Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JULI 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JUU 1993 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavik. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuðí innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Verðhækkanir Verð ýmissa vara hefur hækkað verulega í kjölfar gengisfellingarinnar í júnílok. Morgunblaðið hefur í hartnær mánuð birt upplýsingar um verðhækkanir. I þessum frétt- um kemur fram að margar neyzluvörur, heimilistæki og þjónusta hafa hækkað á bilinu 8 til 9%, jafnvel allt upp í 10%. Þetta er ekki samræmi við væntingar manna í júnílok, en þá sögðust forystumenn ríkis- stjórnarinnar gera ráð fyrir „hóflegum“ verðlagsáhrifum gengisfellingarinnar. Margir hagfræðingar tóku í sama streng og höfðu þá í huga áhrif gengisfellingarinnar í nóvem- ber á síðasta ári, sem ekki komu að fullu fram í verðlagi. Sumir spáðu því að það sama myndi nú gerast; fyrirtækin mætu stöðugleikann svo mikils að þau myndu taka hluta geng- isfellingarinnar á sig og reyna að skera niður kostnað. Launa- kostnaður hefði verið festur til langs tíma með kjarasamning- um og gæfi ekki tilefni til hækkana. Einnig komu þau rök fram að samkeppni væri nú orðin svo virk á mörgum svið- um markaðarins að fyrirtæki treystu sér ekki til að hækka verðið verulega. Þetta hefur ekki gengið eft- ir. Lánskjaravísitalan hefur hækkað frá síðasta mánuði um 0,76%, sem svarar til 9,5% verðbólgu á ári. Vafamál er að spá Þjóðhagsstofnunar um 4% verðbólgu á þessu ári og 3% á því næsta standist. Þótt gera megi ráð fyrir að vísitöluhækk- unin sé tímabundin, er hún hættumerki. Fyrirtækin hafa ekki treyst sér til að taka á sig aðra gengisfellingu. Þegar gengið hefur einu sinni verið fellt, stendur verðhækkunar- leiðin fyrirtækjunum alltaf op- in. Verðbólgan er því á fleygi- ferð þessa dagana. Slíkt kemur í veg fyrir, að vextir geti lækk- að og þrýstir upp kostnaði fyr- irtækja. Það kæmi ekki á óvart að raddir fæni fljótlega að heyrast um að meiri gengisfell- ingar sé þörf til að vega á móti háum aðfanga- og fjár- magnskostnaði útflutningsfyr- irtækja. Með því væri gamal- kunnur vítahringur verðhækk- ana og .gengisfellinga hafinn enn á ný og stöðugleikanum, sem við höfum lagt svo mikið á okkur til að ná, fórnað. Sigurður B. Stefánsson, for- stöðumaður Verðbréfamarkað- ar íslandsbanka, gerir stöðug- leika og gengismál að umtals- efni í grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag. Sigurður segir þar: „Stöðugleiki undanfarinna ára þegar verðbólga hefur verið svipuð og í nágrannalöndunum hefur gert fyrirtækjum kleift að brjóta upp á nýjum leiðum til að spara í rekstri. Áfram- haldandi stöðugleiki er for- senda fyrir því, að íslenzk stjórnvöld geti reynt að standa sig í þeirri hörðu samkeppni, sem geisar á alþjóðlegum markaði þar sem viðskipti hafa verið gefin fijáls að meira eða minna leyti. Stöðugleiki og festa er án efa það dýrmætasta sem stjórnvöld hafa á valdi sínu til að efla hagvöxt, auka at- vinnu og lækka vexti. . . Lík- urnar á því að það takist að grynnka á skuldabyrðinni án mikilla og ónauðsynlegra áfalla eru ekki miklar, ef gengi krón- unnar er ekki haldið stöðugu eða verðhækkanir á íslandi eru meiri en í nágrannalöndunum. Af öllum þessum ástæðum eru engin úrræði til þegar kemur til aflabrests og tekjulækkunar önnur en þau að skera niður kostnað og hagræða í rekstri. Og það á við um fjármálafyrir- tæki og banka, önnur þjónustu- fyrirtæki og iðnfyrirtæki ekki síður en sjávarútvegsfyrirtæki. Ef Japanir geta náð 10% kostn- aðarlækkun ár eftir ár í fram- leiðslugreinum sínum (til að mæta gengishækkun jensins) er íslendingum ekkert að van- búnaði að gera slíkt hið sama. Undirstaða slíks árangurs er traustur gjaldmiðill." Þetta eru orð, sem mark er á takandi. Hvenær ætlar stjórnvöldum að lærast að gengisfelling er ekkert annað en „hrossalækning"? Verð- hækkanabylgjan, sem nú hefur gengið yfir, ætti að verða ríkis- stjóminni viðvörun þegar næst koma fram kröfur um gengis- breytingu. Sparnaður, hagræð- ing og kostnaðarlækkun, ekki sízt í sjávarútveginum, er lykill- inn að öflugra atvinnulífi, sem hefur styrk til að komast upp úr þeim öldudal, sem þjóðar- skútan er nú í. Það er marg- sannað að gengisfelling gerir yfirleitt aðeins illt verra, jafn- vel þótt hún sé bara „hófleg“ eins og gengisfellingin í júní átti að vera. Danska varðskipið Vædderen gestur á Hafnardegi Reykjavíkurhafnar j ýjjjjý Sigla saman VARÐSKIPIN taka sig glæsilega út í samsiglingu á leið til Reykjavíkurhafnar. Danska varðskipið Vædderen er nær og fjær er varðskipið Ægir. „Samstarfið við Land- helgisgæsluna frábært“ Texti og myndir Agnes Bragadóttir HUN er bæði heillandi, framandi og ótrúlega skemmtileg, tilfinningin sem fylgir því að fljúga í þyrlu, skríða rétt yfir haffletinum, hækka svo flugið og nánast hanga í loftinu, og finnast sem varðskipin sem sigla fyrir neðan ætli bara að taka framúr þyrlunni. Demba sér svo aftur niður og lenda á þyrlupalli varðskipsins, eins og ekkert sé. I gærmorgun sigldi danska varðskipið Vædderen inn í Reykjavíkurhöfn og lagði að Faxagarði. Skipið verður gestur á Hafnardegi Reykjavíkur- hafnar sem hefst kl. 8 í dag og stendur til kl. 18 síðdegis. Um borð í Vædderen var meðal annara Helgi Hallvarðsson skipherra Landhelgis- gæslunnar, sem var ásamt nokkrum fjölmiðlamönnum ferjaður frá Keflavíkurflugvelli um borð í Vædderen með Lynx-þyrlu sjóhersins, sem er að jafnaði um borð í Vædderen. Skipherra Vædderen heitir Axel Fiedler og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að samstarf danska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar væri með miklum ágætum og hefði á undanförnum árum færst mjög í vöxt. „Samstarf okkar við Landhelg- isgæsluna er frábært og ég tel það afar sérstakt að tvær þjóðir eins og Danir og íslendingar geti starfað saman á þessu sviði á Norður-Atlants- hafinu á jafnnáinn og skipulagðan hátt og við getum gert,“ segir Fiedler. Fiedler segir að samstarf Land- helgisgæslunnar og varðskipa danska sjóhersins hafi færst í vöxt og haldn- ar séu reglulegar æfingar sameigin- lega, þar sem áhersla sé lögð á þjálf- un og samstarf dönsku varðskipanna og þyrluflugmanna Landhelgisgæsl- unnar, sem geti þannig athafnað sig með aðstoð dönsku varðskipanna, ef um löng leitar- eða björgunarflug er að ræða. „Við tökum venjulega æf- ingu í hálfan dag eða svo með Islend- ingunum í hvert skipti sem við komum til íslands," segir Fiedler. Fjóra mánuði í túrnum Vædderen kemur hingað frá Græn- landi og heldur héðan á þriðjudag áleiðis til Færeyja. Að tveimur vikum liðnum heldur varðskipið svo heim til Danmerkur á ný og verður þá búið að vera fjóra mánuði í túrnum. Varðskipið Ægir fylgdi Vædderen til Reykjavíkurhafnar, svo og þyrla Landhelgisgæslunnar. Varðskipin höfðu litla æfingu á leiðinni til Reykjavíkur, þar sem ýmist var siglt þétt saman, hlið við hlið, eða í beinni línu og á meðan hringsólaði danska þyrlan með fjölmiðlafólk um borð fyr- ir ofan og kringum skipin. Vædderen hleypti af þremur fallbyssuskotum úr sjálfvirkri 76 mm OTO MELARA fallbyssu sinni á leið inn til Reykjavík- urhafnar og Gæslan svaraði að bragði með þremur skotum. Vædderen er afar glæsilegt skip af Thetis-gerð. Það var byggt í Svend- borg Skipsvæft og tekið í notkun í desember 1991. Skipið er um 3.500 rúmlestir, 112,5 metrar á lengd og 14,4 metrar á breidd. Sextíu og tveir menn eru í áhöfn skipsins. Skipið er útbúið hverskonar tæknilegum útbún- aði, eins og djúpsónar (VDS), HMS- sónar og samtengdu stjórn-, eftirlits- og boðberakerfi (C3). Glæsilegt skip Helgi Hallvarðsson kveðst vera afar hrifinn af Vædderen. „Þetta er glæsilegt skip í alla staði og vel út- búið. Ég er hrifnastur af veltitönkun- um, því þeir gera það að verkum að hægt er að vera úti í hvaða sjó sem er, án þess að menn þurfi að ríghalda sér. Það er ekki bara að þetta sér betra fyrir áhöfnina og auki öryggi skipsins, heldur draga þessir tankar úr slysahættu," segir Helgi. Helgi kveðst afskaplega ánægður með samstarf Gæslunnar og danska sjóhersins. „Það eru nokkur ár síðan að danska flotastjórnin og Landhelg- isgæslan gerðu með sér samstarfs- samning, sem felur í sér samstarf dönsku varðskipanna sem eru við gæslu á milli Grænlands og íslands, eða Færeyja og íslands, við okkar skip. Ef eitthvað kemur upp á, eins og leit og björgun, þá eru Danirnir tilbúnir að koma inn með sín skip og flugvélar. Þeir eru með þyrlu um borð í skipunum og eins eru þeir með flugvél staðsetta á Grænlandi, þannig að þetta samstarf eflir öryggið sem Skjótið! KOMMANDÖRKAPTAJN Axel Fiedler í brúnni á Vædderen. Hér gef- ur hann fyrirskipanir um að skjóta af fallbyssu varðskipsins. Púðurreykur ÞEGAR Vædderen hafði skotið þremur fallbyssukúlum á leið sinni inn í Reykjavíkurhöfn, svaraði Gæslan að bragði með öðrum þremur skot- um og gaus upp nokkur reykur við skotin, auk þess sem drunurnar voru ógurlegar. við búum við í þessum efnum,“ sagði Helgi. „Allir muna hið frækilega björgunarafrek, þegar þyrla frá for- vera þessa skips, gamla Vædderen, bjargaði skipverjum úr gúmbát, eftir að íslenska flutningaskipið Suðurland sökk hér norðvestur af Langanesi í desember 1986. Slíkur atburður sýnir hversu björgunarþyrlur Dana eru mikilvægur hlekkur í öryggiskerf- inu,“ sagði Helgi. AF INNLENDUM VETTVANGI KRISTINN BRIEM Vaxtaákvarðanir í frumskógi viðmiðana BANKAR og sparisjóðir hafa á undanförnum árum notað ýmiskon- ar viðmiðanir til að skýra sínar vaxtabreytingar. Vextir óverð- tryggðra lána hafa í stórum dráttum verið látnir fylgja verðlagsþró- uninni og hafa bankar ýmist vísað til verðbólguspáa Seðlabankans eða verðbólgu liðins tíma. Þannig er reynt að skapa jafnvægi milli verðtryggðra og óverðtryggðra kjara. GrundvöIIur við ákvarðanir um vexti af verðtryggðum lánum hefur aftur á móti verið hinn svokallaði eftirmarkaður spariskírteina á Verðbréfaþingi en litið hefur verið á ávöxtunarkröfu spariskírteina sem eins konar „vaxta- gólf“ í landinu. Fleiri atriði koma auðvitað við sögu við vaxtaákvarð- anir eins og samkeppni, afkoma, lausafjárstaða og síðast en ekki síst yfirlýsingar um vaxtamál í tengslum við kjarasamninga o.fl. Allar þessar viðmiðanir hafa þó verið misjafnlega skýrðar af hálfu bankanna með framsetningu talna eins og glöggt kemur í ljós þeg- ar litið er yfir farinn veg. Viðmiðanir við vaxtaákvarðanir bankanna hafa líklega komið skýrast fram við kjarasamninga á undanförnum árum og sjaldan hef- ur verið kveðið fastar að orði en í þjóðarsáttarsamningunum í febr- úar árið 1990. í samkomulagi sem gert var í tengslum við samningana fólst að við ákvarðanir um vexti óverðtiyggðra lána ætti fremur að miða við framtíðina en fortíðina þar sem verðbólgan væri á niðurleið. Sú regla var ákveðin að miða við spá Seðlabankans um þróun lán- skjaravísitölu tvo mánuði fram í tímann og hækkunina einn mánuð aftur í tímann. Þessi viðmiðun gilti út árið 1990. Frá ársbyrjun 1991 hafa bank- arnir stuðst við mismunandi viðm- iðanir, bæði spár og verðbólgu lið- ins tíma en sú forsenda lögð til grundvallar að jafnvægi ríkti milli vaxtakjara verðtryggðra og óverð- tryggðra útlána. Þetta jafnvægi skiptir sköpum fyrir afkomu banka- kerfisins vegna svonefnds misvægis milli verðtryggðra eigna og skulda. Verulegur hluti af innlánsfé er verðtryggður en þessu fé hefur síð- an að miklu leyti verið ráðstafað í óverðtryggð útlán. í lok ársins var talið að verðtryggð innlán banka- kerfsins væru um 30-45 milljörð- um hærri en verðtryggð útlán. Hefur misvægið farið vaxandi eftir að sú regla var sett að aðeins mætti verðtryggja útlán til lengri tíma en þriggja ára. Bankamir hafa því á vissan hátt orðið ofur- seldir verðtryggingunni. Við ákvörðun um vexti af verð- tryggðum útlánum hefur hin síð- ustu misseri verið vísað til ávöxtun- arkröfu spariskírteina á Verðbréfa- þingi. Hafa bankamenn haft á orði að þeir séu að fylgja eftirmarkaðn- um þegar þeir eru krafðir skýringa á hækkunum á þessum vöxtum. Vextir á Verðbréfaþinginu hafa þannig orðið einn helsti mælikvarð- inn á vaxtastig í landinu eða eins konar „hitamælir" á fjármagns- markaðnum. Má í því sambandi nefna yfírlýsingar banka og spari- sjóða um vaxtaákvarðanir sem þeir gáfu í tengslum við kjarasamninga í apríl á sl. ári. Þær vom túikaðar þannig að vextir algengustu flokka fasteignatryggðra skuldabréfa yrðu með um það bil 2% vaxtaálagi á vexti spariskírteina ríkissjóðs í frumsölu eða á eftirmarkaði. Hafa breytingar á vöxtum á verðtryggð- um útlánum í seinni tíð fylgt þróun- inni á vöxtum spariskírteina á Verðbréfaþingi í stómm dráttum. Á þetta þó hefur skort í sumar þar sem vextir á eftirmarkaði hafa lækkað umtalsvert á sama tíma og vextir verðtryggðra útlána hafa hækkað. Þess er að vænta að bank- arnir muni aðlaga sig að lækkun- inni á eftirmarkaði um næstu mán- aðamót. Spariskírteinavextirnir eru einskonar grunnpunktur og eiga að vera lægstu vextir í kerfinu, svo notað sé orðalag eins bankamanns. Mikið misræmi á árinu 1991 Á árinu 1991 skapaðist mikið misræmi milli óverðtryggðra og verðtryggðra kjara og stóðust þá viðmiðanir lítt innan ársins. Verð- bólga fór verulega fram úr þeim spám sem stuðst var við á fyrstu mánuðum ársins við vaxtaákvarð- anir þannig að raunvextir óverð- tryggðra skuldabréfa urðu mjög lágir í samanburði við vexti verð- tryggðra lána. Þetta olli bönkum verulegu tapi sem þeir reyndu að vinna upp með því að halda vöxtum óverðtryggðra lána mjög háum á síðari hluta ársins. Frá þeim tíma hafa bankarnir ekki þurft að glíma við sambærilegar sveiflur í verðlagi. íslandsbanki markaði þá stefnu undir lok ársins 1991 að raunvext- ir verðtryggðra lána á árinu 1992 yrðu að jafnaði 1% lægri en vextir af óverðtryggðum lánum. Kom fram að þetta væri gert til að hvetja lántakendur til að taka verðtryggð lán. Með því skapist meira jafnvægi á efnahagsreikningi bankans og eðlilegt að þeir njóti þess í kjörum sem vinni með þeim að þessu leyti. Um miðjan júlí árið 1992 hækk- aði íslandsbanki vexti óverð- tryggðra lána og kom fram að við vaxtaákvörðun sína miðaði bankinn við verðbólguspá Seðlabankans á sex mánaða grundvelli. Þá var verð- bólguhraðinn á þessum mælikvarða talinn 2,4% til 2,6% og færi síðan lækkandi. En fyrri hluta ársins var þessi viðmiðun nálægt 2%. Lýsti bankinn sig reiðubúinn að lækka vextina aftur til samræmis við það ef verðbólgan lækkaði í lok ársins. Með þessu sagðist íslandsbanki vera að laga vexti sína að þessum breytingum og fínstilla vextina mið- að við markaðinn. Bent var á að vaxtaákvörðun bankans væri í fullu samræmi við yfirlýsingar bankanna við gerð kjarasamninga. Þá hefði verið gert samkomulag um ákveðn- ar aðferðir við útreikning vaxta óverðtryggðra útlána, þar sem tek- ið væri mið af vöxtum á eftirmark- aði spariskírteina ríkissjóðs með 2% álagi, verðbólguspá og 1% óvissu- álagi. Þessari reglu hefur ekki ver- ið haldið á lofti frá þeim tíma. Samkeppnisstaða og starfsskilyrði Landsbankinn hefur staðið með öðrum hætti að því að kynna sínar viðmiðanir í vaxtamálum á undan- förnum árum. Við vaxtalækkun þann 21. maí 1992 sendi Lands- bankinn frá sér tilkynningu um vaxtamál. Þar greindi bankinn m.a. frá yfirlýsingu sinni gagnvart aðii- um vinnumarkaðarins um stefnu sína í vaxtamálum og þann grund- völl sem hún hvíldi á. Aðalatriðin í yfírlýsingu Landsbankans voru þau að bankinn myndi breyta kjör- um á algengustu vísitölubundnum skuldabréfalánum með hliðstæðum hætti og ákveðin yrðu á nýjum spariskírteinum ríkisins í kjölfar kjarasamninga enda breyttust vaxtakjör þeirra á markaði (eftir- markaði) með samsvarandi hætti. Þá greindi bankinn frá því að ef forsendur skopuðust með nýjum kjarasamningum fyrir litlum verð- hækkunum á árinu mundi verða unnt að taka tillit til verðþróunar til lengri tíma með vaxtaákvarðanir á óverðtryggðum útlánum sem mundi þá leiða til þess að raun- ávöxtun óverðtryggðra og verð- tryggðra útlána í hliðstæðum lána- flokkum nálgaðist. Þá lýsti bankinn þeirri almennu skoðun sinni að vaxtaákvarðanir banka og spari- sjóða tækju jafnan mið af sam- keppnisaðstöðu og starfsskilyrðum á hvetjum tíma og að jafnvægi í markaðsaðstæðum mundi almennt leiða til svipaðra og sambærilegra kjara í sambærilegum viðskipta- formum á fjármagnsmarkaði. Miðað við 8% verðbólgu næstu 2 mánuði Með nýjum lögum sem tóku gildi 1. júlí voru vaxtaákvarðanir alfarið lagðar í hendur bankastjórna en áður hafa bankaráð fjallað um vaxtabreytingar. Bankaráðunum er hins vegar ætlað að móta almenna stefnu í þessum málum. Á þetta reynir nú í fyrsta sinn. í tengslum við síðustu vaxtabreytingar hefur komið fram að íslandsbanki miðaði vexti óverðtryggðra útlána við 2% verðlagsbreytingar fyrir gengisfell- inguna. Hins vegar er búist við að næstu tvo mánuði verði verðlags- breytingar 8% þannig bankinn telur að hækka þurfi vextina um 6% til að mæta þessum verðbólgutoppi. Með því að hækka vexti hefur bank- inn því aðeins náð að mæta um þriðjungi af þessari hækkunarþörf. „íslandsbanki hafði tekið viðmiðun til sex mánaða á fyrri hluta þessa árs,“ segir Björn Björnsson, fram- kvæmdastjóri. „Það þýddi það að við fórum í gegum nokkra verð- bólguöldu í febrúar og mars sem við ætluðum að vinna upp aftur þegar kom fram á árið. Það hafði bankinn ekki náð að gera þegar núna næsta alda ríður yfir. Þetta er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir bankann og þess vegna teljum við að núna sé æskilegt að jafna verð- tryggð og óverðtryggð kjör á miklu skemmri tíma heldur en áður hefur jafnan verið gert. Þetta er væntan- lega skammtímahreyfing í verðlag- inu sem ég held að flestir vilji þeg- ar upp verður staðið að líði hjá sem allra fyrst. Eins og reynslan hefur sýnt er það ákaflega erfitt fyrir bankana að ætla að halda upp vöxt- um sem eru ékki að fullu í sam- ræmi við verðbólgu augnabliksins til þess að vinna upp eitthvað sem er liðin tíð.“ Verðbólgan fór langt fram úr spánni Búnaðarbankinn hefur ekki látið frá sér nákvæmar talnalegar for- sendur vaxtahækkunarinnar á sama hátt og íslandsbanki. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, bendir á að hér áður hafi ákveðnar viðmiðanir gjarnan verið notaðar yfir þróunina á þriggja mánaða tímabili. „Aðstæð- umar voru hins vegar þá töluvert aðrar og verðbólgan mun meiri en nú er. Við sjáum það að verðbólgan mun aukast næstu tvo mánuði og við getum ekki annað en að brugð- ist strax við. Hins vegar er það alveg deginum ljósara að vextir munu lækka um leið og verðbólgan hjaðnar á ný. Ég legg áherslu á að þetta er ekki varanlegt." Jón Adolf segir að Búnaðarbank- inn hafi fyrst og fremst stuðst við spá Seðlabankans. Núna hafí hækkun lánskjaravísitölu orðið miklu meiri en spáin gaf til kynna. „Verðtryggðu kjörin fara langt upp fýrir óverðtryggð kjör. Með hækk- uninni erum við að taka af þeim kúf og það hlýtur að skila sér til baka þegar verðbólgan hjaðnar aft- ur. Það eru nákvæmlega engin rök fyrir því að hækkunin sé varanleg.“ Jónas Reynisson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar, segir að jafnan sé reynt að hafa sambærileg raunvaxtakjör á verðtryggðum og óverðtryggðum útlánum yfir árið í heild og á hvorum árshelmingi. „I þessu sambandi þarf einnig að taka tillit til ávöxtunar innlána á hálfs- ársfresti. Það eru engar fastá- kveðnar reglur við ákvörðun vaxta eins og t.d. að líta á verðbólgu einn mánuð aftur og spá tvo næstu mánuði heldur er reynt að tiorfa á verðlagsþróun á hvorum árshelm- ingi fyrir sig og fýrir árið í heild. Ástæðan fyrir síðustu nafnvaxta- hækkun grundvallast á verðbólgu- spá fyrir þennan seinni helming ársins. Við ákvörðun raunvaxta á útlánum er aftur rekið mið af al- mennri vaxtaþróun á verðbréfa- markaði á hveijum tíma.“ Engar ákvarðanir hafa verið teknar um vaxtabreytingar hjá Landsbankanum um næstu mán- aðamót en ef að líkum lætur mun bankinn fylgja eftir þeim hækkun- um sem orðið hafa á markaðnum. Olafur Orn Ingólfsson, forstöðu- maður fjárreiðudeildar Landsbank- ans, bendir á að bankarnir hafí í þjóðarsáttarsamningunum fallist á að taka meira mið af framtíðinni en fortíðinni vegna þess hve verð- bólgan lækkaði hratt á þeim tíma. „Við höfum verið að stýra vöxtun- um á öðrum forsendum núna en áður, þ.e. ekki eingöngu horft á jafnvægi milli óverðtryggðra og verðtryggðra kjara. Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hvemig við ætlum að mæta þessum verðbólgutoppi en höfum ekki eina fasta reglu til viðmiðunar. Vaxta- ákvaröanir eru teknar með hliðsjón af samkeppni, afkomu, lausafjár- stöðu o.fl. Fyrst og fremst erum við að hugsa um að reka þessa sfofnun með viðunandi arösemi," sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.