Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.07.1993, Blaðsíða 38
-38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 ÚRSLIT Frjálsar íþróttir Alþjóðlegt stigamót, Grand Prix, í London: 100 m hlaup kvenna: 1. IngerMiller; Bandar............11.54 —Pauline Davis, Bahamaey..............11.59 3. Marcia Richardson, Bretlandi...11.62 4. Melinda Gainsford, Ástralíu....11.62 5.000 hlaup karla: 1. William Sigei, Kenýa........13:14.32 2. Fita Bayesa, Eþiopía........13:14.58 3. Haile Salassie, Eþiopia.....13:15.10 4. Worku Bikila, Eþiopía.......13:17.16 400 m hlaup karla: 1. Quincy Watts, Bandar...........44.78 2. Steve Lewis, bandar............44.82 3. Kennedy Ochieng, Kenýa.........45.22 4. David Grindley, Bretlandi......45.26 100 m hlaup karla: 1. Linford Christie, Bratlandi....10.27 2. Leroy Burrell, Bandar..........10.33 . 3. Jon Drummond, Bandar............10.33 4. Calvin Smith, Bandar...........10.51 5. Darren Campbell, Bretl.........10.58 400 m grindahlaup karla: 1. Samuel Matete, Zambía..........48.85 2. Kevin Young, Bandar..i.........48.86 3. Oleg Tverdokhleb, Ukraníu......49.58 4. Vadim Zadoynov, Moldavíu.......49.71 5. Gary Cadogan, Bretlandi........49.84 6. Peter Crampton, Bretlandi......50.67 Spjótkast karla: 1. Jan Zelezny, Tékkn. lýðv.......86.78 2. Steve Backley, Bratlandi.......85.10 3. Tom Pukstys, Bandar............84.96 4. Seppo Raty, Finnlandi.........) 81.66 5. V. Sasimovich, H-Rússl.........80.54 6. Andrew Currey, Bandar..........80.48 7. Kimmo Kinnunen, Finnlandi......78.48 8. Einar Vilhjálmsson.............77.30 110 m grindahlaup: 1. Colin Jackson, Bretlandi.......13.20 - ^ 2 Tony Dees, Bandar...............13.34 " 3. Tony Jarrett, Bretlandi.........13.64 4. Igor Kazanov, Lettlandi........13.73 Hástðkk karla: 1. JavierSotomayor, Kúbu...........2.40 2. Patrik Sjöberg, Sviþjóð.........2.28 3. Steve Smith, Bretlandi6 2.25 4. Dalton Grant, Bratlandi.........2.25 Geoff Parsons, Bretalandi.......2.20 Tim Forsyth. Astralíu...........2.20 Sorin Matei, Rúmeníu............2.20 Hollis Conway, Bandar...........2.20 1.500 m hlaup karla: 1. Matthew Yates, Bratlandi.....3:35.83 2. Johan Landsman, S-Afríka.....3:35.83 3. Simon Doyle, Ástral..........3:35.87 ->4. Abdi Bile, Sómalía.............3:36.37 5. William Kemei, Kenýa.........3:38.08 6. Matthew Bames, Bretland......3:38.31 800 m hlaup karla: 1. Jose Luis Barbosa, Brasilía..1:45.78 2. Martin Steele, Bretland......1:46.24 3. Wilson Kipeter, Danmörk......1:46.25 4. CurtisRobb, Bratlandi........1:46.51 5. Sammy Langat, Kenýa..........1:47.52 6. Vebjom Rodahl, Noregur.......1:47.81 Stangarstökk: 1. Maksim Tarasov, Rússl...........5.70 2. Kory Tarpenning, Bandar.........5.70 3. Scott Huffman, Bandar...........5.70 KNATTSPYRNA Þær fara til •* Danmörku Logi Ólafsson, þj'álfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, hef- ur valið hóp sextán kvenna sem keppa munu á Norðurlandamóti landsliða skipuðum leikmönnum undir 20 ára kvenna, sem fer fram í Danmörku í byijun ágúst. í hópn- um eru eftirtaldar stúlkur: Steindóra Steinsdóttir, UBK Bima Bj'ömsdóttir, Val Ásthildur Helgadóttir, KR Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, KR Ásdís Þorgilsdóttir, KR Helga Ósk Hannesdóttir, UBK Margrét Ólafsdóttur, UBK ■»3offía Ásmundsdóttir, Val Kristbjörg Ingadóttir, Val Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA Auður Skúladóttir, Stjörnunni Ásgerður Ingibergsd., Stjörnunni Hjördís Símonardóttir, UBK Olga Færseth, UBK Katrín Jónsdóttir, UBK Rósa Steinþórsdóttir, Sindra FJRALSiÞROTTIR / GRAND PRIX Vöntun á vegabréfsárítun kom í veg fyrir þátttöku Bubka Sergei Bubka, heimsmethafi í stangarstökki, gat ekki keppt á alþjóðlegu stigamóti í öjálsum íþróttum sem haldið var í London í gær, þar sem umsókn um vegabréfsáritun til Englands misfórst. Bubka gagnrýndi bresk fijálsíþróttayfirvöld harðlega í gær vegna þessa, en þau vísuðu þeirri gagnrýni alfarið á bug. Bubka er ekki eini íþróttamað- urinn sem keppti ekki í London vegna þessa, því niu aðrir íþrótta- menn frá fyrmm Sovétríkjunum sátu í sömu súpu, þar á meðal spjótkastarinn Vladimir Sasimo- vitch. Andy Norman þjá breska fijálsíþróttasambandinu sagði að sökin lægi hjá tveimur umboðs- mönnum þessara íþróttamanna. „Við buðum þeim á mótið og send- um um leið umsóknareyðublöð fyrir vegabréfsáritanir. Umboðs- mennimir skiluðu aldrei þessum umsóknareyðublöðum," sagði Norman. „Það em mjög margir íþróttamenn frá fyrrum Sovétríkj- unum sem keppa hér í kvöld,“ sagði Norman í gær. „Það vantar aðeins þessa tvo hópa af íþrótta- mönnum sem eru undir stjórn þessara umboðsmanna." Bubka sagði að breska sam- bandið væri hreinlega sofandi. „Þeir áttu að bjarga þessu, þetta er dæmigert fyrir þá.“ Chrístie sterkur á endasprettinum - hefur ekki tapað í 100 m hlaupi á árinu. EinarVilhjálmsson náði sínu besta kasti í ár, varð áttundi ÓLYMPÍUMEISTARINN Linford Christie vann Leroy Burrell, fyrr- um heimsmethafa í 100 m hlaupi á alþjóðlegu stigamóti, Grand Prix, á Crystal Palace-vellinum í London í gærkvöldi og hef ur Bretinn ekki tapað 100 m hlaupi á árinu. Christie þurfti að hafa fyrir sigrinum, því að Bandaríkjamaðurinn Jon Drummond fékk fljúgandi byrjun og hélt forustunni fyrstu sextíu metrana, en þá skaust Christie fram fyrir hann og kom í mark á tímanum 10.28 sek. etta var góð upphitun fyrir Christie, sem mætir heims- methafanum Carl Lewis í Gateshead í Englandi á föstudaginn kemur. Burrell náði öðru sæti í hlaupinu, en markmynd varð að skera úr um hvort hann eða Drummond kæmi á undan í mark. Burrell náði mjög lélegri byijun. Ólympíumeistarinn í 400 m hlaupi Quincy Watts frá Bandaríkj- unum varð sigurvegari í harðri keppni við landa sinn Steve Lewis. Watts tók forustu strax i byijun, en Bretinn elti hann á röndum í byijun, en varð fjórði í hlaupinu þegar uppi var staðið. Watts kom í mark á 44.78 sek., en Lewis á 44.82 sek. Ólympíumeistarinn í 400 m grindahlaupi Kevin Young frá Bandaríkjunum mátti þola sitt fyrsta tap á árinu, þegar Zambíu- maðurinn Samuel Matete kom í mark á undan honum, en mark- mynd varð að skera úr um það hvor hafði sigrað. Young hafði for- ustu fram að síðustu grind, en þá missti hann jafnvægið og tapaði niður hraða, þannig að að Matete komst upp að honum á lokametrun- um og fékk tímann 48.85 sek., eða einni hundruðustu úr sek. á undan Young. Young sagði að það væri aldrei hægt að hugsa um að menn færu léttilega yfir grindur. „Ég missti einbeitninguna og þar með jafn- vægið. Ég vissi að það kæmi að því að ég tapaði og sætti mig full- komlega að tapa fyrir keppinautum eins og Matete.“ Kenýumaðurinn William Sigei sýndi mikinn styrk þegar hann náði þriðja besta tímanum í ár í 5.000 m hlaupi — 13:14,32 mín. Hann hljóp vel síðustu 3000 m og var sterkari á endasprettinum heldur en Fita Bayesa, sem kom í mark á 13:14,58 mín.. Ólympíumeistarinn og heimsmet- hafínn í hástökki karla — Kúbumað- urinn Javier Sotomayor stökk 2.40 m og jafnaði hans besta árangur í ár. Einar með sitt besta kast Einar Vilhjálmsson náði sínu besta kasti á árinu, er hann kastaði 77.30 m, en heimsmethafínn Jan Zelezny kastaði lengst, 86.78 m. Bretinn Steve Backiey, sem hefur átt við meiðsli að stríða frá sl. vetri, var með og varð annar með 85.10. KORFUBOLTI Kukoc til Chicago CHICAGO Bulls, sem sigraði íbandaríska NBA-deildinni í körfuknattleik í vetur, hefur gengið endanlega frá samn- ingi við króatíska leikmanninn Tony Kukoc. Hann gerði átta ára samning, sem talinn er tryggja honum 17,9 milljónir dollara í laun á samningstím- anum, andvirði rúmlega 1,2 milljarða króna. Kukoc, sem er 24 ára fram- heiji, er 2,08 m á hæð og 100 kg að þyngd. Hann er af mörgum álitinn besti evrópski leikmaðurinn í dag. Hann var í silfurliði Króatíu, sem tapaði úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir bandaríska „draumaliðinu“ 117:85. Kukoc hefur leikið með ítalska liðinu Benetton síðustu tvö ár; skorað 19,6 stig að meðaltali og verið með 54% skotanýtingu utan af velli á þeim tíma. Chicago valdi Kukoc í annari umferð NBA-valsins 1990, en ekk- ert varð af því að hann kæmi til félagsins fyrr en nú. Um helgina Frjálsíþróttir Islandsmeistaramót 16 ára og yngri í frjáls- íþróttum fer fram á Dalvík um helgina, en keppni hefst kl. 10 í dag, laugardag, og á morgun. ■ Islandsmót Iþróttasambands Fatlaðra í fijálsum íþróttum utanhúss fer fram á Varmárvelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 24. júlí og hefst kl. 13. Golf íslandsmótið íslandsmótið hefst í Leirunni á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 8 í 1. flokki kvenna, en sfðan fara keppendur í 2. flokki kvenna og 3. og 2. flokki karla út. Mótið heldur áfram í áðurnefndum flokkum á mánudag kl. 8. ■ Á sunnudaginn verður opna hjóna og parakeppnin á Strandarvelli. Ræst verðu út frá kl. 9.00. ■ Á laugardaginn verður Opna Búnaðar- bankamótið haldið á Selsvelli. Leiknar verða átján holur með og án forgjafar. ■ Á sunnudaginn verður opið öldungamót haldið á Selsvelli. Ræst er út frá 9 til 13. ■ Opna Kays mótið verður haldið á laugar- daginn hjá golfklúbbnum Keili. Leikinn verður höggleikur með og án forgjafar f karia og kvennaflokki. ■ Háforgjafamót, 20 og yfir, verður á Húsatóftavelli f Grindavík á sunnudaginn kl. 13. Reuter Colln Jackson varð sigurvegari í 110 m grindahlaupi. Hér er hann að fara yfír síðustu grind í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.