna mikilla anna í flugi hjá félaginu þessar vikumar hefði verið gripið til þess ráðs að taka þessa vél á leigu hjá Gron- landsfly í Grænlandi. Um væri að ræða tímabundin viðbótarverkefni sem Ieyst væru með þessari leigu. Mikið að gera í Grænlandi FN hefur nú í þjónustu sinni fimm 19 sæta flugvélar en að sögn Sigurðar er þetta einungis dæmi um sumarannir félagsins. Þetta breytti ekki því að ein fjögurra véla félagsins væri á söluskrá og reynt yrði að selja hana þegar sumarönn- um lyki. Framvegis yrði leitast við að halda flugflotanum í hæfilegu marki miðað við verkefni vetrarins en leigja vélar til að mæta sumar- verkefnum. Sigurður sagði að miklar annir væru í flugi félagsins í Grænlandi, en á sumrin kæmu þar upp margvís- legustu aukaverkefni vegna ýmissa vísindarannsókna. Sem dæmi nefndi hann að menn á vegum Alf- red Wegner-stofnunarinnar í Þýskalandi hefðu verið að störfum í Grænlandi í sumar og haft með sér Domier-flugvélar. Þær dygðu hins vegar ekki jafnvel og Twin Otter-vélarnar til þessara nota og þess vegna hefðu þær verið sendar heim en Flugfélag Norðurlands ver- ið fengið til að flytja mennina af jöklinum. Þannig hefðu núna komið upp viðbótarverkefni þar eins og hér heima, en FN hefði tekið að sér allmikil leiguverkefni fyrir Flugleið- ir eftir að ein Fokker-vélin var leigð úr landi. Veturinn rólegri Að sögn Sigurðar er fyrirsjáan- legt að félagið þurfl að draga sam- an seglin þegar kemur fram á haust, en áður hefur komið fram að vegna óvissu um framtíðina hef- ur fímm starfsmönnum FN verið sagt upp störfum. Sigurður sagði að það væri hvort tveggja varúðar- ráðstöfun og kaldur veruleiki. Messur á Akureyri Akureyrarprestakall: Guðsþjónusta í Akureyrar- kirkju sunnudag klukkan 11. Guðsþjónusta á Seli sunnu- dag klukkan 14. Guðsþjónusta á Hlíð sunnu- dag klukkan 16. Glerárprestakall: Guðsþjónusta í Glerárkirkju sunnudagskvöld klukkan 21. Prestur séra Hannes Öm Blan- don. Landsmót skáta hefst á morgnn LANDSMÓT skáta verður sett í Kjarnaskógi við Akureyri klukkan 20.30 annað kvöld. Á mótinu verður á annað þúsund þátttakenda auk hundraða í vinnu- og fjölskyldubúðum. Fjölbreytt dagskrá bíður skátanna þá viku sem mótið stendur. Skátar á Akureyri era að leggja lokahönd á mikinn undirbúning landsmótsins, sem sett verður ann- að kvöld. Að sögn Ásgeirs Hreiðars- sonar hjá Skátafélaginu Klakki verður dagskrá mótsins viðamikil og öruggt að allir hafa nóg fyrir stafni allan tímann sem mótið stendur. Að setningu mótsins lokinni verða kynningarleikir fram eftir kvöldi. Á mánudag er ætlað að meginhluta dags komi skátamir sér fyrir til vikudvalar, gangi frá tjald- búðum sínum og aðstöðu allri á svæðum flokkanna. Frá og með þriðjudegi verður í gangi fímmþætt dagskrá í jafnmörgum veröldum, sem svo era nefndar. Út í veröld bjarta Einkunnarorð Landsmóts skáta að þessu sinni eru „Út í veröld bjarta". Þær veraldir sem skátunum býðst að taka þátt í era Þrautaver- öld, fjölbreytt viðfangsefni á af- mörkuðu svæði í Kjamaskógi, Vatnaveröld, ýmsar vatnaþrautir í og við Leirutjörn, Kjarnaveröld, blönduð umhverflsdagskrá meðal annars með gróðurrækt og endur- vinnslu og Ferðaveröld, þar sem skátarnir fara í lengri og skemmri ferðir. í fimmta lagi er Dagur á Akureyri, þar sem skátar verða við ýmsa iðju í bænum í heilan dag. Á þriðja hundrað skáta verður í hveiju þessara fímm verkefna hvern dag. Á laugardag, undir lok mótsins, verður slegið upp skátatívolíi og skátaballi í Kjarnaskógi en lokadag- inn, sunnudag, verður opinn dagur þar sem gestum gefst færi á að taka þátt í verkefnum í veröldunum fimm. Mótinu verður síðan slitið með geysimikilli flugeldasýningu um miðnætti sunnudags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.